Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992.
íslenskur strákur óvænt í sýningu með sænska þjóðleikhúsinu:
Stóð skyndilega
á sviðinu
í stóru hlutverki
„Leiðbeinandinn minn hjá ungl-
ingaleikhúsinu hringdi í mig og
spurði hvort ég vildi vera með þeg-
ar hópur frá sænska þjóðleikhús-
inu kæmi með sýningu kvöldið eft-
ir. Hún sagði að ég fengi borgað
fyrir. Mér leist strax vel á það. Hún
sagði mér að mæta klukkustundu
fyrir sýningu en þegar ég mætti
fékk ég að vita að ég ætti reyndar
að vera mættur tveimur klukku-
stundum fyrir sýningu. Ég var sett-
ur inn í hlutverkið í hvelli og áður
en ég vissi af stóð ég á sviðinu í
stóru hlutverki," segir Snorri Öm
Clausen, 11 ára strákur, en hann
lék í leikritinu Vojeck sem leikhóp-
ur frá sænska þjóðleikhúsinu í
Stokkhólmi, Rigsteatern, fór með
um Svíþjóð í haust.
Snorri býr ásamt foreldrum sín-
um og yngri systur í bænum
Skövde í Mið-Svíþjóð. Frá því í ág-
úst hefur hann verið á námskeiði
hjá unghngaleikhúsi sem tengist
menningarmiðstöð bæjarins.
Sænska þjóðleikhúsið fer reglulega
með sýningar sínar í ferðalag um
Svíþjóð. Þegar krakkar eru í sýn-
ingunum er sá háttur hafður á að
notast er við krakka á hverjum stað
þar sem sýnt er. Ekki þykir ganga
að láta krakka á skólaaldri þvælast
með leikhópnum í marga mánuði.
Hópur krakka í leikhópum víðs
vegar um Svíþjóð er settur inn í
leikritin sem eru væntanleg til
heimabyggðar þeirra og síðan er
vahð úr hópnum þegar þjóðleik-
húshópurinn er á næsta leiti.
Snorri var einmitt valinn þegar
Rigsteatern sýndi leikritið Vojtsek
eftir Þjóðverjann Georg Buchner
tvo daga í nóvember síðastliðnum.
Snorri lék þar son Vojtsek, aðalper-
sónu leikritsins.
Með fiðring
í maganum
„Ég hélt að ég ætti að standa ein-
hvers staðar á bak við og gera
ósköp lítið en lenti í stóru hlutverki
og var mjög mikið á sviðinu ahan
tímann, en leikritið stendur yfir í
tvo tíma. Ég var náttúrlega með
fiðring í maganum meðan við
renndum yfir hlutverkið rétt fyrir
sýningu. Ég átti ekki að segja svo
mikið og aðaheikkonan, móðir mín
í leikritinu, leiddi mig áfram svo
þetta var ekki svo voðalega erfitt
þegar ég var kominn inn á sviðið."
Snorri Öm hefur búið ásamt for-
eldrum sínum og systur í bænum
Skövde í Mið-Svíþjóð, milli vatn-
anna Vánen og Váttern, í bráðum
þrjú ár. Skövde er 50 þúsund
manna bær en þar búa um 20 ís-
lenskar fjölskyldur. Þær tengjast
flestar lénssjúkrahúsinu á staðn-
um. Atvinnulíf í Skövde byggist á
sjúkrahúsinu og bílvélaverskmiðj-
um Volvo.
Snorri Orn Clausen, 11 ára, lenti óvænt á leiksviði með leikhóp frá sænska þjóðleikhúsinu sem sýndi leikrit-
ið Vojtsek í Svíþjóð í nóvember. Snorri hefur mikinn áhuga á leiklist og því óhætt að segja að blásið hafi
byrlega fyrir pilti. Sænsku leikararnir voru mest hissa á að hann væri íslenskur, það var ekki hægt að heyra
á framburði hans. DV-mynd Hanna
Snorri i einu atriða leikritsins Vojtsek sem sænska þjóðleikhúsið kom með til heimabæjar hans í Svíþjóð.
Er „móðir hans“ þarna á eintali við hann.
Faðir Snorra, Mikael Clausen, er
í framhaldsnámi í barnalækning-
um á sjúkrahúsi bæjarins. Móðir
hans, Elínborg Ragnarsdóttir,
kennir rúmlega 20 íslenskum böm-
um í bænum móðurmál.
Misstu af
leikritinu fyrir hlé
Foreldrarnir mættu náttúrlega tíl
að sjá son sinn á leiksviðinu og
urðu heldur en ekki krossbit þegar
þeir uppgötvuðu að hann var í svo
stóm hlutverki.
„Við héldum að hann ætti að
standa einhvers staðar á bak við,
vera aukapersóna sem sæist ekki
mikið. Því var okkur aldeilis
brugðið að sjá hann í miðju at-
burðarásarinnar. Við vorum svo
upptekin af að horfa á Snorra að
við misstum eiginlega af sjálfu leik-
ritinu fyrir hlé.“
- Hvernig var þér tekið, Snorri, og
hvernig gekk?
„Það gekk mjög vel og mér þótti
þetta mjög skemmtilegt. Ég var
með smáfiðring fyrir sýningarnar
en losnaði fljótt við hann. Fólkið í
leikhópnum tók mér hka mjög vel
og var mjög hjálplegt. Þau voru
ánægð með frammistöðuna hjá
mér en urðu mjög hissa þegar ég
sagði þeim að ég væri íslendingur.
Þau ætluðu varla að trúa því þar
sem ekki var hægt að heyra það á
sænskunni minni.“
- Hvað fékkstu nú fyrir að leika í
tveimur sýningum?
„Ég fékk 2 þúsund sænskar krón-
ur (um 20 þúsund íslenskar) og það
þótti mér eiginlega merkilegast. Ég
lagði hluta af peningunum fyrir en
notaði þá líka í jólafríinu hérna á
Islandi. Þó á ég enn þúsundkall í
veskinu," sagði Snorri þar sem
hann sat í stofunni heima hjá föð-
urafa og ömmu í Kópavogi á
sunnudaginn. Fjölskyldan hélt ut-
an á mánudag og nokkuð víst þyk-
ir að Snorri heldur áfram í leiklist-
inni.
Eru aö æfa Hamlet
„Við erum að æfa Hamlet í ungl-
ingaleikhúsinu en þar leik ég
reyndar ekki stórt hlutverk. En það
er mjög gaman að vera með.“
Snorri á ekki langt að sækja
áhuga á leiklist en föðurbróðir
hans, Andri Örn Clausen, og kona
Andra, Elva Ósk Ólafsdóttir, eru
leikarar og dvöldu þar til fyrir
skemmstu í Svíþjóð. Snorri veit
ekki hvort hann leggur leiklistina
fyrir sig sem ævistarf en hann var
þó á þeim buxunum fyrst eftir sýn-
ingarnar með Rigstatern. Áhuginn
er enn á sínum stað og ekki vantar
hvatningu að heiman.
-hlh