Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1992, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1992. Utlönd 9 Sextán fórust þegar herflutningavél rakst á hótel: Aðkoman var eins og logandi víti „Ég leit upp og horfði á flugvélina fara beint niöur. Ég var þrumu lostin og féll saman,“ sagöi Emestine Di- vine sem horfði á það frá heimili sínu þegar herflutningaflugvél flaug beint á hótel og veitingastaö í Evansville í IndíanafylM í Bandaríkjunum í gær meö þeim afleiðingum að sextán manns fórust. Aðkoman var eins og logandi víti. Þeir sem fómst vora flmm manna áhöfn vélarinnar, allt þjóðvarðliðar frá Kentucky, sendisveinn og þjón- ustustúlka á veitingastaðnum og níu manns frá pípulagnafyrirtæki sem sátu á fundi á hótelinu. Ellefu aðrir urðu fyrir meiðslum þar af era þrír illa haldnir. Áhöfn flugvélarinnar var að æfa lendingu og flugtak á nálægum flug- velh þegar henni var fyrirskipað að snúa aftur til Louisville í Kentucky. Lögreglan sagði að annar vængur vélarinnar hefði þá rekist á efstu hæð hótelsins og hún heföi síðan hrapað á það og aftari hluta veitingastaðar- ins. Eldur kviknaði í eldsneyti sem lak úr véhnni og skutust eldtungum- ar fimmtán metra upp í loftið. Flestum gestanna tíu til fimmtán sem voru á veitingastaðnum tókst að komast út en eldurinn lokaði hót- elgesti inni og mátti heyra öskrin í þeim þegar eldurinn breiddist út um bygginguna, að sögn sjónarvotta. Flugvélin sem fórst var af gerðinni C-130 og að sögn flughersins er hún mjögörugg. Reuter Björgunarsveitamenn leita í braki herflutningafiugvélarinnar sem hrapaöi á hótel og veitingastað í Evansville i Indianafylki i gær. Sextán manns létust i slysinu. Flugvéiin var í hefðbundnum og hættulitlum æfingum þegar hún fórst. Símamynd Reuter Þorði Bill Clinton ekki til Víetnams? Bill Clinton, helsta forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum, verður enn að verja hendur sínar því í gær komu fram ásakanir á hendur hon- um um að hann hefði komið sér und- an að gegna herskyldu árið 1969. Með því móti á hann að hafa forðað sér undan því að beijast í Víetnamstríð- inu. Chnton neitar þessum ásökunum og segir að hann hafi alltaf verið á móti stríðsrekstrinum og því ekki viljað ganga í herinn. Hann baust til aö þjóna í heimavamarliðinu í stað- inn en gerði það raunar ekki. Það var Bob Kerry, einn keppi- nauta Clintons um útnefingu demó- krata fyrir forsetakosningamar sem vakti máls á meintu hugleysi Clint- ons. Kerry barðist sjálfur í Víetnam og hlaut þar alvarleg sár. Stjónmálaskýrendur era sammála um að frásögn Kerry geti haft al- varlg áhrif á möguleika Clintons á að hljóta tilnefningu. Þetta mál setur Clinton í vöm í kosningabaráttunni og hafði hann þó nóg til að veija fyr- ir því Gennifer Flowers heldur enn fast við fyrri sögu sína um að Clinton hafi haldið við sig í 12 ár. Fyrstu forkosningamar verða haldnar vestra í næstu viku. Clinton hefur enn mest fylgi framjóðenda demókrata. Reuter Aukinn þrýstingur á harðlínumenn Serba Leiðtogar Júgóslavíu leggja nú hart að serbneskum harðhnumönn- um í Króatíu að fahast á áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að senda tíu þúsund manna friðargæsluhð til Króatíu til að framfylgja vopna- hléinu og undirbúa friðarsamninga. Milan Babic, leiðtogi Serba í Kraj- inahéraði, er sá eini sem ekki hefur falhst á áætlun SÞ og þess vegna hefur Öryggisráðið frestað því að senda sveitimar á vettvang. Að sögn stjómarerindreka á að reyna að koma vitinu fyrir Babic á fundum um hélgina og er vonast til að það takist. Cyras Vance, sérlegur sendimaður SÞ, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að leiðtogar sambandsstjómar- innar, yfirmenn hersins og ahir aðrir leiðtogar hefðu sagt það vera skyldu sína að ná þessu fram. „Ég vil sjá hvað gerist á næstu dög- um,“ sagði Vance. í Bosníu-Hersegóvínu fékk Carr- ington lávarður, sendimaður Evr- ópubandalagsins, þjóðarbrotin til að fallast á að halda eigin friðarráð- stefnu til að koma í veg fyrir blóðbað. Reuter Glæsilegur útifatnaður fyrir íslenska veðráttu Opið til kl. 19 á föstudögum, á laugardögum kl. 10-14. Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800 HREINSIÐ UÓSKERIN REGLULEGA. Ijósmagm DRÖGUM ÚR HRADA! ||UMFEROAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.