Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992. Afmæli Jón A. Valdimarsson Jón A. Valdimarsson vélvirki, Hlíð- arvegi 48, Njarðvík, er sjötugur í dag. Starfsferill Jón fæddist í Brekku í Vestmanna- eyjum og ólst upp í Vestmannaeyj- um. Hann flutti tíl Sandgerðis 1940 og ári síðar til Keflavíkur. Jón lauk gagnfræðaprófi í Vestmannaeyjum, stundaði nám við Iðnskólann í Keflavík og lauk sveinsprófi í vél- virkjun hjá Dráttarbraut Keflavíkur 1950 en vélvirkjameistari varð hann 1952. Jón stofnaði Smiðjuna sf. sem hann starfrækti 1951-63 og var síðan verkstjóri í Vélsmiðju Njarðvíkur og á fleirri stöðum til 1978. Þá var hann kennari við Fjölbrautaskóla Suðumesja í tæp tíu ár. Jón var félagsforingi Skátafélags Víkveija í Njarðvík, er félagi í St. Georgsgildi Suðumesja og er félagi í Vestmannaeyjafélagi Suðumesja. Fjölskylda Jónkvæntist 1.6.1946 Guðrúnu Sigurðardóttur, f. 29.4.1925, hús- móður. Hún er dóttir Sigurðar Sig- urðssonar, fyrrv. vélstjóra í Jökli í Keflavík, og Guðbjargar Brynjólfs- dótturhúsmóður. Böm Jóns og Guðrúnar eru Helgi Valdimar, f. 1.3.1946, d. 13.6.1968, var kvæntur Dröfn Pétursdóttur og eignuðust þau tvö börn, Pétur, f. 7.12.1965, OgHelgu, f. 23.8.1967; Sig- urbjörg, f. 9.8.1950, gift Viðari Pét- urssyni og eiga þau þijú böm, Helga Valdimar, f. 20.12.1968, Bjarka, f. 6.2.1972, og Eygló, f. 20.2.1975; Ás- dís, f. 26.3.1955, giítíst fyrst Bradley Dadles og eiga þau tvö börn, Valerey Ásdísi, f. 18.10.1973 og Christoper Alan, f. 22.8.1975, en seinni maður Ásdísar er Donald Schults; Guð- björg, f. 9.3.1958, gift Þórði Ragnars- syni og eiga þau þijú böm, Sigríði Vigdísi, f. 28.8.1978, Jónu, f. 15.9. 1981, og Ragnar, f. 8.9.1982. Þá gekk Jón syni Guðrúnar í föðurstað, Bjama Valtýssyni, f. 24.6.1943, sem er kvæntur Esther Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu, f. 26.1.1973, og Karen, f. 5.11.1974, auk þess sem Bjami gekk í föðurstað dóttur Estherar, Jónínu Árnadótt- ur, C8.7.1963, gift Gottsveini Gunn- laugssyni og eiga þau eina dóttur, Unni. Jón átti þrjár systur, Kristínu sem er látin, Valdísi sem er látín og Kol- brúnu sem býr í Víðinesi í Kjós. Foreldrar Jóns vom Valdimar Gíslason, f. 6.7.1897, d. 17.7.1968, múrarameistari frá Nýjabæ í Sand- víkurhreppi, og Helga Jónsdóttir, f. Jón A. Valdimarsson. 23.4.1884, d. 17.8.1965, húsmóðir, en þau bjuggu í Keflavík frá 1941. Jón tekur á mótí gestum í safnað- arheimilinu Innri-Njarðvík laugar- daginn 8.2. eftir klukkan 16.00. ívar R. Steindórsson ívar Reynir Steindórsson bílstjóri, Álfatúni 23, Kópavogi, er fimmtugur ídag. Starfsferill ívar er fæddur að Teigi á Seltjam- amesi og ólst upp á þeim slóðum. Hann gekk í Mýrarhúsaskóla og tók síðar gagnfræðapróf í Kópavogi. Hann lærði til hárskera um tíma en hætti því og fór til sjós. ívar var lengi á farskipum og tog- urum. Hann flutti til Ólafsvíkur 1966 pg stundaði þar sjómennsku til 1989. ívar var lengi á Úranusi og síðar Valafelli og Hugborgu SH. Hann gerði út eigin bát um tveggja ára skeið. ívar spilaði með hljómsveitum á yngri árum og var virkur þátttak- andi í félagslífi í Ólafsvík. Hann starfaði með leikfélaginu, ung- mennafélaginu, Lions og var lengi í stjóm verkalýðsfélagsins, m.a. varaformaður í tvö ár. Fjölskylda Kona Ivars er Sólveig Jóhannes- dóttir, f. 31.1.1943, ræstitæknir. For- eldrar hennar: Jóhannes Ögmunds- son, vélstjóri í Njarðvík, og Þórdís Þorgrímsdóttir, húsmóðir í Ólafs- vík. Sólveig ólst upp hjá Ólafi B. Bjamasyni, sjómanni, látinn, og Laufeyju Þorgrímsdóttur. Böm ívars og Sólveigar: Rúnar, f. 25.12.1967, maki Sigrún Gísladóttir, þau eiga eitt bam; Kolbrún, f. 21.2. 1973, maki Jóhann Anton Ragnars- son. Stjúpsonur ívars er Ólafur B. Heimisson, f. 2.9.1961, hann á tvö böm. Böm ívars og fyrri konu hans, Hólmfríðar Þórarinsdóttur, f. 27.7. 1942: Þórarinn, f. 22.7.1961, maki Erla Halldórsdóttir, þau eiga tvö böm; Steindór, f. 22.5.1963; Sigur- jón, f. 11.12.1964, maki Ásta Bjöms- dóttir; Guðrún, f. 28.6.1967, maki Þorvaldur Siggason. ívar eignaðist níu systkini en tvö erulátin. Foreldrar ívars voru Steindór Kristinn Ingimundarson, f. 1898, d. 1961, verkstjóri, og Oddný Hjartar- dóttir, f. 1898, d. 1976, húsmóðir, en þau bjuggu að Teigi á Seltjamar- ívar R. Steindórsson. nesi. ívar tekur á móti gestum nk. laug- ardag (8.2.) í norðursal Hótel íslands kl.20. Til ham- mgju meðaf- mælið 5. febrúar Margrét Guðmundsdóttir, Akralandi 3, Reykjavík. Sveinn Karl Dagbjartsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 80 ára Þorsteinn Sigurðsson Þorsteinn Sigurösson, fyrrv. bóndi, Hraunteigi 23, Reykjavik, er sjötug- urídag. Starfsferill Þorsteinn fæddist að Brúarreykj- um í Borgarfirði og ólst upp í Borg- arfirðinum. Hann naut bamaskóla- náms í Reykholtsskóla í tvo vetur. Þorsteinn var bóndi að Brúarreykj- um í fjömtíu ár. Þorsteinn sat í stjóm Ungmenna- félags Stafholtstungna í mörg ár. Hann sat í stjóm Ungmennasam- bands Borgarfjarðar í nokkur ár og var formaður þess í tvö ár. Þá sat hann í sóknamefnd Síðumúlakirkju í mörg ár og var formaður hennar. Fjölskylda Þorsteinn kvæntist 24.8.1951 Kristjönu Steinunni Leifsdóttur, f. 25.6.1924, húsfreyju. Hún er dóttir Leifs Kristjónssonar, afgreiðslu- manns á Ákureyri, og Sigurbjargar Þorsteinsdóttur húsmóður. Þorsteinn og Kristjana Steinunn ólu upp þrjár stúlkur. Þær era Bryndís Ósk Haraldsdóttir, f. 29.2. 1952, meinatækniroghúsfreyjaað Brúarreykjum, gift Gísla Grétari Bjömssyni; SteinunnÞorsteinsdótt- ir, f. 11.10.1956, húsmóðir, gift Guð- mundi A. Guðmundssyni; Sigríður Þ. Þorsteinsdóttir, húsmóðir í Sví- þjóð, gift Bjama Bjamasyni. Foreldrar Þorsteins voru Sigurður Þorsteinsson, f. 26.11.1883, d. 13.10. 1953, b. og trésmiður á Brúarreykj- um, og Þorbjörg Helgadóttir, f. 22.11. 1890, d. 2.7.1982, húsfreyja. Ætt Sigurður var sonur Þorsteins, b. í Höll og síðar í Veðranesi, Eiríksson- ar. Móðir Sigurðar á Brúarreykjum var Þórdis, langamma Þorsteins frá Hamri. Þórdís var dóttir Þorbjarn- ar, b. á Helgavatni, Sigurðssonar og konu hans, Margrétar Halldórsdótt- ur fróða á Ásbjarnarstöðum, Páls- sonar, langafa Jóns, afa Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkis- ins. Móðir Jóns var Þórunn Eiríks- dóttir, b. á Svignaskarði, Ólafsson- Þorsteinn Sigurðsson. ar, b. á Lundum, Þorbjarnarsonar, föður Ólafs, langafa Bjama Bene- diktssonar forsætisráðherra. Þorsteinn er erlendis á afmæhs- daginn. Guðjón Davíðsson Guðjón Davíðsson húsasmíða- meistari, Reynilundi 8, Garðabæ, er fimmtugurídag. Starfsferill Guðjón er fæddur á Jaöri á Langa- nesi og ólst þar upp hjá móðurfor- eldrum sínum, Guðjóni Þórðarsyni og Kristínu S. Jónsdóttur, ásamt syniþeirri, Óskari. Guðjón var í Laugaskóla í Þingeyj- arsýslu og hóf nám í húsasmíði 1961 þjá Bimi Ólafssyni húsasmíða- meistara í Hafnarfirði. Guðjón vann þar til 1968 er hann hóf störf hjá Byggingarfyrirtækinu Sigurði og Júlíusi hf. Guðjón stofnaði ásamt fleirum Byggingarfyrirtækið Byggðaverk hf. árið 1980 og hefur verið þar meistari og byggingar- Þórarinn Guðjón Gunnarsson, b. að Vagnsstöðum í Suðursveit, er sextugurídag. Fjölskylda Þórarinn fæddist að Vagnsstöðum og ólst þar upp. Hann kvæntist 25.12. 1975 Ingunni Jónsdóttur, f. 19.8. stjóri við stærri byggingar sem fyr- irtækið hefur byggt. T.d. B-álmu Borgarspítalans, nýbyggingu Mjólkurstöðvar Reykjavíkur og verslunarmiðstöð Kringlunnar. Fjölskylda Guðjón kvæntíst 14.9.1963 Önnu M. Eymundsdóttur, f. 28.5.1944, húsmóður. Foreldrar hennar: Ey- mimdur Sigurðsson, fyrrv. hafn- sögumaður, og Lukka Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir en þau bjuggu á Höfn í Homafirði. Börn Guðjóns og Önnu: Kristín, f. 27.6.1963, hjúkrunarfr., maki Sig- urgísli Ingimarsson tannlæknir, þau eiga tvær dætur, Sigríði og Ónnu Gyðu; Ingibjörg, f. 13.11.1965, söngkona, maki Guðjón Andri 1935, húsfreyju. Hún er dóttir Jóns Jónssonar, b. að Smyrlabjörgum, og Lúcíu Guðnýjar Þórarinsdóttur frá Breiðabólstað. Dóttír Þórarins og Ingunnar er Sigríður Lúcía Þórarinsdóttír, gift Einari Hjalta Steinþórssyni frá Ein- holti á Mýrum í Austur-Skaftafells- Kárason nemi; Óskar, f. 17.7.1974; Ómar, f. 7.7.1978. Systkini Guöjóns: Kristín Þórdís, maki Hafsteinn Steinsson; Oddný, maki William Suarez; Jón, maki Sig- ríður Bjamadóttir; Siguijón, maki Erla Jóhannesdóttir; Steinunn Björg, maki Halldór Jakobsson; Jónína Margrét, maki Einar Ólafs- son. Foreldrar Guðjóns: Davíð Sigur- jónsson, f. 14.3.1907, d. 27.12.1991, verkamaður, og Jónína Guðjóns- dóttir, f. 13.7.1918, húsmóðir enþau bjuggu allan sinn búskap á Þórshöfn áLanganesi. Guðjón og Anna taka á mótí gest- um nk. föstudag (7.2.) í félagsh. Karlakórsins Þrasta að Flatahrauni 21 í Hafnarfirði kl. 20.30-23. sýslu. Systur Þórarins era Halldóra Gunnarsdóttír og Guðný Valgerður Gunnarsdóttir Foreldrar Þórarins: Gunnar Jens Gíslason, f. 28.11.1904, bóndi, og Sig- ríður Þórarinsdóttir, f. 28.2.1893, d. 14.7.1969, húsfreyja. Guðjón Davíðsson. Þórarinn Guðjón Gunnarsson. Þórarinn Guðjón Gunnarsson Sigríður Gísladóttir, Kaplaskjólsvegi 49, Reykjavík. Björg Antoniusdóttir, Dilksnesi, Nesjahreppi. JóhannKlausen, Hólsvegi 11, Eskifirði. Óiafur Vigfússon, Safamýri 46, Reykjavík. Sjöfn Jónasdóttir, Eskihlíð 14, Reykjavík. BenediktVaiberg, Djúpadal, Hvolhreppi. Svanhildur Guðmundsdóttir, Heiðarbraut 3, Sandgerði. Kolbrún Matthíasdóttir, Tiamarbraut 1, Suðurfjarða- hreppl Hóhnfríður Hermannsdóttir, Þinghólsbraut 39, Kópavogi. 40 ára Guðrún Ragnarsdóttir, Brávallagötu 20, Reykjavík. Gunnhildur Jóhannsdóttir, Fýlshólum 3, Reykjavík. Þorbjörg Jóhannsdóttir, Rauðási 5, Reykjavík. Kjartan S. Friðriksson, Tjarnarlundi I4g, Akureyri. Guðmundur Jónsson, Bólstaðarhlíð62, Reykjavík. Jóhann Einarsson,: j ■ :y:; v.: HelgubrautS, Kópavogi. StefánV. Guðmundsson í afmælisgrein um Stefán V. Guð- mundsson í blaöinu sl. mánudag var nafn bróður hans ranghermt. Hið rétta er að hann heitir Bjami Guð- mundsson, f. 20.5.1918, fyrrum yfir- umsjónarmaður á verkstæði Pósts og síma í Reykjavík. Bjami dvelur núáReykjalundi. DV biður hlutaðeigendur velvirð- ingaráþessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.