Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992. Spumingin Ertu vanaföst/fastur? Heiðrún Guðvarðardóttir rafvirki: Já, ég borða alltaf sama matinn í hádeginu. Friðrik Þór Steindórsson nemi: Nei. Sigurður Bergþórsson nemi: Já, ég mundi segja það. Dagbjört Fjóla nemi: Já, ég skipulegg vikuna alltaf með svipuðum hætti. Hlif Böðvarsdóttir nemi: Já, ég held það. Mér þykir þægilegt að hafa skipulag. Brynhildur Guðmundsdóttir nemi: Já, líklega. Ég vil hafa allt í röð og reglu. Lesendur Ruglið um ísland sem fjármálamiðstöð Halldór Ólafsson skrifar: Stundum rís hér alda óumræði- legrar bjartsýni um að ísland sé ákjósanlegasti staður fyrir hvers konar starfsemi sem að öðru jöfnu er ekki stunduð nema þar sem sér- stakar aðstæður eru fyrir hendi til viðkomandi reksturs. Þannig dettur fáum í hug ferðamannaparadís þar sem fólk vill dvelja og eyða dýrum sumar- eða vetrarleyfum annars staðar en þar sem sólin skín næstum 365 daga ársins eða snjór er fyrir hendi ásamt tilheyrandi fjallahótel- um og veitingahúsum þangað sem fólk sækir jöfnum höndum afþrey- ingu sína og magafylli. Eitt af því sem menn láta sér detta í hug er að ísland geti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð. Þeir hafa komið fram í hveijum útvarpsþættinum og hveiju viðtalinu eftir annað og full- yrt að ísland sé ákjósaniegur staður, legu sinnar vegna, fyrir alþjóðleg fjármálaviðskipti. Á Rás 2 mátti heyra eirin slíkan hugsuð tala fyrir nokkru. Hann hélt því blákalt fram að hérna væri land- ið og hérna væru möguleikamir. Þó að nokkrum skilyrðum uppfylltum. Þessi maður hefur vísast gleymt því að svona hugmyndir eru búnar að vera uppi hér í áratugi en engum heilvita manni hafa dottiö í hug þreifmgar hvað þá að leggja út í framkvæmdina sjálfa. Þeir sem hafa verið aö gamna sér við þessar hugmyndir allar, þ.m.t. drauminn um ferðamannaparadís- ina, hljóta að gleyma því að við erum, hvað sem öðru líður, staðsett rétt norður við heimskautsbaug og búum við mjög frumstæðar félagslegar að- stæður og hugsunarhátt sem er gjör- sneyddur sveigjanleika, þjónustu- lund að ekki sé nú talað um eðlis- læga háttvísi, sem allt eru grundvall- arþættir til þess að þjóð geti vænst viðskiptavina í miklum mæli. Það er alveg sama hvaða viðskipti átt er við. Það verða því ár og dagur þar til ísland verður annað tveggja; fjár- málamiðstöð eða ferðamannapara- dís. Og annað hvort myndi líka nægja okkur, ef hér breyttist skyndilega, veðurfar eða hugarfar. Baráttan fyrlr bættum kjörum í ógöngum: H ví ekki nýjan tón og takta? Magnús Sigurðsson skrifar: Það eru áreiðanlega ekki mörg þjóðfélög sem þurfa að ganga árlega gegnum einhveija sérstaka eldskírn kjarabaráttu. í flestum löndum Evr- ópu, og svo er mér sagt að gildi einn- ig um Bandaríkin og Kanada, eru sérstakir kjaradómstólar sem fylgj- ast með þróuninni á verðbréfamark- aði og verðmyndunarbreytingum í sínu landi og ef umtalsverðar breyt- ingar verða eru laun einfaldlega samræmd með tilliti til þessara breytinga. - Svona einfalt er þetta alls staðar nema hér. Auðvitað þekkjast verkfóll víðar en hér. Hins vegar eru þau afar sjaldgæf og er ekki efnt til þeirra nema ef grundvallarröskun verður á kjörum launafólks. Arum saman búa þessi þjóðfélög því við stöðugleika í efna- hagsmálum. í þessum flokki má nefna Þýskaland, Sviss, Holland, Lúxemborg, Spán og Portúgal. Jafn- vel Frakkland og Bretland hafa ekki þurft að þola alvarleg verkföll um margra ára skeið. - Hér á landi er verkfallsvofan alltaf í sjónmáli og sífellt þarf aö semja upp á nýtt þegar lýkur síðasta samningstímabili. Auðvitað væri nægilegt að end- urnýja launasamninga óbreytta hér eins og annars staðar þegar þeir renna út. En því er ekki að heilsa aö það sé gert. Hérna eru það heilu hóp- arnir af fólki sem hafa af því veruleg- ar tekjur aukalega, fyrir utan vinnu sína, að sitja samningafundi vegna væntanlegra kjarasamninga sem loks er skrifað undir. Oftast að und- angengnum hörðum og langvinnum deilum og verkfollum. Nú er meira en tími til kominn að breyta um tón og takta hér á landi. Að margra mati er það aðeins eitt sem skiptir máli, að fá þau kjör að geta notað umsamin laun til að kaupa fyrir lífsnauðsynjar. Það er nefnilega dýrtíðin sem er helsti óvin- ur launþeganna. Verðmyndun; álagning og skattar eru þeir ógnvald- ar sem forystumönnum verkalýðsfé- laga ber að beijast gegn. Síendur- teknar kröfur um hærri laun er tíma- skekkja og eru gagnslausar þegar öllu er á botninn hvolft. Staðlað sætabrauð í bakaríum Unnur skrifar: Mér finnst bakaríisbrauði hafa hrakað hér hjá okkur, rétt eins og mörgum öðrum vörutegundum vel að merkja. Við könnumst við þessar svokölluðu „unnu kjötvörur", bjúgu, kjötfars o.fl. sem allt er langt fyrir neðan þann gæðastaðal sem annars staðar þekkist. - En látum þaö liggja milli hluta í þetta sinn. Það eru bakstursvörumar sem ég ætla að ræða hér. Þeim hefur stór- hrakað frá því fyrir nokkrum árum, að ég segi nú ekki áratugum. Þetta er orðið meira og minna það sama sem fæst í öllum bakaríum, og af- skaplega lítið til þess vandað. Vínar- brauðslengjur eru t.d. með ýmsu lagi og það sem ofan á þeim er óhijálegt og ólystugt, súkkulaði eða glassúr er smurt á, líklega af handahófi, því hvort tveggja er mismunandi þykkt og nær sjaldan alveg enda á milli. Kökumar era úr allt öðra og verra 'tf -tf * ■ • J*' ■ 0 > ' Hrmgið í sima millikl. 14 og 16 -eöaskrifið Nafh og simam. vorhur að fylgja bréfui „Þessi massaframleiðsla á kökum og sætabrauði er ekki til fagnaðar", segir bréfritari m.a. hráefni að því er mér finnst en þær sem maður bakar sjálfur. Annað- hvort er notuð einhver sérstök fita í stað smjörs eða þá að rotvamarefn- um er að kenna að bragðið er langt frá því að vera það eftirsótta sem ætlast er til. - Vandvirknin er fyrir bí. Það er mikill sjónar- og bragðmun- ur á sætabrauði í góðum bakaríum á meginlandi Evrópu og hér á landi, hvað sem veldur. Eg er ekki frá því að sameining smærri bakaría í stærri heildir hér eigi einhvem hlut að máli. Þessi massaframleiðsla á kökum og sætabrauði er ekki til fagnaðar, svo mikið er víst. - Ég vil að lokum taka fram að brauðin í ís- lenskum bakaríum hafa batnað mjög á undanförnum árum og era í alla staði samkeppnisfær við erlend. En þá þarf annað að láta undan og það hefur sætabrauð og kökur svo sann- arlega gert. Kristján Árnason hringdi: Það hefur veriö ljóst frá upp- hafi að EFTA ríkin, sem íslar er í hópi með, eru i afar veikri aðstöðu gagnvart Evrópubanda- laginu þegar til samninga kemur. í raun þarf EB ekkert að semja við EFTA-ríkin um eitt né annaö vegna þess að flest þeirra munu ganga í EB fyrr eða síðar. Þetta er allt aðeins spuming um tíma. Þaö hefur því verið eins konar blekkingaiðja sem stunduð hefur verið með öllum þessum funda- höldum þar sem fólki, m.a. Is- Iendingum, hefur verið talin trú um að hér væri um einhveija samninga að tefla. Brjóstin vekja Dóra skrifar: Ég er alveg undrandi á því að augiýsingin frá skóverslun hér í borginni skuli hafa farið fyrir bijóstið á forsvarskonum Jafh- réttisraðs. Hafa þessar konur svona lítil bijóst að þær sjá rautt þegar mynd birtist af bijóstamik- illi konu sem höíðar til þeirra sem þurfa á skóm að halda? En að öllu gríni slepptu þá flnnst mér sem konu það vera afar mikilvægt að konur gegni áfram viðamikiu hlutverki í aug- lýsingastarfseminni. Það eykur tiltrú þeirra á sjálfum sér. Góð bijóst eða góður líkamsvöxtur konu almennt talað er það sem vekur athygli margra og í dæm- inu um skóauglýsinguna hefur það sannast svo um munar. tilskammar Sigurgeir Jónsson skrifar: Enn verður Alþingi til skamm- ar með fádæma uppákomu. Nú í sambandi við umræðu um þenn- an svokailaða bandorm og ýmsa þætti innan hans. - Umræöuþátt- urinn í Sjónvarpinu sl. þriðju- dagskvöld kallaði á enn frekari skýringar á því um hvað alþingis- menn eru yfirleitt að deila. Þar var bara smækkuð mynd af ástandinu á Alþingi. Ef þetta á að ganga svona á Alþingi í framtíðinni, er jafngott að fria landsmenn við að þurfa að horfa á þessar uppákomur og heyra frá þeira. Þær era öllura til skapraunar og mæðu. Bjarni Sveinsson hringdi: Manni blöskrar aö heyra frétt um að 50 þúsund íslendingar séu með gigtarsjúkdóm á mismun- andi háu stigi. Þetta vekur spurn- inguna hve margir landsmanna gangi heilir til skógar yfirleitt. Það er ekki lítiö hlutfail, 50 þús- und af 260 þúsundum. Þegar svo koma til viðbótar þeir sem eru haidnir öðrum sjúk- dómum og eru ýmist fatiaðir, sjúkir eða vanhæfir til vinnu eru áhöld ura hvort hér sé ekki um veraiega sjúkt þjóðfélag að ræða. UUHHttl JnsVunUiI 111 lligUI* Hve margir skyldu skilja frétt- ina um tilfærslurnar á 900 millj- ónunum Sameinaðra : verktaka? Hækkun hlutafiár um þá upphæð ; og afhenda hana hluthöfum í fundarloki! - En hvernig er ekki þetta þjóöfélag oröið? Hafa ekki allar framkvæmdir og tílfærslur í gármáium miðast við það eitt aðgera allt slikt óskiljanlegt með öllu? Með því móti einu er líka ; hægt að halda hér uppi þjóðfélagi. S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.