Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1991. 15 : ■- íslendingar geta unnið mikil afrek en stundum haga þeir sér eins og algjörir kjánar. Guðlaugur R. Jóhannsson bridgespilari, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Bjarni Felixson fréttamaður við komu heimsmeistaranna í bridge til landsins. DV-mynd Brynjar Gauti Þjóð andstæðnanna Fyrst örstutt dæmisaga: Það ríkir almennur fógnuður á Bretlandseyjum. Enska landsliðið í knattspyrnu hefur í fyrsta sinn um áratuga skeið unnið heims- meistarakeppni. Englendingar eru orðnir heimsmeistarar! Þegar landshðið kemur heim með heimsbikarinn á lofti er mikið um dýrðir á Heathrow flugvelli. Sjálfur forsætisráðherrann er mættur til að taka á móti ensku hetjunum. Forsætisráðherrann heldur ræðu sem er sjónvarpað og útvarpaö um gjörvallt Bretland. Þannig verður alþjóð vitni að því að ráðherrann er áberandi undir áhrifum áfengis við þetta embættisverk sitt. Mikil hneykslan grípur um sig meðal þjóðarinnar, fjölmiðla og stjómmállamanna. Og áður en vik- an er úti hafa Bretar fengið nýjan forsætisráðherra. Þannig gerast hlutirnir í föður- landi þingræðisins þar sem ráð- herrar taka afleiðingum gerða sinna og segja af sér verði þeim á alvarleg afglöp. En þannig er það ekki á íslandi. Hér eru menn verðlaunaðir fyrir að verða sér til skammar. Miklar andstæður Já, vdð erum merkileg þjóð, ís- lendingar. Andstæðumar í fari okkar eru ótrúlega miklar. íslendingar geta þannig unnið hin mestu afrek. Starfað skipulega. Undirbúið mál vandlega. Séð til þess að framkvæmdir séu ná- kvæmlega í samræmi vdð fyrir- hggjandi áætlanir. Stefnt að ákveðnu marki og náð því. Sigur bridgelandshðsins í Yoko- hama er nýjasta og besta dæmi þess að íslendingar geta gert áætl- anir og látið þær standast. En oft haga íslendingar sér eins og algjörir kjánar. Gera áætlanir út í loftið með því að reka puttann upp í vdndinn, svo vdtnað sé til fleygra ummæla embættismanns Reykjavíkurborgar í DV fyrir skemmstu. Byggja tii dæmis stór- hýsi þar sem teiknað er frá degi til dags samhliða framkvæmdum. Reisa veggi og rífa aftur af því að einhveijum toppum þykja þeir ekki nógu fallegir. Víkja frá fyrir- liggjandi skipulagi án þess að kanna hið minnsta hvað það kann að kosta. íslendingar hella líka milljörðum í fyrirtæki án þess að hafa hug- mynd um hvort hægt sé að selja á vdðunandi verði þá vöru sem á að framleiða. Gera ráð fyrir að fram- kvæmdir kosti þá sjálfa ekki neitt en hið opinbera, þ.e. skattborgar- ana, mikið. Og reikna svo með að það sem á vanti sé bara hægt að redda með meira og minna ríkis- tryggðum lánum sem þeir hafa auðvdtað engin efni á að taka. Allt traust er sett á ríkið og lukkuna. Fjármálalegt siðleysi Afleiðingar þessa fíflaskapar, sem hefur gegnsýrt þjóðfélagið undanfarin ár, blasa vdð okkur um allt land. Afraksturinn birtist hvað hrika- legast í fjöldamörgum gjaldþrota fyrirtækjum í flestum greinum at- vdnnulífsins: Fiskeldi. Loðdýra- rækt. Sjávarútvegi. Iónaði. Gjald- þrotum þar sem tapið nemur hundruðum milljóna í hverju ein- stöku tilvdki. Einnig í milljarðahöllum í Reykjavík og suður á Keflavíkur- flugvelli. Og í rándýrri virkjun á norð- lenskum heiðum. Meginorsök þessara óskapa, sem hafa skert þjóðareign íslendinga og tekjumöguleika verulega, er það fjármálalega siðleysi sem einkennt hefur íslenskt stjómmálalíf. Þar vdrðist litlu máli skipta hvaða flokkar eru vdð völd, hvaða hug- sjónir stjómmálamennimir telja sig hafa að leiðarljósi. Þegar þeir festa hönd á valdinu til að eyða peningum skattborgaranna vdrðast þeir flestir snarlega gleyma yfir- lýstum hugsjónum og stefnumið- um. Mikil vonbrigði Lítum til dæmis á þessa nýju rík- isstjórn. Langt er síðan nokkur stjórn hef- ur valdið jafnmiklum vonbrigöum Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri með fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu og þessi. Væntingarnar vom nefnilega miklar. Það var hreinlega of skammt hðið frá alþingiskosning- um til að almenningur gæti gleymt loforðunum sem gefin vom af nú- verandi stjórnarherrum fyrir kosningar. Enda vom þau einföld: Niðurskurður rikisbáknsins. Veru- legur spamaður í opinberam rekstri. Róttækur niðurskurður á styrkjakerfi landbúnaðarins. Af- nám velferðarkerfis fyrirtækj- anna. Og lækkun skatta. Þessi og önnur sambærileg loforð forystumanna Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks eru þjóðinni enn í fersku minni. Þess vegna eru svo mikil vonbrigöin með fyrsta fjár- lagafmmvarp nýju ríkisstjómar- innar. Þar er flestu á haus snúið: Rikisbáknið er ekki skorið niður. Það heldur áfram að þenjast út og mun taka stærri hluta af þjóðar- kökunni á næsta ári en nokkm sinni fyrr. Rekstrarkostnaður ráðuneyt- anna minnkar ekki. Rekstrargjöld- in aukast. Styrkjakerfi landbúnaðarins er ekki skorið niður. Það belgist út meö nýjum milljörðum af skattfé borgaranna. Skattar almennings lækka ekki. Þeir halda áfram að hækka. Jafnvel loforðin frá því í vor um að loka fyrir frekari fjáraustur úr félagsmálastofnunum fyrirtækj- anna virðast ekki standast lengur. Til þess bendir sú ákvörðun Byggðastofnunar, sem heyrir und- ir forsætisráðherra, að henda hátt í tvö hundrað milljónum króna til vdðbótar í gjaldþrota fiskeldisfyrir- tæki, Miklalax og Silfurstjörnuna. Þetta eru pólitísk gæluverkefni sem hið opinbera hefur þegar dælt í tæpum milljarði króna af fé skatt- borgaranna. Sannfæring eða froðusnakk? Hvemig stendur á því að ráðherr- ar í núverandi ríkisstjóm hafa far- ið sömu höndum um niðurskurð ríkisbáknsins og andskotinn bibl- íuna? N Nærtækasta skýringin er sú að ráðherrana hafi skort þor og vdlja til að koma yfirlýstum stefnumál- um í framkvæmd. Það hafi einfald- lega ekki búiö nægilega sterk sann- færing á bak vdð öh loforðin. Þau hafi verið marklaust hjal. Ef raunveruleg sannfæring heföi verið fyrir hendi heföu ráðherrarn- ir að sjálfsögðu strax tekið til hend- inni. Skorið á graftarkýli ríkis- styrktra fyrirtækja og atvdnnu- greina. Dregið úr embættismanna- bákni ráðuneytanna. Sett veruleg- ar hömlur á endalaust og meira og minna gagnslaust flakk íslenskra embættismanna um vdða veröld á kostnað skattborgaranna. Lagt til hhðar áform um stórfelldar óarð- bærar fjárfestingar. Og þeir heföu auðvdtað byijað á heimavígstöðvum. Dregið úr kostnaði við ráðuneyti sín. Og sjálfa sig. Sýnt gott fordæmi með því að hætta að greiða sér og mök- um sínum hærri dagpeninga vegna ferðalaga erlendis en þekkist í ná- grannalöndunum. Hætt vdð að hefja ráöherraferil sinn á þvi að kaupa undir sig nýja ráðherrabíla fyrir margar mhljónir. Dregið úr umfangi opinberra veisluhalda fyr- ir fé skattborgaranna. Og skihð vertinn eftir heima þegar farið er á einkaþotu th útlanda á kostnað ríkisins. Shkar sparnaðaraðgerðir heföu haft miklu meira gjldi en nemur þeim peningum sem myndu spar- ast. Þær heföu sýnt þjóðinni að ráðherramir meintu eitthvað með loforðum sínum um spamað og niðurskurð - já, svo mikið að þeir væm reiðubúnir að byrja hjá sjálf- um sér. Sýnt að einlæg sannfæring væri á bak vdð stóm orðin. Þess í stað hafa ráðherramir gef- ið tíl kynna með fyrsta fjárlaga- frumvarpi sínu að kosningalof- orðin hafi bara verið venjulegt póh- tískt froðusnakk. Elias Snæland Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.