Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1992, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1992. Fréttir DV Landakotsspítali: Engar ákvarðanir leknar um endurráðningu starf sfólks búið að rústa spítalann, segir framkvæmdastjórinn Logi Guöbrandsson, fram- kvæmdastjóri Landakotsspítala, seg- ir engar ákvarðanir liggja fyrir varö- andi endurráðningu starfsmanna spítalans. Ljóst sé þó aö stór hluti þeirra, eða allt að helmingur, fái ekki endurráöningu. Hann segir að með skertri fjárveitingu í ár sé í raun búið að rústa spítalann. Um mánaðamótin gengu í gildi uppsagir um 600 starfsmanna sjúkrahússins. Uppsagnarfrestur flestra er 3 mánuðir. Óljóst er hvort þeir starfsmenn, sem taka laun sam- kvæmt kjarasamningum ríkisins, hafi rétt til biðlauna en reynist svo vera munu til dæmis hjúkrunar- fræðingar og sjúkraliðar fá laun í 6 til 12 mánuði eftir starfslok. Framlag ríkisins til spítalans á þessu ári er 950 milljónir Logi vill ekki upplýsa hvort og þá hversu margir starfsmenn eigi rétt á biölaunum. Reynist rétturinn hins vegar vera til staðar muni óhjá- kvæmilega koma til enn harðari samdráttar í starfsemi spítalans. Hann segir að undir slikum kring- umstæðum myndi hefðbundin starf- semi í raun leggjast af. Aðspurður neitar Logi að til uppsagna hafi verið gripið til að skapa þrýsting á aukna fjárveitingu. Að sögn Loga eru engar hugmynd- ir uppi um það að breyta deildum Landakotsspítala í hjúkrunardeildir fyrir aldraða. Þá hafi heldur ekki komið til tals að læknar spítalans taki hluta hans á leigu til aö selja þjónustu sína á opnum markaöi. Aðspurður útilokar hann ekki þessa leið en bendir á að slík einkavæðing væri pólitískt eldfimt mál og laga- og reglugerðabreytingar þyrfti til. Meðal starfsfólks spítalans ríkir mikil óvissa um framtíöina og gremju hefur orðið vart í garð stjórn- enda hans. Þykir mörgum óeðlilegt að ákvarðanir um framtíð spítalans séu ekki teknar í samráði við starfs- fólk. Að sögn Loga verður haft sam- ráð við starfsfólkið þegar línur skýr- ast en þangað til nær óvissan jafnt til stjómenda sem annarra. Hann segir engar viðræður enn hafa farið fram við sfjómvöld um framtíð spít- alans né varðandi auknar fjárveit- ingar. -kaa Smári Garðarsson, „yfirtippari" Golfklúbbs Akureyrar, með vinningsmiðann sem færði golffélögum fyrir norðan tæpar 11 milljónir króna. Knattspymugetraunir: GoH menn á Akureyri fengu 10,8 milljónir Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyii; „Það gekk ýmislegt á meðan á leikj- unum stóð og útlitið var ekki gott í hálfleik. Þá var reyndar allt í rúst hjá okkur, tryggðir leikir virtust ætla að fara á annan veg en við héldum og svo bárast líka rangar upplýs- ingar mn stöðu í einhverjum leikj- um. Mann langaði mest að hlaupa tíl flalla og það var ekki fyrr en leikjun- um var lokið og við fórum aö fara yfir seðilinn í tölvunni að í Ijós kom hvað hafði gerst," segir Smári Garð- arsson, starfsmaður Golfklúbbs Ak- ureyrar, en félagar í klúbbnum unnu 10,8 miHjónir króna í knattspymu- getraunum um helgina. Alls komu fram 10 raöir með alla 13 leiki seðils- ins rétta, 8 þeirra vom í Svíþjóð, ein kom á tölvuvalseöil í Reykjavík og kylfingamir fyrir norðan áttu eina röðina. Þeir hafa „tippað“ saman síðan í desémber og alltaf unnið einhveija smávinninga. í síðustu viku var sent dreifibréf til félaga klúbbsins þar sem þeir vora hvattir til að mæta í golfskálann og taka þátt í „tippinu". „Stóri vinningurinn er á næsta leiti,“ sagði m.a. í dreifibréfinu. Smári Garðarsson segir að um 50 manns hafi verið með um helgina þegar stóri vinningurinn kom og menn lögðu fram 1000-3000 krónur. Niðurstaðan er sú að 1000 krónumar gefa viðkomandi rúmlega 130 þúsund krónur. Alls vora um 8000 raðir í kerfinu en heildarsala Golfklúbbsins þessa helgi nam tæplega 14 þúsund röðum. „Það er auðvitað gaman þegar svona gengur og nú setjum við stefn- una á að tvöfalda getraunamiðasölu klúbbsins. Það verður ekkert gefið eftír núna,“ sagði Smári Garðarsson kampakátur, og hafði fulla ástæðu tíl. Mosfellsbær: Róbert B. Aqnarsson næsti bæjarstjóri Meirihluti bæjarstjómar Mosfells- bæjar hefur tekiö ákvörðun um aö ráöa Róbert B. Agnarsson í starf bæjarstjóra. Róbert gegnir nú starfi framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar. Aö sögn Þengils Oddssonar, forseta bæjarstjómar, bárast alls 32 um- sóknir um starf bæjarstjóra. Meiri- hlutinn ákvaö að ganga tíl samninga viö Róbert. Verður ráðning hans lögð fyrir bæjarstjómarfund sem haldinn verður á morgun, miðvikudag. Páll Guðjónsson er fráfarandi bæj- arstjóri. Hann sagöi starfi sínu lausu fyrir nokkra. Þengill sagði ekki alveg ljóst hvenær nýi bæjarstjórinn kæmi til starfa. Það yrði eins fljótt og unnt væri. -JSS Bifreiðatryggingar: Höf um náð góð- um árangri - segirGísliLárusson,fors1jóriSkandia „Það eru vel á annað þúsund bíl- eigendur sem hafa tekið ákvörðun um að tryggja hjá okkur. En það er nijög stór hópur fólks sem hefur sagt tryggingum sínum upp. Þetta fólk er nú að vega og meta hvar verði hag- stæðast aö tryggja og til þess hefur það þennan mánuð svo það er ekki endanlega komið í ljós hversu marg- ir munu koma yfir til okkar,“ segir Gísli Lárasson, framkvæmdastjóri Skandia ísland. Hann nefnir sem dæmi að síðastliöinn fostudag hafi starfsmenn Skandia sagt upp nokkur hundrað tryggingasamningum fyrir fólk sem nú er að velta vöngum yfir tryggingum sínum. „Það hefur verið gífurlega mikil ásókn til okkar. í fjölmiðlum á sunnudagskvöld lýstu menn í for- svari fyrir hin tryggingafélögin því yfir að þetta hefði mistekist hjá okk- ur. Það er út í hött að halda því fram að okkur hafi mistekist, nema menn vití hver okkar markmið vora. Viö stefndum að þvi að ná í um 3.000 bif- reiðatryggingar á öllu árinu. Nú þeg- ar höfum viö fengið á annað þúsund bifreiðar og allur mánuðurinn er eft- ir sem viðbót og það getur varla tal- ist slæmur árangur. Það er ekki á dagskrá hjá okkur að þjóna hinum tryggingafélögun- um. Það sem vakti fyrir okkur var að bijóta upp einokun hér á vátrygg- ingamarkaðnum sem okkur hefur tekist. Það sem hinn almenni neyt- andi sér er að það var búið að boöa 30 prósent hækkun á tryggingum og við forðuðum neytendum frá þessum hækkunum. Við áttum ekki von á svo jákvæðum viðbrögðum fólks við tryggingartilboðum okkar. Þaö hlýt- ur að vera staðfesting á því að við séum að gera rétt því hin trygginga- félögin hafa fylgt í fótspor okkar. Áhrifin frá okkur eru þau að nánast öll hin tryggingafélögin hafa farið út í að bjóða upp á valkosti, nema Sjóvá Almennar. Nú eram við aö huga að fleiri nýjungum á tryggingamark- aðnum og þær munum við kynna á næstunni," segir Gísli. -J.Mar/ÍS Síldarsöltun fyrir Rússlandsmarkað: Allt að komast í eindaga - engir hafa saltað upp á von og óvon Ef takast á að salta þær 30 þús- und tunnur af síld fyrir Rússlands- markað, sem verið er aö tala um sölu á að þessu sinni, verður allt að ganga upp í þessari viku. Ganga verður frá endanlegum samning- um strax og mokveiði verður að vera af góðri sfld út þessa viku. Strax í næstu viku er hætt við að síldin verði komin úr söltunarhæfu ástandi, þaö er að hún verði orðin of horað. Að sögn Gunnars Jóakimssonar hjá Síldarútvegsnefnd hefur eng- inn saltandi a landinu þoraö að salta upp á von og óvon fyrir Rúss- landsmarkað. Það er því ekkert til í landinu af saltaðri síld fyrir Rúss- landsmarkað. Afkastageta allra söltunarstöðv- anna er það mikil að náist samn- ingar áður en síldin er oröin of mögur og ef vel veiðist er hægt að salta þessar 30 þúsund tunnur á þremur til fjóram sólarhringum. Til þess að svo megi verða þarf allt aö ganga upp. -S.dór Fullur á stolnum bfl með dagsgamalt ökuskírteini Leigubílstjóri nokkur tilkynntí lögreglu um bíl sem ók eftír Miklu- braut frá Árbæ á fuliri ferð án þess að stöðva á rauðu ljósi á gatnamótum aðfaranótt laugardagsins. Lögreglan stöðvaði bifreiðina á mótum Miklu- brautar og Lönguhlíðar en þar hafði hún fariö þversum vegna hálku. Undir stýri sat ungur maöur áber- andi ölvaður. Hann hafði tekið bíl móður sinnar í óleyfi. Þegar lögregla skoðaði ökuskírteinið kom í ljós að það var dagsgamalt. Það má segja aö reynsluakstur þessa nýja bílprófs- hafa hafi endað á sorglegan hátt. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.