Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Page 26
34 FÖSTUDAGUR 24. JANUAR 1992. Afmæli Gunnar Júlíus Júlíusson Gunnar Júlíus Júlíusson sjómað- ur, Njálsgötu 10, Reykjavík, er sjötíu ogflmm áraídag. Starfsferill Gunnar fæddist í Stykkishólmi en ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Fagurey á Breiðafirði til fimm ára aldurs og í Hrafnsey eftir það. Gunnar fór kornungur til sjós og stundaði sjómennsku á árabátum og mótorbátum á unglingsárunum. Foreldrar Gunnars fóru að Reyk- hólum 1937 og var hann þá eftir í Hrafnsey í eitt ár hjá Árna Ketil- bjamarsyni sem þar tók við jörð- inni. Gunnar var síðan vetrarmaður að Keisbakka á Skógarströnd 1938-39, var vinnumaður að Mið- húsum sumarið 1939 og vetrarmað- ur á Reykhólum 1939-40. Hann var síðan að Bæ og Króksfjarðamesi en fór síðan suður til Reykjavíkur 1941 þar sem hann stundaði Bretavinnu um skeið. Þá starfaði hann hjá Eyj- ólfi Jóhannssyni við húsasmíði og leikfangagerð. Gunnar fór til Vestmannaeyja 1944 og stundaði þar sjómennsku á bát- um en var á síldveiðum á sumrin. Hann var síðan lengst af sjómaður. Gunnar flutti að Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd 1957 og var þar með búskap og trilluútgerö í þijú ár. Hann var síðan aftur til sjós í Vestmannaeyjum en flutti til Reykjavíkur og var þar á togara um skeiö. Hann var síöan á bát frá Grindavík í níu ár en hætti þá til sjós 1980. Þá hóf Gunnar störf hjá Olgerðinni Egill Skallagrímsson þar sem hann starfaði í sjö ár er hann hætti störfum. Fjölskylda Sambýhskona Gunnars var Guð- laug Sveinsdóttir húsmóðir sem nú er látin. Hún var dóttir Sveins Jóns- sonar, b. á Leirum undir Eyjafjöll- um. Dóttir Gunnars og Sigríðar Skarp- héðinsdóttur er Kristín Gunnars- dóttir optiker, búsett á Seltjamar- nesi, gjft Hannesi Ólafssyni kennara ogeigaþautvosyni. Dætur Gunnars og Guðlaugar Sveinsdóttur em Guðrún, húsmóðir á Þórshöfn, og á hún þrjú böm, og Júlía, húsmóðir í Vogum, gift Helga Jónssyni trésmiði og eiga þau fimm börn. Systkini Gunnars urðu sjö og komust sex þeirra á legg. Hann er nú einn á lifi systkinanna. Systkini hans: Skúh, b. að Reykhólum; Sig- urður Snædal, skrifstofumaöur í Reykjavik; Friðjón sem dó í bam- æsku; Friðjón Ingólfur, búfræði- kandidat og kennari; Ágúst Malmquist, trésmiður í Reykjavík; Eva, húsmóðir í Reykjavík; Karl, brytiíReykjavík. Foreldrar Gunnars: Júlíus Sig- urðsson, b. og sjómaður í Fagurey og Hrafnsey, og kona hans, Guðrún Marta Skúladóttir húsfreyja. Gunnar Július Júlíusson. Stefán Stefánsson Stefán Stefánsson, húsasmiöur og húsgagnasmiður, Holtsgötu 7, Hafn- arfirði, er níræður í dag. Starfsferill Stefán fæddist á Kröggólfsstöðum í Ölfushreppi en ólst upp á Fossi í Grímsnesi. Ungur að ámm hóf hann trésmíðanám en jafnframt því stundaði hann bóklegt nám í kvöld- skóla Emils Jónssonar er síðar varð aiþingismaður og ráðherra. Stefán starfaði síðan hjá hf. Dverg í sextíu ársamfleytt. Fjölskylda Kona Stefáns er Þórunn ívarsdótt- ir, f. 31.5.1904, húsmóðir. Hún er dóttir ívars Jónssonar, f. 4.4.1870, sjómanns í Hafnarfirði, og Ingveld- ar Jónsdóttur, f. 22.1.1880, húsmóð- ur. Börn Stefáns og Þómnnar eru Soffia Bryndís, f. 9.5.1930, fulltrúi í Hafnarfirði, gift Gunnari Guð- mundssyni, vélvirkja og kennara, og eiga þau þijú böm; Stefán, f. 26.9. 1931, bifreiðarstjóri í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu L. Guðmunds- dóttur húsmóður og eiga þau sex böm; Óskar Karl, f. 27.11.1932, húsa- smiður í Reykjavík, kvæntur Helgu Haraldsdóttur og á hann tvö böm með fyrri konu sinni, Ingibjörgu Kristjánsdóttur; Jón Valgeir, f. 24.6. 1934, íþrótta- og danskennari í Dan- mörku og á hann eitt bam; Ágúst, f. 22.5.1937, vélstjóri í Hafnarfirði, kvæntur Önnu M. Þórðardóttur og eiga þau þrjú börn; Sigurður, f. 20.7. 1939, verkamaður, kvæntur Ragn- heiði Sigurðardóttur og á hann sex böm, þar af þrjú frá því fyrir hjóna- band. Systkini Stefáns: Guðmundur, f. 15.7.1898, verkamaður í Reykjavík, nu látinn; Þorsteinn, f. 23.9.1899, verkamaður í Reykjavík, nú látinn; Guðrún, húsmóðir í Reykjavík, nú látin; Sigrún, f. 24.12.1903, húsmóðir í Reykjavík; Sigurður Ágúst, f. 28.8. 1905, búsettur í Danmörku; Karl Óskar, f. 13.8.1906, nú látinn; Jó- hanna Margrét, f. 24.11.1908, hús- móðir í Njarðvík; Valgeröur, f. 19.11. 1910, húsmóðir í Reykjavík, nú látin; Stefán Stefánsson. Garðar sem dó á fyrsta ári; Þórann, f. 9.2.1915, húsmóðir í Noregi. Foreldrar Stefáns: Stefán Þor- steinsson, f. 25.11.1864, d. 1920, b. að Fossi í Grímsnesi, og kona hans, Sigríður Guðmundsdóttir, f. 5.9. 1873, d. 1963, húsfreyja. Stefán verður að heiman á afmæl- isdaginn. Níels Brimar Jónsson Níels Brimar Jónsson, útibússtjóri Landsbanka íslands á Höfn í Homa- firði, til heimilis að Hafnarbraut 15, Höfn í Homafirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Níels fæddist í Brimnesi í Ár- skógshreppi og ólst þar upp til sex ára aldurs en flutti þá til Akureyrar þar sem hann ólst upp eftir það. Níels lauk gagnfræöaprófi frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar og hefur sótt ýmis námskeið vegna starfs síns. Níels hóf störf hjá Landsbanka íslands á Akureyri 1961 og starfaði þar til 1980 en flutti þá til Bíldudals þar sem hann bjó um tveggja ára skeið. Þá flutti Níels aftur til Akur- eyrar en flutti síðan til Hafnar í Homafirði sumarið 1985 þar sem hann hefur búið síðan. Fjölskylda Níels kvæntist 10.9.1961 Hildi Sig- ursteinsdóttur, f. 18.8.1940, skrif- stofumanni á bæjarskrifstofunum á Höfn. Hún er dóttir Sigursteins Jónssonar og Þóra Kristjánsdóttur en þau bjuggu á Grenivík í Suöur- Þingeyjarsýslu. Níels og Hildur eiga þrjú börn. Þau eru Hanna Þórey, f. 18.11.1958, gift Sveinbirni Orra Jóhannssyni og eiga þau tvær dætur, Ingu Hrefnu og Hildi Karen; Steinunn Elsa, f. 16.12.1962, gift Amari Árnasyni og eiga þau eina dóttur, Nínu; Jón Við- ar, f. 12.8.1968, kvæntur Huldu Ing- ólfsdótturWaage. Systkini Níelsar: Elsa Kristín, María og Jóhanna Helga en látin em Elsa, sem dó í bamæsku, og Jón Maríus. Foreldrar Níelsar: Jón Kr. Níels- son, f. 13.1.1898, d. 30.3.1980, út- Niels Brimar Jónsson. vegsb. á Árskógsströnd og síðar kaupmaður á Akureyri, og Petrea Jónsdóttir, f. 16.10.1904, húsmóðir. Níels verður að heiman á afmæhs- daginn. Bjöm Guðmundsson Björn Guðmundsson matvæla- fræðingur, Teigagerði 2, Reykjavík, erfertugurídag. Starfsferill Bjöm er fæddur á Akureyri en ólst upp í Reykjavík. Hann gekk í Langholtsskóla og var einn vetur í Vogaskóla en þaðan lauk hann landsprófi. Bjöm varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1972 og út- skrifaðist sem matvælafræðingur frá Háskóla íslands 1980. Hann hefur verið starfsmaður Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- insfrál979. Fjölskylda Bjöm kvæntist5.1.1973 Rebekku Sigrúnu Guðjónsdóttiu:, f. 23.9.1952, sjúkraþjálfara. Foreldrar hennar em Guðjón Ó. Ásgrímsson, skrif- stofustjóri hjá Ræsi hfi, og Svanlaug Magnúsdóttir húsmóðir en þau búa íReykjavík. Börn Bjöms og Rebekku: Auður, f. 2.10.1974, nemi í Verslunarskólan- um; Unnur, f. 17.4.1979; Guðmund- ur, f. 11.3.1983. Systkini Björns: Borghildur, f. 20.6.1949, arkitekt, maki Roger Stanton, arkitekt, þau búa í Birm- ingham á Englandi og eiga tvær dætur, tvíburana Sigrúnu og Ástu; Rannveig, f. 2.10.1951, starfsmaður á endurskoðunarskrifstofu, maki Bjarni ólafsson, starfsmaður hjá Jötni, þau búa í Reykjavík og eiga einn son, Guðmund; Guðrún, f. 4.4. 1956, arkitekt, hún býr í R.; Ólafur, f. 11.4.1958, doktor í jarðeðlisfræði, maki Bryndís Birnir, þau búa í R. og eiga tvo syni, Einar og Guðlaug. Foreldrar Bjöms: Guðmundur Bjömsson,f. 2.11.1925, d. 12.12.1988, verkfræðingur, og Guðlaug Ólafs- dóttir, f. 31.1.1924, húsmóðir. Þau bjuggu á Akureyri og í Reykjavík, lengst af á síðamefnda staðnum og þar býr Guðlaug enn. Ætt Guðmundur er bróðir Gunnars verkfræðings. Guðmundur er sonur Björns, kaupfélagsstjóra og alþing- ismanns á Kópaskeri, Kristjánsson- ar, b. á Víkingavatni, bróður Óla, foöur Árna, sagnfræðings og blaöa- manns, og afa Geirs Kristjánssonar rithöfundar. Annar bróðir Kristjáns var Árni, afi Árna Kristjánssonar píanóleikara, fóður Kristjáns menntaskólakennara og bók- menntafræðings. Þriðji bróðir Kristjáns var Guðmundur, afi Árna Bjömssonar tónskálds. Kristján var sonur Krisljáns, b. á Víkingavatni, Ámasonar, umboðsmanns í Arnar- nesi, Þórðarsonar, b. í Kjarna og ættfoður Kjarnaættarinnar, Páls- sonar, langafa Stefaníu, móður Vil- hjálms Hjálmarssonar, fyrrv. ráð- herra, og langafa Hahdórs alþingis- manns, föður Ragnars, stjómar- formanns ísals. Móðir Björns kaup- félagsstjóra var Jónína, systir Bjöms, fóður Þórarins skólameist- ara. Jónína var dóttir Þórarins, b. á Víkingavatni, bróður Ólafar, langömmu Guðmundar Benedikts- sonar i forsætisráðuneytinu og Bjama Benediktssonar forsætisráð- herra, föður Björns alþingismanns. Þórarinn var sonur Björns, b. á Vík- ingavatni, bróður Þórarins, afa Jóns Sveinssonar, Nonna. Bjöm var son- ur Þórarins, b. á Víkingavatni, Páls- sonar. Móðir Guðmundar verkfræðings var Rannveig Gunnarsdóttir, b. í Skógum í Öxarfirði, Ámasonar, og Kristveigar Björnsdóttur. Guðlaug er dóttir Ólafs Hjalta, útgerðarmanns á Mjóeyri í Eski- firði, Sveinssonar, b. í Ásknesi, Ól- afssonar, b. í Firði í Mjóafirði, Guð- mundssonar. Móðir Sveins var Katrín Sveinsdóttir, hreppstjóra í Firöi í Seyðisfiröi, Jónssonar. Móðir Ólafs Hjalta var Kristbjörg Sigurð- ardóttir, b. í Fjósatungu í Fnjóska- dal, Kristjánssonar, b. á Illugastöð- um. Móðir Kristbjargar var Guðrún Jónasdóttir á Hvassafelh Benedikts- sonar. Móðir Guðlaugar var Guðrún Björg, systir Fannýjar Kristínar, móður Ingvars Gíslasonar, fyrrv. alþingismanns. Guðrún Björg var dóttir Ingvars, alþingismanns í Nesi á Norðfirði, Pálmasonar, b. á Litla- Búrfehi og Ysta-Gih í Langadal, Sig- urðssonar, b. á Grand í Svínadal, Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar Bjargar var Margrét Guðmundína Finnsdóttir, b. í Tungu í Fáskrúðs- firði, Guðmundssonar, og Önnu Margrétar Guðmundsdóttur. 80 ára 70 ára húsgagna- smíöameistari. Guðvin Gunnlaugsson, Jónas Jónsson, Vorsabæ9, Vanabyggð 9, Akureyri. Stakkholti 3, Reykjavík. KeyKjaviK. Konahanser JónaBjörns- dóttir. Þautakaámóti 75 ára 60 ára gestumídagí Skipholti70, Teitur SveinsHon, Eyrargötu, Ásabergi, Eyrarbakka. Margrét Pálsdóttir, Hátúni 10, Vestmannaeyjum. 18-20. 50 ára_________________________ 40ára____________________________ Gísli Sigurkarlsson, Benoný Þórhallsson, Kögurseh34,Reykjavík; Staðarhrauníl3,Grindavík. Björn Árdal, Kristin Sigríður Færseth, Holtaseh 46, Reykjavík. Tómasarhaga 49, Reykjavík. Ingibjörg Sveinsdóttir, Gunnar Geir Gunnarsson, Kársnesbraut 33, Kópavogi. Brávallagötu 50, Reykjavik. Jóh. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Lise Heiðarsson, SilfUrbraut 29, Höfh í Homafirði. Einholti 4a, Akureyri. Hjördís Sigurðardóttir, Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, Byggðarholti le, Mosfellsbæ. Hraunbæ 194, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.