Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992. 9 roarglr að því aö ísmaöurinn, sero fannst í Alpafjöllunum síðasta haust, haö veriö prestur. Reynist það rétt eru þar með komnar fram skýrari vLsbendingar en áður um trúarlíf steinaldar- manna fyrír fimm þúsund árum. Það hefur vakið athygli fom- leifalræðinganna að útbúnaður mannsins var áþekkur þeim sem andaprestar í Mið-Síberíu nota enn í dag. Þá hefur og sú getgáta komið fram að erindi ismannsins upp á fjallið, þar sem hann fraus í hel, hafi verið að ráðfæra sig við guðina. Bandarískir kviðdómendur leitahjálpar sálfræðinga Kviðdómendur í Bandaríkjun- um geta leitað sér aðstoðar hjá sálfræðingum ef þeir verða að hlusta á mjög ógeðslega vitnis- burði. Aðstoðin felst einkum í aö láta fólkið fá útrás ef það fyllist reiði við að hlýða á framburð fjöldamorðingja og kynferðis- glæpamanna. Margir dómarar mæla með að kviðdómendur leiti sér aðstoðar fremur en að byrgja inni reiði sína. Þá hefur og verið mikið um réttarhöld yfir níðingum og hrottum vestra síöustu mánuði. Nægir þar að minna á mál Jeff- reys Ðahmer sem át fómarlömb sin. í kviðdóma velst almúgafólk sem hefur til að bera heilbrigða skynseml Þetta fólk á oft erfitt með að hiusta langtimum saman á sögur af morðum og nauðgun- um, svo ekki sé minnst á mann- át. Bandariskir lögmenn leggja og mikið upp úr nákvæmum framburði vitna sinna. Kvikmynd um fjölmiðalkóng- inn Maxweil Tveir blaðamenn hjá The Daily Mirror eru að skrifa handrit að kvikmynd um fiölmiðlakónginn Robert Maxwell, fyrrurn vinnu- veitanda þeirra. Myndin verður væntanlega tekin upp síðar á þessu ári en ákveðið var að ráð- ast í töku hennar skömmu eftir að Maxweli lést á síðasta ári. Mögulegt er að röð sjónvarps- þátta veröí eimfig gerð um leiö og myndin. Rætt er um að Danny de Vito leiki Maxwell vegna áþekks vaxtarlags. Einnig er Al- bert Finney nefhdur til sögunnar í aðalhlutverkið og gárungarnir vilja að jötunmennið Arnold Schwarzenegger verði ráöinn til verksins. FaðirungfrúAI- baníutaiarekki við dóttur sína Faöir albönsku stúlkunnar, sem varð fegurðardrottnig þjóðar sinnar um síðustu heigi, neitar að tala oftar við hana. Hann segir að Valbona, en svo heitir dóttirin, eigi að skammast sin. Valbona er engu aö síöur sátt við sinn hlut þvi að hún hlaut 30 þúsund leks í verðlaun. Það sam- svarar um 40 þúsundura ís- lenskra króna. Faðir fegurðar- drottningarinar er þtjú ár að vinna sér inn þessa fjárhæð. Auk þess fékk Valbona fría ferö öl ít- alíu. Þangað komast venjulegir Albanar ekki því að ítalir hafa lokað landi sínu fýrir fólki frá Albaníu. ' IJtlönd Stjóm Venesúela afnemur stjómarskrána: Valdaránsmenn eru allir í haldi - nítján féllu og tugir særðust Stjórnvöld í Venesúela sögðu seint í gærkvöldi aö meira en eitt þúsund uppreisnarmenn inna hersins sem reyndu að steypa ríkisstjórninni snemma í gærmorgun hefðu ýmist gefist upp eöa verið yfirbugaðir. „Viö höfum náð öllum óróleika- stöðum á okkar vald og uppreisnar- mennimir eru í haldi,“ sagöi Carlos Andres Perez, forseti Venesúela, í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. „Allir þeir sem tóku þátt í þessari smánarlegu árás gáfust annaðhvort upp eða voru sigraðir." Fernando Ochoa Antich varnar- málaráðherra sagði fréttamönnum að 133 liðsforingjar og 956 óbreyttir hermenn hefðu verið handteknir eft- ir valdaránstilraunina sem hófst um miðnætti að staðartíma eða fjögur aö morgni að íslenskum tíma. Rafael Huizi Clavier aðmíráll sagöi aö herinn hefði misst nítján fallna. Fjórtán heföu fallið í árásunum í höfuðborginni Caracas og aörir fimm í borginni Valencia í miðhluta lands- ins. Ekki var þó ljóst hvort átt var við bæði hersveitir hollar stjómvöld- um og uppreisnarmenn. Fimmtíu og einn maður særöist í valdaránstil- rauninni. Venesúela er olíuauðugt land en aö undanfórnu hefur harðnað mjög á dalnum. Nokkur óánægja ríkir meöal almennings og sumra her- manna vegna aðhaldsaðgerða stjórn- valda í efnahagsmálum og margir hermenn munu vera andvígir samn- ingaviðræðum sem hugsanléga gætu fært Kólumbíumönnum rétt yfir nokkmm hluta Venesúelaflóa. Ochoa viðurkenndi að efnahags- vandræðin kynnu aö hafa átt sinn þátt í uppreisninni. Ríkisstjórn Venesúela afnam stjómarskrána í gær í „stuttan" tíma, aö því er virðist til að brjóta uppreisnartilraunina endanlega á bak aftur og til að koma í veg fyrir hugsanlegan óróa meöal almenn- ings. Fréttir bárust þó af gripdeildum ímiöborgCaracas. Reuter Tveir hermenn, hliðhollir stjórn Venesúela, taka sér stöðu fyrir utan Mira- floreshöllina, embættisbústað forseta landsins. Þeim og félögum þeirra tókst að kveða niður valdaránstilraun uppreisnarmanna innan hersins. Símamynd Reuter GATT nauðsynlegt fyrir páska Frans Andriessen, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópubanda- lagsins, sagði í gær að nýtt GATT- samkomulag yrði að nást fyrir páska, annars kæmi kosningabaráttan í Bandaríkjunum í veg fyrir það á þessu ári. Hann sagði þó að EB væri ekki reiðubúið að ná samningi hvað sem það kostaði. Andriessen sagöi aö hann hefði útskýrt fyrir bandarískum stjóm- völdum að framkomnar málamiöl- unartillögur Arthurs Dunkels, fram- kvæmdastjóra GATT, þyrftu lagfær- inga viö, einkum á sviði verslunar meö landbúnaöarvömr, til aö EB geti sætt sig við þær. . Viðræðurnar hafa m.a. strandað á deilu EB og Bandaríkjanna um niö- urgreiðslur á landbúnaðarvörum. Reuter Búmenar seldu Indvevjum norsktþunga- Tólf og hálft tonn af norsku þungavatni, sem voru seld til Rúmeníu árið 1986, vom síðar sama ár seld ólöglega til Ind- lands. Nicolai Ceausescu, harð- stjóri í Rúmeníu, notaði þunga- vatnið til að útvega sér erlendan gjaldeyri. Líklegt er talið að þungavatnið hafi verið notaö við gerð kjarnorkusprengna. Norsk stjórnvöld hafa beðið stjórn Indlands um upplýsingar um hvernig þungavatnið hafi verið notað. Þá segir Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, að farið verði fram á að Indveijar skili þungavatninu aft- ur. Það verði þó ekkí auðvelt þar sem Indverjar hafi ekki undirrit- að samninga um takmörkun kjamavopna. Lögreglatekur aðkeyptbarnfrá lesbísku pari Lögregla í Suður-Afríku sagði í gær að hún hefði tekið stúlku- bam frá lesbísku pari sem á að hafa keypt þaö af foreldrunum, þrátt fyrir aö slíkt sé bannað. Sagt er að konurnar hafi borgað tæpa hálfa milljón króna og stereógræjur fyrir stúlkuna í júnímánuði í fyrra þegar hún var aðeins fjögurra daga gömul. Þær flúðu með bamið þegar þær fréttu að foreldrarnir heíðu játað en gáfu síg síðán fram á mánudag. Bamið fannst síðar. Konurnar, sem báöar eru 28 ára, eiga yfir höföi sér ákæru fyr- ir brot á ættleiðingarlögum. Innganga Finn- landsíEBskýr- istðmars Ríkisstjórn Eskos Aho, forsæt- isráðherra Finnlands, áformar að leggja ffarn umsókn síná um aö- ild að Evrópubandalaginu um miðjan mars, eftir umræður og atkvæðagreiðslu í þingínu. Það var Paavo Váyrynen utanríkis- ráðherra sem skýrði frá þessu 1 gær. Finnska stjómin tekur afstöðu til þess eftir rúmar þrjár vikur hvort Finnland eigi að óska eftir inngöngu í EB eður ei. Ef niöur- staöan verður sú að þaö skuli gera og sfjómarflokkarnir fjórir leggi blessun sína yfir það ætlar stjórnin að upplýsa ráðherra- nefnd EB um áform sín þann 2. mars. Þrír ráðherrar hafa gagn- rýnt áætlanimar um að sækja um inngöngu í EB. NTB, Reuter og K.NB Ráða menn til að svara bréf- um til Júlíu Borgarstjómin í Veróna á Ítalíu hefur skipað sérstaka nefnd sem hef- ur það verkefni eitt að svara bréfum sem berast Júlíu, ástkonu Rómeós. Þau skötuhjú voru gerð ódauðleg í leikriti WiIIiams Shakespeare. í viku hverri berst til Veróna fjöldi bréfa sem ætluð eru Júlíu. Til skamms tíma hafði kona nokkur þann starfa að svara bréfunum en húnn hætti og því var brugðið á að það ráð að færa út kvíarnar og ráða hóp manna til verksins. Ekki er gefið upp hverjir sitja í nefndinni því þaö er ætlun borgar- stjórnarinnar aö Júlía verði hér eftir jafn dularfull og hún hefur verið til þessa. Reuter Hvíldardagar Þú þarft ekki að sigla til sólarlanda til þess að eiga hvíldardaga, einn eða fleiri. Gistihúsið við Bláa lónið býður þérfyrsta flokks hvíldar- og afslöppun- araðstöðu í rólegu umhverfi. Öll gistiherbergin eru útbúin með baði, sjónvarpi og ísskáp. I gistihúsinu er gufubað og hitapottur með vatnsnuddi og loftnuddi og einnig Ijósbaðsstofa. Á staðnum er nuddari sem býður sérstaklega slökunarnudd fyrir þá sem þess óska. Við hliðina á gistihúsinu er veitingahús og er morgunverður innifalinn í okkar væga verði. Þá máttu ekki gleyma því að gestir okkar fá ókeypis aðgang að Biáa lóninu. Verð kr. 2.250 á mann miðaó við 2 í herbergi. Leitaðu nánari upplýsinga í síma 92-68650. Gistihúsið við Biáa lónið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.