Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Page 15
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 15 í klofbússum með orm AUt dettur íslendingum í hug. Þaö nýjasta er aö fara alla leið til Kanada á heimsmeistaramót í dorgveiði. í DV í fyrradag sagöi frá því aö íslendingar sendu nú í fyrsta skipti fullskipaða sveit til dorg- veiða. Þar má lesa að sex fullorðnir karlmenn æth í aðra heimsálfu með öngui og snæri til þess að dorga gegnum ís. Væntanlega hafa þeir einnig með sér koll til að sitja á. Ella er hætt við að þeim verði kalt á rassinum. Ég skil það vel að menn vilji skreppa til Kanada og dáist að þeim fyrir að finna sér þetta tilefni. Þetta geta þeir vafalaust varið á heima- vígstöðvum. Þeir eru að fara á veg- um Dorgveiðifélags íslands og keppa í dorgveiðinni fyrir hönd þjóðar sinnar. Dorgveiðifélagið hefur önglað saman hálfri milljón króna og okkar menn fara galvask- ir af stað. Ég efa ekki að þeim geng- ur vel og verða landi og þjóð til sóma. Við hinir sem ekki kunnum list dorgveiðinnar verðum hins vegar að finna annað tilefni til hóp- ferða. Vanmetin netaveiði Ég hef aldrei kunnað með öngul eða orm að fara og því síður flugur eða önnur skorkvikindi sem heppi- leg þykja í veiðitúrum. Þegar ég var í sveit vestur á fjörðum í gamla daga lögðu menn net og veiddu sil- ung. Það þótti mér skynsamlegt. Þannig fékkst hinn besti matur með tiltölulega lítdlli fyrirhöfn. Aðeins þurfti að vitja um netin og hreinsa úr þeim tvisvar á sólarhring. Netaveiði þykir hins vegar ekki fín. Öðru máli gegnir um stanga- veiðina. Hún er sport sem talandi er um. Þar mun þó ekki sama hvort veiddur er silungur eða lax. Silung- ur er víst fyrir alþýðu manna en laxinn fyrir þá fínu. Þar eru menn tilbúnir að greiða á annað hundrað þúsund krónur fyrir einn veiðidag. Dorgveiðimennirnir, sem ætla til Kanada, eru bjartsýnismenn. Raunar veit ég það af persónulegri reynslu. Nöfn þeirra voru talin upp í blaðinu og ég þekki einn. Hann gefst ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana og honum tókst það ómögu- lega. Hann náði mér í stangaveiði sumarbjartan dag fyrir nokkrum misserum. Mislukkuð skotveiði Téður dorgveiðimaður hafði í mörg ár rakið unaðssemdir veiði- mennskunnar en mætt htlum skilningi hjá undirrituðum. Þá var nokkuð sama hvort hann nefndi stangaveiðar eða fuglaveiðar að hausti. Hvorugt fannst mér spenn- andi. Ég var að vísu einu sinni hafður með á fuglaskyttirí. Menn þrömmuðu um hlíðar og tún í leit að fiðurfénaði. Ég tölti með og var meira að segja með byssu, rúss- neskan riffil sem sennhega var engum hættulegur nema mér. Eng- an sáu félagar mínir fuglinn. Eg rak hins vegar augun í andahjón. Þau voru til mikihar prýði í náttúr- unni og ekki hvarflaði að mér að reyna að skjóta í átt að hjónunum. Félagana lét ég heldur ekki vita um fundinn. Mér hefur hins vegar aldrei verið boðið aftur með á skyttirí. Nauðsyn klofstígvéla Dorgveiðimaðurinn gafst hins vegar ekki upp. Hann lýsti spenn- ingi veiðimennskunnar svo fjálg- lega og dásemd útiverunnar þannig að ég lét tiheiðast. Þeir félagar tveir ætluðu nú að kynna einum vantrú- uðum leyndardóma sportveiðinn- ar. Rétt þótti að byrja á silungsá á Vestfjörðum, góðri veiðiá og í sér- staklega fahegri sveit. Mér voru lagðar lífsreglumar. Prik th veið- anna þurfti að útvega og gimi. Öngla og orma sáu þeir um. Gáfu- legt var tahð að hafa með sér klof- stígvél. Það þótti karlmannlegra en draga fisk á strigaskóm. Ég fór í einu og öhu að settum reglum. Stöngina fékk ég og gimið og vinnufélagi minn lánaði mér klof- stígvél. Hann er að vísu fótnettari en ég en það kom ekki að sök. Það er betra að kreppa aðeins tæmar svo maður taki sig betur úr á ár- bakkanum. Pláss í frystiskápnum Veiðifélagar mínir fóra degi á undan mér. Mér leist vel á það. Þeir gátu þá undirbúið jarðveginn tekið th í veiðihúsinu og mátað orma á öngla. Ég undirbjó veiðitúr- inn á meðan sunnan heiða. Kona og böm vora ákveðin að fara með tíl þess aö fylgjast með þegar fjöl- skyldufaðirinn sveiflaði stönginni og landaði í gríð og erg. Ég hað konuna að taka vel th í frystiskápn- um svo aht væri klárt þegar viö kæmum með aflann í bæinn. Ég vildi hafa stöngina í fuhri lengd og láta hana standa út um bh- gluggann. Ég hef séö myndir af slíkri sportmennsku og hrifist mjög. Konan neitaði þessu. Sagðist Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri ekki sitja í trekki þijú hundrað khómetra fyrir svona fíflagang. Stöngin var því geymd í skottinu. Gerbreyttur útivistarmaður Veiðidagurinn rann upp bjartur og fagur og við lögðum af stað. Á leiðinni sagði ég konunni frá sjón- rennsh, húkki, hyljum og árbökk- um. Ekki gat ég betur séð, svona útundan mér, en að hún horfði með aðdáun á þennan gerbreytta nátt- úrulífs- og útivistarmann. Við komum að ánni um hádegisbh. Engu höfðu veiðifélagar mínir log- ið um náttúrufegurðina. Veður var fahegt og þeir hinir veiðhegustu. Þeir vora með sérstök gleraugu og í veiðivestum. Ég hét því að fá mér svona græjur fyrir næsta túr. Fiskurvið físk Ég náði í klofbússumar í skottið og setti saman stöngina. Dorgveiði- maðurinn hengdi öngih á snærið og greip feitan orm úr dós. Sá fékk heldur meðferðina hjá samvisku- lausum veiðimanninum og sprikl- aði nú á færinu hjá mér. Við héld- um að ánni og kíktum í hyl neðan við foss. Það þurfti engan sérfræð- ing th að koma auga á silunginn. Þama var fiskur við fisk. Þetta var eins og að kíkja ofan í sardínudós frá KJ. Helmingur vatn og helm- ingur fiskur. Þetta gat ekki klikk- að. Ef ekki var hægt að veiða fisk þarna þá var það hvergi hægt. Ég óð út í th þess að nýta búss- urnar. Ég hef séð myndir af því þar sem veiðimenn standa í straum- vatninu upp í klof og veifa stönginn hvað ákafast. Þetta gerði ég hka. Mér var líka í mun að festa öngih- inn ekki í botni og tapa þannig orm- inum feita. Því voru köstin snögg og beitan var stutta stund í vatni. Ekki beit á. Veiðifélagarnir gáfu góð ráð og fjölskyldan tók sér stöðu á árbakkanum th þess að dást aö thþrifum húsbóndans og var auk þess thbúin til þess að taka við afl- anum og gera að. Fiskamir stukku aht í kringum grænar bússumar en enn vhdu þeir ekki orminn feita. Titturbíðurípolli Veiðifélagamir kölluöu þann stígvélaklædda í land. Þeir ætluðu aðeins ofar th veiða en áður ætluðu þeir að sýna nýhðanum svohtiö. Þeir fóra með hann upp á klappir handan við ána. Þar var svohtih pohur mihi steina. í pohinum synti einmana shungur. Þennan fisk höfðu þeir félagamir veitt áður en við komum og stungið í pohinn. Ef ekkert gengur, sögðu þeir, skaltu reyna við þennan. Þú ferð þá ekki heim með önguhnn í rass- inum. Ég fussaði og sveiaði og sagði að þennan titt gætu þeir átt sjálfir. Mínir fiskar fengjust með öðram hætti. Ég sá ekki betur en veiðifé- lagar mínir glottu um leið og þeir héldu upp með ánni. Örvænting Ekki hafði fiskunum fækkað í hylnum þegar ég kom th baka. Árangur minn batnaði hins vegar ekki. Það var næstum því afrek að komast hjá því að draga fisk. Nokk- uð leið á daginn og ég varð sífeht örvæntingarfyhri. Þessi frammi- staða var th skammar. Ég vhdi þó vita hvort félögum mínum gengi eitthvað skár. Ekki kunni ég við að fara sjálfur og gá og sendi því dóttur mína annað slagið th þess að fá aflatölur. Þær bárust jafn- harðan. Fyrst höfðu þeir veitt tíu og svo tuttugu. Smám saman hækkaði talan hjá þeim en ég fékk engan. Ég hætti að senda barnið í könnunarferðir. Silungur snýr upp á sig Þegar leið að lokum veiðidagsins komu félagamir th mín með þung- ar klyfjar. Hvernig gekk spurði ég og lét á engu bera. 0, svona sæmi- lega, sögðu þeir. Við fengum sjötíu stykki. Hvernig gengur hjá þér? Mér vafðist tunga um tönn. Mér var þó ekki stætt á að ljúga til um veiðitölur og viðurkenndi að ég hefði ekki orðið var. Þeir flissuöu. Komdu góði, sagði dorgveiðimað- urinn. Hann teymdi niðurbrotinn nýhðann upp á klappimar þar sem silungurinn beið í pollinum. Taktu þennan, sagði hann. Það er betra en ekki neitt. Allt sjálfstraust var búið og niðurlægingin algjör. Fjöl- skyldan hafði orðið vitni að öllu saman. Skítt með það, hugsaði ég. Ég kræki að minnsta kosti í þennan eina. Pollurinn var rúmur fermetri og dýptin líklega 30 sentímetrar. Dorgveiöimaðurinn setti nýjan orm á færið og ég lét það síga í pohinn. Fiskurinn virtist ekki svangur. Ég færði orminn alveg að kjaftinum á honum en það breytti engu. Hann fúlsaði við agninu. Mér fannst hann glotta hkt og veiðifé- lagar mínir. Aðrirfískar á Snæfellsnesi Ég hef ekki stundað stangaveiði síðan sumardaginn bjarta. Ég gat ekki grihað þegar heim kom. Ekki gat ég farið í fiskbúð og keypt sh- unga. Fiölskyldan vissi sem var. Ég fór heim með öngulinn í rassin- um. Thtektin í frystiskápnum var th einskis. Ég geri því ekki kröfu um að skipa dorgveiöhandsliö ís- lands. En eitt finnst mér sérkenni- legt. Dorgveiðimaöurinn hefur í seinni tíð nefnt það nokkrum sinn- um að hann ætli að fara með mig næsta sumar á Snæfellsnes. Þar segist hann vita af nokkram fisk- um sem bíti á hvað sem er. Við sjáum hvað setur. Ég er þó ekki viss um að konan ijúki th og lagi th í frystiskápnum áður en ég legg af staö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.