Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Side 19
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 19 Það á margt eftir að gerast í nýrri áttatíu mynda seriu um Fjölskyldulíf á næstu vikum en Sjónvarpið hefur sýningu á þáttunum á nýjan leik á þriðjudag. Fjölskyldulíf á ný í Sjónvarpinu: Fjölskylduvanda- málin gerast stærri - aðdáendur þáttanna fá 80 þátta skannnt Pantanir í síma 91-22919 Fax 91-44919 H.E.K.A. auglýsingavörur STAÐARNET Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir hönd dómsmálaráðuneytis, Arnarhvoli, Reykjavík, óskar eftir tilboðum í staðarnet á fimm sýsluskrifstofum. Verkið felst meðal annars I tengingu lagnakerfis með samtals um 190 úttökum, vélbúnaði lagnakerfis, netstjóra ásamt fylgibúnaði, gátt, 20 eldri notendatölvum og prenturum, 50 nýjum notenda- tölvum og prenturum, niðurtekt á núverandi tölvukerfum, kennslu, handbókum og fleira. Verkkaupi útvegar notendabúnað og strengi fyrir lagnakerfi. Verkinu skal lokið fyrir 15. júni 1992, að meðtöldum 4 vikna reynslutíma. Einn af vinsælustu þáttum Sjón- varpsins sl. vetur var án efa Fjöl- skyldulíf. Þættimir, sem voru hundrað og fjórir talsins, voru unnir í samvinnu Astrala og Breta. Nú hef- ur Sjónvarpið fengið annan skammt af þessum þáttum og hefst sýning þeirra á þriðjudag. Þættimir verða sýndir þrisvar í viku, mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, eins og í fyrra klukkan sjö á kvöldin. Fjölskyldulíf fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um fjölskyldu. Reyndar er það ekki aðeins ein held- ttr tvær fölskyldur sem em í sviðs- ljósinu. Önnur býr í Bretlandi en hin í Ástralíu. Breski eiginmaðurinn bamaði unga ástralska stúlku fyrir tuttugu árum án þess að vita um það. Hún kom til Bretlands til að heimsækja föður sinn á þeim tíma. Þegar erfið- leikar koma upp hjá honum, bæði í starfi og einkalífi, ákveður hann að fara til Ástralíu og freista þess að hitta gömlu kærustuna. Síðasta þáttaröð fjallaði einmitt um þær flækjur sem komu upp. Sonur Bretans og áströlsku kæmstunnar hafði hins vegar farið til Englands þar sem hann varð ástfanginn af hálfsystur sinni. í lok síðasta þáttar í fyrravetur var breski eiginmaðurinn myrtur af bróð- ur sínum og var það sýnt á sínum tíma. Hins vegar byija nýju þættimir á gátunni um hver myrti manninn þannig að segja má að sakamálasagan verði allsráðandi til að byrja með. Fjölskyldumar, sem leika hér aðal- hlutverk, em millistéttarfólk og því ekki mikill Dallas-glamúr í þáttum þessum. Þeir þykja nokkuð raunsæir og margir geta þekkt sjálfa sig í dag- lega lífinu eins og það gerist hjá þessu fólki. Aðdáendur Fjölskyldulífs geta far- ið að hlakka til vetrarins og fylgst með fjölskylduflækjunum að loknum kvöldverði. Diana Stevens (Briony Behets) leik- ur áströlsku eiginkonuna í þáttun- um. Hún eignaðist bam með bresk- um manni fyrir tuttugu árum og það varð þeim afdrifaríkt. Bróðirinn John Thompson kemur mikið við sögu í næstu þáttum, enda varð hann valdur að dauða bróður sins. Ástralskir þættir hafa notið mikílla vinsælda hér á landi og er skemmst að minnast Yngismeyjunnar sem sýnd var fyrir nokkru. Auk þess mun þessi sjónvarpstími vera vinsæll hér á landi. -ELA Útboðsgögn eru afhent hjá Innkaupastofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, eftir kl. 13.00 mánudaginn 20. janúar 1992 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupastofnun ríkisins kl. 11.00 þriðju- daginn 11. febrúar 1992. IIMIMKAUPASTOFNUN RIKISINS _________BORGARJUNI 7 |()S^REYKJAVIK_ Hámarksgreiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu árið 1992 eru 12.000 kr. Fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er upphæðin 3000 kr. Öll börn yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu eru talin saman og er hámarksgreiðsla fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu þeirra samtals 12.000 kr. á ári. Munið að fá alltaf kvittun fyrir greiðslum Á kvittuninni skal vera nafn útgefanda, tegund þjónustu, dagsetning og upphæð, ásamt nafni og kennitölu sjúklings. Fríkort Þegar hámarksupphæð á ári er náð, skal framvísa kvittunum hjá Tryggingastofnun ríkisins eða umboðum hennar utan Reykjavíkur. Þá fæst fríkort, sem undanþiggur handhafa frekari greiðslum vegna læknisþjónustu til áramóta. Þó þarf að greiða fyrir læknisvitjanir, en gjaldið lækkar við framvísun fríkorts. Gjald fyrir læknisvitjun er þá 400 kr. á dagvinnutíma og 900 kr. utan dagvinnutíma. Gegn framvísun fríkorts greiða elli- og örorkulífeyrisþegar 150 kr. á dagvinnutíma og 300 kr. utan dagvinnutíma. Börn undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu fá sameiginlegt fríkort, með nöfnum þeirra allra. í Reykjavík fást fríkortin í afgreiðslu Tryggingastofnunar ríkisins, Tryggvagötu 28. Annars staðar eru þau afhent á skrifstofum sýslumanna og bæjarfógeta. TRYGGINGASTOFNUN ^7 RÍKISINS Geymið auglýsinguna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.