Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991. 43 Svidsljós Amold Schwarzenegger sættir sig við stöðu fylkisstjóra Arnold Schwarzenegger er í sviös- ljósinu þessa dagana þar sem hann leikur í kvikmyndinni Tortímandinn 2 sem nú er verið að sýna í Reykjavík. Arnold, sem er 43 ára, er nú loksins orðinn faðir. Hann er frá Austurríki, giftur inn í Kennedyættina, og í Bandaríkjunum er þegar farið að tala um að hann getí þess vegna aldrei orðið forsetí. Til þess þarf maður að vera fæddur í landinu. En Arnold kveðst geta sætt sig við fylkisstjóra- stöðu. Það þykir ekki undarlegt að hann skuh hafa hug á að kasta sér út í hringiðu stjómmálanna því að kon- an hans, María Shriver, er systur- dóttir Johns Kennedy, fyrrum for- seta Bandaríkjanna. Það þykir þess vegna líklegt að stjórnmál beri stundum á góma á heimilinu. Arnold og María kynntust á tennis- mótí 1977 og urðu yfir sig ástfangin. Hún starfaði þá fyrir sjónvarpsstöð- ina CBS. Þau giftu sig reyndar ekki fyrr en árið 1986 en höfðu samt búið saman talsvert lengi. Það var þegar hann barði í borðið og sagðist fara ef ekki kæmi barn í húsið sem haldið var brúðkaup í snatri. Arnold segir Maríu vera hina full- komnu móður. „Þegar maöur kvæn- ist konu veit maður ekki hvers konar móðir hún verður. Undir venjuleg- um kringumstæðum er María óþol- inmóð en nú getur hún setíð í þrjá klukkustundir til að kenna Kather- ine dóttur okkar að segja orðið Jeremy Irons og Sam sonur hans. ísomu Nú er enn ein stjarnan búin að koma afkvæmi sínu inn í draumaheim kvikmyndanna. Bráðlega verður myndin Danny Champion frumsýnd og þá geta áhorfendur séð bæði Jeremy Ir- ons og tíu ára son hans, Sam, á hvíta tjaldinu. „Það er alveg sérstakt að leika á mótí barninu sínu. Við skiljum hvor annan alveg strax en við erum nú líka góðir vinir í raun- veruleikanumsegir Jeremy. Sjáifur hefur Sam engan sér- stakan áhuga á að veröa leikari. Og faöir hans segir sér létta viö aö heyra það því að hann veit að bransinn er erfiður. blaöra." Katherine er nú að verða tveggja ára. Arnold var 25 ára þegar hann flutti frá Graz í Austurríki til Bandaríkj- anna þar sem hann ætlaði að gera það gott. Það tókst svo sannarlega því að hann vann titilinn herra al- heimur tólf ár í röö. Þær eru einnig orðnar margar kvikmyndirnar sem hann hefur leikiö í. Meðal titlanna eru Pumping Iron, Red Sonja, Conan, Predator, Commando, Raw Deal, The Villain, Red Heat, Twins, Total Re- call og Kindergarten Cop. Fyrri hluti myndarinnar Tor- tíu árum en vegna eindreginna áskorana var ákveðið að gera fram- hald. Arnold fékk um níu hundruð milljónir fyrir leik sinn í seinni hlut- anum. Vegna skattamála voru launin greidd í formi G-III risaþotu. Arnold segist ekki geta verið annað en tímandinn var reyndar gerður fyrir ánægður með það. Arnold Schwarzenegger. • • m§ HVER VERÐURISLANDSMEISTARI? Nú er að hefjast í Ölveri í Glæsibæ, undankeppni fyrir íslandsmeistarakeppnina í KARAOKE sem er um leið landskeppni í KARAOKE þar sem leitað er að KARAOKE- MEISTARANUM 1991. Forkeppnin verður haldin í Ölveri í Glæsibæ á hverju fimmtudags- og sunnudagskvöldi fram að áramótum. Á hverju kvöldi imdan- keppninnar verður valinn einn söngvari sem fær viðurkenningarskjal, óvænt verðlaun og kemst í undanúrslit keppninnar sem verða sunnudaginn 5. janúar 1992. Þar verða síðan valdir tíu keppendur sem ásamt Karaokemeisturum Akureyrar og Vestmannaeyja taka þátt í sjálfri úrslitakeppninni sem fram fer föstudaginn 10. janúar 1992. KARAOKEMEISTARINN 1991 og þeir sem næstir koma hljóta vegleg verðlaun sem kynnt verða síðar. Dómnefnd er sett saman til helminga af gestum kvöldsins og starfs- fólki Ölvers. Öllum er heimil þátttaka (aldurstakmark 18 ára). Skráðu þig í keppnina strax, því í síðustu keppni komust færri að en vildu. Skráningargjald er kr. 500,- Upplýsingar um keppnina og skráning þátttakenda er í Ölveri, Glæsibæ eftir kl. 18.00 daglega, og í síma 686220 á framangreindum tíma. HVER VEIT, KANNSKI UPPGÖTVAST NÆSTI STÓRSÖNGVARI OKKAR AÐ LEIKSLOKUM! Bjami Dagur verður í ham og f jallar um keppnina, keppendxu:, stílinn og stælinn á Bylgjunni í þætti sínum milli 9-12 virka daga. Fkaraokeferð til newcastle! 11.-14. nóvember n.k. Munið KARAOKEFERÐ Ferða- skrifstofunnar Alís og Ölvers 11.-14. nóvembern.k. Nánari upplýsingar og pantanir hjá Ferðaskrifstofunni Alís í síma 652266. OLVER G L Æ S I B Æ ÖLVER - ÞAR SEM HVER SVNGUR MEÐ SÍNU NEFI h^fstAsunE^Pnin kvöld,ðUnnu?ags. KL2Z0 °0ktÓb»r SJALLINN jéi FERÐASKRIFSTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.