Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Síða 25
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992.
33
Menning
Michael Biehn leikur úrsmið með skuggalega fortíð.
Bíóhöllin - Tímasprengjan: ★ x/2
Enginn veit sína ævina
Tímasprengja er fyrsta Hollywood-mynd hins ísra-
elska leikstjóra og handritshöfundar Avi Nesher. Hann
hefur notið mikillar hylli í heimalandinu en hann
hefur eitthvað misreiknað sig í útþenslustefnunni.
Einhver hefði átt að segja honum að hugmynd hans
að Timebomb (sem hann kallaði fyrst Nameless) væri
afskaplega lík því að Total Recall væri blönduð með
vænum skammti af The Terminator. Líkingin er meiri
en góðu hófl gegnir og fjailar Timebomb um rólyndan
úrsmið (Michael Biehn) sem kemst að því að ævi hans
er ekki sú sem hann heldur. Hann er í raun einhvers
konar drápstól og hefur verið það lengi. Nú á að fara
að taka hann úr umferð og hann á fótum sínum fjör
að launa meöan hann forðast ýmis fól með alvæpni
og reynir að grennslast fyrir um fortíðina með (nauð-
ugri viljugri) hjáip sálfræðings (Pasty Kensit).
Þeir sem hafa séð fyrmefndar myndir munu alltaf
vera einu skrefi á undan framvindunni og vita ná-
kvæmlega hvert stefnir í nánast hverju atriði. Fyrir
utan það grasséra lausir endar og ótrúleg atvik í fram-
vindunni.
Nesher er hins vegar ansi fær hasarleikstjóri og öli
slagsmál og skotbardagar eru vel uppsett og skemmti-
lega miskunnarlaus. Hann misnotar ekki ofbeldi eins
og svo margir aðrir heldur kann að ná fram réttum
áhrifum. Tvö ruddaleg en smekklega gerð ofbeldisatr-
iði eru með þeim betri sem ég hef séð.
Biehn er ofboðslega óviðeigandi val í aðalhlutverkið.
Hann er bæði stirður og þvingaður í leiknum og keyrði
það um þverbak þegar hann er látinn fara með nán-
ast sömu línur og James Cameron lagði honum í
munn í hlutverki Kyle Reese í Tortímandanum. Það
er ekki sérlega gáfulegt af slakri spennumynd að
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
minna með reglulegu millibili á fyrirrennara með
mikla yfirburði á öllum sviðum.
Breska leikkonan Patsy Kensit sker sig úr fyrir af-
burðaleik miðað við efniö sem hún hefur úr að moða.
Hún er mun betri en hún þarf að vera og er sú eina
sem viðriðin er myndina sem virðist eigg von á glæstri
framtíð.
Timebomb (band. - 1991).
Handrit og leikstjórn: Avi Nesher.
Leikarar: Michael Biehn (Navy Seals, Seventh Sign, Abyss,
Aliens), Patsy Kensit (Lethal Weapon 2, Absolute Beginn-
ers), Richard Jordan (Secret of My Success, Hunt tor Red
October).
Bíóborgin: - Billy Bathgate: ★★
Nauðungaruppboð
Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður hl. úr fasteigninni Stapaseli 9,
efri hæð, þingl. eign Jóns K. Ríkharðssonar, boðin upp að nýju og seld á
nauðungaruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri mánudaginn 27. janúar
1992 kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands, Gjaldheimtan
í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka Íslands, Tryggingastofnun ríkisins, Lög-
menn Hamraborg 12, Jóhannes Albert Sævarsson hdl., Jón Ingvar Páls-
son hdl., Baldur Guðlaugsson hdl., Ólafur Björnsson hdl., Fjárheimtan hf.,
Svanhvít Axelsdóttir lögfr. og Lúðvík Halldórsson.
BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK
TIL LEIGU
GEYMSLU/LAGER/IÐNAÐARHÚSNÆÐI
1.615 m2 á einni hæð. Einn salur, góð lofthæð, bjart
og snyrtilegt húsnæði með innkeyrsludyrum. Til
greina kemur að leigja hluta.
2. 255 m2 á einni hæð. Einn salur eða meira skipt
niður. Innkeyrsludyr, snyrtilegt og gott húsnæði.
I miðbæ Kópavogs. Leigukjör eftir samkomulagi.
Upplýsingar í símum 91 -26488 og 91 -22086, Stef-
án.
REYKJAHLÍÐ V/MÝVATN
Óskum eftir að ráða umboðsmann frá 1. febrúar.
Upplýsingar á afgreiðslu DV.
Grænt símanúmer 99-6270.
Fall glæpaforingja
Það er mikið hæflleikafólk sem stendur að baki Billy
Bathgate. Myndin er gerð eftir bók E.L. Doctorow, en
hann fékk Pulitzer-verðlaunin fyrir hana, handritið
skrifar leikskáldið þekkta Tom Stoppard, kvikmynda-
tökumaður er Nestor Almendros og leikstjóri er Ro-
bert Benton sem leikstýrir Dustin Hoffman í einu aðal-
hlutverkinu. Síðast störfuðu þeir saman við Kramer
vs. Kramer.
Það eru því miklar væntingamar og þess vegna eru
vonbrigðin mikil þegar upp er staðið. Billy Bathgate
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
er nefnilega ekki nema í meðallagi góð kvikmynd sem
haldið er uppi af frábærum leik Dustins Hoffman.
Sökin er að mestu leyti hjá Robert Benton. Það vant-
ar allan kraft í leikstjóm hans. Billy Bathgate er mafíu-
mynd og þegar hún er borin saman við aðra samskon-
ar, mynd kvikmynd Martins Scorsese, Goodfellas, er
ljóst að gæðamunurinn er mikill.
Annar stór galli við Billy Bathgate er Loren Dean í
titilhlutverkinu. Leikur hans er sérlega litlaus og langt
í frá að hann nái aö bera uppi myndina eins og til stend-
ur.
Myndin gerist á fyrri hluta aldarinnar. Billy Bat-
hgate er götustrákur sem lætur draum sinn rætast,
að fá að vinna fyrir glæpaforingjann Dutch Schultz.
Dutch er að missa tökin á starfsemi sinni og á bágt
meö að þola það. Réttarhöld yfir honum standa fyrir
dymm og Bathgate fær það hlutverk að gæta unnustú
hans Drew Preston sem Schultz „erfði“ eftir besta vin
sinn sem hann lét drepa þegar hann komst að því að
hann hafði svikið hann.
Dustin Hoffman sýnir mikil tilþrif í hlutverki Schultz
og gnæfir yfir aUa aðra. Það er aðeins Steven Hill í
hlutverki gjalkera Schultz sem vert er að minnast á.
Bmce Willis leikur lítið hlutverk vinar Schultz og er
hálfvandræðalegur og sá mikli kynþokki sem á að
Dustin Hoffman skapar enn einu sinni eftirminnilega
persónu, nú glæpaforingjann Dutch Schultz í Billy
Bathgate.
streyma frá Drew Preston skilar sér ekki í meðfómm
Nicole Kidman á hlutverkinu.
Tólf ár eru nú frá því Robert Benton gerði sína bestu
kvikmynd, Kramer vs. Kramer. Ekki hefur hann getað
fylgt henni eftir hingað til. Billy Bathgate er alls ekki
slæm mynd en hefði átt að vera betri. Eftir stendur
sæmileg afþreying, nokkuö vel skrifað handrit og eftir-
minnilegur leikur Dustins Hoffman.
BILLY BATHGATE
Lcikstjóri: Robert Benton.
Handrit: Tom Stoppard.
Kvikmyndun: Nestor Almendros.
Tónlist: Mark Isham.
Aðalhlutverk: Dustin Hoffman, Nicole Kidman, Loren Dean,
Bruce Willis og Steven Hill.
Grensásvegi 16A
FRÉTTAUÓSMYNDASÝNING
OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 14.00 til 22.00.
SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR 27. JANÚAR.
ÚRVALS
ÞORRAMATUR
í trogum kr. 1.190,-
HJónabakkar kr. 1.090,-
Blandaður súrmatur kr. 350,-
Heitur matur í hádeginu
Kaupið þar sem úrvalið er mest
■ a KJÖTBÚÐIN B0RG Æ
LAUGAVEGI78 /cm