Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1992, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992. 31 MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 Svidsljós Michael Jackson: Heimsreisa í bígerð Poppstjaman vinsæla, Michael Jackson, boöaði til blaðamannafund- ar fyrr í vikunni og tilkynnti aö hann væri að leggja upp í heimsreisu sem verður fyrsta tónleikaferð hann í fiögur ár. Tilefnið er að safna peningum til styrktar börnum og umhverfinu og kaUast reisan „Hjúkrum heiminum". Ferðalagið hefst í Evrópu í .iúní en síðan feröast kappinn til Asíu, Ástr- alíu og Rómönsku Ameríku. Helsti styrktaraðili Jacksons í ferð- inni er Pepsi Cola en að sögn fyrir- tækisins hefur þaö gert við hann stærri samning en nokkurt fyrirtæki hefur áður gert við tónlistarmann. Samkvæmt samningnum verður Jackson að leika í sjónvarpsauglýs- ingum fyrir Pepsi og auglýsa drykk- . inn hvar sem hann kemur. Ekki er gefið upp hversu háa fjárhæð Jack- son fær fyrir viðvikið en talið er að þaö sé ógnvekjandi há íjárhæð. í ferðinni mun Jackson ennfremur kynna nýustu plötuna sína, Dan- gerous, sem þegar hefur selst í 10 milljón eintökum en það er jafnvel betri sala en á plötunum hans, Bad og ThriUer. Michael Jackson tilkynnir hér um nýjan samning við Pepsi og að nýtt tónleikaferðalag sé í vændum. Símamynd Reuter Öskruðu hvort áannað Bandaríski grínistinn Sam Kinison, sem oröinn er bæöi feit- ur og sjúskaöur, Ilaug með kær- ustu sinni á fyrsta farrými frá Boston til Los Angeles fyrir stuttu og lét hina farþegana sjá eftir því að haía pantað far. Parið reifst stanslaust alla leið- ina með hrópum og ólátum svo að hinir farþegarnir höföu lítið annað að gera en að fylgjast með. Loks færði Sam sig í hinn enda forrýmisins en hélt þó áfram að hrópa ókvæðisorðum til vinkon- unnar, öllum til ama, alveg þar til hann féJl í fastasvefn. En farþegamir fengu samt ekki friö. Hann hraut svo hátt að glumdi í vélinni þaö sem eftir var leiðarinnar! Vanna White, sjónvarpskonan huggulega sem varð þekkt í Bandaríkjunum fyrir aö snúa hjólinu í þáttunum Wheel of Forí- une, er að sögn vina hennar stað- ráðin í að eignast fljótlega bam. Sumum finnst nú nóg um því að hún hefur ekki bara fiárfest í 300 milfióna króna húsi i Holly- wood meö barnaherbergi, stórum garði og sundlaug heldur er hún búin að útbúa lista yfir alla bestu einkaskólana í landinu! Ný uppfinning? Hann er ekki af baki dottinn, breski fatahönnuðurinn Peter Brown. Hér sýn- ir hann nýjustu framleiðslu sina, vatnsheldan brjóstahaldara! Brjóstahaldar- ann má fylla af vatni, eins mikið og hverri konu hentar, og gerir það barm- inn þrýstnari og fallegri, en skálarnar geta farið allt upp í stærð D. Peter fullyrðir að þetta komi til með að slá í gegn á þessum siðustu og verstu tímum þegar allar konur eru farnar að óttast sílíkonígræðslu. Símamynd Reuter Fjölmiðlar Eftir að hafa horft á umræðuþátt um stöðu og horfur í kjarasamning- um er mér óhætt að segja að ég hafi veriö litlu nær um stöðuna og horfurnar. Það kann að vera út- þynntur frasi en staðreyndin er sú að þama var nánast sami söngurinn á ferð og heyrst hefur lengi. Helgi Már Arthúrsson stjómaði umræðum. Meðan umræöur stóðu yfir þótti mér Helgi gripa um of í taumana á stundura en þegar upp var staðið var ég helst á því að hann hefði gert það eina rétta. Maður hefur svo oft orðið vitni að umræðu- þáttum í anda þessa þar sem þátt- takendur hafe ætt um víðan völl 1 málflutningi sínum og gert minnst af því að halda sig við efniö. Áður en varði hefur stjórnandi þurft að tilkynna að tíminn væri á enda og menn hafa farið í pat þegar ein raín- úta hefur verið eftir til að segja eitt- hvaðsem skipti máii. Reyndar : fengu umræður gærkvöldsins á köflum aö snúast einum of mikiö um hluti sem komu komandi hjara- samningaviðræðum ekki beint viö og það var ekki fyrr en fariö var að siga á seinni hlutann að Helgi spurði menn beint um h vað þeir ætluðu með að samningaborðinu. En Helgitók oröið af mönnum þegar þeir ætluðu út i einhvern kjaftavaðal og ég get ekki annað en virt hann fyrir það. Það má náttúr- lega ekki alveg halastýfa umræö- umar en þaö vantar tilfinnanlega haröa umræðustjómendur, stjóm- endur sem halda mönnum viö efnið. Helgi gerði heiöarlega tilraun en betur má ef duga skal. Fyrst verið er að tala um umræðu- stjórnendur er ekki úr vegi að minn- ast umræðu um íslensku bók- menntaverölaunin hjá Arthúri Björgvini á mánudagskvöld. Þar voru mættir þeir Heimir Pálsson og Ólafur Haukur Símonarson. Hvor um sig tók tvisvar til máls og þar með vom umræöur á enda. Þaö er stutt öfganna á milli en þetta var bara gott hjá Arthúri. Haukur Lárus Hauksson VILTU AUKA VIÐ ÞEKKINGU ÞINA OG KYNNAST MENNINGU BANDARÍKJAMANNA? HEIMILIAÐ HEIMAN £ Æ AuPAIRhJ HOMESTAY USA Frá árinu 1986 höfum við útvegað þúsundum ungs fólks frá Evrópu AU PAIR vist hjá Bandarískum fjölskyldum og á síðasta ári fóru 60 Islendingar á okkar vegum til árs dvalar víðsvegar í Bandaríkjunum. Ef þú ert 18-25 ára og vilt fara löglega sem AU PAIR til Bandaríkjanna á vegum samtaka sem hafa reynslu og þekkingu, þá skaltu hringja strax í dag. ARNÞRÚÐUR JÓNSDÓTTIR ÞÓRSGATA 26 101 REYKJAVÍK SÍMI91-62 23 62 FAX 91-62 96 62 BROTTFARIR í HVERJUM MÁNUÐI. AÐEINS ÖRFÁAR STÖÐUR LAUSAR í MARS, APRÍL, MAÍ OG JÚNÍ AU PAIR/ HOMESTAY USATILHEYRIR SAMTÖKUNUM THE EXPERIMENTIN INTERNATIONAL LIVING SEM ER FRUMKVÖÐULL í ALÞJÓÐLEGUM MENNINGARSAMSKIPTUM. E.I.L. STARFAR MEÐ SÉRSTÖKU LEYFI BANDARÍSKRA STJÓRNVALDA. Veður Austanátt, víða allhvasst um vestanvert landið en mun hægari austantil. Snjókoma eða skafrenningur. Gengur í allhvassa suðvestanátt með slyddu eða rign- ingu syðst á landinu er líður á morguninn en all- hvassa eða hvassa norðaustanátt með snjókomu norðanlands. Áfram kalt norðanlands en hlýnar held- ur syðra. Akureyri alskýjað -11 Egilsstaðir snjókoma -9 Keflavíkurflugvöllur slydda 1 Kirkjubæjarklaustur snjókoma -2 Raufarhöfn snjókoma -7 Reykjavík alskýjað 1 Sauðárkrókur snjókoma -8 Vestmannaeyjar snjókoma -1 Bergen snjóél. -0 Helsinki snjókoma -2 Kaupmannahöfn skýjað 4 Úsló léttskýjaö -7 Stokkhólmur léttskýjaö -4 Þúrshöfn snjókoma 1 Amsterdam súld 8 Barcelona mistur 5 Berlín skýjaö 2 Chicago alskýjaö -1 Frankfurt slydda 1 Glasgow súld 8 Hamborg súld 2 London skýjað 8 LosAngeles skýjað 16 Lúxemborg þok,a 4 Madrid heiðskírt 4 Malaga heiðskírt 1 Mallorca heiöskírt -0 New York skýjað 2 Orlando rigning 18 Paris súld 8 Róm þokumóða 3 Valencia heiðskírt 4 Vin skýjað 3 Wmnipeg þokumóða -3 Gengið Gengisskráning nr. 24. - 5. febrúar 1992 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 57,480 57,640 58,100 Pund 103,654 103,942 103,767 Kan. dollar 48,652 48,788 49,631 Dönskkr. 9,3108 9,3367 9,3146 Norsk kr. 9,1931 9,2187 9,2113 Sænsk kr. 9,9292 9,9568 9,9435 Fi. mark 13,2351 13,2719 13,2724 Fra. franki 10,6022 10,6317 10,6012 Belg.franki 1,7543 1,7592 1,7532 Sviss. franki 40,4889 40,6016 40,6564 Holl. gyllini 32.0857 32,1751 32.0684 Þýskt mark 36,1294 36,2299 36,0982 It. líra 0,04805 0,04818 0,04810 Aust. sch. 5,1413 5,1556 5.1325 Port. escudo 0,4196 0,4208 0,4195 Spá. peseti 0,5728 0,5744 0,5736 Jap. yen 0,45635 0,45762 0,46339 Irskt pund 96,380 96,648 96,344 SDR 80,6559 80,8804 81,2279 ECU 73,8129 74,0184 73,7492 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaðurinn 4. febrúar seldust alls 39,575 tonn Magn í Verð I krónum tonnum Meöal Lægsta Hæsta Blandað 0,066 22,00 aoo 22,00 Gellur 0,085 255,59 245,00 280,00 Hrogn 0,297 223.16 170,00 280,00 Keila 0,739 43.21 42,00 48,00 Langa 0,010 77,00 77,00 77.00 Lifur 0.040 33,00 33,00 33,00 Lúða 0,018 515,00 515,00 515,00 Rauðmagi 0,230 123.89 120,00 130,00 S.F.,bland 0,051 125,00 125,00 125,00 Skarkoli 0,017 150,00 150,00 150,00 Steinbítur 0,159 57,00 57,00 57,00 Þorskur, sl. 7,366 102,89 90,00 113,00 Þorskur, smár 0,225 85,00 85,00 85,00 Þorskur, ósl. 20,559 94,47 71,00 105,00 Ufsi 0,095 40,00 40,00 40,00 Undirmfiskur 3,386 72,49 65,00 78,00 Ýsa.sl. 0,674 129,02 116,00 137,00 Ýsa, ósl. 5,563 110,31 97,00 132,00 Fiskmarkaðurinn i Hafnarfirði 4. febrúar seldust alls 41,767 tonn Lýsa, ósl. 0,176 79,00 79,00 79,00 Þorskur, stór 0,171 107,00 107,00 107,00 Rauðm./grásl. 0,031 145,02 145,00 145,00 Steinbítur, ósl. 0,123 80,00 80,00 80,00 Langa, ósl. 0,018 81,22 80,00 82,00 Ýsa 1,154 121,00 121,00 121,00 Smár þorskur 0.183 77,00 77,00 77,00 Ufsi 0,159 28,00 28,00 28,00 Þorskur, stór 9,225 116,30 115,00 118,00 Þorskur 10,498 105,05 104,00 1 06,00 Steinbítur 0,848 80,00 80,00 80,00 Lúða 0,018 589,44 505,00 695,00 Langa 0,180 82,00 82,00 82,00 Koli 0,634 89,79 87,00 94,00 Karfi 0,086 35,00 35,00 35,00 Hrogn 0,086 120,00 120,00 120,00 Smáýsa, ósl. 0,322 75,31 75,00 80,00 Keila, ósl. 0,311 45,00 45,00 45,00 Ýsa, ósl. 9,432 108,63 106,00 114,00 Smáþorskur, ósl. 1,787 78,71 77,00 81,00 Þorskur, ósl. 6,228 103,41 85,00 107,00 Blandað, ósl. 0,097 43,00 43.00 43,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 4. febrúar seldust alls 100,329 tonn Þorskur, sl. 2,877 125,21 70,00 130,00 Ýsa, sl. 0,408 109,76 104,00 114,00 Þorskur, ósl. 61,270 108,07 82,00 128,00 Ýsa, ósl. 16,077 108,11 100,00 112,00 Ufsi 5,509 46,42 45,00 47,00 Ýsa 0,290 40,78 29,00 50,00 Karfi 0,482 46,27 41,00 47,00 Langa 3,486 76,45 75,00 80,00 Keila 3,320 47,13 39,00 57,00 Steinbitur 0,564 70,16' 68,00 72.00 Tindskata 0,400 5,00 5,00 5,00 Hlýri 0,120 55,25 55,00 56,00 Skata 0,115 100,00 100,00 100,00 Blandað 0,940 34,22 20,00 50,00 Lúöa 0,276 527,05 390,00 585,00 Skarkoli 0,518 92,07 92,00 94,00 Rauðmagi 0,085 120,00 120,00 120,00 Hrogn 0,048 144,00 144,00 144,00 Melta 0,010 5,00 5,00 5,00 Udnrimþorskur 3,343 74,64 70,00 75,00 Undirmýsa 0,166 60,00 60,00 60,00 Steinb/hlýri 0,025 50.00 50,00 50,00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.