Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992. Spumingin Ertu búin(n) að fá flensu? Garðar Arnarson neœi: Nei, og eng- inn í kringum mig. Nína Sveinsdóttir húsm.: Nei, og eng- inn sem ég veit um. Jóna Þ. Vernharðsdóttir gjaldk.: Nei, ég slepp nú yfirleitt en hellingur af fólki, sem ég þekki, er búinn að fá hana. Hrafnhildur Þorsteinsdóttir af- greiðslud.: Nei, en ég hef orðiö mjög vör við faraldurinn. Þórir Hersveinsson, fyrrum lög- regluþj.: Nei, ég hef ekki fengið flensu í vetur og enginn á mínu heim- ili. Þyrí Konráðsdóttir nemi: Nei, og enginn heima hjá mér. Lesendur Þjóðviljinn á likbörunum: Eftirminnileg- ustu eftirmælin Kristinn Einarsson skrifar: Þjóðviljinn, þessi vesalingur í dag- blaðsmynd, hefur nú lagt upp laup- ana. Hann hefur ekki verið jarðsett- ur en stendur uppi. Einhverjir ofur- hugar, sem stunduðu vesalinginn síöustu dagana, ætla nú að taka úr líkinu það heillegasta og reyna að blása í þaö lifi til viðhalds „menn- ingu“ og pólitík á vinstri kantinum. Almælt er aö rekstur Þjóðviljans hafi verið kominn í þrot. Einn að- standenda blaðsins fullyrðir að Þjóð- viljinn hafi verið málsvari þeirra sem hafa staöið lengst til vinstri og styrkur blaðsins hafi skapað nauö- sjmlegt jafnvægi í almennri þjóð- málaumræðu. - Það virðast þá ekki vera margir eftir í landinu sem telja að styrkur Þjóöviljans nái að fram- kalla slíkt jafnvægi núna. Þjóðviljinn virðist ekki einu sinrn hafa höfðað til þeirra sem honum var áskapað að styðja; htla mannsins og hinna sem standa höllum fæti. Þeir snúa sér nú í átt til ríkisins, þessarar „skilyrðaskapandi" Mekku fyrir at- vinnuvegina og fiárstreymi fyrir þá sem vilja hvergi Úfa og deyja annars staðar en í faðmi hins opinbera. En svo ég snúi mér nú aftur beint að Þjóðviljanum látnum er áreiðan- lega ekki um mikinn söknuð að ræða meðal þjóðarinnar. í kveðjublaði Þjóðviljans n mátti þó lesa uppk- reisting saknaðar nokkurra ör- þreyttra málpípna í dægurþrasinu. - „Verðugur andstæðingur" — „Hann skilur eftir sig tómarúm“ - „Ég sakna Þjóðviljans". - Hvíb'k hræsni! Sannleikurinn um Þjóðviljann er einfaldur. Hann var engum til gleði en flestum til armæðu. Hann boðaði bölmóð og baráttu án afláts. Ef ekki nú síðast gegn Sameinuðum verktök- um þá áður gegn kaupmönnum. Ef ekki kaupmönnum þá gegn þeim sem nenntu að stofna fyrirtæki og skapa atvinnu. Og enn og aftur gegn fiár- magni, þessu sem Þjóðviljinn sóttist svo fast eftir í lokin. Eftirminnilegustu eftirmælin flutti Guðmundur Einarsson lífræðingur í Vikulokaþætti í Ríkisútvarpinu sl. laugardag. Þau eftirmæh ætti að birta í öllum íslenskum fiölmiðlum til aðvörunar þeim sem trúa því að einhver Þjóðvilji „rísi upp í nýjum klæðum og boði nýja trú“ eins og einn fyrrv. þingmaður hélt að lesend- um í Þjóðvújanum á andlátsdaginn. - Vonandi rís hann ekki upp í lík- klæðunum. Niðurskurður frá mannlegu sjónarhorni Guðný María skrífar: Hversu langt á þetta að ganga? Þessa dagana er skerðing ríkissfióm- arinnar að birtast landsmönnum. - Gamalt fólk, veikt fólk, alhr sem búa á stofnunum, bamafólk, bömin okk- ar; þetta em þeir sem eiga að taka á sig byröar fiárlagahahans vegna spamaðaraðgeröa ríkissfiómarinn- ar. Var ekki nóg komið? Laun hafa ekkert hækkað síðustu misseri, ekki persónuafsláttur eða nokkrar aðrar bætur á vegum ríkis- ins. Reyndar hefur verðbólgan verið í lágmarki undanfarið, og er þannig kominn meiri stöðugleiki, en í stað- inn fyrir að maður hélt að nú væri kominn tími til að sjá árangur erfið- isins þá er enn farið í vasa okkar. Þetta er orðið svívirðilegt. Ég skil ekki hvemig okkar háu herrar hugsa þetta siöferðilega. Hvert er viðhorf þeirra frá mannlegu sjónarhomi? Hafa þeir enga samvisku gagnvart gömlu fólki, bömum, einstæðum for- eldrum eða sjúkhngum? Eða em þeir gjörsamlega komnir úr sambandi við þessa þjóðfélagshópa? Hafa þeir enga reynslu af lífsviðhorfi þessa fólks? - Ykkur sfiómarherrum til fróðleiks em t.d. minar aðstæður þessar; Ég hef fengið rúmar 43 þúsund krónur í bamabætur með bömum mínum á 3 mánaða fresti. Núna fæ ég 34 þús- und kr. og bamabótaauka 7 þús. sem er samtals 41 þúsund krónur. Ég lækka þrátt fyrir að mánaðarlaun min séu ekki hærri en 80 þúsund krónur á mánuði. - Mér finnst sjálf- sagt og réttlátt að láta þá sem hafa háar tekjur taka á sig meiri byrðar. Tvöfaldar bamabætur em eina kjarabót einstæös foreldris í skatta- uppgjöri. Áður en staðgreiðsla skatta kom til vom ýmsir frádráttarhðir í skattauppgjöri eingöngu th ein- stæðra foreldra. Þessu var breytt vð staðgreiðslu skatta, og það er enginn munur á mínu skattauppgjöri og næsta manns, nema hvað ég fæ tvö- faldar bamabætur og hann annað hvort einfaldar eða engar. Sjálfsagt eigum við að vera búin að gleyma hvemig þetta var áður, svo að þið, ráðherrar, getið fram- kvæmt þetta þegjandi og hljóðalaust. Þið emð sífeht að sehast lengra og dýpra í vasa þar sem einhverjar krónur em í. Af hveiju takið þið ekki úr vösum sem em fulhr af seðl- um? Gerið ykkur grein fyrir því að þið tapið áhti og trausti almennings. Fundahöldin snúa að almenningsálitinu Snúast fundahöldin í stuðning viö ríkisstjórnina? t Hringið í síma 63 27 00 milli kl. 14 og 16 -eðaskrifið Na(n i>íi tímanr. vrrAur aft fylgja hré'fum Ingólfur Jónsson skrifar: Fundir þeir sem ýmsar starfsstéttir í hehbrigðis- og skólakerfinu hafa gengist fyrir að undanfómu era á einn veg. Þar er mótmælt spamað- aráformum ríkissfiómarinnar og hvatt th aö draga þau th baka. - Þetta er einfaldlega ekki mögulegt. Fjárlög hafa verið samþykkt af meirihluta Alþingis. Auk þess sem nánast allir em sammála um að nú verði ekki lengur komist hjá að draga saman seglin í útgjöldum hins opinbera. Fundarmenn em líka sammála þessum spamaðaráformum að sögn. Þeir vhja bara ekki að þau lendi á útgjaldastærstu þáttum opinberrar þjónustu, hehbrigðis- og skólamál- um! Þeir benda á að draga megi sam- an einhvers staðar annars staðar, en benda ekki á hvar. En hvaö sem svona hártogunum hður og tilraunum ýmissa „ábyrgra" aðha th aö gera spamaðartihraunir ríkissfiómarinnar að engu, má treysta því að þessir sífehdu raðfund- ir opinberra starfsmanna undanfarið verði th þess að snúa almenningsáht- inu gegn þessum stéttum sjálfum og styðja ríkissfiómina, þá fyrstu eftir lýðveldistöku sem reynir að spoma gegn útgjöldum í staö þess að auka þau með undanlátssemi við þrýsti- hópa og erlendum lántökum í slíkum mæh að við hggur þjóðargjaldþrot. R.P. skrifar: Það er eftirtektarvert hversu ísraelsmenn sýnast óbilgjamir þegar verið er aö ræða friðarhorf- ur og fýrirkomulag yfirráöa fyrir botni Miöjaöarhafsins, einkum hjá þeim sjálfum og Palestínu- aröbum. - En hvernig eiga ísra- elsmenn að snúa sér eftir stöðug- ar hótanir araba og annarra nær- liggjandi rflfia? ísraelsmenn eiga ítök í flestum viðskiptum í hinum vestræna heimi og þau eru þeirra vopn gegn ásókn í þetta litla landsvæði sem þeim var úthlutað á sínum tíma og kallað var ísrael. - ísra- elsmenn vita sem er að gefi þeir þumlung eftir af iandsvæðum sínum verða þeir hraktir th hafs og verða þar með aftur þjóð á flótta. vegs Pétur Ólafsson skrifar: Ég heyrði í fréttum útvarps fyr- ir nokkm að staöa sjávarútvegs- ins væri ekkert síður hörrauleg en landbúnaðarins. Hafi ég heyrt rétt nema skuldir sjávarútvegs- ins um 100 milljörðum króna og eignir á móti næmu hvergi nærri th að greiöa þær skuldir. Einhveijir fleiri en ég hafa heyrt þessa frétt því ég las í les- endadálki DV að einhver var að vitna í fréttina. Ég hef hvergi síð- ar séð staf um þetta, hvorki í blöð- um né útvarpi eða sjónvarpi. Þetta er máske ein þeirra felu- frétta sem era kveönar niður þar sem þær myndu valda meiri hátt- ar óróa ef þeim yrði haldið á lofti. Lrfeyrismál inn í kjarasamninga Kqibeinn skrífar: Ég tek undir lesendabréf Magn- úsar Ólafssonar í DV 31. jan. sl. undir fyrirsögninni „Umráða- réttur eigin lífeyrisgreiðslna". Þaö fer að verða mannréttinda- mál hvernig menn eiga að snúa sér í þvi aö ná rétti sínum gagn- vart lífeyrissjóöum hér á landi. Einn angi þess hefur nú verið sendur th Mannréttindadómstóls Evrópu tíl umfjöllunar. Þaö að menn skuli skyldir th að greiða 4% af launum sinum i lífeyrissjóð og vera aðnjótandi 6% th viðbótar frá vinnuveitanda án þess aö viökomandi launþegi hafi nokkur umráð yfir þessu fé er auðvitað hiö mesta siöleysi. - Og fa svo aðeins yfirráö yfir hluta þess þegar ævistarfi lýkur! Líf- eyrismálin verða að koma inn í komandi kjarasamninga. Það er brýnt að leysa úr þessari flælfiu. Hvíminnistengimi álandbúnaðinn? Oddgeir hrmgdi: í spamaðarumræðum þessa dagana heyri ég engan mótmæla eyöslunni í landbúnaðarkerfinu. Veit fólk ekki aö þar er um fjársó- un aö ræða sem nemur miýjörð- um króna árlega? Með spamaöi þar mætti e.t.v. komast hjá að draga nokkuö saman í hehbrigði- skerfinu og menntakerfinu. NiAiirclriirAiiru á Halia hringdi: Mér sem sjúklingi, sem faíð eftir sjúkrahúsplássi, finnst það óvið- kunnanlegt oröaiag hjá fjölmiöl- um að tala sífeht um þennan „niðurskurð". „Niðurskurö" sjúkrahúsa og „niöurskurð" á starfsfólki. -Maður gæti búist við að koma út af sjúkrahúsi í kvart- éli þá maður kemst loks inn til aðgerðar! Eða hvað á maður aö segja?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.