Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1992, Qupperneq 51
LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1992.
63
Hvemig bregst fólk við tugmilljóna happdrættisvinningum?
Héldum áfram að
lifa venjulegu lífi
- segir Emil Þór Guðbjömsson, Stykkishólmi, sem fékk þann stóra fyrir 12 árum
„Umboðsmaðurinn kom og sagði
mér frá vinningnum þar sem ég stóð
á kafi í húsbyggingu. Manni leið
óneitanlega svolítið undarlega í
fyrstu og það tók nokkra daga að
átta sig á þessu skyndilega ríki-
dæmi. En við flippuðum alls ekki út.
Við héldum okkar venjulega lífi
áfram og tókum engin aukafrí í
viimu, héldum okkar striki. Það hef-
ur kannski hjálpað okkur meira en
annað til aö átta okkur á þvi að vera
skyndilega orðin milljónamæring-
ar,“ sagði Emil Þór Guðbjömsson,
sjómaður og flmm barna faðir í
Stykkishólmi, í samtali við DV.
Emil datt heldur betur í lukkupott-
inn í desember 1979. Þá fékk hann
hæsta mögulega vinning hjá Happ-
drætti Háskóla íslands, 5 milljónir
króna á nífaldan miða eða samtals
45 milljónir. Á þessum tíma var
gamla krónan enn við lýði og bull-
andi verðbólga, nokkuð sem gerir
mönnum erfitt fyrir þegar reikna á
hve hár þessi vinningur er að nú-
viröi. Reiknimeisturum brá því held-
ur hetur þegar framreikningar
þeirra fæddu af sér töluna 14,2 milij-
ónir. Hæsti vinningur í sama happ-
drætti fyrir áramót var einmitt 45
milljónir króna, þrisvar sinnum
hærri að raunvirði en fyrir 12 árum.
Margurverður
af aurum api
Hvað sem reiknikúnstum líður
voru 45 miUjónir mikill peningur
1979 og varla eru þeir til í dag sem
myndu segja nei takk við tæpum 16
milljónum króna, sömu upphæð og
ung, einstæð móðir vann í lottóinu
fyrir viku.
Margur verður af aurum api, segir
máltækið og vist er að í því felast
einhver sannleikskom. Þegar fólk
fær stóra peningavinninga í happ-
drættum, lottói eða getraunum velta
margir fyrir sér hvort það flippi ekki
út, missi hreinlega vitið og eyöi öllu
saman í einhveija vitleysu. Fyrir fá-
einum árum gekk saga um hjón er
unnu yfir 10 milljónir og misstu jarð-
sambandið. Eftir mikla eyðslu og
læti fór hjónabandið út um þúfur og
tómahljóðið ómaði í peningakassan-
um.
En svo virðist ekki fara hjá eins
mörgum og maður kynni að halda.
Gamlir stórvinningshafar vom
reyndar heldur tregir að tjá sig við
DV um hvemig þeim hefði famast
eftir að hafa fengið þann stóra en í
öllum tilvikum mátti ráða að fólk
hefði haldið jarðsambandi, verið
sæmilega skynsamt.
Kláraði húsið
og skuldimar
„Á þessum tíma var gífurleg verð-
bólga og peningamir brunnu nema
maður eyddi þeim sem fyrst. Það var
sagt að best væri að setja peningana
í steinsteypu eða íbúðarhús. Ég var
langt kominn með húsið mitt og var
auðvitað skuldugur upp fyrir haus
eins og aðrir húsbyggjendur. Ég
ákvað að greiða mínar skuldir strax
að fullu og kláraði húsið. Afganginn
reyndi ég síðan að ávaxta að mestu
leyti og þeir peningar hafa komið sér
vel síðan. Ég bý enn að því að hafa
fengið þennan vinning og mun gera
það alia mína ævi. Ég er aila vega
laus við aö borga skuldir," sagði
Emil.
Emil heldur sínu striki í vinnu eins
og hann hefur alla tíð gert. Hann
vasast í trilluútgerð á sumrin en
Emil Þór Guðbjörnsson heldur þarna á happdrættismiðanum góða sem
gaf 45 milljónir fyrir 12 árum. Á myndinni eru einnig kona hans, Hrafnhild-
ur Jónsdóttir, og börnin, f.v.: Dagur, Guðbjörn og Bjarndís. Á myndina
vantar Jón Sindra, 3 ára. DV-mynd Kristján Sigurðsson
Frétt Dagblaðsins þar sem sagt er frá nýbökuðum margmilljónara í Stykkis-
hólmi og viðbrögðum hans þegar umboðsmaður happdrættisins sagöi hon-
um tíðindin.
ræður sig á stærri báta yfir veturinn.
„Við reyndum að láta milljónimar
ekki hafa nein áhrif á okkur og mér
sýnist okkur hafa tekist það bæri-
lega.“
- Fólk hefur kannski átt von á að
þið munduð springa í eyðslusemi?
„Það áttu sjálfsagt flestir von á því
þar sem 45 milljónir vom ansi mikil
upphæð í þá daga. En ég man að á
þessum árum ókum við um á lélegri
bfldmslu eins og aðrir skuldum
vafnir húsbyggjendur. Ég var reynd-
ar ekki með neina bíladellu en ákvað
þó að fara suður og kaupa mér nýjan
bfl. Við höfðum satt að segja næga
peninga til að kaupa þann bfl sem
okkur langaði í. Nú, við hjónin örk-
uðum úr einu bílaumboði í annað.
Okkur leist ekki sérlega vel á neinn
bíl sem við skoðuðum og vorum orð-
in ansi þreytt á þessu rápi þegar viö
vorum stödd fýrir framan Löduum-
boðið. Tfl að gera langa sögu stutta
varð rápiö ekki lengra. Ég held að
ég hafi hneykslað marga þegar ég
kom akandi heim í Stykkishólm á
Lödu sport. Menn áttu von á Range
Rover eða þvflíku en slíkur bfll kost-
aði þá um 17 mflljónir."
- Fómð þiö ekki í ferðalög?
„Nei, og ég hef ekki enn komið tfl
sólarlanda. Við fórum í vikuferð tfl
London fimm árum seinna en sú ferð
stóð ekki í neinum tengslum við
vinninginn.“
Dagblaðið
með fréttina
Á þessum tíma áttu Emfl og Hrafh-
hfldur tvö böm. Þau vom þá svo ung
aö stóri vinningurinn hafði engin
áhrif á þau og hefur ekki haft.
Emfl forðaðist mjög allt umtal á
sínum tíma en slapp þó ekki undan
blaðamönnum Dagblaðsins sem
höfðu upp á honum og birtu frétt um
Emfl á forsíðu daginn eftir aö dregiö
var. „Þeir vom fljótir að þvi,“ sagði
hann. í fréttinni er rætt viö umboðs-
mann happdrættisins í Stykkishólmi
og segir hann meðal annars:
„Þau hjón hafa verið með þessa röð
og sagði Hrafnhildur að hún hefði
verið að reyna að fá Emfl tfl þess að
hætta við miðana en hann sagðist fá
þann stóra næst.“
- Þó langt sé um hðið hlýtur gamall
mflli að geta gefið þeim sem vinna
þann stóra í dag einhver ráð.
„Ég veit það nú ekki. Það er þá
helst að fólk á að láta líða dágóðan
tíma áður en það tekur ákvörðun um
hvað gera á við peningana. Annars
er miklu auðveldara að tryggja pen-
ingana sína í dag en það var árið
1979. Nú er hægt að setja peninga í
alls kyns bréf og fleira svo þeir verði
ekki að neinu. 1979 brunnu pening-
amir hins vegar upp í óðaverðbólgu.
Það er auðveldara að vera happ-
drættismUli í dag en það var fyrir 12
árum.“
Datt aftur
í lukkupottinn
Emil á gamla númerið ennþá,
51.931, en bara trompmiðann. Gömul
vinkona Emils vildi endflega eignast
hlut í númerinu og keypti einfoldu
miðana. Enginn vinningur hefur
komið á miðann síöan en það er ekki
þar með sagt að Emfl hafi ekki dottiö
í lukkupottinn aftur.
„Okkur var boðið suður á vegum
Happdrættis Háskólans, í samkvæmi
og til að skoða húsakynni og aðstöðu
happdrættisins. Þá keypti ég mér
nífaldan miða og fékk kvittun fyrir
að hafa endumýjaö út árið. Eftir að
heim kom týndi ég kvittuninni og
gleymdi öllu um miðann. Ári síðar,
í desember, fékk ég skyndflega 900
þúsund króna ávísun með póstinum.
Þá hafði komið 100 þúsund króna
vinningur á númerið. Þessi vinning-
ur kom mér eigmlega meira á óvart
en fyrsti vinningurinn. Reyndar
hætti ég fljótt með þetta númer og á
bara trompmiðann í dag.“
- Þérhefurþáekkilitistáaðmilljón-
imum færi beinlínis að rigna yfir þig?
„Æ nei, það gat ekki gengið," segir
Emfl Þór Guðbjömsson og hlær við.
Tvisvar
5 milljónir í lottói
„Ég sleppti mér ekki neitt og var
kirfilega fastur með báöa fætur á
jörðinni eins og ég var vanur. Og er
það enn. Þetta var náttúrlega mikil
upphæð. í seinna skiptið var fyrsti
klukkutíminn eftir að dregið hafði
verið mér erfiður og þutu margar
hugsanir um huga mér. Ég óskaði
þess að fleiri yrðu með fimm réttar
tölur en ég. Ég hef ekkert við 29 millj-
ónir að gera,“ sagði Guðmundur
Skúlason, bifreiðarstjóri á Hellu.
1990 var sannkallað happaár fyrir
Guðmund. Hann vann tæpar 5 millj-
ónir í lottóinu 21. júlí það ár og svo
aftur rúmar 5 milljónir 29. desember.
í seinni drættinum vom um 29 millj-
ónir í pottinum og var Guðmundi
ekki farið aö htast á blikuna. Mflljón-
imar urðu 5 þegar upp var staðið.
Þrátt fyrir 10 mflljónir á 5 mánuðum
hélt hann ró sinni.
„Þessir peningar hafa ekki breytt
manni neitt. Eg hef haldið mínu
striki, fer daglega til vinnu og læt
hvem dag hða eins og dagamir vom
vanir að hða áður en peningamii
komu til sögunnar. Ég held bara utan
um mitt og er ánægður með tilveruna
eins og hún er.“
- Hefurðu einhver ráð tfl þeirra sem
verða skyndflega ofsaríkir?
„Það er best að leyfa fólki að átta
sig á svona hlutum. Númer eitt er
að halda ró sinni og gera sér grein
fyrir að maður getur ekki boðið öh-
um heiminum birginn."
-hlh
í l2/VL£
A Ð A L S T
AOAISTRÆTI ló • 101 REYKJAVÍK • SÍMI Ó2 15 20
LAUGARDAGUR 18.1.’92
Kl. 08 AÐALATRIÐIN OG
KOLAPORTIÐ
Umsjón Hrafnhildur.
Kl. 13 REYKJAVÍKUR-
RÚNTURINN
Umsjón Pétur Pétursson.
Kl. 15 GULLÖLDIN
Umsjón Sveinn Guðjóns-
son.
Kl. 17 BANDARÍSKI SVEITA-
SÖNGVALISTINN
Umsjón Baldur Bragason.
-Á MORGUN -
Kl. 13 SUNNUDAGUR
MEÐ JÓNI
Umsjón Jón Ólafsson.
Kl. 22 í EINLÆGNI
Umsjón Jónína Benedikts-
dóttir.
Aðalstöðin þín
RODD FOLKSINS - GEGN SIBYLJU
Veður
Fram eftir morgni verður sunnan stinningskaldi og
rigning eða súld viða um land. Smám saman lægir
og dregur úr úrkomu og víða verður þurrt siðdegis.
I kvöld og nðtt fer aftur að rigna með heldur vax-
andi suðaustanátt, fyrst suðvestanlands. Hlýtt verður
um mestallt land.
Akureyri súld 8
Egilsstaðir skýjað 6
Keflavikurflugvöllur súld 8
Kirkjubæjarklaustur rigning 4
Raufarhöfn rigning 2
Reykjavík súld 8
Vestmannaeyjar súld 7
Amsterdam skýjað 6
Barcelona léttskýjað 1
Chicago alskýjað -3
Feneyjar þoka -2
Frankfurt rigning 3
Glasgow skýjað 5
London þoka 0
LosAngeles hálfskýjað 14
Lúxemborg þokumóða 2
Malaga léttskýjað 7
Mallorca þokumóða 1
New York alskýjað -8
Nuuk rigning 1
Orlando heiðskírt 3
París skýjað 4
Valencia þokumóða 4
Winnipeg skafrenning- -19
Gengið
Gengisskráning nr. 11. -17. janúar 1992 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 58,690 58,850 55,770
Pund 102.825 103,105 104,432
Kan. dollar 50,847 50,985 48,109
Dönsk kr. 9,2871 9,3124 9,4326
Norsk kr. 9,1560 9,1810 9.3183
Sænsk kr. 9,8838 9,9107 10,0441
Fi. mark 13,2140 13,2500 13,4386
Fra. franki 10,5558 10,5845 10,7565
Belg. franki 1,7463 1,7511 1,7841
Sviss. franki 40,6159 40,7266 41,3111
Holl. gyllini 31,9488 32,0359 32,6236
Þýskt mark 35,9675 36,0656 36,7876
It. líra 0,04780 0,04793 0,04850
Aust. sch. 5.1096 5,1235 5,2219
Port. escudo 0,4162 0,4173 0.4131
Spá. peseti 0,5684 0,5700 0,5769
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaðurinn Hafnarfirði
17. janúar seldust alls 28.173 tonn.
Magn í Verð í krónum
tonnum Meöal Lægsta Hæsta
Steinbítur 0,201 68,00 68,00 68,00
Koli 0,056 91,00 120,00 1 55,00
Rauðm./Gr. 0,037 137,03 120.00 155,00
Hlýri 0,061 68,00 68,00 68.00
Ufsi.ósl. 0,026 42.00 42,00 42.00
Karfi 0,033 48,15 25,00 57,00
Ýsa, ósl. 4,790 103.3C 99,00 108.00
Smáýsa, ósl. 0,345 60,00 60,00 60.00
Smáþorskur, ósl 2,213 65,19 63.00 67,00
Þorskur, ósl. 6,598 95.89 76,00 100,00
Lýsa, ósl. 0,101 70,00 70,00 70,00
Langa, ósl. 0,247 64.00 54,00 80,00
Ýsa 0,596 118.16 74,00 121,00
Smáþorskur 0,601 70,64 70,00 71.00
Þorskur 9,819 113,76 108,00 114,00
Steinbltur, ósl. 0.986 78,02 78,00 80,00
Lúöa 0,238 463,84 415.00 500,00
Langa 0.288 80,00 80,00 80,00
Keila, ósl. 0,884 50,00 50,00 50,00
Hrogn 0,053 189,81 170.00 205,00
Faxamarkaðurinn
17. janúar seldust alls 51.491 tonn
Blandað 0,389 39.00 39.00 39,00
Gellur 0,121 256,65 215,00 325,00
Hrogn 0,069 281,01 270,00 290.00
Karfi 2,351 69,81 20,00 71,00
Keila 1,114 57,80 54,00 59,00
Kinnar 0,124 50,00 50,00 50,00
Langa 3,551 81,53 77.00 82.00
Lúða 0,556 380,56 270.00 440,00
Sf. bland. 0,012 95,00 95,00 95,00
Skarkoli 0,509 70,00 70,00 70,00
Steinbítur 0,734 62,28 50,00 65,00
Steinbítur, ósl. 0,619 80,00 80,00 80,00
Þorskur, sl. 3,494 110,25 90,00 115.00
Þorskur, ósl. 23,687 90.10 70,00 110,00
Ufsi.ósl. 0,077 41,00 41,00 41,00
Undirrnálsfiskur 4,999 64,31 41,00 73,00
Ýsa.sl. 1,580 111.39 94,00 116,00
Ýsuflök 0,059 170,00 170,00 170,00
Ýsa, ósl. 7,444 104,15 100,00 111.00
Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn
17. janúar seldust alls 137.342 tonn.
Blandað 0,015 26,00 26,00 26,00
Hnýsa 0,048 9,00 9,00 9,00
Karfi 0,030 44.00 44,00 44,00
Keila 0,405 59,00 59.00 59,00
Langa 0,315 80,00 80,00 80,00
Lúða 0,013 313,85 270.00 330,00
Skata 0,036 95.00 95.00 95,00
Skötuselur 0,020 260,00 260,00 260,00
Steinbítur 0,165 55,73 20,00 64,00
Þorskur, ósl. 1,462 99,24 97,00 100,00
Ufsi.ósl. 0,078 46,00 46.00 46,00
Ýsa.ósl. 2,610 104,01 90,00 107,00
Slld 132,144 9,00 9,00 9,00
:iskmarkaður Suðurnesja 17. janúar seldust alls 54.813 tonn.
Þorskur, sl. 0,558 80,50 80,00 80,00
Ýsa,sl. 0,017 102,50 102,00 102,00
Þorskur, ósl. 34,927 107,18 70,00 117,00
Ýsa, ósl. 7,971 107,27 95.00 110,00
Ufsi 0,416 51,50 51,00 51,00
Karfi 0,155 67.50 67,00 67,00
Langa 0,046 72,28 59,00 80,00
Keila 1,384 35,70 20.00 49,00
Steinbitur 2,119 49.46 45,00 73,00
Hlýri 0,162 51.98 48,00 60,00
Skötuselur 0,228 300,11 296,00 310,00
Skata 0,033 100.50 100,00 100,00
Lúöa 0.543 453,22 240,00 635,00
Skarkoli 0,154 100,50 100,00 100,00
Undirm þorskur 6,100 55,91 54,00 57,00
MARGFELDI 145
PÖNTUNARSÍMI - 653900