Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýrnun, frostþoliö og þjappast Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi sand og möl af ýmsum grófleika. Sævarhöfða 13 - sími 681833 ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda fyrir næsta kjörtímabil. Tillögur skulu vera samkvæmt B-lið 19. greinar í lögum félagsins. Tillögum, ásamt meðmælum hundr- að fullgildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu fé- lagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi þriðjudaginn 28. janúar 1992. Kjörstjórn Iðju INTEONATlONAL STUDENT F.XCHANGE PBOGPAMS LANGAfí ÞIG TIL AÐ VERA SKIPTINEMI? Ef þú ert fædd/ur 1975 til 1976 getur þú sótt um að fara til Ástralíu eða Nýja-Sjálands. Farið er út í janúar 1993 og komið heim aftur í desember. Umsóknarfrestur rennur út 1. april og það eru aðeins örfá pláss laus. Fáein pláss eru einnig laus til Bandaríkjanna, ensku- og frönskumælandi Kanada, Þýskalands, Hollands og Norðurlandanna. Sækja þarf um til þessara landa fyrir 1. febrúar. Állar nánari upplýsingar á skrifstofu ASSE í síma 621455 alla virka daga á milli kl. 13 og 17. STYRKIR TIL UMHVERFISMÁLA Á næstunni verður úthlutað styrkjum úr Pokasjóði Landverndar. 1. Um styrk geta sótt: félög, samtök, stofnanir og einstaklingar. 2. Úthlutun er bundin verkefnum á sviði umhverfis- mála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun, verndun, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu og rannsókna. Skilyrði er að verkefnin séu í þágu almennings. 3. Verkefni, sem sótt er um styrk til, þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Landverndar, Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík, sími 25242 og 625242. 4. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum mótframlag sem getur falist í fjárframlögum, vél- um, tækjum, efni eða vinnu. 5. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok út- hlutunarárs. 6. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Land- verndar fyrir kl. 17.00 þann 29. febrúar 1992. Þeir sem eiga eldri umsóknir í Pokasjóðinn þurfa að endurnýja þær í samræmi við þessa auglýsingu. Landvernd Skólavörðustíg 25, 101 Reykjavík. Sími: 25242 - Myndsendir: 625242 Matgæðingur vikunnar Cannelloni med grænmeti Guðlaug Halldórsdóttir matgaeðingur vikunnar. DV-mynd GVA „Þetta er minn uppáhaldsréttur enda er hann léttur í maga. Maður reynir að borða grænmeti," segir Guðlaug Halldórsdóttir veitinga- maður, eigandi Jónatans Living- stone, sem er matgæðingur að þessu sinni. Guðlaug er ekki lærð- ur matreiðslumeistari en segist hafa gaman af eldamennsku og hjálpi iðulega til við samsetningu á matseðli veitingahússins. „Heima við elda ég yfirleitt og hef gjarnan grænmeti," segir hún. Guðlaug segir að rétturinn, sem hún býður upp á, cannelloni með grænmeti, sé einfaldur, fljótlagað- ur, bragðgóður og ódýr. „Þetta er ítalskur pastaréttur sem hefur ver- ið vinsæll heima,“ segir Guðlaug. Hún á tvo syni og segir að reyndar finnist öðrum rétturinn frábær en hinn vill hann síður. „Það er ekk- ert að marka því hann vill helst ekkert borða.“ Guðlaug segir að þessi ákjósan- legi réttur skilji ekki eftir sig mikið uppvask og ættu flestir að vera fegnir því. Rétturinn, sem er fyrir fjóra, lítur þá svona út. Það sem þarf 12 lasagneplötur eða 150 g aðrar makkarónur 2-3 msk. matarolía salt, vatn Fylling 300 g hraðfryst spínat salt, pipar múskat 100 g rjómaostur Sósa 2 hvítlauksrif 2 laukar 1 dós niðursoðnir tómatar 1 lítil dós tómatþykkni 1 tsk. basilikum salt, pipar 10 ólífur (má sleppa) 2 msk. rifinn ostur Makkarónurnar eru soðnar í saltvatni í tólf mínútur. Séu notuð lasagneblöð er aðeins hægt að sjóða nokkur í einu, svo þetta er öllu fljótlegra með núðlum. Spínatið látið þiðna alveg. Sett í grænmetiskvörn og saxað smátt. Kraumaö í olíu um stund. Kryddað með salti, pipar og múskati. Rjóma- ostinum blandað í. Saxaður laukur og hvítlaukur kraumaður um stund í olíu, söxuð- um tómötum og tómatþykkni bætt út í og kryddað. Sósan soðin í opn- um potti í 10 mínútur. Spínatjafningnum skipt á lasag- neplöturnar en ef notaðar eru makkarónur er helmingurinn lát- inn í eldfast mót. Plöturnar vafðar saman og lagðar á sárið í eldfast mót. Annars er spínatajafningnum hellt yfir makkarónumar í mótinu og hinum helmingnum dreift yfir. Ólífumar skomar í sneiðar og blandað saman við sósuna. Sós- unni hellt jafnt yfir. Osturinn rifmn yfir og bakað í 200 gráða heitum ofni í 20 mínútur. Gott er að bera fram heitt hvit- lauksbrauð með þessu. Verði ykk- ur að góðu. Guðlaug ætlar að skora á vin- konu sína, Helgu Gísladóttur hús- móður, sem hún segir aö sé mjög sniðug matselja, að vera matgæð- ingur næstu viku. -ELA Hinhliðin____________________________ Einu sinni með fjórar réttar - segir Gunnar Magnússon, deildarstjóri og lottóstjómandi Þeir sem fylgjast meö útdrætti í lottói á laugardagskvöldum hafa væntanlega tekið eftir nýju andliti í hópi þeirra sem stýra útdrættin- um. Gunnar Magnússon byrjaði í lottóþáttunum í nóvember og segir starflð leggjast vel í sig. Þó sé óneit- anlega sérstakt að standa frammi fyrir 40-50 þúsund áhorfendum. Gunnari kom svolítið á óvart um- stangið í kringum svo stuttan þátt og finnst öryggiskröfumar vera miklar. Gunnar er kerfisfræðingur og hóf störf hjá tæknideild Ríkisútvarps- ins fyrir um ári. Áður vann hann hjá tölvudeild Kristjáns Skagfjörð. Hann hefur einnig komið nálægt pólitík, setið í flokksstjóm Alþýðu- flokksins. Gunnar sýnir lesendum á sér hina hliðina í dag. Fullt nafn: Gunnar Magnússon. Fæðingardagur og ár: 17. septemb- er 1950. Maki: Margrét Halldórsdóttir. Börn: Margrét Rós 15 ára, Helga Lilja 11 ára, Elísabet 6 ára og Re- bekka Rut, rúmlega mánaðargöm- ul. Bifreið: Subaru skutbíll árgerð 1982. Starf: Deildarstjóri í tölvudeild Rikisútvarpsins. Laun: Ættu að vera mun meiri. Áhugamál: Leiklist og pólitík. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Fjölskyldan fékk Gunnar Magnússon. DV-mynd Brynjar Gauti einu sinni fjórar tölur réttar og tvisvar þrjár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Maður segir nú ekki frá því opinberlega. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Að hlusta á bölmóðinn. Uppáhaldsmatur: Rjúpur. Uppáhaldsdrykkur: Þýskættað öl. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Rúnar Krist- insson í KR. Uppáhaldstímarit: Gestgjafinn. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Ætli ég segi ekki bara Linda Pétursdóttir. Ertu hlynntur eða andvígur rikis- stjórninni? Hlynntur (verð að kannast við krógann). Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Paul Newman. Uppáhaldsleikari: Gunnar Eyjólfs- son. Uppáhaldsleikkona: Edda Björg- vinsdóttir. Uppáhaldssöngvari: Mick Jagger. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Get ekki gert upp á milli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóns Sigurðs- sonar. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Högni hrekkvísi. Uppáhaldssjónvarpsefni: ’92 á Stöð- inni. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Pass. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein. Uppáhaldsskemmtistaður: Kringlukráin. Uppáhaldsfélag i íþróttum: KR. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Að lifa lífinu lifandi. Hvað gerðir þú i sumarfríinu? Hélt áfram aö byggja húsið mitt og æth ég haldi ekki áfram á þeirri braut næsta sumar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.