Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Fylgislítil ríkisstjórn
Fylgi ríkisstjórnarinnar fer þverrandi. Ef kosiö væri
í dag mundu stjórnarflokkarnir tveir tapa meirihluta
sínum. Aöeins 30% kjósenda segjast fylgja ríkisstjórn-
inni aö málum meðan 56% eru henni andvíg. Um 13%
kjósenda taka ekki afstööu eöa vilja ekki svara og er
sá hópur óvanalega fámennur. Þjóöin viröist hafa gert
upp hug sinn.
Aðeins einu sinni áöur hefur fylgi ríkisstjórnar á ís-
landi mælst minna frá því slíkar mælingar hófust. Þaö
var 1 tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Riija
má upp aö fylgi ríkisstjómarinnar var traust í upphafi
eöa rúmlega 53% meðal þeirra sem spurðir voru. Strax
í sumar fór aö reytast af henni og í september var ríkis-
stjómin komin í minnihluta. Síöast í desember haföi
hún þó rétt úr kútnum og hélt tæpum 45% af þeim sem
þá tóku afstöðu. Á þeim vikum sem liðnar eru af þessu
ári hefur fylgiö hruniö eins og fyrr segir og mælist nú
aðeins hjá þrem af hveijum tíu kjósendum sem spuröir
eru um afstöðu til ríkisstjórnarinnar.
Eðlilegt er aö spurt sé hvað valdi þessari sveiflu.
Hvaö er þaö á síðustu vikum sem veldur svo miklu
hrapi? Fjárlög hafa verið afgreidd og bandormurinn og
víst hefur þaö haft áhrif aö stjórnin viröist ekki hafa
komið böndum á ríkisfjármálin og efnahagsaðgeröirnar
til að ná fram sparnaöi í ríkisrekstri hafa mælst misjafn-
lega fyrir. Fólk er aö finna fyrir skerðingu á almanna-
tryggingabótum og fólk er andvígt þeirri hörku sem
beitt er gagnvart sjúkrahúsum og starfshöi þeirra.
Þegar á heildina er htiö má draga þá ályktun aö gagn-
rýni þess efnis aö ríkisstjórnin sé aö ráðast á velferðar-
kerfiö hefur hitt í mark og ríkisstjórninni hefur ekki
tekist sem skyldi að útskýra eða sætta almenning viö
þær ráðstafanir sem hún hefur gripiö til.
Þaö sem eflaust ræður þó mestu um fylgisleysi ríkis-
stjómarinnar og þann mótbyr, sem hún mætir, er hugs-
anlega það moldviöri sem blásið hefur verið upp í kring-
um Islenska aðalverktaka og þá fjármuni sem þar hafa
komið til útborgunar. Vitaskuld er það ekki sök núver-
andi ríkisstjómar þegar gróðinn af hermanginu kemst
í sviösljósið en ríkisstjórnin verður aö blóraböggli sem
persónugervingur þeirra afla í landinu sem hafa staðið
vörð um einokun aöalverktaka. Þaö er í skjóh þessarar
forréttindaaöstöðu sem gróðinn verður th og ráðandi
öfl í landinu birtast öllum almenningi í líki þessa kol-
krabba, þessara auðæfa, sem er deilt út skattfrjálst
meðan hinn sauösvarti almúgi veröur aö sæta kjara-
skerðingum.
Hitt er annaö mál að ríkisstjórnir afla sér sjaldnast
vinsælda og allra síst þegar þær þurfa aö moka flórinn.
Ríkisstjóm, sem stendur upp fyrir haus í hreingeming-
um og erfiðum málum, má ekki láta það á sig fá þótt
dragi úr vinsældum. Þegar upp er staðið gildir mestu
að afla sér trausts í krafti aðgerða og stjómunar sem
skha árangri. í því sambandi verður ríkisstjórnin sjálf
að hafa trú á því sem hún er að gera. Vandi margra
fyrri stjóma hefur einmitt verið sá að innbyrðis ágrein-
ingur ráðherra og flokka í mhli hefur dregið úr trausti
almennings og núverandi ríkisstjóm má ekki falla í
sama pytt. Sá stjómmálamaður getur verið vinsæll sem
gerir það eitt sem fehur fólki vel í geð en hann kemst
ekki langt á vinsældunum einum saman.
Ríkisstjómin hefur gott af því að finna fyrir andbym-
um. Það heldur henni við efnið. Og stappar vonandi í
hana stálinu.
Ehert B. Schram
Enn einu sinni hefur vaknað um-
ræða um skattlagningu fjármagns-
tekna. Nú virðist tilefnið vera starf
nefndar á vegum ríkisstjómarinn-
ar sem vinnur að þvi að móta tillög-
ur um framkvæmd skattlagningar-
innar. Af þessu tilefni hefur DV
beðið mig um að skrifa stutta grein
og er mér það bæði ljúft og skylt
þar sem ég var formaður þeirrar
nefndar sem vann að undirbúningi
málsins í tíð síðustu ríkisstjómar.
Hvaö á að skattleggja?
Fjármagnstekjur em í dag skatt-
lagðar með margvíslegum hætti.
Fyrirtæki greiða skatt af öllum
fjármagnstekjum sínum og eignar-
skatt að auki. Einstakbngar greiða
eignarskatt af sumum fjáreignum
og tekjuskatt af leigutekjum og arði
yfir ákveðnu marki. Vaxtatekjur
einstakbnga em hins vegar skatt-
frjálsar í dag og arður upp að
„Vfðast hvar í heiminum eru vaxtatekjur einstaklinga skattlagðar", seg-
ir m.a. í greininni.
Skattlagning
sparifjár
ákveðnu marki. Þetta misræmi í
skattlagningu fjármagnstekna ein-
staklinga veldur margs konar
óréttlæti og óhagkvæmni. Þess
vegna em uppi tiUögur um sam-
ræmda skattlagningu fjármagns-
tekna einstaklinga.
Tvær meginleiðir standa til boða
varðandi skattlagningu fjármagns-
tekna einstaklinga, þ.e. eignar-
skattsleið og tekjuskattsleið. Eign-
arskattsleiðin 'er einfaldari en
óréttlátari, þar sem ekki er tekið
tilUt til þess að mismunandi eignir
gefa af sér mjög mismiklar tekjur.
Tekjuskattsleiðin er flóknari en
réttlátari og meir í samræmi við
það sem gert er í nágrannalöndun-
um.
Sú nefnd sem ég hafði for-
mennsku í mælti með tekjuskatts-
leiðinni. Hún lagði jafnframt til að
vaxtatekjur einstaklinga væm
leiðréttar fyrir verðbólgu, þannig
að aðeins raunvextir kæmu til
skattlagningar, og þá aðeins að þeir
hefðu verið greiddir, þ.e. væru til
fuUrar ráöstöfunar fyrir viðkom-
andi. Nefndin lagði til að arður
yrði í meginatriðum skattlagður
með sama hætti. Þaö er því í báðum
tilfeUum verið að skattleggja nýjar
tekjur af sparnaði en ekki spamað-
inn sjálfan. Það er því ekld hægt
að tala um tvísköttun í þessu sam-
bandi.
Hvers vegna?
Rökin fyrir því að taka upp sam-
ræmda skattlagningu fjármagns-
tekna einstakUnga og afnema
skattfrelsi vaxtatekna þeirra er
hægt að draga saman með orðun-
um réttlæti - hagkvæmni - alþjóð-
leg samræming.
Það er óréttlátt að mismuna
mönnum eftir því í hvaða formi
þeir hafa tekjur sínar. í þessu sam-
bandi má benda á nýleg dæmi rnn
tekjutengingu ellilífeyris, þar sem
tveir menn geta verið með sömu
tekjumar, annar af atvinnu en
hinn af skuldabréfaeign, en þurft
að sæta mjög mismunandi skerð-
ingu á grunnlífeyri og/eða fá mis-
háa tekjutryggingu.
Skattlagning hins opinbera þarf
helst að vera sem hlutlausust með
tilUti tíl tekjuforma og framleiðslu-
þátta til að koma í veg fyrir að
ákvarðanataka brengUst vegna
ásóknar í skattalegt hagræði.
Skattfrelsi vaxtatekna einstaklinga
brýtur þessa reglu og stuðlar því
að óhagkvæmni af margvíslegu
tagi.
Víðast hvar í heiminum em
vaxtatekjur einstakUnga skattlagð-
ar. ísland er þannig eina aðildar-
ríki OECD sem hefur enga skatt-
lagningu á vaxtatekjur einstakl-
inga. Opnun íslenska fjármagns-
markaðarins gagnvart umheimin-
um krefst samræmingar við önnur
KjaUarinn
Már Guðmundsson
hagfræðingur
lönd hvað þennan þátt varðar.
Hví ekki fyrr?
En hvers vegna er þá ekki fyrir
löngu búið að afnema skattfrelsi
vaxtatekna einstaklinga úr því að
svo góð rök eru fyrir skattlagning-
unni? í fyrsta lagi vegna þess að
það er ekki fyrr en með þróun verð-
tryggðs verðbréfamarkaöar,
auknu frjálsræði í vaxtamálum og
þeirri hækkun raunvaxta sem
fylgdi í kjölfarið á árunum 1984-86,
sem hægt verður að tala um ein-
hvem skattstofn í þessu sambandi.
Áður vom raunvextir gjaman nei-
kvæðir í bankakerfmu og verð-
tryggður verðbréfamarkaður var
vanþróaður. í öðra lagi vegna þess
að máhð mætti heiftarlegri and-
stöðu til að byrja með.
Talsmenn stærsta sfjómmála-
flokks landsins og flestir talsmenn
fjáramgnsmarkaðarins beittu sér
gegn máUnu. Meðal annars vegna
þeirrar umræðu sem átti sér stað
um máUð í tíð síðustu ríkisstjóm-
ar, er staðan nú gjörbreytt. Allir
stjómmálaflokkarnir virðast geta
samþykkt þessa skattlagningu og
margir aöilar á fjármagnsmark-
aðnum og í bankakerflnu telja
hana óhjákvæmilega. Veröi byggt
á þeim grunni sem fyrri fjármagns-
tekjuskattanefnd lagði virðist
raunhæft að gera ráö fyrir að hægt
verði að leggja fram framvörp um
þetta efni áður en vorþingi lýkur
og að skatturinn geti þannig lagst
á tekjur ársins 1993.
Áhrif á sparnað
FuUyrt hefur verið að skattlagn-
ing vaxtatekna einstaklinga muni
aUt í senn leiða til hærri vaxta,
minni sparnaðar einstakUnga og
heimUa og aukins kostnaðar í
bankakerfinu. Það er sannleik-
skom í þessu. Það er hins vegar
ekki Uklegt að stærðargráður þess-
ara áhrifa séu slíkar að þær vegi
upp á móti ábatanum fyrir þjóðar-
heildina af því að taka slíka skatt-
lagningu upp. í vissum tilfeUum
þurfa vextir ekki að hækka, t.d. ef
sú lækkun lánsfjárþarfar hins op-
inbera sem af skattlagningunni
leiðir hefur meira að segja varð-
andi raunvexti heldur en minni
spamaður heimilanna eða ef fjár-
magnsmarkaðurinn er svo opinn
að vextir fyrir skatt ráðast algjör-
lega af vaxtastiginu í umheimin-
um.
Líklegast mun þó skattbyrðin
skiptast í einhverjum hlutfóUum á
milU sparifjáreigenda og lántak-
enda og koma þannig að hluta fram
í hærri vöxtum og að hluta í minni
spamaði heimilanna. Ef við t.d.
gefum okkur að skatturinn skiptist
jafnt á milU þessara aðila myndi
hann valda því að öragg raun-
ávöxtun eftir skatt hjá þeim sem
hæstan skatt greiða myndi lækka
úr um 8% nú í 6 % %. Þetta er langt
innan þeirra marka sem raunvext-
ir sveiflast hvort sem er og ekkert
tílefni til að gera því skóna að
spamaður muni hrynja.
Það er auðvitað hugsanlegt að
sparifjáreigendur bregðist með ó-
skynsamlegum hætti við skattin-
um tíl að byrja með. Því hefur ver-
ið halíUð fram að skattafælni
sumra íslendinga sé slík að þeir séu
tilbúnir að leggja í 200 kr. kostnaö
tíl að losna við 100 kr. skatt. Það
er auðvitaö mikUvægt að standa
þannig að framkvæmd og kynn-
ingu málsins að óskynsamleg
fælniviðbrögð af þessu tagi verði
sem minnst. Því verða ábyrgir aðU-
ar á fj ármagnsmarkaðnum aö fjalla
um þetta efni af hlutlægni og gæta
þess að mála ekki skrattann á vegg-
inn. Már Guðmundsson
„Skattlagning hins opinbera þarf helst
að vera sem hlutlausust með tilliti til
tekjuforma og framleiðsluþátta til að
koma í veg fyrir að ákvarðanataka
brenglist vegna ásóknar í skattalegt
hagræði.“