Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.1992, Side 28
36
FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992.
Fréttir
Gey siíj ölmennur fundur opinberra starfsmanna á Noröurlandi:
Ríkið ekki einungis erfið-
ur heldur einnig ómerki-
legur viðsemjandi
- sagöi Páll HaUdórsson, formaöur BHMR
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Þeir mega vita þaö aö eitt höfum
viö skilið. Viö höfum skihð aö nú
þurfum viö á samstöðu að halda, nú
þurfum viö aö standa saman,“ sagði
Ögmundur Jónasson, formaður
BSRB, á sameiginlegum fundi opin-
berra starfsmanna á Noröurlandi
eystra sem haldinn var á Akureyri í
Srradag. Fundurinn var geysifjöl-
ennur, hann sóttu um 400 manns
og salur Alþýðuhússins var troðfuU-
ur.
Ögmundur, Páll Halldórsson,
formaður BHMR, og SvanhUdur
' Kaaber, formaður Kennarasam-
bands íslands, sem voru frummæl-
endur, lögðu öU áhersluna á að nú
riði á að launafólk sýndi samstöðu
gegn ríkisvaldinu. „Við ætlum að
standa saman um velferðarkerfið,
við ætlum að standa saman um rétt-
indamál okkar, við ætlum að standa
saman um að viðsemjandi okkar
virði samningsréttinn að verðleikum
og gangi til samninga undanhragða-
laust,“ sagði Ögmundur Jónasson.
Páll HaUdórsson sagði að BHMR
hefði bitra reynslu af samningum við
ríkið og það ekki að ástæðulausu.
„Ríkið er ekki einungis erfiður, held-
ur einnig ómerkilegur viðsemjandi
sem hikar ekki við að svíkja eigin
samninga. Þetta hefur aftur þýtt að
fólk veigrar sér við að fara út í kostn-
aðarsamar aðgerðir til að ná samn-
ingum sem síðan er hægt að hirða
með einu pennastriki," sagði PáU.
„Því fer fjarri að við sem erum í
blóma lífsins, tiltölulega hraust og
með fulla starfsorku séum að vísa frá
okkur ábyrgðinni á velferðarkerf-
inu, en það er ófrávíkjanleg krafa að
þeir sem eru sjúkir eða lasburða,
þeir sem eru búnir að skUa þjóðfélag-
inu vinnuframlagi sínu eða ekki
byrjaðir á því, að þeim verði hlíft,“
sagði Svanhildur Kaaber. Hún sagði
að gera yrði þá kröfu að þeir sem
raka saman fé greiði sinn skerf. Þar
átti hún m.a. við 900 miUjóna króna
greiðslu hlutafjár Sameinaðra verk-
taka tíl hluthafa. SvanhUdur sagði
það hafa komið fram að skatttekjur
af þessum 900 mUljónum færu nærri
því aö jafna út niðurskurð á fjár-
magni tU annaðhvort mennta- eða
heilbrigðismála."
Fundurinn samþykkti með lófataki
ályktun þar sem sagði m.a. aö með
efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinn-
ar væri vegið að þeim sem ættu fullt
í fangi með að lifa af launum sínum,
en með engu væri skertur miUjóna-
gróði tjármagnseigenda. Ýmsum
ráðstöfunum ríkisstjómarinnar
væri sérstaklega beint gegn opinber-
um starfsmönnum. Fjöldauppsagnir
væru boðaðar og stórfelldum sam-
drætti hótað í velferðarkerfmu. „Op-
inberir starfsmenn una ekki hótun-
um ríkisstjómarinnar um skert
starfsréttindi og fjöldauppsagnir.
Opinberir starfsmenn kreíjast þess
að ríkisstjórnin virði samningsrétt
og sanngjarnar kröfur stéttarfélag-
anna,“ sagði m.a. í ályktun fundar-
ins.
Andlát
Birgir Ólafur Helgason, Ásgarði 10,
Reykjavík, lést í Vífilsstaðaspítala að
kvöldi miðvikudagsins 22. janúar.
Málfríður Geragthy, 100711, Dahl
Ave., Chicago City, Minnesota, lést
21. janúar.
Halldór Karlsson, Arahólum 6,
Reykjavík, lést á heimih sínu
íimmtudaginn 23. janúar.
Jarðarfarir
Bárður Olgeirsson, VaUarbraut 2,
Njarðvík, verður jarðsunginn frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn
„25. janúar kl. 14.
Tilkyimingar
Breiðfirðingafélagið
Félagsvist verður nk. sunnudag, kl. 14.30
í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir vel-
komnir.
Húnvetningafélagið
Félagsvist verður á laugardaginn kl. 14 í
Húnabúð, Skeifúnni 17. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara
Göngu-Hrólfar fara frá Risinu laugar-
dagsmorgun 25. janúar. Dagur harmóni-
kunnar er sunnudaginn 26. janúar kl. 15
í Tónabæ.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Dansað í kvöld, fóstudagskvöld 24. janúar
1992, að Auðbrekku 25 frá kl. 21.00-0.30.
Húsið öllum opið.
Námssjóður Lögmannafélags
íslands
hefur gefið út ritið Erfðaréttur eftir Ár-
mann Snævarr, fyrrverandi lagaprófess-
or og hæstaréttardómara. Ritinu er skipt
í 12 hluta, þar sem m.a. er fjaliað um
ýmsar erfðaforsendur, réttarheimildir í
erfðarétti, lögerfðir, óskipt bú, bréferfðir,
dánargjafir og erfðasamninga, samninga
um væntanlegan arf, erfðaafsöl og höfn-
un arfs, fyrirframgreiddan arf, brottfall
-erfðaréttar, lagatengsl og lagaskil, sér-
reglur um erfð að ættaróðali og erfðaá-
búö og sköttun á erfðafé. Fræðafélag
laganema, Lögbergi, Háskóla Islands,
mun annast sölu og dreifingu á ritinu
næstu mánuði og er hægt að panta það
í síma 21325.
íslandsnefnd Letterstedtska
sjóðsins
hefur ákveðið að veita ferðastyrki á árinu
1992 til íslenskra fræði- og vísindamanna,
sem ferðast til Norðurlanda á árinu í
rarnisóknarskyni. Tekið skal fiam að
ekki er um eiginlega námsferðastyrki að
ræða heldur koma þeir einir til greina,
sem lokið hafa námi en hyggja á frekari
rannsóknir eða þekkingarleit á sínu
sviði. Umsóknir skal senda til íslands-
nefndar Letterstedtska sjóðsins c/o Þór
Magnússon, pósthólf 1489,121 Reykjavík,
fyrir febrúarlok 1992. Veitir hann einnig
nánari upplýsinga.
Ferðafélag íslands
Sunnudagsferð 26. janúar kl. 11. Kjalar-
nesgangan, önnur ferð: Úlfarsfell-Reykja-
borg-Suðurreykir. Það er hægt að sleppa
því að ganga á fellin ef vill. Verð 800 kr,
• frítt fyrir böm með fullorðnum. Brottför
frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin
(stansað við Mörkina 6, nýbyggingu
Ferðafélagsins og víðar, á leiðinni).
Vætta- og þorrablótsferð
Ferðafélagsins helgina 1.-2.
febrúar.
Einstakt tækifæri til að kynnast vætta-
slóðum í Mýrdal og undir Eyjafjöllum
með Áma Bjömssyni og Þórði Tómas-
syni í Skógum. Þorrablót Ferðafélagsins
á laugardagskvöldið. Farið á nýjar slóðir.
Gist í félagsheimilinu í Skógum. Brottior
laugardag kl. 8. Pantið strax. Farmiðar
og uppl. á skrifstofunni, Öldugötu 3, sím-
ar 19533 og 11798. Munið Kjalames-
gönguna, annan áfanga, á sunnudaginn
kl. 11: Úlfarsfell-Reykjarborg-Suður-
reykir. Heimkoma um kl. 15. Brottfór frá
Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Ný
og breytt ferðaáætlun (1992) er komin út.
JC Kópavogur
í Þinghól, Hamraborg 1, Kópavogi, fer
fram í kvöld, 24. janúar 1992, kl. 20.30
keppni í annarri umferð mælsku- og rök-
ræðukeppni JC íslands. Þar munu keppa
JC Kópavogur og JC Súlur frá Akureyri.
Umræðuefnið er „Tölvuleikir em böm-
um óhollir". JC Kópavogur segir já, JC
Súlur segir nei. Allir þeir sem áhuga
hafa á málefninu, t.d. foreldrar og kenn-
arar, em hjartanlega velkomnir. JC
Kópavogur hvetur alla JC félaga til að
mæta. Stjómin.
Jólahlaðborðsgestir fá ferða-
vinninga
Um 3500 manns komu í jólahlaðborð á
veitingastaðnum Lóninu á Hótel Loftleið-
um á jólafóstunni og nú hefur verið dreg-
ið úr nöfnum hlaðborðsgesta í glæsilegu
ferðahappdrætti. Kristján B. Halldórsson
hlaut Evrópuferð fyrir tvo að eigin vah
með Flugleiðum og Kjartan I. Jónsson
vann ferð fyrir tvo að eigin vah með inn-
anlandsflugi Flugleiða. Á myndinni em
ánægðir ferðavinningshafar Hótel Loft-
leiða, Kjartan I. Jónsson og Kristján B.
Hahdórsson. Með þeim á myndinni er
Ehsabet Hilmarsdóttir, markaðsstjóri
Flugleiðahótelanna.
Málstofa í hjúkrunarfræði
Dr. Guðrún Pétursdóttir lifeðhsfræðing-
ur, dósent, flytur fyrirlesturinn: Þroskun
taugakerfisins í fóstrum, hvernig rata
taugar réttan veg? Guðrún mun fjalla um
rannsóknir sínar á þroskun tagakerfisins
og tengja þær annarri vitneskju um það
hvernig taugar rata rétta leiö meðan
taugakerfið er að myndast á fósturskeiði.
í fyrirlestrinum mun Guðrún kynna
þessar rannsóknir og fjaha almennt um
helstu þætti sem tahð er að leiðbeini vax-
andi taugafrumum í fóstrum. Málstofan
verður haldin mánudaginn 27. janúar
1992 kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eir-
bergi, Eiríksgötu 34. Málstofan er opin
öllum.
Landsliðið í guðfræði heldur
fyrirlestra á Höfn í Hornfirði
í febrúar og mars verður námskeið um
kristna trú haldið á vegum Bjamanes-
prestakalls í samvinnu viö Fræðsludeild
kirkjunnar og Framhaldsskólann í A-
SkaftafeUssýslu. Námskeiðið fer fram í
safnaðarheimilinu á Höfn. Fyrirlesarar á
námskeiðinu verða sr. Jónas Gíslason,
prófessor og vígslubiskubiskup, og dr.
Einar Sigurbjömsson, prófessor og settur
forstöðumaður Fræðsludeildar kirkj-
unnar, og sóknarpresturinn í Bjamanes-
prestakalh, sr. Baldur Kristjánsson.
Markmið námskeiðsins er að fræða um
kristna trú, um innihald hennar og eðh.
Skrárúng á námskeiðið fer fram h)á sókn-
arpresti í síma 82025 og 81450.
Myndgáta
RAUTT yÓsj^jtAffÍT 0s7]
y ||UMFERÐAR J
Leikhús
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
STÓRA SVIÐIÐ
RÓMEÓ OG JÚLÍA
ettir William Shakespeare
íkvöldkl. 20.00. Uppselt.
Sunnud. 26. jan. kl. 20.00.
Laugard. 1. febr. kl. 20.00.
Laugard. 8. febr. kl. 20.00.
Fimmtud. 13. febr. kl. 20.00.
eftir Paul Osborn -
Laugard. 25. jan. kl. 20.00.
Sunnud. 2. febr. kl. 20.00.
Föstud. 7. febr. kl. 20.00.
Föstud.14.febr.kl. 20.00.
SÝNINGUM FER FÆKKANDI
M.BUTTERFLY
eftir David Henry Hwang
íkvöld.kl. 20.00.
Föstud. 31. jan. kl. 20.00.
Fimmtud. 6. febr. kl. 20.00.
Laugard. 15. febr. kl. 20.00.
LITLA SVIÐIÐ
KÆRA JELENA
eftir Ljudmilu Razumovskaju
íkvöld.kl. 20.30. Uppselt.
UPPSELT Á NÆSTU 20 SÝNINGAR
MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST
VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELD-
IRÚDRUM.
ATHUGIÐ AÐ EKKIER UNNT AÐ
HLEYPA GESTUM INN í SALINN
EFTIR AÐ SÝNING HEFST.
FYRSTA FRUMSÝNING
ÁNÝJUSVIÐI
í ÞJÓÐLEIKHÚSINU
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ
ÉG HEITIÍSBJÖRG,
ÉG ER LJÓN
eftir Vigdisi Grímsdóttur
Tónlist: Lárus Grimsson
Lýsing: Björn B. Guömundsson
Leikmynd og búningar: Elin
Edda Árnadóttir
Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson
Leikarar: Guðrún Gisladóttir,
Bryndís Petra Bragadóttir,
Ragnheiöur Steindórsdóttir, Jó-
hann Sigurðarson, Þórarinn
Eyfjörö, Pálmi Gestsson,
Hjálmar Hjálmarsson og Ólafía
Hrönn Jónsdóttir.
Frumsýning i kvöld kl. 20.30.
Uppselt.
2. sýn. sunnud. 26. jan. kl. 20.30.
Uppselt.
3. sýn. föstud. 31. jan. kl. 20.30.
4. sýn. laugard. 1. febr. kl. 20.30.
SÝNINGIN EREKKI
VIÐ HÆFIBARNA.
EKKIER UNNT AÐ HLEYPA
GESTUM INN í SALINN
EFTIR AÐ SÝNING HEFST.
Miðasalan er opin frá kl. 13-18
alla daga nema mánudaga og
fram aö sýningum sýningar-
dagana. Auk þess er tekið á
móti pöntunum i sima frá kl. 10
alla virka daga.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
GRÆNA LÍNAN 99-6160.
Leikhúskjallarinn er opinn öll
föstudags- og laugardagskvöld.
Leikhúsveisla: Leikhúsmiði og
þríréttuð máltíð öll sýningar-
kvöld á stóra sviðinu.
Boröpantanir í
miðasölu.
Leikhúskjallarinn.