Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Side 15
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992.
15
Agavald á Alþingi
Frá Alþingi. -....þar virðast sumir þingmenn beinlínis gangast upp i
þvi að sóa tíma sinum og annarra með næsta ómarkvissu málæði."
Frá því að ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar kom til sögunnar hinn
30. apríl 1991 hefur öðm hverju og
næsta reglulega mátt lesa forystu-
greinar í DV eftir Jónas Kristjáns-
son ritstjóra þar sem hann hellir
úr skálum reiði sinnar yfir ráðherra
og stuðningsmenn þeirra á Alþingi.
Slík grein birtist síðast í blaðinu
hinn 18. janúar sl. Að sjálfsögðu er
matsatriði hvort ástæða sé til að
gera sér nokkra rellu út af reiöiköst-
um af þessu tagi því að þau ganga
yfir eins og djúpu lægðimar.
Athugasemd er þó gerð við for-
ystugreinina frá 18. janúar vegna
skoðana ritstjórans á því hvemig
samskiptum ríkisstjómar og þing-
manna skuli háttað. Þá hefur rit-
stjórinn ekki áttað sig á þeirri
breytingu sem gerð var á skipan
Aiþingis vorið 1991 og kom til fram-
kvæmda á síðasta hausti. - Verður
ekki að sinni vikiö að ómaklegum
dylgjum ritsfjórans um einstaka
ráðherra eða þingmenn.
Veitir vernd gegn ofstjórn
Ritstjórinn virðist líta þannig á
að þingmenn í stjórnarflokkunum
hafi takmarkaðan rétt til að gera
athugasemdir við lagafrumvörp
eða tillögur sem frá ríkisstjóm
koma. Þama er ég honum ósam-
mála. Að sjálfsögðu eiga þingmenn
að segja skoðun sína á stjómar-
frumvörpum. Almenna reglan er
að þetta sé gert á lokuðum fundum
þingflokka. Ef ekki gefst tækifæri
til þess þar er eðlilegt að það sé
gert í þingnefndum eða þingsaln-
um sjálfum þegar svo her undir.
Þetta er sá farvegur seni mál fara
eftir á Alþingi. Hraðast gengur
ferðin eftir honum þegar ýtt er úr
vör eftir vandaða og ýtarlega máls-
meðferð í þingflokkum.
í forystugreinum DV, Morgun-
blaðsins og Alþýðublaðsins var þó
fundið að því fyrir skömmu að
þingflokkur sjálfstæðismanna vildi
taka sérstaklega á framvarpi í
tengslum við frjálsræði í olíusölu
Kjallarinn
Björn Bjarnason
alþingismaður
og var leitast við að gera þá máls-
meðferð þingflokksins tortryggi-
lega. Það má því segja að meðalhóf-
ið sé vandrataö í þessu efni. Hitt
er jafnframt ljóst að hvorki ráð-
herrar, formenn þingflokka né for-
sætisnefnd Alþingis hafa vald til
að gefa þingmönnum, sem ekki
vilja sætta sig við niðurstöðu í
þingflokki sínum, fyrirmæli um að
gera það eða þegja.
Stjómarskráin veitir þingmönn-
um vemd gegn slíkri ofstjórn. Þeir
þingmenn, sem hvað eftir annað
era á öndverðum meiði við eigin
þingflokk eða ráðherra, gera það
að sjálfsögðu á eigin ábyrgð en ekki
annarra.
Óljós mörk
Ritstjórinn vísar með óljósum
orðum til þess sem gerðist í haust
þegar stjómarandstaðan vildi ekki
sætta sig við að hlutfallsreglan gilti
um kjör til forsætisnefndar Alþing-
is og ákvað að bjóða ekki fram tfi
hennar. Má skilja orð hans á þann
veg að þar hafi verið um „óþarfa
yfirgarig“ gagnvart stjómarand-
stöðu að ræða eða að oddvitar
stjómarflokkanna hafi verið að
hundsa stjómarandstöðuna. Þetta
er mikill misskilningur hjá ritstjór-
anum.
Deilan um forsætisnefndina
snerist um það hvort þar ætti að
gilda hlutfallsregla við kjör í trún-
aðarstöður eins og endranær á Al-
þingi. Það er hreinn fyrirsláttur að
kjörið í forsætisnefnd hafi skipt
sköpum um starfið á Alþingi. í
samræmi við ný þingsköp hefur
Salome Þorkelsdóttir, forseti Al-
þingis, átt náið samráð við formenn
allra þingflokka um framgang
mála á Alþingi. Á þeim samstarfs-
vettvangi hefur ráðist hvernig dag-
skrá þingsins er háttað. Forsætis-
nefndin annast stjóm þingfunda og
Alþingis sem stofnunar.
Ritstjórinn segir að þingnefndir
séu þjónustunefndir Alþingis, inn-
anhússnefndir þess. í nýjum þing-
sköpum er hlutverki þingnefnda
breytt. Þær hafa núna meiri frum-
kvæðisrétt en áður. Ritstjórinn hef-
ur ekki áttað sig á þessari stað-
reynd. Lítil reynsla er komin á þaö
hvernig þingnefndir nýta sér þenn-
an rétt og í sumum tilvikum kann
að vera erfitt að draga skil á milli
eðlilegra afskipta löggjafarvalds og
verksviðs framkvæmdavaldsins.
Ritstjórinn telur óeðlilegt að
efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis skuli hafa látið skriflega í
ljós álit sitt á lánveitingum vegna
síldarsölu til Rússlands með hréfi
til Seðlabanka íslands. Gerði
nefndin þetta eftir að hafa rætt við
aðila málsins, þar á meðal banka-
stjóra Seðlabankans. Ég er sam-
mála ritstjóranum um að í þessu
tilviki kunni að vera um óljós mörk
að ræða.
Lýðræðið er tímafrekt
Ritstjórinn segir að framvarp
ríkisstjórnarinnar til laga um ráð-
stafanir í ríkisfjármálum, svo-
nefndur bandormur, hafi tafið af-
greiðslu fjárlaga fyrir jól. Þetta er
rangt. Hins vegar varð ljóst fyrir
jól að það væri ofætlan að afgreiða
bandorminn þá samhliða fjárlög-
unum og þess vegna var samkomu-
lag milli þingflokka um að kalla
þing saman að nýju 6. janúar sl. til
að fjalla um hann, lánsfjárlög 1992,
frumvarp til laga um breytingu á
Hagræðingasjóði sjávarútvegsins
og framvarp um að Framkvæmda-
sjóður ríkisins verði lagður niður
í núverandi mynd.
í jólaleyfinu komst ríkisstjórnin
að þeirri niöurstöðu að hreyta
þyrfti bandorminum og flutti tillög-
ur um það inn í efnahags- og við-
skiptanefnd sem unnið hefur að
afgreiðslu málsins undir ötulli for-
ystu Rannveigar Guðmundsdóttur,
þingmanns Alþýðuflokksins. Hefur
það verið tímafrekt og vandasamt
verk.
Stutt reynsla af störfum á Alþingi
hefur staðfest réttmæti þeirrar
fullyrðingar að lýðræðið sé tíma-
frekt. Þeir sem hafa unnið að blaða-
mennsku þar sem ljúka þarf störf-
um innan ákveðinna tímamarka
ef þau eiga að skila árangri og þar
sem einnig er oft nauðsynlegt að
láta takmarkaða dálksentímetra
setja sér skorður verða undrandi
þegar þeir kynnast því á hinu háa
Alþingi að þar virðast sumir þing-
menn beinlínis gangast upp í því
að sóa tíma sínum og annarra með
næsta ómarkvissu málæði.
Það er fráleitt að kenna forsætis-
nefnd Alþingis, formönnum þing-
flokka eða ríkisstjórn um slíka
framgöngu einstakra þingmanna.
Sé við einhverja aðra að sakast en
þingmennina sjálfa er óhjákvæmi-
legt að skjóta málinu til háttvirtra
kjósenda sem velja svo málglaða
menn til setu á Alþingi.
Björn Bjarnason
„Þeir þingmenn sem hvað eftir annað
eru á öndverðum meiði við eigin þing-
flokk eða ráðherra gera það að sjálf-
sögðu á eigin ábyrgð en ekki annarra.“
Hvar má spara?
„Tækniþróun fyrirtækjanna gengur seint og illa þar sem hún byggir
óhjákvæmilega á rokdýru lánsfé ..
Undanfama áratugi hafa stjómir
landsins tönnlast á því að nú þurfi
að spara í ríkisrekstri án þess
kannski að leiðir hafi verið skil-
gréindar eða að almenningur hafi
fundið fyrir árangri.
Nú eigum við nýja ríkisstjórn
sem eins og allar aðrar ætlar sér
allt hið besta. Forsætisráðherra
heldur tölur um hvað gera skuli.
En hvað gerist? Það má allt spara
nema það sem snertir MIG.
Að eyða sem mestu
Þegar loka á skóla, sem nemend-
ur fást ekki í, þá laskast þingmaður
kjördæmisins algjörlega á taugum
og þegar til mála kemur að seinka
framkvæmdum við jarðgöng, sem
verða aldrei til annars en að kosta
okkur til frambúðar milljarða, ef
íhúarnir gera okkur ekki þann
greiða að flytja burt um göngin
strax og auðið er, þá ruglast sami
þingmaður gjörsamlega.
Raunar eru flokkar með fulltrúa
á löggjafarþingi þjóðarinnar, sem
beinlínis hafa það á stefnuskrá
sinni að eyða sem mestu af al-
mannafé til þess sem kallað er fé-
lagsmál og almannaheill. Það er ef
til vill ekki alltaf skilgreint hvaðan
það fé á að koma sem til þeirra
verkefna þarf, nema að ná frá þeim
„sem meira mega sín“ og er þá yfir-
leitt átt við fyrirtækin sem eiga að
standa undir afkomu almennings
en era af „hinu opinbera" blóð-
mjólkuð og era á heljarþröm.
Á síðustu áratugum hafa fisk-
vinnslufyrirtækin átt að standa á
núlli hvað afkomu varðar og fer
nú allt eftir þvi. Tækniþróun fyrir-
tækjanna gengur seint og illa þar
KjaUarinn
Benedikt Gunnarsson
framkvæmdastjóri
sem hún byggir óhjákvæmilega á
rokdýra lánsfé sem gerir sam-
keppnisaðstöðu þeirra enn erfiðari.
Okkar ágæti fjármálaráðhcrra er
jafnvel farinn að viðra þá hugmynd
að þörf sé á að fækka opinberam
starfsmönnum um allt að 600
stöðugildi en það er nálægt fjölda
þeirra starfsmanna sem ríkisstjórn
hans hefur bætt við sig á stuttum
starfsferli. Væri nú sönnu nær að
fækka starfsmönnum í opinberum
rekstri um tvö- eða þrefaldan þenn-
an fjölda til viðbótar svo hann yrði
eitthvað nálægt því sem eðÚleg
þörf er fyrir.
Hvers má vænta?
Virðulegur forsætisráðherra
okkar hefur flutt þjóðinni boðskap
stjómar sinnar um það hvað sé á
döfinni í sparnaðarátt og er þar
margt bitastætt og óskandi að af
geti orðið. Ekki er nú þama um að
ræða mikið af nýjum hugmyndum.
En það er sama hvar borið er nið-
ur, samdráttur hlýtur að bitna á
einhverjum og sá sem fyrir verður
hverju sinni mótmælir harðlega
þótt raunar bitni fyrirhugaðar ráö-
stafanir á öllum nokkuð jafnt þegar
á heildina er litið.
Mótmælin era misöflug. Sumir
húa sig undir verkfallsaðgerðir,
Samband almennra lífeyrissjóða er
í biðstöðu varðandi kaup á skulda-
bréfum opinberra byggingarsjóða
en lífeyrissjóðirnir eru öflugustu
peningaveldin í landinu, enn aðrir
láta mótmæli nægja í bili.
Nú hefur verið ákveðið að skerða
elli- og örorkulífeyri ef atvinnu-
tekjur ná tiltekinni fjárhæð og auk-
in skerðing við auknar tekjur.
Þetta kemur náttúrlega við marga,
þar með talinn sjálfan mig, en það
er þó ljóst að þetta lendir ekki á
þeim sem minnst mega sín og er
það gott. Hins vegar hlýtur að
koma að því að tekjur af eignum,
þegar þær eru orðnar umtalsverð-
ar, komi inn í þessa heildarmynd
þjóðartekna.
En vænt þótti mér um það að
hætt var við hugmyndina um að
lengja starfsaldur manna. Bæði er
það að starfsmenn, sem eiga að
hætta störfum á þessu ári eða
næsta, era famir að undirbúa þá
breytingu og getur verið erfitt að
hætta við að hætta og ekki síður
hitt að það er í algjörri þversögn
við það sem gerist með öðram þjóð-
um sem stytta starfsaldur þegar
atvinnuleysi blasir við til þess að
gefa fleirum tækifæri til starfa.
Ekki verður öllum
gerttiigeðs
Þegar sú staðreynd er höfð í huga
að við íslendingar búum við ein
bestu lífskjör sem þekkjast í heim-
inum þótt við séum skuldum vafnir
eins og skrattinn skömmunum þá
furðar mann á því að þeir sem telj-
ast ættu ábyrgir aðilar í þjóðfélag-
inu skuli krefjast þess að tekin séu
erlend lán til viðbótar til að fleyta
okkur yfir ímyndaðan erfiðan
hjalla.
Enginn vill sætta sig við sam-
drátt sem kemur við hann sjálfan
og samþykkir þvi allt annað.
Ef ætti að taka tillit til allra mót-
mæla færi fyrir ríkisstjórninni líkt
og bóndanum með asnann, bónd-
inn áttaði sig í lokin, annars hefði
allt endað með ósköpum.
Benedikt Gunnarsson
„Væri nú sönnu nær að fækka starfs-
mönnum 1 opinberum rekstri um tvö-
eða þrefaldan þennan fjölda til viðbótar
svo hann yrði eitthvað nálægt þvi sem
eðlileg þörf er fyrir.“