Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992.
Fréttir
Fjármálaráöherra gefur tóninn vegna komandi kjarasamninga:
Stef nan hef ur verið mörkuð
og henni verður fylgt
segir óhyggilegt aö lækka þjónustugjöld og álögur á almenning
„Nú liggur fyrir heilsteypt stefna
ríkisstjómarinnar í ríkisfjármál-
um næsta árs og stjórnarmeirihlut-
inn hefur samþykkt hana. Stefnan
hefur veriö mörkuö og aö sjálf-
sögöu munum viö fylgja henni. Sú
vaxta- og verðlagsþróun sem lagð-
ur hefur verið grunnur að ætti aö
geta orðið forsenda raunsærra
kjarasamninga þar sem hægt verð-
ur að verja sem allra mest kaup-
mátt þeirra sem lakast em settir,"
segir Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra.
Þó fárlög fyrir árið 1992 hafi verið
afgreidd frá Alþingi fyrir jól átti
ríkisstjórnin þó enn eftir að hnýta
ýmsa lausa enda til að tryggja
framgang laganna. Þeirri vinnu
lauk í gær með samþykkt lánsfjár-
laga og umdeilds bandorms, sem
felur í sér sértækar ráðstafanir í
ríkisfjármálum. Að vonum var
fjármálaráðherra ánægður með
þessi verklok er DV ræddi við hann
í gær. Hans bíður þó erfitt viðfangs-
efni því launafólk krefst þess að
fjárlögin verði endurskoðuö, kaup-
máttur aukinn og þjónustugjöld
lækkuð.
Að sögn Friðriks hefur það
þekkst um margra áratuga skeið
að aðilar vinnumarkaðarins hafi
leitað til ríkisstjóma til að liðka
fyrir kjarasamningum. Hann segir
núverandi ríkisstjórn reiðubúna til
að ræða við þessa aðila ef það kynni
að greiða fyrir samningum. Til
dæmis sé það ljóst að ríkisstjómin
vilji lækka vexti sem fyrst. Friðrik
segir hins vegar lítið svigrúmið til
að lækka álögur og minnka kostn-
aðarþátttöku almennings í opin-
berri þjónustu.
„Verði fjárlögin tekin upp til þess
að auka hallan myndum við aðeins
búa til nýjan vanda sem væri ill-
viðráðanlegri en sá sem við stönd-
um nú frammi fyrir. Það væri
óhyggilegt aö mínu áliti."
Friðrik segir að í nálægum lönd-
um hafi ríkisstjórnir valið að auka
kostnaðarþátttöku almennings í
opinberri þjónustu þegar aðhalds-
aðgerða hefur verið þörf í velferð-
arkerfum þeirra. Á Norðurlöndun-
um hafi til dæmis allir stjórnmála-
flokkar, einnig þeir sem standa
lengst til vinstri, áttað sig á gildi
þjónustugjalda. Annars vegar leiði
gjaldtakan til minni kostnaðar viö
þjónustuna og hins vegar dragi það
úr eftirspuminni eftir henni.
-kaa
Friða Á. Sigurðardóttir á heimili sínu i gærdag þar sem hún var umvafin blómum og tók brosandi á móti ham-
ingjuóskum. DV-mynd Hanna.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
Kom mér í opna skjóldu
- segirFríðaÁ. Sigurðardóttir
„Það kom mér gjörsamlega í opna
skjöldu þegar mér var tilkynnt að ég
fengi þessi verðlaun. Ég gerði mér
að sjálfsögðu grein fyrir því að mögu-
leikinn var fyrir hendi þar sem bókin
var tilnefnd en ég reiknaði samt aldr-
ei með að fá verðlaunin."
Það var á fréttamannafundi í Norr-
æna húsinu í gærdag sem tilkynnt
var að Fríða Á. Sigurðardóttir fengi
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs í ár fyrir bók sína Meðan nóttin
líður. Þetta er ekki fyrsta viöurkenn-
ingin sem fellur til Fríðu fyrir þessa
rómuðu skáldsögu hennar. Hún fékk
í janúar í fyrra Hin íslensku bók-
menntaverðlaun og í febrúar Menn-
ingarverðlaun DV.
Einn þeirra sem tilnefndir voru í
ár var Ingmar Bergman og var hún
spurð hvort hún hefði lesið bók hans.
„Ingmar Bergman er einn þeirra
listamanna sem ég dái hvað mest,
sérstaklega fyrir kvikmyndir sínar.
Eg hafði ekki lesiö bókina eftir hann
sem tilnefnd var en ég hef lesið ævi-
sögu hans og var ákaflega hrifin af
henni. Ég hef samt undanfarið verið
að afla mér annarra verka sem til-
nefnd voru og lesa einstök þeirra."
Aðspurð hvort von væri á nýrri
skáldsögu frá henni á þessu ári kvað
Fríða svo ekki vera: „Ég er að vinna
aö nýrri bók en ég hef alltaf verið
óttalega seinvirk og verð örugglega
að vinna við bókina þetta ár og næsta
líka. Bækur þurfa sinn tíma.“
Rökin, sem dómnefndin færði fyrir
ákvöröun sinni, eru svohljóðandi:
„Bókin er ögrandi, nýskapandi og býr
um leið yfir ljóðrænni fegurð. í verk-
inu er horfið aftur til fortíðarinnar í
leit að lífsgildum sem eiga erindi við
samtíma okkar. Bókin gerist að hluta
til í stórbrotinni náttúru Hornstranda
og náttúrulýsingar eru hluti af töfrum
textans. í verkinu er ekki reynt aö
skapa þá blekkingu að viö getum skil-
ið til fullnustu veruleika formæðra
okkar og forfeðra. Textinn setur
spumingarmerki við hefðbundna
söguskoðun, hefðbundna frásögn og
venjubundna málnotkun. Fríða Sig-
urðardóttir lýsir í ljóðrænum texta
þessarar bókar þörf okkar fyrir sögu
og frásögn um leið og bókin lýsir hve
erfitt það er að komast að eingildum
sannleika um líf og list.“
Fríöa Á. Sigurðardóttir er fjórði
íslenski rithöfundurinn sem fær
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráös. Áður hafa fengið þau Ólafur
Jóhann Sigurðsson fyrir ljóðasöfnin
Aö lauffeijum og Að brunnum,
Snorri Hjartarson fyrir ljóðabókina
Haustmyrkrið yfir mér og Thor Vil-
hjálmsson fyrir Grámosinn glóir.
Verðlaunin, sem Fríða fær, eru að
upphæð 150.000 danskar krónur og
fær hún þau afhent á þingi Norður-
landaráðs í Helsingfors 3. mars næst-
komandi. -HK
Afkoma ríkissjóös 1991:
Hallinn 12,6
milljarðar
- Fjármálaráðherraboöarrauðstrikíkjarasamninga
Rekstrarhalli nkissjóðs á árinu
1991 nam 12,6 milljörðum króna,
samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta
er þrisvar sinnum meiri halli en fiár-
lög gerðu ráð fyrir og mesti halh sem
orðið hefur á ríkissjóði síðustu 40 ár.
Friðrik Sophusson fiármálaráð-
herra segir að ef ríkisstjómin hefði
ekki gripið til sérstakra aögerða síð-
astliðið vor hefði hallinn orðiö 3^1
milljörðum meiri og að þessar tölur
sýni, svo ekki verði um villst, að
stjómin hafi síst gengið of langt í
spamaðar- og aðhaldsaðgerðum.
Hrein lánsfiárþörf ríkissjóðs, en
þaö er sú upphæð sem ríkissjóður
þarf að taka að láni til að fiármagna
halla á rekstri og útstreymi á lána-
reikningum, nam 14,8 milljörðum.
Fjárlög gerðu ráð fyrir 5,9 milljarða
lánsfiárþörf.
Einungis tókst að ná inn um 3 millj-
örðum króna með sölu ríkisverð-
bréfa og til að brúa bilið var gripið
til um 6 milljarða erlendrar lántöku
og tæplega 6 milljarða yfirdráttar í
Seðlabanka. Þar af hafa 5 milljarðar
verið geröir upp með erlendum lán-
um.
Fjármálaráðherra lagði áherslu á
þá ætlan ríkisstjómarinnar að halda
verðlagi stööugu og koma verðbólg-
unni enn frekar niöur.
„Við viljum koma verðbólgunni
eins langt niður og hugsast getur tfi
að tryggja kaupmáttinn. Við viljum
semja um að það séu einhvers konar
strik í kjarasamningum þannig aö
ef verðlagsþróun fer yfir þau þá end-
urskoðum við samningana," sagði
fiármálaráðherra á blaðamanna-
fundi í gær. „Við getum ekki ætlást
til þess að samið verði án launa-
hækkana án þess að samningsaðilar
geti haft endurskoðunarrétt ef verð-
lagsþróun fer úr böndum."
Heildartekjur ríkissjóðs námu 100
milljörðum króna á síöasta ári, eða
um 1,7 milljörðum króna minna en
íáætlunfiárlaga. -VD
Jón A. Baldvinsson sendiráðsprestur:
Gífurlega þjálfuð
ígræðslustöð eða til-
raunastarfsemi
„Mér þótti mjög miður aö sjá
þessi ummæh Páls Ásmundssonar
í DV því þar fer hann með mikil
ósannindi. Ég er mjög gramur við
hann út af þessu. Mér kemur þetta
persónulega ekki til góða á neinn
hátt en ég þykist vita nógu mikið
til að það sé mjög mikhvægt fyrir
sjúkhnga að samið verði við Bret-
land. Hér er um að ræða að ganga
inn í gífurlega þjálfaða ígræðslu-
stöð hjá skurðlækni sem hefur
mesta reynslu í heimi í þessum efn-
um eða þá að taka þátt í tilrauna-
starfsemi á Norðurlöndunum og
fara að senda fólkið héðan þangaö."
Þetta sagði Jón A. Baldvinsson
sendiráösprestur í London í sam-
tah viö DV í gær.
Hópur lækna á sjúkrahúsunum
hefur sent frá sér álit þess efnis að
íslendingar skuh semja við ein-
hveija eina ígræðslustöð á Norður-
löndum vegna fyrirhugaðra líf-
færagjafa.
Jón kvaðst vera á allt öðru máh.
Hann sagöist hafa nýlegar tölur
sem styddu skoðun hans. Yacoub,
hinn þekkti læknir á Brompton-
sjúkrahúsinu í London, hefði nú,
samkvæmt þeim, framkvæmt yfir
þúsund hjarta- og lungnaígræðsl-
ur. Þar á meðal hefði hann grætt
hjörtu í tvo íslendinga og lungu og
hjörtu í einn.
Páll Ásmundsson, yfirlæknir á
Landspítalanum, sem færi fyrir
hóp íslensku læknanna sem unnið
hefðu að áhtsgeröinni, vildi hins
vegar semja við ígræðslustöð í Sví-
þjóð. Þar hefði aðeins ein slík aö-
gerð verið framkvæmd. Hins vegar
hefðu nýrnaígræðslur farið fram á
Norðurlöndunum. Þá hefði lifur
verið grædd í tvo íslendinga. Önn-
ur aðgerðin hefði verið gerð í
Bandaríkjunum en hin í London.
-JSS