Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Side 5
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992.
5
Fréttir
Alþingismenn hvildir fram í febrúar:
Bandormur samþykktur
og lántökur heimilaðar
Bandormurinn, lagafrumvarp rík-
isstjómarinnar um ráðstafanir í rík-
isfjármálum, var samþykktur sem
lög frá Alþingi í gær. Þá voru láns-
fjárlög fyrir 1992 samþykkt en þau
heimila fjármálaráðherra meðal
annars að taka tæpa 14 milljarða að
láni á árinu.
Auk þessa var samþykkt að leggja
niður starfsemi Framkvæmdasjóðs
íslands og fela Lánasýslu ríkisins
umsjón með eignum og skuldbind-
ingum hans. í lok þingfundar til-
kynnti Salome Þorkelsdóttir, forseti
Afþingis, að þingmenn fengju frí frá
þingstörfum til 6. febrúar.
Framkvæmdasj óður Islands jarðaður hjá Lánasýslu ríkisins
Bandormurinn er forsenda nýrra
fjárlaga og var stjómarsinnum því í
mun að fá frumvarpið samþykkt.
Upphaflega stóð til að afgreiða orm-
inn fyrir jól en vegna andstöðu
stjórnarandstæðinga var ákveðið að
fresta umræðum og atkvæðagreiðsl-
um fram yfir áramót. Hótuðu stjóm-
arandstæðingar málþófl gegn fjár-
lagafrumvarpi yrði bandormurinn
ekki frystur.
Með samþykkt bandormsins frest-
ast gildistaka nokkurra ákvæða
nýrra grunnskólalaga. Til dæmis
verða ekki teknar upp skólamáltiðir,
skóladagurinn lengdur né fækkað í
bekkjardeildum eins og lög segja til
um. Tilsjónarmenn verða settir til
að fylgjast með rekstri ríkisstofnana,
framkvæmdafé til Þjóðarbókhlöð-
unnar er skert og dregið er úr ríkis-
ábyrgð á launagreiðslum gjaldþrota
fyrirtækja.
Bandormurinn gerir sveitarfélög-
um skylt að veita 3,5 prósent framlag
til allra félagslegra bygginga-
framkæmda. Sjúklingar verða krafð-
ir um aukna kostnaðarþáttöku vegna
læknisþjónustu og við lyfjakaup.
Elh- og örorkulífeyrir verður tekju-
tengdur og skertur, niðurgreiðsla
vegna tannlæknaþjónustu við böm
og ungUnga minnkuð og daggjöld
sjúkraUúsa skert. Lagður verður
löggimefskattur á sveitarfélögin, tek-
ið verður upp 25 prósent álag á vöru-
gjald, framlög tU jarðræktarmála
verða skert og dregið verður úr veið-
um á refum og minkum. Afgreiðslu-
gjald verður lagt á öU skip á grund-
velU rúmlestastærðar.
Auk þessa felur ormurinn einnig í
sér skert framlög ríkissjóðs tíl sjóða.
Þeir sem meðal annars missa af tekj-
um vegna þessa eru Iðnlánasjóður,
Listskreytingasjóður ríkisins, Hús-
friðunarsjóður, Kvikmyndasjóður,
Menningarsjóður, StofnlánadeUd
landbúnaðarins, Framleiðnisjóður,
Bjargráöasjóður, Kirkjubygginga-
sjóður, varasjóður slysatrygginga,
Lyfsölusjóður, Hafnabótasjóður og
Ferðamálasjóður.
Bandormurinn hlykkjast um ýmsa
fleiri útgjalda- og tekjuliði ríkissjóðs.
Þannig skerðast tekjur Ríkisútvarps-
ins þar sem innflutningsgjald af út-
varps- og sjónvarpstækjum mun
renna tU ríkissjóðs. Engin framlög
verða í ár tU forfalla- og afleysinga-
þjónustu í sveitum og framlög til
Fiskveiðasjóðs falla einnig niður. Fé
til vegamála verður skert um 265
milljónir. -kaa
Þórshöfn:
Kaupfélaginu
bjargað með
nauðasamningum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Það hefur birt tU hjá okkur og nú
eru menn þokkalega bjartsýnir á að
okkur takist að sigla út úr þessu.
Hins vegar verða menn að vera raun-
sæir og það er alveg ljóst að næstu
tvö ár verða okkur mjög erfið,“ segir
Garðar HaUdórsson, kaupfélags-
stjóri Kaupfélags Langnesinga á
Þórshöfn, en nauðasamningar við
kröfuhafa hafa tekist og gjaldþroti
hefur þar með verið afstýrt.
Um áramót fyrir rúmu ári námu
skuldir kaupfélagsins 254 miUjónum
með veðkröfum og reksturinn hefur
hangið á barmi gjaldþrots. Leitað var
nauðasamninga við 125 kröfuhafa
með upphæð um 120 mUljónir króna
og þeir samningar hafa nú tekist,
aðeins er eftir að ganga frá þeim
formlega.
Samningamir gera ráð fyrir að
kaupfélagið greiði 21% krafnanna
eða um 25 .mUljónir króna og þessi
upphæð á að greiðast á einu ári í
þrennu lagi. „Auðvitað verður þetta
erfitt, við erum í brekku en ætlum
okkur að gera allt til að komast upp
hana. Reksturinn í dag gengur alveg
þokkalega og við erum hóflega bjart-
sýnir,“ sagði Garðar.
Þær voru eldhressar, konurnar í slysavarnadeildinni á Höfn, þar sem þær voru að taka á móti fatnaði og öðru
sem safnaðist handa Kúrdunum og pakka því. Alls urðu kassarnir 429 eða um 4 tonn. KASK og HP og synir sáu um
að koma kössunum til Reykjavíkur. DV-mynd Júlía Imsland
Heimsaf linn eykst
1989 1988
Veiði Röð Veiði Röð
USSR 11.310.091 1 11.323.101 2
Kína 11.219.994 2 10.358.678 3
Japan 11.174.464 3 11.967.051 1
Perú 6.832.465 4 6.637.956 4
Chile 6.454.142 5 5.209.883 6
USA 5 774.318 6 5.936.818 5
Indland 3.618.919 7 3.126.365 7
S-Kórea 2 832 431 8 2.726.732 9
Tæland 2.822.530 9 2.822.482 8
Indónesía 2 700 000 10 2.703.260 10
Filippseyjar 2.098.787 11 2.010.363 11
Danmörk 1.927.493 12 1.971.834 12
Noregur 1.899.941 13 1.839.884 13
N-Kórea' 1.700.100 14 1.700.000 15
Kanada 1.554.233 15 1.597.053 16
Island 1 504 771 16 1.759.484 14
Mexíkó 1.416.784 17 1.372.145 18
Spánn 1.370.000 18 1.430.000 17
Tævan 1.100.000 19 1.060.000 20
S-Afríka 878.580 20 1.298.143 19
Rússar hafa náð forustu i heimsaflanum, voru I fyrsta sæti árið 1989. Heims-
aflinn nálgast 100 milljónir tonna.
í nóvember síðastliðnum var með-
alverðbólga í EB-löndunum 4,8%.
Þetta var niðurstaða eftir 0,4% lækk-
un í október-nóvevember sl. Grikk-
land var með mesta verðbólgu, sem
var 17,9%, og Portúgal var með 9,9%
verðbólgu. Á síðastliðnu ári var
verðbólga hjá Dönum 2,3%, í Lúxem-
borg var hún 2,6% og í Belgíu 2,8%.
Grikkland var með flesta tapaða
vinnudaga, á síðasta ári töpuðust 887
vinnudagar af hverjum 1000 vinnu-
dögum, á Spáni 647, á Ítalíu 271, á
írlandi 244, á Bretlandi 136, var tvö-
falt fyrri hluta 8. áratugarins, Dan-
mörk 40, Þýskaland með 5 tapaða
vinnudaga af hveijum 1000 sem var
langminnst.
Loðnuveiðar
Loðnuveiðarnar hafa ekki verið
eins og menn bjuggust við eftir ára-
mótin en allir sem til þekkja telja að
úr rætist. Strax og viðbótarveiði-
heimildin var gefm út fóru menn að
tala um að sennilega félli verðið af
þeim sökum. Eftir því litla, sem mér
finnst að komi fram í sölumálum
varðandi verð á loðnuafurðum, tel
ég að það séu veiðarnar við Suður-
Ameríku sem mestu ráða um verð á
þessum afurðum, svo menn ættu að
taka lífinu rólega meðan ekki er
mokveiði þar.
Frysti fiskurinn
úr Barentshafi
í þessum pistlum hefur verið rætt
nokkuð um breytt viðhorf hjá Rúss-
um með veiðar og sölu afurðanna.
Eins og fram hefur komið verða skip-
in nú að afla sér gjaldeyris fyrir
Fiskmarkaðuriim
Ingólfur Stefánsson
nauðsynjum og kaupum á veiðileyf-
um og hefur það valdiþ meira fram-
boði á fiskafurðum en áður þekktist
frá þeim. Mikil veiði þessara skipa
orsakar mikið framboð á heims-
markaðnum og koma þar fleiri þjóðir
við sögu. Auðséð er nú að vel verður
að halda á málum hvað sölu varðar
í framtíðinni og bíður framleiðenda
hér erfitt verkefni.
Bretland
Gámasölur voru á tímabihnu
13.-17. janúar sl. alls 454,6 tonn, sem
seldust fyrir 58,6 millj. kr. Meðalverð
var 151,01. Þorskur seldist fyrir
144,14 kr. kg, ýsa 193,44, ufsi 91,00,
karfi 129,61, koli 129,61, grálúða
162,11 og blandað 118,08 kr. kg.
Otto Wathne seldi afla sinn í Hull
23. jan. sl. Ekki var vitað um sölu
skipsins þegar þetta er skrifað en
nokkurt framboð mun hafa verið á
markaðnum.
Þýskaland
Bv. Hegranes seldi í Bremerhaven
15. jan. sl. alls 146 tonn fyrir 21,6
millj. kr. Meðalverð 147,47 kr. kg.
Bv. Ögri seldi í Bremerhaven 20.
jan. sl. alls 139 tonn fyrir 21,1 millj.
kr. Meðalverð 151,18 kr. kg. 500 kg
af þorski seldust á 117,72 kr. kg. Svip-
að magn af ýsu seldist á 108,65 kr.
kg. Ufsi seldist á 85,23, karfi seldist á
155,65 og blandað á 125,35 kr. kg.
Bv. Skagfirðingur seldi í Bremer-
haven 22. jan. sl. alls 129 tonn fyrir
16,9 millj. kr. Þorskur seldist á 133,31
kr. kg, ufsi 99,60, ýsa á 137,66, karfi
141,54, grálúða 152,06 og blandað
125,98. Meðalverö 130,68 kr. kg.
Bretland
Eftir áramótin var lítið framboö á
laxi á Billingsgate en verðið mjög
lágt þrátt fyrir lítið framboö. Verðið
á laxi 2-3 kg að þyngd var 375 kr. kg
en á stærri lax, 4-5 kg, var verðið 435
kr. kg. Rækja í skel frá Grænlandi
og íslandi var seld í 5 kg pökkum á
900-1500 kr. kassinn. Rækjan var
ekki með gott útiit og var mjög smá.
Noregur:
Metárið 1991
Reidar Mathistad blm.:
Á sama tíma og almenni útflutn-
ingurinn dróst saman um 2,7% jókst
útflutningur á fiski og fiskafurðum
um 15%. Árið 1990 var heildarút-
flutningur 13 milljarðar n. kr. en var
í fyrra 15,4 milljarðar n. kr. Útflutn-
ingur til Japans jókst mest, næst var
aukinn útflutningur til Danmerkur
og annarra Evrópubandalagslanda.
Dauft var yfir útflutningnum til
Bandaríkjanna og er þar t.d. um að
kenna hinu lága gengi á dollar og
kærum sem dunið hafa á Norðmönn-
um vegna undirboða. Verðmæti út-
flutnings á laxi varð 5 milljarðar n.
kr. árið 1991. Erfitt getur orðið að
ná markaðnum aftur að fullu í
Bandaríkjunum og ræðst það mikið
af gengi dollarans hvað mikil áhersla
verður lögð á þann markað.