Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992.
3
dv Viðtalið
Öfgamaður
en sátturvið
sjálfan mig
7
Nafn: Gisli Lárusson. .
Starf: Forstjóri Skandia is-
land.
Aldur: 43 ár.
„Ég er dálitill öfgamaöur 1 því
sem ég tek mér fyrir hendur en
hef náð því með árunum að verða
æ sáttari við sjálfan mig og blut-
verk mitt í lifinu," segir Gísli
Lárusson, forstjóri Skandía ís-
land, þegar hann er beðinn að
lýsa sjálftim sér.
„Ég er mjög gefandi og finnst
óskaplega gaman að gefa af sjáif-
um mér. Mér finnst ég hafa meira
að gefa í dag en ég hafði þegar
ég var yngri,“ segir hann.
Foreldrar Gísla eru Lárus
Bjamason, nú látinn, og Astrid
Ellingsen. Hann lauk verslunar-
skólanámi 1967 i BodÖ í Noregi
og stundaði siðan nám við trygg-
ingaskóla í Bretlandi til ársins
1970. Ári síðar hóf hann störf hjá
Almennura tryggingum og stofh-
aði ásamt þeim Reykvíska endur-
tryggingu 1972. Gísli hefur frá
upphafi verið í forsvari þess fyr-
irtækis sem nú heitir Skandia
fsland.
Gísli býr einn en á þrjár dætur,
16-19 ára, af fyrsta hjónabandi
og eina tveggja ára af öðru hjóna-
bandi
Hundleiðist C ræktinni
„Ég nota frístundirnar helst til
aö vera með börnunum," segir
hann. Dagana byrjar forstjórinn
með sundspretti og leggur auk
þess stund á alls kyns heilsu- og
mannrækL „Ég hef mjög gaman
af að fara á skíði og hef farið til
Austurríkis nokkum veginn ár-
Iega síðustu átta árin.
Mér finnst hins vegar hundleið-
inlegt að fara í sundiö á morgn-
ana, í eróbikkið þrisvar i viku og
í jóga þegar fer að vora en hefur
tekist að ná þeim sjálfsaga að
gera þetta allt saman vegna þess
að mér líður svo vel á eftir,“ seg-
ir hann hreinskilinn.
„Ég er öfgamaður og þegar ég
kemst ekki í eróbikk á sunnudög-
um fer ég út að hlaupa. En til að
hafa orku; til að vinna verður
maður aö búa hana til.“
Þær vegalengdir, sem Gísli
skokkar ekki, fer hann um á
Range Rover árgerð 1990 og þarf
líklega ekki að geta þess hvar bíll-
inn er tryggður.
Hann kveðst kunna æ betur að
meta klassiska tónlist. „Ég fæ
mjög mikið út úr því aö hlusta á
óperur, Mozart og Beethoven. Ég
les allt milli himins og jarðar og
talsvert mikið af mannræktar-
bókum alls konar. Ég fiokka mig
alls ekki sem nýaldarmann en
vildi reyndar að ég væri trúaðri
en ég er og gæfi mér meiri tíma
til að iöka trúna. Og þá á ég við
kristna trú. Þaö myndi örugglega
hjálpa manni i gegnum þá erfið-
leika sem maður gengur í gegn-
um á lí£sleiðinnL“
-VD
Fréttir
Algjör ördeyða á Vestfl arðamiðum:
Af leiðing lélegrar ný-
liðunar síðustu sex árin
getum átt von á lítilli þorskveiði næstu árin, segir Sigfús Schopka fiskifræðingur
„Vestfjarðamið eru eins og eyöi-
mörk. Það er geigvænlegt ástand á
þorskstofninum," sagði Grétar
Kristjánsson, skipstjóri á togaran-
um Gylli, í samtali við DV í síðustu
viku. Sigfús Schopka, helsti sér-
fræðingur Hafrannsóknastofnunar
í þorskinum, segir að þetta komi
ekki á óvart.
„Þetta er eðlileg afleiðing af því
að við erum með svo marga lélega
þorskárganga í stofninum. Ég tel
það stærsta hluta af skýringunni.
Nýliðun síðustu sex árin hefur ver-
iö afar léleg. Árgangurinn frá 1986,
sem ætti að vera uppistaðan í þors-
kveiöunum nú, er sá lélegasti sem
komið hefur í hálfa öld á ísland-
smiðum. Árgangurinn frá 1987 er
einnig mjög lélegur, sem og allir
árgangar síðan. Það kom að visu
smáskot á Vestfjarðamið í lok síð-
ustu viku en þar var um smáþorsk
að ræða og viö urðum að skyndi-
loka þremur hólfum. Þarna voru
um 30 togarar að veiðum og voru
með þetta 1 til 2 tonn í hali,“ sagði
Sigfús.
Aðspurður hvort vetrarvertíð í
ár yrði með lélegasta móti ef ekki
kæmi Græniandsganga, sagði Sigf-
ús aö eitthvað væri eftir af ár-
göngunum frá 1984 og 1985, sem
kæmu á hefðbundna slóð til að
hrygna í vetur. Það gæti því verið
að vetrarvertíðin yrði ekki ömur-
leg. Hann sagðist hins vegar alls
ekki eiga von á því að vertíðin í ár
yrði góð.
- Búast fiskifræðingar við göngu
frá Grænlandi í ár?
„Ég tel það hæpið. Það komu
smáskot frá Grænlandi bæði í fyrra
og áriö þar áður. Þær göngur voru
fyrr á ferðinni en við áttum von
á. En miðað við aflabrögð á Græn-
landsmiðum á síðasta ári er ekkert
þar af fiski og því ólíklegt að vænta
megi göngu þaðan í ár.“
- Þú segir að nýliðun þorsks síð-
ustu sex árin sé léleg. Getum við
þá átt von á sex lélegum þorskveið-
iárum?
„Það má heita öruggt aö þors-
kveiði næstu ára verði léleg. Ef
klakið í ár heppnast vel líða að
minnsta kosti 4 til 5 ár þar til sá
árgangur kemur að einhverju
marki inn í veiðina," sagði Sigfús
Schopkafiskifræðingur. -S.dór
KJARNAHVÍTLAUKUR
-Geirlankurinn hreini og góbi
KJARNAHVITLAUKUR
-Geirlanknrinn hreini og góbi
• 100% hreinn hvítlaukur
• Enginaukefni
• Engin fylliefni
• Engin eftirlykt
• Framleiddur í Bandaríkjunum
HEILNÆM NÝJUNG
í aldaraðir hafa menn þekkt hollustu hvítlauksins.
En lyktin af honum hefur verið jafn kunn.
Með siðmenningu varð hvítlaukur minni þdttur í
fæðu, en því meira notaður sem krydd.
Að góðu heilli, hefur hollustugildi hvítlauks verið
uppgötvað með nýjum hætti. Neysla jókst með
tilkomu lyktarlausra og lyktartempraðra
hvítlauksafurða. Nauðsynlegt þótti að eyða lyktinni
með því að fjarlægja hluta virku efnanna eða nota
fylliefni. Niðurstaðan varð því blanda úr hvítlauk
og fylliefnum.
Nú hafa bandan'skir matvælafræðingar fundið
einstaka framleiðsluaðferð sem frostþurrkar
ferskan hvítlauk dn þess að hann tapi virkum
efnum. Úr ferskum hvftlauknum er unnið
hreint hvítlauksduft dn allra íblöndunarefna.
Þetta erKjarnahvítlaukur, sem er svo hreinn að
hann er vörumerktur 100% hreinn hvítlaukur,
svo samanþjappaður að lg jafhgildir 2,5g af
ferskum hvítlauk.
Best af öllu er, að aðeins þú veist að þú notar
hvítlauk, vegna þess að það er engin eftirlykt.
EÐALVÖRUR
Framleitt af PURE - GAR Inc. USA.