Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.1992, Blaðsíða 17
, FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1992.
25
íþróttir
IBK
Haukar
(68)114
(40) 96
17-2, 23-4, 42-19, (68-40), 74-40,
85-54, 95-58, 97-72, 114-96
Stíg ÍBK: Guöjón Skúlason 31, Jon-
athan Bow 22, Jón Kr. Gíslason 14,
Sigurður Ingimundarson 13,
Nökkvi Jónsson 11, Kristinn Friö-
riksson 9, Albert Óskarsson 8,
Hjörtur Haröarson 5, Brynjar
Harðarson 1.
Stíg Hauka: John Rhodes 33,
Bragi Magnússon 16, Jón A. Ing-
varsson 15, ívar Ásgrímsson 15,
Jón Öm Guðmundsson 8, Henning
Henningss 7, Pétur Ingavars 2.
Bolta tapað. ÍBK 24, Haukar 23.
Bolta náð: ÍBK 24, Haukar 18.
Dómarar: Kristinn Albertsson og
Kristján Möller, átti frábæran dag.
Áhorfendur: 436.
Ekki útilokað að ég
leiki heima í sumar
- segir Guömundur Torfason sem vill komast frá St. Mirren
Svo gæti farið að Guðmundur
Torfason, knattspymumaður með
St. Mirren í Skotlandi, léki á íslandi
í sumar. Samningur hans við skoska
félagið rennur út í vor og vill Guð-
mundur komast burt frá félaginu.
„Ég tel það ekki útilokaðan mögu-
leika að leika heima á íslandi í sum-
ar. Ég er á 31. aldursári og það er
farið að síga á seinni hlutann í at-
vinnumennskunni en ég tel þó að ég
eigi nokkur ár eftir. St. Mirren situr
hátt verð fyrir mig eða um 400 þús-
und pund og það fæhr lið frá, eins
og lið Sunderland á dögunum, en þó
veit ég af áhuga nokkurra liða. Ef
ekkert skeður í þessum efnum þá er
hugsanlegt aö ég snúi heim á leið,
gerist þjálfari sem ég hef mikinn
áhuga á eða leiki á ný í 1. deild-
inni,“ sagði Guðmundur Torfason í
samtali við DV í gær.
Guðmundur hefur verið mjög
óheppinn með meiðsli undanfarin 2
ár og nú síðast rifnaði liðband í hné
fyrir áramótin. Hann er þó byrjaður
að æfa að nýju og komist hann í gegn-
um læknisskoðun í dag þá reiknar
hann með að leika gegn Dundee Utd.
á laugardaginn.
„Ég tel að kraftaverk þurfi til að
bjarga liðinu frá falh. Gengið hefur
verið afarslakt í vetur og þjálfari liðs-
ins hefur engan veginn ráðið við
verkefnið. Þá hafa þeir 5 leikmenn
sem keyptir voru th félagsins fyrir
þetta tímabil algjörlega brugðist,"
sagði Guðmundur.
-GH
Suðmundi Bragasyni og Inga Ingólfssyni.
íham
ífyrrihálíleik
John Rhodes átti góðan leik í Hauka-
hðinu og var sá eini sem sýndi eitthvað.
Haukarnir geta hins vegar miklu betur
og þetta var ekki þeirra dagur að þessu
sinni.
„Við töpuðum leiknum á fyrstu 4 min-
útunum og ég kann enga skýringu á
frammistöðu okkar. Við höfum tapað
stórt áður en við höfum ekki sagt okkar
síöasta," sagði Henning Henningsson,
fyrirhði Hauka, eftir leikinn.
-GH/ÆMK Suðurnesjum
Víkingar hafa kært leikinn gegn Val í bikarkeppninni:
Telja að dómarar haf i
ekki farið rétt að
~ varöandi framkvæmd framlenginga - lágkúrulegt, segja Valsmenn
Víkingar hafa sent kæru th dóm-
stól HSÍ vegna leiks þeirra gegn Vals-
mönnum í undanúrshtum bikar-
keppinnar í handknattleik sem fram
fór í fyrrakvöld en eftir tvíframlengd-
an leik sigraði Valur, 26-25.
Víkingar telja að dómarar leiks-
ins hafi ekki farið rétt að varðandi
framkvæmd framlenginganna. í
leikhléi í báðum framlengingunum
var gert nokkurra mínútna hlé en
samkvæmt 15. grein reglugerðar
HSÍ um handknattleiksmót er
skýrt kveðið á um að leikurinn
skuli hefjast strax eftir að liðin
hafi skipt um vaharhelminga. Það
eru þessi hlé sem Víkingar eru
óhressir með og benda á skýr
ákvæði í reglugerð HSÍ og á þessum
reglum byggja þeir kæru sína.
Kæran fer fyrir dómsstól HSÍ og
verður dómtekin innan 7 daga.
Skiptar skoðanir
Menn innan handknattleikshreyf-
ingarinnar, sem DV ræddi við, eru
ekki sammála um hverjar mála-
lyktir verða. Sumir segja að Vík-
ingar vinni máhð og því verði að
fara fram annar leikur en fleiri eru
þeirrar skoðunar að úrsht leiksins
verði látin standa óbreytt.
Það getur tekið nokkurn tíma að
skera úr um það hvort Valur eða
Víkingur mæti FH í úrshtaleik bik-
arkeppninnar þann 22. febrúar. Ef
málið verður dómfest verða vitna-
leiðslur og þá verða sjálfsagt marg-
ir kallaðir til. Valsmenn áfrýja síð-
an væntanlega úrskurðinum verði
þeim gert að mæta Víkingum öðru
sinni en á meðan þurfa FH-ingar
að bíða til að vita hverjir mótherj-
amir verða, Valur eða Víkingur.
Óiþróttamannslegt
- segja Valsmenn
„Okkur í Val fmnst þetta virkilega
óíþróttamannsleg framkoma hjá
Víkingum og lágkúruleg aðferð.
Við getum ekki séð að Valur þurfi
að líða fyrir það ef um einhver
dómaramistök hefur verið að ræða.
Það þurftí leik sem slíkan til að
hífa handboltann hér heima upp
en nú ætla Víkingar að reyna að
eyðileggja það. Ég vil einnig benda
á þann punkt að Víkingar óskuðu
eftir því fyrir leikinn að Karl Jó-
hannsson, fyrrum handboltadóm-
ari, yrði eftirlitsmaður dómara á
leiknum. Eftir lok venjulegs leik-
tíma og fyrri hálíleik í báðum fram-
lengingunum ráðgaðist Karl við
Rögnvald Erlingsson alþjóðadóm-
ara og þeir komust að þessari nið-
urstöðu með lúéin. Því viljum við
spyrja Víkinga: Af hverju and-
mæltu þeir ekki strax þegar þetta
átti sér stað?“ sagði Jóhann Birg-
isson, hösstjóri Vals, viö DV í
gær.
-GH
Gústaf Adolf Björns-
son hefur veriö ráðinn
aðstoðarmaður Ás-
geirs Eliassonar
landsliðsþjálfara til næstu
tveggja ára.
Gústaf er íþróttakennari með
framhaldsraenntun í stjórnum
íþrótta frá íþróttaháskólanum í
Osló og hefur hann þjálfað mikið
undanfarin ár bæði í knattspymu
og handknattleik.
Þeir Ásgeir og Gústaf rnunu
sinna bæði AJandsliði Islands og
landshði skipuðu leikmönnum
undir 21 árs.
-GH
Heimsbikannótið í handbolta:
Danir engin hindrun
fyrir Spánverja
- Spánn og Samveldið með fullt hús stiga
Chieago Buhs vann góðan útisig-
ur á Cleveland Cavahers, 85-100, í
uppgjöri tveggja efstu liða banda-
rísku NBA-dehdarinnar í körfu-
knattleik i nótt. Chicago hefur þvi
áfram yfirburðaforystú, hefurunn-
ið sjö leikjum meira en Cleveland
sem stendur næstbest að vígi ásamt
Golden State Warriors sem vann í
Houston í nótt.
Af þeim sjö ieikjum sem fram
fóru í nótt Jauk fimm með sigri
aðkomuliðsins.
Úrsht urðu þessi:
Cleveland-Chicago........85-100
Washington - Miami.......94-102
Minnesota - SA Spurs....111-125
Dahas - Denvér........... 90-101
Houston - Goíden State...91-98
Utah-Atlanta............116-111
Seattle - LA Chppers....101-98
-VS
Síðustu leikimir í riðlakeppninni
á heimsbikarmótinu í handknattleik,
sem nú stendur yfir í Svíþjóð, fóru
fram í gær og urðu úrsht þessi:
A-riðill:
Spánn-Danmörk.............21-17
Svíþjóð-Rúmenía...........21-18
Mateo Larumbe Garalda var marka-
hæstur í hði Spánar með 7 mörk en
Frank Jörgensen 6 og Michael Feng-
er 4 voru atkvæðamestir Dana. Erik
Hajas skoraði 5 mörk fyrir Svía og
Magnus Wislander 4. Lokastaðan í
riðhnum varð þannig:
Spánn...........3 3 0 0 71-63 6
Svíþjóð.........3 2 0 1 61-55 4
Danmörk.........3 1 0 2 60-65 2
Rúmenía..........3 9 0 3 68-77 0
B-riðill:
Samveldið-Júgóslavía....... .24-21
Ungverjaland-Tékkóslóvakía ...15-23
Valeri Gopen var markahæstur í
hði samveldisins með 7 mörk og
Vladimir Novakovic skoraði mest
fyrir Júgóslava eða 7 mörk. Loka-
staöa í B-riðli varð þannig:
Samveldið........3 3 0 0 79-56 6
Júgóslavía.......3 2 0 1 68-60 4
Tékkóslóvakía...3 1 0 2 61-53 2
Ungverjaland.....3 0 0 0 57-77 0
í undanúrshtum mæta Spánverjar
hði Júgóslava og Samveldi fyrrum
Sovétríkjanna leikur gegn Svíum.
-GH
SJUKRAÞJALFARI
1. deildar lið í knattspyrnu óskar að ráða sjúkraþjálf-
ara fyrir keppnistímabilið 1992. Lysthafendur vin-
samlegast sendi umsókn til auglýsingadeildar DV
fyrir 24. janúar nk„ merkt „Sjúkraþjálfari 2822".
Öllum umsóknum verður svarað.
/....1 Marco Van Basten,
I íS I hollenski markaskor-
I //•l arimi h)á AC Mhan á
...* Ítalíu, sagðist í gær
vera tílbúinn til aö gera strax
nýjan samning við félagið ef þess
væri óskað. Hann tók ekki undir
þau orð landa síns og félaga,
Ruuds Gulht, að samheldni Hol-
lendinganna þriggja hjá AC
Milan væri svo mikil að ef einn
þeirra færi myndu hinir fara líka.
Unglingamót
í badminton
Hiö árlega Carlton-
unglingamót Víkings í
badminton verður
haldiö um helgina,
laugardag og sunnudag. Á raorg-
un verður keppt í iþróttahúsi
Réttarholtsskóla og TBR-húsun-
um frá klukkan 14 en á sunnudag
í TBR-húsunum frá klukkan 10.
Þetta er síöasta mótiö sem leik-
menn unglingalandsliðsins
keppa í áður en þeir fara til
Tékkóslóvakíu í næstu viku og
taka þar þátt í Finlandia Cup.
Haukurtil
■
Haukur Eiríksson skíðagöngu-
maður náði í fyrradag lágmarki
því sem sett var af ólympiunefnd
Islands fyrir leikana í Albertvllle
í febrúar. Hann keppti þá í boð-
göngu i Svíþjóð og varö 7,6 pró-
sentum á eftir sænska ólympíu-
faranum Henrik Fosberg. Olymp-
íuneihdin hafði sett 8 prósent lág-
mark fyrir göngumenn fyrir leik-
ana.
Einn annar göngumaður, Rögn-
valdur Ingþórsson, hefur náð lág-
markinu og Ijóst er að hann kepp-
ir í Albertville en eftir á að koma
í ljós hvort Haukur fer líka.
Haukur keppti í boðgöngunni
ásamt Sigurgeiri Svavarssyni frá
Ólafsfirði og Svíanum Torbirni
Wikblom. Þeir uröu i 9. sæti af
23 sveitum sem luku keppni.
-VS
Guðmundur Bragason körfu-
knattleiksmaður hefúr verið út-
nefiidur íþróttamaður ársins 1991
í Grindavik. Guömundur fékk 240
stig í kjörinu, Sigurður Berg-
mann júdómaöur 220 stig og Þor-
steinn Bjamason knattspyrnu-
maður 160 stig. Guömundur var
kjörinn körfuknattleiksmaður
ársins 1991 og lék mjög vel, bæði
meö Grindavík og landsliöinu, en
hann á nú 54 A-landsleiki að baki
og var fyrirliði landsliösins i
nokkrum leikjum á árinu.
-ÆMK
Guðmundur meö verðlaun sín.
DV-mynd Ægir Már