Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992. 25 Margrét Kristín Sigurðardóttir syngur djass í Púlsinum: Uerði klassískan söng á Ítalíu og söng djass með Söngkonur, sem syngja djass, eru ekki margar hér á landi, enda tæki- færin ekki mörg fyrir slíkan söng. Margrét Kristín Siguröardóttir er ung söngkona sem mun heyja frum- raun sína hér á landi í Púlsinum næstkomandi sunnudagskvöld. Það er þó alls ekki í fyrsta skiptið sem Margrét kemur fram. Margrét, sem kom heim rétt fyrir áramót, hefur dvahð erlendis síðast- hðin þrjú ár, aðallega í Noregi og einnig á ítahu þar sem hún söng og kom fram með ítalska píanóleikaran- um Dino Lissona. Margrét hóf img tónhstamám, var sjö ár í Bamamúsíkskólanum. Eftir að hafa lokið kennaranámi við Kenn- araháskóla íslands 1988 fór hún í leiklistar- og kvikmyndanám í Þrándheimi. Þar var hún í háskólan- um í eitt og hálft ár og lagði jafnframt stund á söngnám í einkatímum hjá norskri söngkonu, Elen Udegárd, sem er kunn djasssöngkona í Þránd- heimi. Síðasthðið haust fór Margrét síðan th Ítalíu þar sem hún stundaði nám í klassískum söng. Þar kynntist hún ítalska píanóleikaranum Dino Lis- sona sem hún stofnaði dúett með og sungu þau á skemmtistöðum. „Þegar ég fór út var það ahs ekki á dagskrá að læra sérstaklega söng en áhuginn hefur ahtaf verið fyrir hendi og hann jókst eftir að ég fór að vinna með stúdentaleikhúsi í upp- setningum á revíum og söngleikjum. Ég fór í framhaldi í einkatíma í djass- söng hjá Ehn 0degárd,“ segir Mar- grét í stuttu spjalli. - Af hverju djass? „Djass hefur alltaf haft sterk áhrif á mig og ég hef hlustað mikið á djass, ekkert endhega á söngkonur heldur ahs konar djass.“ - Nú söngst þú djass á Ítalíu ásamt því að vera í klassísku söngnámi. Fór þetta tvennt saman? „Þetta fer ágætlega saman. Hjá Evginia Ratt lærði ég söngtækni sem er ekki síður nauðsynleg þeim sem leggja fyrir sig aðra tónhst. Ég byrj- aði ekki að syngja opinberlega fyrr en stuttu áður en ég fór heim en viö- tökurnar voru það góðar að við hefö- um vel getað haldið áfram." - Hvernig djass syngur þú á sunnu- dagskvöldið? „Ég mun aðallega syngja þekkt og gömul lög, th dæmis Teach Me To- night, Misty, Ah of Me og Summer- time, svo einhver séu nefnd. Síðan mun ég syngja eitt og eitt lag eftir sjálfa mig inn á milli. Á ítahu söng ég eingöngu við undirleik píanós sem ég kann ákaflega vel við. Það verður því tilbreyting að syngja í Púlsinum við undirleik kvartetts." - Hvað er fram undan? „Ég er svo nýkomin heim að ég ætla að byrja á því að bíða og sjá th. Þaö er margt í bígerð sem of snemmt er að minnast á. En ég get nefnt að ég hef veriö að semja sjálf og hef mikinn hug á aö halda því áfram." Þess má að lokum geta að Margrét kemur fram á Púlsinum kl. 10 á sunnudagskvöldið. Þeir sem leika með henni eru Kjartan Valdimarsson á píanó, Ómar Einarsson á gítar, Úlfar Haraldsson á bassa og Jón Björgvinsson á trommur. -HK Æfingar að hefjast á La Bohéme Óperusmiðjan mun í samvinnu við óperuna La Boheme eftir Puccini óperuheiminum. Þetta verður í Borgarleikhúsið frumsýna 28. mars sem er ein allra vinsælasta óperan í fyrsta sinn sem ópera er sett upp í Hér má sjá hluta þess söngfólks sem tekur þátt í sýningu Óperusmiðjunnar á La Boéme en hópurinn kom saman í fyrsta sinn í Borgarieikhúsinu siðastliðinn föstudag. DV-mynd Brynjar Gauti Borgarleikhúsinu sem sérstaklega er gert fyrir góðan hljómburð, auk þess sem þar er fullkomnasta leiksvið landsins. Fyrir nokkru var valið í hlutverkin og er það einvalalið söngvara sem fer með hlutverkin í óperunni. Hljóm- sveitarstjóri verður Guðmundur Óh Gunnarsson sem hefur verið við framhaldsnám í Finnlandi. Hljóð- færaleikamir koma flestir úr röðum Sinfóníuhljómsveitar íslands. Með helstu hlutverkin fara Þorgeir Andrésson, Inga Backman, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Jóhanna Linnet, Keitii Reed, Sigurður Bragason, Stef- án Arngrímsson, Jóhann Smári Sæv- arsson, Sigurður Steingrímsson og Ragnar Davíðsson. Auk þess hefur veriö leitað til ís- lenskra tenóra, sem starfa erlendis, um að syngja í nokkrum sýningum. Ólafur Bjamason, sem hefur staðið sig vel í Ópemnni í Regensburg í Þýskalandi, mun syngja í nokkmm sýningum í byijun maí. Einnig er .hugsanlegt að Kristján Jóhannsson komi ef færi gefst. í sýningunni er þrjátíu manna blandaður kór, auk tuttugu barna sem Ami Harðarson hefur æft. Leik- stjóri er Bríet Héðinsdóttir. -HK Uthlutun til atvimuleikhópa: Alþýðuleikhúsið fékk 4 milljónir Nýlega var úthlutað 12 mihjónum tíl starfsemi atvinnuleikhúsa og hlaut Alþýðuleikhúsið, sem áður var sérhður á fjárlögum, þriðjung 'upp- hæðarinnar, auk þess sem starfandi leikhópur innan Alþýðuleikhússins fékk 2 mihjónir. Forsendur úthlutunarinnar í ár em að því leyti frábragðnar að því sem áður vom tveir fjárlagaliðir, Alþýðuleikhúsið og önnur leikstarf- semi, hefur nú verið steypt saman í einn flokk sem kahast Starfsemi at- vinnuleikhópa. Upphæðin, sem er undir þessum hö fjárlaga, er tveimur mihjónum lægri en sú upphæð sem var th ráðstöfunar fyrir þessa tvo flokka í fyrra. Að þessu sinni bámst fjörutíu og sjö umsóknir frá tuttugu aðhum. Úthlutunarnefndin, sem skipuð var þeim Kolbrúnu Hahdórsdóttur, Helgu Hjörvar og Gunnari Gunnars- syni, fór yfir ahar umsóknirnar og ræddi við aðhana um hugmyndimar sem lágu á bak við umsóknimar. Ef hefði átt að sinna öhum umsóknum hefði nefndin þurft að hafa um það bh 150 mhljónir núlh handanna. Eins og áður segir fékk Alþýðuleik- húsið stærsta styrkinn eða Ijórar mhljónir. Er gert ráð fyrir að sú fjár- hæð fari í uppsetningu á tveimur verkefnum á árinu. I starfsáætlun Alþýðuleikhússins er gert ráð fyrir að setja upp þrjú verkefni. Þriðja verkefnið Ihýtur framlag undir nafn- inu Þíbylja samkvæmt eigin ósk. Þí- bylju em veittar 2 mihjónir th að setja upp Brúðuheimihö eftir Henrik Ibsen. Aðrir sem fengu styrk em Leik- smiðjan Kaþaris sem hlaut 2,5 mhlj- ónir th að setja á svið Heddu Gabler eftir Henrik Ibsen. Eggleikhúsiö fær 1 mhljón th að vinna Hernaðarhst svíns eftir Raymond Cousse. Auður Bjamadóttir hlýtur 1 mhljón th að vinna dansverkin Ertu svona kona og Gárur. Óperusmiðjan hlýtur 1 mihjón sem er viðbótarstyrkur th að halda áfram með uppsetningu á La Boheme eftir Puccini. Sögusvuntan hlýtur 350.000 th að vinna brúðuleik- hús fyrir börn og Frú Emelía hlýtur hálfa mhljón th að halda sér á floti. -HK Meiming Hættvið niðurskurðar í aprh átti að frumsýna söng- leikinn Nú er aht leyft eför Cole Porter en vegna niöurskurðar til Þjóðleikhússins á fjálögum hefur verið hætt við sýninguna. Að- spurður sagði þjóðleikhússtjóri, Stefán Baldursson, að ekki hefði verið búið að leggja í mikinn kostnað. Búið var aö kaupa sýn- ingarréttiim og að borga þýðing- arkostnað. Stefan sagði aö verið gæti að húsinu yrði lokað aðeins fyrr en áætlað var. 1 apríl er fyrir- huguö aftnælisdagskrá vegna ní- ræðisafmælis Halldórs Laxness og sagði Stefán að nú væri stefnt að því að hún yrði mun viðameiri en gert var ráð fyrir. Þeim áskrif- endum, sem áttu miða á söngleik- inn, hafa verið boðnir miðar á Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón eða Emh i Kattholti, en þessar sýn- ingar em ekki i áskrift, eða fá miðana endurgreidda og sagöi Stefán að flestir heíðu kosið að sjá aðra hvora sýninguna. San Francisco- skuldumvafinn JenamaBoÖvaisdótQr, Sanjose: San Francisco-bahettinn hefur fengið mikið hrós h)á gagnrýn- endum undir stjóm Helga Tóm- assonar og hefur aldrei risið jafn- hátt listrænt séð. Þrátt fyrir þetta er stórtap á rekstri hans. Nýlega fór ballettinn sigurfór th New York og nú er beðið með efttr- væntingu eftir frumsýningu hjá bahettinum í kvöld í Óperuhús- inu í San Francisco. I árslok voru skuldir bahettsins 3,3 milljónir dohara og fara vaxandi. Þess má geta aö árstekjur Helga 1989-1990 voru 181.480 dollarar og er hann hæst launaði bahettstjóri i Kali- forniu. Þetta eru samt litlir aurar í samanburði við stjórnendur sin- fóníuhljómsveita. Til dænús hafði Herbert Blomstedt, stjóm- andi Sinfóniuhljómsveitarmnar í San Francisco, 586.66/ dollara árslaun. Myndlrásýn- inguáSinfóníu- HQómlelkum Á tónleikum Sinfóníubljóm- sveitar íslands annað kvöld verða flutt tvö verk. Annaö þeirra er hið þekkta verk Mússorgskíjs, Myndir á sýningu. Hitt verkiö er Sinfónía nr. 2 eftir John Speight sem búsettur er hér á landi Speight settist að á íslandi 1972 og hefur síðan verið áberandi í íslensku tóniistarlifi, hefur stundað keimslu, sungið í óper- um og haldið einsöngstónleika. Hami hefur samið tónhst af ýmsu tagi. Sinfónia nr. 2 var valin á ISCM World Music Dauys-hátíð- ina sem verður haldin í maí í vor i Varsjá í Póhandi, Einsöngvari á tónleikunum er sópransöngkon- an Julie Kennard sem er frá Wales. Stjómandi verður Petri Sakari. og iiljóðrHasýniitg í thefhi tónmenntadaga Ríkis- útvarpsins, sem hefjast í næstu viku, verður komiö á fót tveimur sýningum i Útvarpshúsinu. Ann- ars vegar er um að ræða tón- minjasýningu þar sem sýndir verða munir er tengjast tónlistar- sögu þjóðarinnar og hins vegar Mjóðritasýningu þar sem fjórir framleiöendur og innflyijendur hljóörita, íslensk tónverkamið- stöö, Japis, Steinar og Skífan kynna óvenjuleg og athyghsverö hijóörit, erlend og islensk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.