Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Page 26
26 LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992. 39 Fjörutíu kíló burt á níu mánuðum: „Líf mitt hefur giörbreyst" - segir Björg Kjartansdóttir sem ætlar að missa þrjátíu kíló í viðbót árangurinn fór að koma í ljós.“ DV-mynd GVA „Ég vildi aldrei láta mynda mig og þess vegna eru ekki margar til. Þessi er tekin fyrir nokkrum árum þar sem ég er með vinkonum minum.“ „Líf mitt hefur gjörbreyst á níu mán- uðum. Ég var tæp 140 kíló og var farin að einangra mig frá umhpinun- um vegna þess. Það hvarflaði ekki að mér að fara út að skemmta mér, fara í sund né heldur til úlianda. Ég sat bara heima og borðaði og hélt áfram að fitna. Reyndar hafði ég prófað alla megrunarkúra sem til voru en án árangurs," segir Björg Kjartansdóttir, 41 árs lyfjatæknir og sjúkrahði, í samtali við helgarblaðið. Björg hefur á stuttum tíma náð ótrúlegum árangri í að grenna sig. Hún hefur misst rúm fjörutíu kíló síðan í apríl í fyrra. Hún stefnir á að missa þijátíu kíló í viðbót. Með markvissu átaki hefur Björgu tekist það sem hún hélt að væri ómögu- legt. Á þessum stutta tíma hefur líf þessarar konu breyst úr martröð í gleði. Þegar helgarblaöið óskaði eftir viðtah við hana var hún í fyrstunni ekki tilbúin. Eftir smáumhugsun og hvatningu frá vinum lét hún slag standa og sagði: „Það hjálpar mér að halda baráttunni áfram og vonandi hvetur það aðra sem eru í sömu stöðu. Þetta er nefnilega hægt.“ Byrjaði að þyngjast á meógöngu Á yngri árum var Björg þybbin en aldrei feit. Fyrir sextán árum, þegar hún gekk með son sinn, þyngdist hún talsvert. Eftir að barnið var fætt kom upp vandamál í hjónabandinu sem síðar leiddi til skhnaðar. Björg leitaði sér þá huggunar í mat og gerði sér ekki grein fyrir hversu mikið hún þyngdist stöðugt. „Ég var orðin ógeðslega feit,“ segir hún. „Ég gat hvergi keypt á mig föt og mamma saumaði því mussur og buxur á mig. Vegna þess hve ég var orðin hræðileg í vextinum fór ég smátt og smátt að hafa minni áhuga á öllu í kringum mig. Ég átti erfitt með að hreyfa mig og gat varla reimað skóna mína. Það var mér ofraun að ganga nokkra metra. Ég fór því allra minna ferða í bíl,“ segir hún. Alltaf með ílensu „Undanfarin fimm ár fannst rnér ég alltaf vera að bæta á mig fleiri kílóum og ástandið versnaði. í des- ember árið 1990 fékk ég flensu og lá í rúminu í hálfan mánuð. Ég varð ahtaf mjög veik þegar ég fékk flensu. Strax eftir áramótin 1991 lagðist ég aftur í flensu. Síðasta vor fór ég að hafa áhyggjur af hversu oft ég væri lasin. Ég var þá orðin mjög ósátt við sjálfa mig. Ég tek vaktir á Kleppsspít- ala og hafði á orði við lækni þar að mér fyndist ekki eðlilegt hversu oft ég væri veik. Hann sendi mig í blóð- rannsókn og kom þá í ljós sýking. Þá talaði ég við frænda minn sem er læknir hjá Hjartavemd. Hann vildi fá mig í rannsókn sem ég taldi mig nú ekki þurfa. Þar sem ég var farin að skammast mín fyrir þessi stöðugu veikindi fór ég í rannsóknina sem leiddi í ljós að aht var í ólagi. Blóðfit- an var aht of mikil og einnig blóðsyk- ur. Frændi minn sagöi að það væru engin lyf sem gætu hjálpað. Ég væri sú eina sem gæti læknað mig. Mér leist ekki á og sagðist hafa reynt aha megrunarkúra sem th væru án ár- angurs. Þá benti hann mér á Hehsu- hæhð í Hveragerði. Ég sagðist vel geta farið þangað en meinti það auð- vitað ekki. Hann sendi umsókn aust- ur og það hðu ekki nema þijár vikur þar th ég var komin þangað. Allir hvöttu mig áfram Þetta bar eiginlega of brátt að. Þaö var hringt í mig á mánudagsmorgni klukkan ehefu. Þá hafði pláss losnað og þeir vildu fá mig daginn eftir. Það sagðist ég ekki geta, ég hefði ekki búist við þessu svona snögglega. Ég þyrfti að ráðfæra mig við vinnuveit- endur mina. Þeir gáfu mér klukku- stundar umhugsunarfrest. Ég var alveg miður mín af stressi en sem betur fer voru allir thbúnir að hjálpa mér með soninn og vinnuveitendur minir hvöttu mig th að fara. Stærstu áhyggjur mínar voru að fá nógu stór- an náttslopp og ekki síður sundbol. Ég vissi að ég fengi hvergi nógu stór- an bol á mig. En ég hafði ekki farið í sundlaug í mörg herrans ár. í raun- inni var ég ekki sátt við að fara svona fljótt enda var ég aUs ekki thbúin að takast á viö vandamáhð," segir Björg. „Það var samt einkennhegt að eftir sólarhringsveru á hehsuhæhnu var ég komin á fuht í átakinu. Ég hugs- aði með mér að ég gæti ekki gert „Þessi mynd var tekin af mér í vinn- unni, rétt áður en ég fór á heilsuhæl- ið f Hveragerði fyrir níu mánuðum. Ég var rúm 138 kíló og komst ekki í stærsta karlmannsslopp. „Fyrir þremur árum með frænda mínum litla. Ég var ekki verst á þessum tíma.“ sjálfri mér og vinnufélögunum það að hætta við aUt saman. Fyrstu dagana fór ég í göngu með sjúkraþjálfara vegna þess hve erfitt var fyrir mig að ganga. Ég mæddist óheyrhega og hafði það varla af að fara upp smábrekku. Ég var að springa. Lögð var megináhersla á æfingar og breytt mataræði. Þrekið kom hins vegar mjög fljótt og á fyrstu vikunni missti ég fjögur khó. Sá ár- angur varð til að auka enn á baráttu- gleði mína. Á hveijum degi fór ég í tvo langa göngutúra og hjólaði mikiö á þrekhjóh. 21 kílóburt Þessi tími var engu að síður mjög erfiður. Ég hafði aldrei áður hugsað eingöngu um mig sjálfa. Hafði ekki einu sinni tekið mér fullt sumarfrí. í fyrstu var ákveðið að ég yrði í fjór- ar vikur en þær urðu sex. Á þessum tíma missti ég tuttugu og eitt kíló. Það var í raun og veru allt of mik- ið,“ segir Björg. Á hehsuhæhnu sá Björg bæklinga frá líkamsræktarstöðvunum og leist vel á námskeið sem hét Átak í megr- un hjá Mætti. Hún hringdi þangað tveimur vikum áður en hún útskrif- aöist og vhdi byrja á námskeiði strax þegar hún kæmi í bæinn. Eg var staðráðin í að halda áfram átaki mínu. Hins vegar var mér í fyrstu tjáð að nýtt námskeið í megr- un myndi ekki hefjast fyrr en tveim- ur vikum eftir að ég yrði útskrifuð. Mér var þó sagt að hringt yrði ef eitt- hvað breyttist. Daginn áður en ég útskrifaðist var hringt en þá sam- dægurs var að fara í gang námskeiö sem ég skellti mér á daginn eftir. Þar sem ég missti af einum degi fékk ég einkatíma hjá Ólafi G. Sæmundssyni næringarfræðingi en sá maður hefur hjálpað mér hvað mest.“ Sá ekki eigin fitu Björg segir að áður en hún fór að hugsa um að gera þetta átak á sjálfri sér hafi hún í rauninni aldrei vhjað viðurkenna hversu feit hún var. „Ég horfði á eftir feitum konum og hugs- aði með mér að þessi væri nú verri en ég. Samt var ég feitari. Ég vildi aldrei láta taka af mér myndir og á því ekki margar. Á fjölskyldumynd- um er ég ailtaf öftust þannig að rétt ghttir í höfuðið. Innst inni vissi ég um vandamálið en vildi ekki viður- kenna það fyrir mér. Það fauk líka í mig ef vinir mínir voru að tala um megrunarkúra. Það fór mjög í taug- arnar á mér að aðrir væru aö skipta sér af þessu. Líklegast er það einung- is vegna þess að ég þoldi ekki stað- reyndina," segir Björg. „í dag hef ég enga trú á megrunar- kúrum. Það er ekki hægt að grenna sig á kexi, sítrónutei eða slíkum hlut- um. Námskeiðið hjá Mætfi byggðist upp á leikfimi og viðtalstímum með fræðslu. Aldrei áður hafði hvarflað að mér að fara í leikfimi. Það háir mér ekkert núna nema ég þori ekki ennþá í sturtu þar. Ólafur fylgist al- gjörlega með mér. Hann leiðbeinir í mataræði og ég fékk matarhsta að fara eftir. Eg þarf að skrifa niður hvern munnbita á dag og færa hon- um skýrsluna. Það er vinna við þetta en hún er þess virði. Þyngdin stoppaði á tímabhi, sem gerist víst alltaf, en mér finnst ég vera að komast á skriö aftur. Reynd- ar þyngdist ég aðeins um jólin, og var ekki mjög hrifin, en er að ná því aftur af mér. Ég veit nákvæmlega hversu margar hitaeiningar ég má borða á dag. Á töflu, sem ég er með, er nákvæm úthstun á hitaeiningum, t.d. í hverri brauðsneið. Eftir því fer ég.“ Sælgætisát stöðvað Samfara átakinu hefur Björg breytt Hm lífsstíl. Sælgætisát á kvöldin þekkist ekki lengur en í staðinn fær hún sér popp ef hana langar í eitt- hvað að narta. Hún segist þó stelast th þess í saumaklúbbum, annars ekki. „Ég borða minna og öðruvísi en áður. Aðhaldið fæ ég við að skrifa allt niður. Áður var ég alltaf að borða. Sífeht nart ahan daginn," seg- ir Björg. Sem dæmi nefnir hún að um jólin 1990 sat hún með þriggja khóa sælgætisdós fyrir framan sig og borðaði upp úr. Hún viðurkennir að lífið hafi gjör- breyst. Hún er glaðari og opnari en áður. „Þrekið hjá mér er aht annað. Núna finnst mér ég aldrei þreytt þrátt fyrir aö ég vinni á tveimur stöð- um. Heilsan er allt önnur líka. Þar fyrir utan haíði ég ekki keypt flík í búð síðan í gamla daga. Ég fékk eng- in föt á mig og þess vegna saumaði móðir mín á mig. Það er ótrúleg reynsla að fara í verslun og fá á sig passlegan fatnað," segir Björg. í Hveragerði voru nokkrir í söniu erindagjörðum og Björg. Hún segir það hafa hjálpað sér hversu góður hópur var þar. „Mér leið vel þar,“ segir hún. Á hehsuhælinu fór hún í fyrsta skipti í sundlaug í mörg ár en það var ekki auðvelt. „Ég hugsaði með mér að ég færi ekki á virkum degi í laugina. Ég ákvað að fara um helgi, þegar margir væru í helgar- leyfi, og fyrir klukkan sjö um morg- uninn. Helst vhdi ég skríða út í laug- ina svo að sem minnst færi fyrir mér. Það varð þó þannig að ég synti heilmikið,“ segir Björg og hlær. Hún hefur þó ekki enn heimsótt sund- laugarnar í Laugardal, hvað sem síð- ar verður. Leitaði til lýtalæknis Björg segist hafa haft talsverðar áhyggjur af því þegar kílóin hrundu af henni að húðin yrði slöpp og laf- andi. „Ég fór til lýtalæknis og hað hann að laga mig frá toppi th táar. Án gríns sagði ég honum frá því hversu þung ég hefði verið og hvaða áhyggjur væru að plaga mig. Hann sagði mér að koma aftur þegar ég væri komin niður í sjötíu kíló. Það má vel vera að ég geri það,“ segir Björg hlæjandi. Hún segir þó að^ vegna þess hversu mikið hún gengur og er dugleg í leikfimi sé húðin styrk- ari en eha. „Það er alveg nauðsynlegt að fara í leikfimi samhliða megrun," segir hún. „Lýtalæknirinn var mjög hreinskihnn og sagði að ég yrði að gera mér grein fyrir að þegar kflóin væru hrunin af mér yrði ég sem sjö- tug á kroppinn. Hann sagðist einmitt hafa lagað unga konu nýlega eftir megrunarátak,“ segir Björg. Göngur og leikfimi alla daga Þrisvar í viku fer Björg í leikfimi en þar fyrir utan gengur hún dag- lega. í hádeginu gengur hún frá vinnustað sínum, Garðsapóteki, upp í Elliðaárdal. Einnig hefur hún geng- ið í Heiðmörk og segist aht í einu hafa uppgötvað aha mögulega hluti í náttúrunni. Björg hefur oftsinnis gengið frá heimili sínu í Vogimum upp í Víðidal þar sem hesthúsin eru. „Mér finnst æðislegt að ganga. Einn- ig er ég orðin háð leikfiminni og get varla án hennar verið, er endumærð eftir hvem tíma. Ég er svo glöð „í þessum buxum gekk ég alltaf og fyllti algjörlega út í þær,“ segir Björg Kjartansdóttir sem hefur náð af sér fjörutíu kílóum en ætlar að ná þrjátíu í viðbót. DV-mynd GVA hversu dugleg ég er orðin. Fyrir ári vhdi ég bara kúra undir sæng og var ahtaf þreytt.“ Fyrir þremur árum ökklabrotnaði Björg. Þá uppgötvaðist að hún var komin með sht í ökklana einungis vegna þyngslanna. „Ég fann alltaf th í ökklunum en hef ekki fundið neitt um langt skeið. Ég er ný manneskja." Það efast enginn um hvílíkt átak megrunin hefur verið Björgu. Hún segist hafa fengið frábæran stuðning frá fjölskyldu og samstarfsfólki og það hafi hjálpaö henni mikið. „Þegar ég var fertug í fyrra fékk ég utan- landsferð frá fjölskyldu minni en ég gat ekki hugsað mér að fara á ein- hveija sólarströnd. Ég hef ekki enn- þá notfært mér þá ferð. Vegna fitunn- ar gat ég aldrei hugsað mér að fara th útlanda. Kannski ég eigi eftir að láta verða af því. Offitan stoppar fólk ósjálfrátt og það lokar sig inni. Það eina sem ég lét eftir mér var að fara á fótboltaleiki á sumrin. Ég er mikhl Framari og mæti á aUa leiki hjá Fram.“ Smáséns bjargaði sjálfsímyndinni Björg segir að sonur hennar hafi aldrei látið hana finna fyrir fitunni. Hins vegar segist hún vita að honum leið ekki vel vegna úflits móöur sinn- ar. „Þetta haföi mikh áhrif á hann. Reyndar hefur hann viðurkennt núna fyrir mér að það hafi verið ömurlegt aö eiga svona feita mömmu. Ég held hann hafi þó ekki skammast sín fyrir mig,“ segir Björg. Núna, níu mánuðum eftir að megr- unarátak Bjargar hófst, finnst henni sorglegt að horfa upp á ungar konur í sömu sporum og hún var. „Ég veit að ég er ennþá feit og á langt í land með að verða eins og mig langar að vera. Það er erfitt að byrja en mjög skemmthegt þegar árangurinn er kominn í ljós.“ Björg hefur verið fráskhin í tíu ár. Hún hefur ekki Utiö við karlmönnum enda var hún þess fullviss að enginn Uti við svo feitri konu. Björg varð því afar hissa þegar hún uppgötvaði að karlmenn voru farnir að gefa henni auga aftur og það segir hún hafa hresst ahmikið upp á sjálfsöryggið. „Ég lenti á smáséns og þó asnalegt sé að segja það þá bjargaöi þaö heh- miklu varðandi sjálfsáUt og sjálfsör- yggi,“ segir hún hreinskilnislega. „Ég lokaöi mig inni í öU þessi ár og frá öllu sem lífið haföi upp á að bjóða. Það er ekki nógu gott. Þess vegna vona ég að barátta min komi öðrum th hjálpar. Ég mun berjast áfram." -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.