Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 17
16 MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992. 17 íþróttir AlbertoTombaer sigurstranglegur Alberto Tomba er sá skíðamaður sem ílestir koma til með að fylgjast með á ólympíu- leikunum. Tomba, sem varð tvöfaldur meistari á síðustu ólympíuleikum, er talinn sigur- stranglegur í svigi og stórsvigi. Á meðan leikamir standa yfir mun Tomba dveljast mest í heimalandi sínu, á Ítalíu. Hann kemur til Albertville í vikunni og verður fánaberi ítalska skíða- landsliðsins á opnunarhátíðinni en síðan mun hann halda til ítal- íu og þar ætlar hann að æfa í ró og næði. Hann kemur síðan til Albertville degi fyrir svigkeppn- ina en heldur síðan strax heim og undirbýr sig fyrir stórsvigið. Hörkukeppni hjá kvenf ólkinu Hjá kon- unum er búist við hörku- keppni í alpagrein- unum. Svissneska stúlkan, Vreni Schneider (sjá mynd), og Petra Kronberger frá Austurríki eru líklegar til að berjast um 1. sætið í svigi og stórsvigi. Schneider er tvöfaldur ólympíumeistari og þessi 27 ára gamla skíðakona, sem var farin að standa á skíðum áður en hún byrjaði að ganga, ætlar sér örugglega að halda titl- unum. Heil umferð í handboltanum Heil um- ferð verður leikin í 1. deild karla í handbolta í kvöld. Klukkan 20 leika: HK- FH, Fram- Víkingur, ÍBV-Stjaman, Selfoss-Haukar. Klukkan 20.30 leika KA-UBK og Grótta-Valur. í 1. deild kvenna leika ÍBK og Haukar kl. 18 og kl. 18.15 Fram-Valur, Grótta-ÍBV. 83 íslandsmet hjásundfólkinu íslenskir sundmenn vom iðnir við að selja íslandsmet á síðasta ári. Met þessi voru sett bæði á mótum inn- anlands sem erlendis. í heild vom sett 83 meí og er það 58 metum fleira en árið áður. Flest met setti Ingibjörg Amar- dóttir, Ægi, samtals 10 met (sjá mynd). í kvennaflokki kom næst Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA, með fimm íslandsmet. Kvenna- sveit Ægis setti einnig fimm ís- landsmet. í heild vom 25 íslands- met sett í kvennaflokki. Hjá körl- um setti Magnús Már Ólafsson, SFS, flest íslandsmet. Magnús Már setti alls átta met og í öðm sæti varð Amþór Ragnarsson, SH, með fjögur met. Karlasveit SFS setti sjö Islandsmet á síðasta ári en heildarfjöldi meta hjá körl- unum var 24. -JKS Eyjólfur Sverrisson stendur sig vel hjá Stuttgart. Eyjólfur Sverrisson í samtali við DV: Stuttgart vill semja aftur - stóð sig vel á móti í Tyrklandi Keppni í þýsku úrvalsdeildinni í knattspymu hefst að nýju að loknu vetrarfríi um næstu helgi. Stuttgart, Uð Eyjólfs Sverrissonar, á að leika á útivelli gegn Hansa Rostock. Stutt- gart er í 3.-A sæti með 28 stig eins Kaiserslautem, Frankfurt í öðru með 29 stig og Dortmund er í topp- sætinu með 30 stig. Stuttgart var á ferðalagi í Tyrk- landi á dögunum og lék gegn einu besta liöi landsins, liði Trabzonspor, og sigraði 2-0. Eyjólfur fiskaöi víta- spymu þegar Stuttgart skoraði fyrra markið. Hann hefur verið í byijun- arhðinu í öllum æfmgaleikjum fé- lagsins, leikur vinstra megin á miðj- unni og heldur fyrrum landshðs- manni Þýskalands, Kögl, fyrir utan Uðið. Stuttgart vill semja áfram við Eyjólf Samningur Eyjólfs við Stuttgart rennur út í vor. í haust sögðum við hér í DV að frönsk Uð og enska stór- Uðið Manchester United hefðu sýnt Eyjólfi áhuga en verður Eyjólfur áfram hjá Stuttgart? „Það er of snemmt að segja til um það nú. Forráðamenn félagsins hafa þó lýst yfir áhuga á að framlengja samninginn og ég mun jafnvel gera það. Ég á fund með forráðamönnum Stuttgarts á næstu vikum og þar mun ég ræða stöðu mína hjá Uðinu. Ég veit af fyrirspumum einhverra liða en þeir hjá Stuttgart halda því leyndu fyrir mér hvaða félög það eru,“ sagði Eyjólfur í samtaU við DV. -GH I>V DV Jordan fær einn og hálf an milljarð á ári - hættir hjá Chicago 33 ára og ætlar þá að leika í Evrópu Michael Jordan skrifaði undir 10 ára samning við Quaker Oats fyrirtækiö í ágúst sl. Fyrirtæki þetta framleiðir hinn vin- sæla drykk, Catorade, sem Austurbakki hf. er reyndar að byrja innflutning á. Samningur þessi færir Jordan rúman miUjarð íslenskra króna eða rúmlega 100 miUjónir á ári. Michael Jordan auglýsir áfram fyrir m.a. Nike, General MiUs, Coca Cola, McDonalds, WUson o.fl. o.fl. Samanlagðar áætlaðar tekjur Jordans eru u.þ.b. 1,4 miUjarðar íslenskra króna árlega. Af því eru laun hans hjá Chicago ekki „nema“ 188 miUjónir. Jordan er nú langtekjuhæsti íþróttamaður aUra tíma. í öðru sæti er golfleikarinn kunni, Arnold Palmer. Jack Nicklaus golfleikari er í 3. sæti, Magic Johnson í því 4. og Greg Norman, eimrg golfleikari, i því 5. Það er engin tilvUjun að Michael Jordan skuU stefha að atvinnugolfi að loknum körfuboltaferU sínum. Meira um Michael Jordan. Hann hefur tiUíynnt að 33 ára hætti hann í NBA og þá hyggst hann leika 2 ár í Evrópu tU aö útbreiða körfuboltann. Eftir það stefnir hann í atvinnu- mannagolfið. Þrátt fyrir efasemdir sumra goUleUcara er Jor- dan ekki í nokkrum vafa um að það muni takast. „Ef ég ákyeð að gera eitthvað þá tekst mér það aUtaf,“ segU þessi geðþekki leikmaður. -EB Handknattleikur - 2. deild karla: Fyrsta tap ÍR-inga - Þór sigraði í Seljaskóla 22-24 Wrexham loks úr leik í bikarnum Ótrúlegur ferill 4. deildar Uðs- ins Wrexham er á enda í ensku bikarkeppninni. í gærkvöldi lék Uðið gegn West Ham. Var það annar leikur Uðanna í 4. umferð og sigraði West Ham, 0-1. Foster gerði sigurmarkið á 28. mínútu. e Topplið 2. defldar, Blackbum Rovers, lék gegn Notts County og tapaði, 2-1. C Sheffield Wednesday fékk háðulega útreið gegn 2. deUdar Uði Middlesboro á heimavelU sín- um og tapaði 1-2. Blackbum og Wednesday eru úr leik en Notts County og Middlesboro fara í 5. umferð. e í 2. deild: Portsmouth- Plymouth, 4-1, og Swindon-Brist- ol City, 2-0. -SK Þórsarar frá Akureyri eru enn taplausir í 2. deUd karla á íslandsmótinu í hand- knattleik. Þeir sigruðu ÍR í Seljaskóla í gærkvöldi í uppgjöri tveggja ósigmðu Uð- anna í deUdinni, 22-24. Staðan í leikhléi var 12-11, ÍR-ingum í vU. Leikur Uðanna einkenndist af mikilU baráttu og var frekar jafn aUan leiktím- ann. Þórsarar komust þó mest þremur mörkum yfir en í lokin munaði minnstu að ÍR-ingum tækist að jafna metin. Þegar einungis hálf mínúta var fil leiksloka var staðan 22-23, Þór í vU, og ÍR-ingar í hrað- aupphlaupi. Það mistókst og Þórsarar brunuðu upp og skoruðu síðasta mark leiksins og tryggðu sér tveggja marka sig- ur. Þetta var fyrsta tap ÍR-inga í 2. deUd- inni í vetur en Uðið heldur þó enn topp- sæti 2. defldar. Mörk ÍR: Ólafur Gylfason 4, Magnús Ólafsson 4, Sigfús Orri BoUason 4, Róbert Rafnsson 4, Jóhann Asgeirsson 3, Frosti Guðlaugsson 2, og Matthías Matthíasson 1. Mörk Þórs: Rúnar Sigtrygsson 7, Jóhann Samúelsson 7, Ole Nielsen 4, Sævar Ám- asson 3, Ingólfur Samúelsson 2, og Atli Rúnarsson 1. Staðan í 2. deild íslandsmóts karla í handknattleik er nú þannig: ÍR-ÞórAk.........................22-24 ÍR...............12 11 0 1 330-217 22 ÞórAk............10 10 0 0 269-182 20 HKN...............12 9 0 3 301-227 18 Aftureld..........11 7 0 4 238-215 14 ÍH.................11 6 0 5 250-247 12 Ármann............12 5 0 7 263-273 10 KR................11 3 1 7 244-243 7 Fjölnir...........11 3 1 7 217-277 7 Völsungur.........12 2 0 10 238-304 4 Ögri..............12 0 0 12 178-343 0 -SK Dómarinn mætti í Iðgreglufylgd Stúdínusigur gegn KR ÍS sigraði KR í 1. defld kvenna í Stig KR: María 14, Helga 9, Anna körfu í gær, 44-37. Staðan í hálfleik 7,Kristín4,Hrund2ogGuðrúnl. var 22-19, KR 1 hag. Stúdínur áttu Stíg ÍS: Vigdís 16, Díanna 11, góða sprettí mn á mUU en KR-liðið Kristín 8, Koibrún 5, Anna 2 og varlélegt Erna2. *'h - Snæfell engin hindrun fyrir Grindvíkinga sem sigruðu, 104-82 Þrátt fyrir aftakaveður mættu leik- menn SnæfeUs til leiks í Grindavík í gærkvöldi en leikur Uðanna gat ekki hafist fyrr en 20.30 vegna þess að annar dómarinn, Víglundur Sverrisson, lentí í vandræðum vegna veðurofsans og mætti tU Grindavíkur í lögreglufylgd. Grindvíkingar sigraðu, 104-82, eftir 53-38 í leikhléi. Eftir að SnæfelUngar höfðu „hangið" í'heimamönnum í 12 minútur breikkaði bflið óðfluga og greiiúlega mikfll munur á Uðunum. Sigur Grindvíkinga var aldr- ei í hættu, aðeins spuming hve stór hann yrði. Bestir Grindvíkinga vora þeir Joe Hurst og Guðmundur Bragason en hjá SnæfeUi vora þeir Tim Harvey, Bárður Eyþórsson og Rúnar Guðjónsson best- ir. -SK/-ÆMK Víkingar sigursælir í borðtennis Kristján Jónasson og Aðalbjörg Björgvins- dóttir úr Víkingi sigruðu í meistaraflokkum karla og kvenna í hinu árlega Coca Cola-móti í borðtennis sem haldiö var í TBR-húsinu um síð- ustu helgi. Annars voru Víkingar mjög sigursæl- ir á þessu fjölmennasta borðtennismóti vetrar- ins. ÚrsUt á mótinu urðu þannig: Meistaraflokkur karla 1. Kristján Jónasson................Víkingi 2. Hjálmtýr Hafsteinsson.................KR 3. Kristján V. Haraldsson...........Víkingi 3. Bjami Bjamason...................Víkingi Meistaraflokkur kvenna j. AðalbjörgBjörgvinsdóttir.........Víkingi 2. Ingibjörg Ámadóttir.................Víkingi 3. Eva Jósteinsdóttir..................Víkingi 3. Ásta Urbancic........................Eminum Sigurbjöm Sigfússon, Víkingi, sigraði í 1. flokki karla, Ásdis Kristjánsdóttir, Víkingi, í 1. flokki kvenna, Ingólfiu- Ingólfsson, Víkingi, í 2. flokki karla og Pétur Ó Stephensen í eldri flokki. í tvíUðaleik karla sigruðu Víkingarnir Kristján Jónasson og Kristján Haraldsson. í tvíUðaleik kvenna fögnuðu Ingibjörg Ámadóttir og Ásta Urbancic sigri og í tvenndarleik sigruðu Ingi- björg Ámadóttir og Sigurður Jónsson, bæði úr Víkingi. -GH IHF sendi Bidasoa skeyti Á dögunum óskaði Handknattleikssamband íslands eftír aðstoö frá Alþjóða handknattleikssambandinu varöandi mál Júlíusar Jónassonar, atíonnumanns með Bidasoa á Spáni. Eins og komið hefur fram í fréttum hafa forráöamenn Bidasoa neitað JúUusi að taka þátt í undirbúningi landsliðsins fýrir B-keppnina og hafa gefiö honum þau svör að hann megi vera með landsUðinu í B-keppninni eftir að bikarkeppninni á Spáni lýkur. Bikarkeppnin er spiluð 19.-22. mars, eða á sama tíma og B-keppnin sem hefst 19. mars. Á fundi tækninefndar IHF um helgina var samþykkt að senda skeyti til spánska handknattleikssambandsins þess efnis að þaö léti Bidasoa standa við gerða samn- inga og færi i einu og öUu eftír reglum Alþjóöa handknattleikssambandsins. Mál Pólverjans Bogdans Wenta fékk sömu meðferð. íþróttir Michael Jordan þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum í framtíð- inni með 1,4 milljarða á ári. UMFG (53) 104 Snæfell (38) 82 0-2, 17-10, 21-20, 35-22, 40-28, 49-29, (53-38), 60-38, 63-44, 74-47, 74-54, 84-59, 93-66, 93-75, 100-80, 104-82. Stig UMFG: Joe Hurst 36, Guð- mundur Bragason 36, Rúnar Árnason 8, Hjálmar HaUgríms- son 8, Marel Guðlaugsson 6, Pálmar Sigurðsson 6, Pétur Guð- mundsson 2, Bergur Hinriksson 2. Stig SnæfeUs: Tim Harvey 21, Bárður Eyþórsson 20, Rúnar Guðjónsson 19, Jón B. Jónatans- son 7, Högni Högnason 5, Hreinn Þorkelsson 4, Sæþór Þorbergsson 4, Hjörleifur Sigurþórsson. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Víglundur Sverrisson, stóðu sig vel. Áhorfendur: 100. Lyfjamál Hjalta Amasonar: ekki neitt - sagði Hjalti í gærkvöldi „Ég skil ekki hvað Stöð 2 er að fara. Þetta vora tómar rangfærsl- ur sem komu fram í fréttatíma Stöðvar 2 í gær. Það stóð til að ég færi í lyfjapróf á vegum Stöðv- ar 2 í gær en þegar menn þar sáu að ég var tilbúinn að fara í lyfja- prófið hættu þeir við. Þá aUt í einu vilja þeir ekki að ég mæti í lyfjapróf," sagði Hjalti Árnason kraftlyftingamaður í samtaU við DV í gærkvöldi. í fréttatíma Stöðvar 2 og Ríkis- útvarpsins í gærkvöldi var sagt frá því aö rannsóknir í Svíþjóð hefðu leitt í ljós að hlutfaU karl- hormóna í Hjalta hefði verið 1 á móti 99,8 en ekki 1 á móti 9,6 eins og fram hafði komið áður. Þar munar miklu og fróðir menn segja að ef magn karlhormóna sé í hlutfaUinu 1 á móti 99,8 leiki ekki vafi á inntöku hormónalyfja. „Bíð eftir öðrum niðurstöðum“ Hjalti sagði ennfremur í gær- kvöldi: „Ég vU annars sem minnst um þetta mál segja meira. Og ég mun ekki ræða það frekar fyrr en ég hef fengið í hendur niðurstöður frá Kanadamannin- um Mauro Pascwale sem er að rannsaka þetta mál og hefur feng- ið gögn varöandi þáð.“ - Þú neitar ennþá staðfastlega að hafa neytt hormónalyfia? „Ég játa ekki neitt.“ -SK Rannsóknum hef ur f leygt mjög fram Átta af hveijum tíu íþróttamönnum, sem falla á lyfiaprófi í Svíþjóð, era kraftlyftingamenn og lyftingamenn, ef teknar eru tölur síðustu 10 ára hjá sænsku íþróttafólki, og þar era kraftlyftingamenn innan íþróttasambandsins. Lengi hefur verið vitað að lyfianotkun er tals- verð í þessum hópum. A síðustu ólympíuleikum vora þaö íþrótta- menn, sem stunda þessar íþróttir, sem tíðast féllu á prófi þótt keppend- ur hafi verið tiltölulega fáir. Mikil umræða hefur átt sér stað um lyfianotkun íþróttamanna eftir að Hjalti Ámason féll á lyfiaprófi á heimsmeistaramótinu í kraftlyft- ingum. Á síöustu áram hefur rannsóknum og eftirhti með lyfianotkun íþróttamanna fleygt mjög fram en íþróttamenn um heim allan virðast ekki láta segjast. Hjalti Ámason hefur staðið fast á sínu en getur hann afsannað niður- stöðu lyfiaprófsins? Birgir segir að gera verði læknisfræðilegar rann- sóknir á Hjalta. Það verði að prófa þvagsýni ítrekað og prófun má ekki fara fram á fyrirfram ákveðnum tíma að ósk íþróttamannsins. -GH „Magic“ John- son leikur á ný. Johnson verður með í stjörnuleiknum Erwin „Magic“ Johnson mun leika með í stjömuleik NB A-deildinnar í körfuknatt- leik en í næsta mánuði fer fram hinn árlegi leikur aust- ur- og vesturstrandarlið- anna. Byijunarlið liðanna era valin af stuðningsmönn- um NBA félaganna. Aðrir leikmenn, sem skipa hðin, era hins vegar valdir af þjálf- unum NBA-hðanna. Liðin er skipuð þessum leikmönnum: Austurstrandarhðið: Michael Jordan, Chicago, Is- iah Thomas, Detroit, Charles Barkely, 76ers, Larry Bird, Boston, Patrick Ewing, NY Knicks, Reggie Lewis, Bos- ton, Joe Dumars, Detroit, Mark Price, Cleveland, Scottie Pippen, Chicago, Dennis Rodman, Detroit, Brad Daugherty, Cleveland. Vesturstrandarhðið: Clyde Drexler, Portland, Erwin „Magic“ Johnson, LA Lakers, Tim Hardaway, Golden State, Karl Malone, Utah Jazz, Chris Muhin, Golden State, John Stockton, Utah Jazz, Jeff Homacek, Phoenix, James Worthy, LA Lakers, Otis Thorpe, Hous- ton, Dan Majerle, Phoenix, Hakeem Olajuwon, Houston og Dikembe Mutombo, Den- ver. -GH BrianCloughsagði nei við Þorvald Þorvaldur Örlygsson leikur ekki með ís- lenska landsliðinu í knatt- spymu á mótinu á Möltu eins og ráð var fyrir gert. Brian Clo- ugh, framkvæmdastjóri Notting- ham Forest, neitaði Þorvaldi á mánudag um fararleyfi á þeim forsendum að Forest ætti marga leiki fyrir höndum á næstu dög- um. Þetta gefur vísbendingu um að Þorvaldur sé á ný að komast inn í myndina hjá Forest en hann hefur einungis leikið með vara- hðinu í hálft annað ár. Það verða því eingöngu leik- menn frá íslenskum félögum sem skipa landsliðið á Möltu en 16 leikmenn fóra utan á mánudag. -VS Olga til liðs Olga Fær- seth, knatt- spymukon- an snjalla úr Keflavík, hefur ákveðið að leika með íslands- meisturam Breiðabliks næsta sumar. - „Sex hð höfðu sett sig í sam- band við mig frá áramótum þann- ig að þetta var mjög erfið ákvörð- un,“ sagði Olga í samtali við DV. „Þetta leggst samt mjög vel í mig og það verður spennandi að tak- ast á við ný verkefni í 1. deild- inni.“ Olga er aðeins 16 ára gömul og er ein af efnilegustu knattspyrnu- konum landsins. Hún leikur stööu framheija og skoraði hún 54 mörk fyrir ÍBK í 2. deild kvenna sl. sumar. Er það met á íslandsmóti meistaraflokks frá upphafi. Mikih fengur er að Olgu fyrir Breiðablikshðið sem tilfinn- anlega hefur skort markaskorara þrátt fyrir gott gengi undanfarin ár. Guðjón Karl Reynisson, þjálfari UBK, var að vonum ánægður þegar DV hafði samband við hann i gærkvöld. „Olga er mjög mikih hðstyrkur fyrir okkur og er þaö ánægjulegt aö hún ákvaö að koma í Kópavoginn." -ih Leikið tvívegis gegn ísrael Nú hefur veriö frá því gengiðaðís- land ogísra- el leika tvo vináttu- landsleiki í knatt- spymu á þessu ári. Ákveðið hefur verið að fyrri leik- urinn fari fram í ísrael 8. apríl. Ekki hefur veriö gengið frá leik- degi fyrir síðari leikinn hér á landi en hann verður væntanlega snemma í ágúst. Þátttökuhðin í 4. Evrópuriðh heimsmeistarakeppninnar í knattspymu hafa komið sér sam- an um fund í Búdapest mánudag- inn 17. febrúar. Þar verða ákveðnir leikdagar í riðlinum en í honum eru ísland, Sovétríkin, Júgóslavía, Grikkland, Ungveija- land og Lúxemborg. Eggert Magnússon, formaður KSI, og Ásgeir Ehasson landshðsþjálfari sitja fundinn fyrir íslands hönd. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.