Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 7 Fréttir Lendingargjöld flugvalla: Kef lavík stenst ekki samkeppni Lendingargjöld flugvalla dollarar á tonn — ~f%T Shannon Flugvöllurinn í Keflavík stenst engan veginn samkeppni sem milli- lendingarvöllur í vöruflugi vegna hárra lendingargjalda. í meðfylgjandi súluriti eru lending- argjöld í Keflavík borin saman við lendingargjöld á nokkrum þekktum völlum í vöruflugi. Upplýsingar eru fengnar úr skýrslu IATA. í ljós kem- ur að af þessum völlum eru lending- argjöld næsthæst í Keflavík. Umræður hafa verið nokkrar um framtíð Keflavíkurvallar sem milli- lendingarvallar í vöruflugi vegna staðsetningar hans. Hann er á stór- baugslínu og yfir hann fljúga bæði farþega- og vöruflutningavélar þekktra flugfélaga á flugleiðinni frá Evrópu til Asíu. Og svo auðvitað aft- ur sömu leið til baka. Nýlega gagnrýndi Þórarinn Kjart- ansson, framkvæmdastjóri Nortran og fyrrum framkvæmdastjóri Amer- íkudeildar vöruflutningafélagsins Cargolux, í DV að Keflavíkurflug- völlur væri ekki nógu aðlaðandi fyr- ir félög í vöruflutningum. Hann nefndi meðal annars að lend- ingargjöld hins opinbera væru allt of há, verð Flugleiða fyrir afgreiðslu flugvéla of hátt og hærra verð á elds- neyti en á öðrum völium sem vilja fá til sín vöruflutningavélar til að millilenda. Á meðfylgjandi grafl um lendingar- gjöld sést að Keflavík er meira að segja með hærri lendingargjöld en þekktir velhr eins og John F. Kennedy í New York og Lúxemborg- arflugvöllur. Á grafmu sést einnig að sam- keppnisvellir eins og Anchorage í Mjólkurfræöingar: Enginn sátta- fundurenn „Menn eru að skoða hlutina en engin ákvöröun hefur verið tekin um framhaldið,“ sagði Kristján Larsen, formaður Mjólkurfræðingafélags ís- lands, við DV. Enn hefur ekki verið haldinn sátta- fundur í kjaradeilu mjólkurfræðinga og viðsemjenda þeirra. Kristján sagði að menn væru að leita ýmissa leiða. „Það hefur einkum verið beðið eftir því að gengið verði frá kaupauka- kerfinu. Það hggur orðið nokkuð ljóst fyrir núna hvað menn eru að tala um í því sambandi." -JSS Selfoss: Útsöluráffullu Kegína Thorarensen, DV, Selfossi: Mikið er nú um útsölur hér á Sel- fossi - í óvenjulega mörgum verslun- um. Auðvitað er Kaupfélag Ámes- inga með stærstu útsöluna að vanda, með fatnað bæði á böm og fuhorðna, enda er KA stærsta verslun hér á Suðurlandi og þó víðar væri leitað, mjög fullkomin verslun. Fólkstreymirí sumarbústaðina Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Það er ahtaf sama góða veðráttan hér austanfjalls og flestir sumarbú- staðimir fyhast af fólki frá fostudög- um fram á sunnudagskvöld. Þá er mikið verslað hér á Selfossi - mat- vörur og áfengi th að hafa allar sort- ir í bústöðunum ef veðráttan breyt- ist, kólnar. Alaska, Montreal í Kanada og Gand- er á Nýfundnalandi eru með svo lág lendingargjöld að flugfélög í vöru- flutningum þurfa ekki lengi að velta því fyrir sér hvar þau skuli milli- lenda. Lendingargjöldin í Keflavík fæla flugfélög augljóslega frá á með- an hinir þrír flugvelhmir gera allt hvað þeir geta th aö auka viðskiptin. -JGH Lendingargjöld i Keflavík eru 7,05 dollarar á tonnið en samkeppnisvellir vöruflugi, eins og Gander, bjóða allt niður I 0,94 dollara. VIÐSKIPTAVINIR SPARISJÓÐANNA HAFA VINNINGINN HÆSTA ÁRSÁVÖXTUN Á INNLÁNSREIKNINGL Hæsta ársávöxtun á innlánsreikningum hjá bönkum og sparisjóðum kom í hlut þeirra sem skipta við sparisjóðina. Annað árið í röð hefur þannig reynslan sýnt að þeir sem vilja ávaxta sparifé á innláns- reikningum geta borið mest úr býtum hjá sparisjóðunum. Hafðu þetta í huga árið 1992. Komdu tíl okkar -hjá sparisjóðunum. SPARISJÓÐIRMR fyrir þig og þína

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.