Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992.
Viðskipti
Krafan um skatt á hátekjur
og fjármagnseigendur eykst
- eftir 900 milljóna skattfrjálsa greiðslu til eigenda Sameinaðra verktaka
Hyglir ríkið fjármagnseigendum ?
W&WZ: . $>: Wfnrfciíí'i^ j Hlutabréf -’fj
Eignaskattur af nafnverði en ekki markaðsverði
| Hlutabréf
Arðgreiðslur skattfrjálsar upp að vissu marki
1 Hlutabréf
Skattaafsláttur upp að vissu marki
£ Spariskírteini J
Allar vaxta- tekjur eru skattfrjálsar Enginn eignaskattur
Húsbréf
Enginn eignaskattur
Húsnæðisp. reikn. |
25% skattaafsláttur -=\l±Ué?=l
Fjármálaráðherra, tyrir hona riKisms, veitir peim sparitjareigendum mikinr
skattafslátt sem skipta við ríkið. Skattafslátt til fjármagnseigenda er víða
að finna.
Krafan um skatt á hátekjur og fjár-
magnseigendur hefur fengið fljúg-
andi byr eftir fréttir um 900 milljóna
skattfijálsa greiðslu til eigenda Sam-
einaðra verktaka. Á Alþingi hafa
flogið hin fleygu orð: löglegt en sið-
laust. Almenningur spyr sig núna
hvort ríkið hygli flármagnseigendum
í þessu þjóðfélagi á meðan það grípur
til ráðstafana eins og skerðingar
barnabóta, hækkunar þjónustu-
gjalda á sjúkrahúsum og skólagjalda,
svo nokkuð sé nefnt.
Það er athyglisvert að ríkiö sjáift
er á kafi í aö keppa um fjármagn og
yfirbýður aðra á markaðnum með
skattafslætti. Það var ríkið sjálft sem
veitti íslenskum aðalverktökum ein-
okun á Keflavíkurflugvelli sem hefur
leitt til milljónagróða nokkurra fé-
laga og fjölskyldna.
Tvískinnungur
hjá stjórnvöldum
Þess vegna má færa fyrir því rök
að tvískinnungur sé í umræðu
stjómvalda um að ná ekki í skottið
á fjármagnseigendum - og skatt-
leggja þá - á sama tíma og stjómvöld
hika ekki við að veita þeim fjár-
magnseigendum skattafríðindi ef
þeir skipta við það.
Spariskirteini ríkissjóðs og húsbréf
eru án eignaskatts á meðan önnur
verðbréf á markaðnum bera eigna-
skatt.
Ríkið reynir með margvíslegum
öðmm hætti að hafa áhrif á það
hvemig fólk ávaxtar fé sitt. Þekkt
dæmi er frá svonefndum húsnæðis-
spamaðarreikningum. Þeir sem
leggja inn á slíka reikninga fá um 7
prósent raunvexti beint auk þess sem
ríkið veitir þeim skattafslátt sem
leggja inn á slíka reikninga.
Vaxtatekjur skattfrjálsar
Þá má ekki gleyma aðaiumræðu-
efninu undanfarin ár en það er
krafan um skatt á vaxtatekjur. Spurt
hefur veriö hvers vegna þeir sem
láta peningana vinna fyrir sig sleppa
við skattgreiðslur á meðan launa-
vinna er skattlögð.
Rökin fyrir að skattleggja ekki
vaxtatekjur em þau að spamaður
muni minnka en spamaður er for-
senda fjárfestinga í þjóðfélaginu og
þar með að hjól atvinnulífsins snúist
og að þjóðarkakan stækki.
Hlutabréfin em samt sem áöur í
deiglunni núna eftir hlutafjárfund
Sameinaðra verktaka. Hyglir ríkið
hlutafjáreigendum á meðan launþeg-
ar verða fyrir auknum álögum af
hálfu ríkisins?
Erfitt er að skipta fólki upp í ann-
ars vegar launafólk og hins vegar
sparifjáreigendur þai; sem sparifjár-
eigendur em að stórum hluta launa-
menn.
Engu að síður er það deginum ljós-
ara að þeir sem hafa háar tekjur eiga
auðveldara með að spara en þeir sem
hafa lágar.
Eignaskattur hluthafa
af nafnverði hlutabréfa
Hlutabréf bera eignaskatt af nafn-
verði hlutabréfa en ekki markaðs-
verði. Þetta hefur aftur orðið til þess
að stjórnir fyrirtækja, en í þeim sitja
helstu hluthafar, þráast oft við aö
gefa út jöfnunarhlutabréf og hækka
nafnverð bréfanna. Við það myndu
þeir persónulega þurfa að borga
hærri eignaskatt.
Engu að síöur er greiddur eigna-
skattur af allri hreinni eign fyrir-
tækjanna, eignum umfram skuldir.
Fyrirtækin fá þó að draga hlutafé,
hluthafanna frá hinni hreinu eign
þegar um greiðslu eignaskatts er að
ræða þar sem hluthafamir greiða
eignaskatt af hlutafénu.
Arðgreiðslur skatt-
frjálsar að hluta
Arðgreiðslur af hlutafé eru skatt-
frjálsar upp aö 126 þúsund krónum
fyrir einstakling og 252 þúsund krón-
um fyrir hjón. Arðgreiðslur upp fyrir
það em skattskyldar. Þess má geta
að arðgreiðslumar mega ekki fara
upp fyrir 15 prósent af nafnverði
bréfanna án þess að verða skattlagð-
ar.
Skattafsláttur á
hlutabréfakaupum
Þeir sem kaupa hlutabréf fá skatt-
afslátt. Þessi afsláttur hefur verið
veittur til að auka kaup almennings
á hlutabréfum. Sá sem keypti hluta-
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
bréf fyrir um 100 þúsund á síðasta
ári fær senda heim til sín 1. ágúst
um 40 þúsund króna ávisun frá rík-
inu. Hjón fá ávísun upp á 80 þúsund
krónur.
Húsbréf og spariskírteini ríkissjóðs
bera ekki eignaskatt. Af hreinni eign
upp á 9,5 milljónir króna og meira
þarf að greiða 2,2 prósent eignaskatt.
Margir af eldri kynslóðinni eiga stór
skuldlaus einbýlishús og ná þessu
marki. Kaupi þeir húsbréf eða spari-
skírteini, sem bæði bera mikla ávöxt-
un, losna þeir hins vegar við að
greiða 2,2 eignaskatt af þeirri eign.
Með öðrum orðum: fyrir þá hefur
ávöxtun bréfanna hækkað úr 8 pró-
sentum í 10 prósent.
Ótrúlegur húsnæöis-
sparnaðarreikningur
Húsnæðissparnaðarreikningur er
þannig að hann ber 7 prósent ávöxt-
un. Þetta er bundinn reikningur.
Viðkomandi getur leyst út fé sitt ef
hann kaupir húsnæði eða þegar
hann verður 67 ára.
Sá sem leggur inn á slíkan reikning
fær 25 prósent skattafslátt. Þak er á
upphæðinni og miðast hún við um
428 þúsund fyrir einstakling og um
856 þúsund fyrir hjón. Einstaklingur-
inn fær því 1. ágúst næstkomandi um
107 þúsund króna ávísun frá ríkinu
og hjón 214 þúsund.
Fjársterk hjón um sextugt
Fiársterk hjón um sextugt ættu að
huga að þessum reikningi. Leggi þau
inn á hann 856 þúsund krónur á ári
í sjö ár, samtals um 6 milljónir, fá
þau á þessu tímabili ávísanir frá rík-
inu að verðmæti samtals um 1,5
milljónir króna.
Auk þess fá þau 7 prósent raun-
ávöxtun af 6 milljónunum, eða um
420 þúsund skattfijálsar krónur á
ári.
Það skemmtilega í þessu dæmi er
aö hjónin geta notað ávisanirnar frá
ríkinu til að leggja aftur inn á reikn-
inginn og þannig látið ríkið sjálft
fjármagna hluta af því sem lagt er inn
á reikninginn á hverju ári. Þetta heit-
ir að láta peningana vinna fyrir sig.
Vaxtatekjur eru skattfrjálsar að
fullu. Skiptir þá ekki máli hvort íjár-
magnseigandinn er með eina milljón
eða 100 milljónir í vaxtatekjur.
Sameinaöir verktakar
Víkjum aftur aö 900 milljóna króna
greiðslu til eigenda Sameinaðra
verktaka síðastliðinn mánudag.
Félagið hefur átt 50 prósent í ís-
lenskum aðalverktökum sem hafa
haft einkarétt ríkisins á fram-
kvæmdum fyrir herinn á Keflavíkur-
flugvelli. Þama hefur ríkið augljós-
lega hyglað einu fyrirtæki.
Þetta hafa verið ábatasöm viðskipti
fyrir Aðalverktaka og nemur hrein
eign fyrirtækisins nokkrum millj-
örðum króna. Það þýöir aftur að
hrein eign Sameinaðra verktaka
skiptir mifljörðum. Hins vegar hefur
stofnfé félagsins, hlutur eigendanna
(þetta er ekki hlutafélag), ekki verið
fært upp í takt við hreina eign félags-
ins eins og hægt hefði verið að gera
samkvæmt skattalögunum frá 1979.
Það breytir því hins vegar ekki að
eign stofnfélaganna er ekkert minna
virði. Það sem gerðist því á hlutafjár-
fundinum á mánudaginn var ekkert
annað en að stofnfélagarnir voru að
leysa til sín hluta af eign sem þeir
áttu fyrir og varð til á mörgum ára-
tugum. Eign sem búið var að skatt-
leggja í félaginu. Félagið sjálft hefur
séö um að greiða eignaskattinn af
öllum milljörðunum.
En auðvitað kippist almenningur
við þegar um svona svakalegar upp-
hæðir er að ræða og fengnar eru í
skjóli einokunar frá ríkinu á fram-
kvæmdum fyrir herinn.
Peningamarkaður
INNLÁIMSVEXTIR (%) hæst
INNLAN óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar 2,25-3 Landsbanki
Sparireikningar
3ja mánaöa uppsögn 2,25-4 Sparisjóðirnir
6 mánaöa uppsögn 3,25-5 Sparisjóöirnir
Tékkareikningar, almennir 1 Allir
Sértékkareikningar 2.25-3 Landsbanki
VlSrröLUBUNONIR REIKNINGAR
6 mánaöa uppsögn 3 Allir
15-24 mánaða 6,5-7,75 Sparisjóðirnir
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisbundnir reikningar í SDR 6,25-8 Landsbanki
Gengisbundnir reikningar í ECU 9-9,25 Búnaöarbanki
ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyföir. Óverötryggð kjör, hreyföir 3,25-3,5 5,0-6,5 Búnb., Landsb. islandsbanki
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tlmabils)
Vísitölubundnir reikningar 2,25-4 Landsb., Islb.
Gengisbundir reikningar 2,25-4 Landsb., Islb.
BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki
Överötryggö kjör 7,25-9 Búnaðarbanki
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandaríkjadalir 2,75-3,25 Islandsbanki
Sterlingspund 8,75-9,3 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 7,75-8,3 Sparisjóðirnir
Danskar krónur 7,75-8,3 Sparisjóöirnir
ÚTLÁNSVEXTIR <%) lægst
OtlAn óverðtryggð
Almennir víxlar (forvextir) 14,5-1 5,5 Búnaðarbanki
Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi
Almenn skuldabréf B-flokkur 15,25-16.5 Búnaöarbanki
Viöskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdráttur) 17,75-18.5 Allir nema Landsb.
OtlAn verðtryggð
Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki
afurðalAn
Islenskar krónur 14,75-16,5 Búnaöarbanki
SDR 8,5-9,25 Landsbanki
Bandaríkjadalir 6,25-7 Landsbanki
Sterlingspund 12,6-1 3 Sparisjóöirnir
Þýsk mörk 11,5-11,75 Allir nema Islb.
Húsnœölslán 49
Lifoyrissjóöslán g.g
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabréf janúar 16,3
Verötryggö lán janúar 10,0
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala janúar 31 96 stig
Lánskjaravísitala desember 31 98 stig
Byggingavísitala desember 599 stig
Byggingavísitala desember 187,4 stig
Framfærsluvísitala janúar 160,2 stig
Húsaleiguvísitala 1.1% lækkun 1. janúar
VERDBRtFASJÓOIR HLUTABRÉF
Gengl bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 6,067 HÆST LÆGST
Einingabréf 2 3,226 Sjóvá-Almennar hf. . 5,65 L
Einingabréf 3 3,987 Ármannsfell hf. . 2,40 V
Skammtímabréf 2,022 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S
Kjarabréf 5.700 Flugleiöir 1,85 K 2,05 K
Markbréf 3,059 Hampiöjan 1,50 K1,84 K,S
Tekjubréf 2,118 Haraldur Böðvarsson 2,00 K 3,10 K
Skyndibréf 1,767 Hlutabréfasjóöur VlB 1,04 V 1,10 V
Sjóðsbréf 1 2,906 Hlutabréfasjóöurinn . 1,73 V
Sjóösbréf 2 1,937 Islandsbanki hf. . . 1,73 F
Sjóösbréf 3 2,009 Eignfél. Alþýðub. 1,25 K 1,70 K
Sjóösbréf 4 1,725 Eignfél. lönaöarb. 1,85 K 2,22 K
Sjóösbréf 5 1,203 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K
Vaxtarbréf 2,0477 Grandi hf. 2,10 K 2.70 S
Valbréf 1.9194 Olíufélagiö hf. 4,50 K 5,00 V
islandsbréf 1,276 Olís 2,10 L 2,18 F
Fjóröungsbréf 1,138 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K
Þingbróf 1,272 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90
öndvegisbréf 1,254 Sæplast 6,80 K 7,20 K
Sýslubréf 1,296 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L
Reiöubréf 1,232 Útgerðarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L
Launabréf 1,014 Fjárfestingarfélagiö 1,18 F 1,35 F
Heimsbréf 1,079 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F 1,1 5 F,S
Auölindarbréf 1,04 K 1,09 K.S
Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L
' Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L
' Viö kaup á viðskiptavlxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila,
er miðað við sérstakt kaupgengi.
K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F= Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam-
vinnubanka
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DVá fimmtudögum.