Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1992, Side 26
34 FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1992. Afmæli Jóhann S. Bjömsson Jóhann S. Bjömsson framkvæmda- stjóri, Markholti 18, Mosfellsbæ, er fimmtugurídag. Starfsferill Jóhann fæddist á Hvammstanga og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði og lauk þaðan gagn- fræðaprófi 1960. Jóhann starfaði síöan eitt ár við Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga en flutti til Reykja- víkur 1961 og stundaði þar verslun- arstörf hjá Kjöt og fiski í nokkur ár. Hann var síöan afgreiðslumaður hjá Náttúrulækningabúðinni um skeið en stofnaði ásamt öðrum Hunangs- búðina 1966 og rak hana ásamt öðr- um til 1970 en síðan einsamall til 1973. Þá hóf Jóhann nám í húsasmíði hjá mági sínum. Hann lauk sveins- prófi 1976 en hafði eignast hlut í tré- smiðjunni K14 í Mosfellsbæ sem hann starfrækti með tveimur öðr- um þar til á síðasta ári. Þá hóf Jó- hann að vinna fyrir sóknarnefnd Lágafellssóknar og starfar fyrir hanaenn. Fjölskylda Jóhann kvæntist 10.6.1962 Svan- hildi Þorkelsdóttur, f. 14.3.1943, bæjargjaldkeraMosfellsbæjar. Hún er dóttir Þorkels Einarssonar, bygg- ingameistara í Reykjavík, og Ölfu Ásgeirsdóttur húsmóður. Böm Jóhanns og Svanhildar eru Þorkell Ásgeir Jóhannsson, f. 27.4. 1963, bankastarfsmaður, búsettur í Mosfellsbæ; Aifa Jóhannsdóttir, f. 3.3.1966, grunnskólakennari, búsett í Mosfellsbæ, maki Steinar Ólafs- son; Þorbjörn Jóhannsson, f. 4.1. 1969, lögreglumaður í Reykjavík, búsettur í Mosfellsbæ. Systkini Jóhanns: Trausti Björns- son, f. 2.6.1932, verslunarmaður, búsettur í Keflavík, kvæntur Ás- laugu Hilmarsdóttur og eiga þau tvær dætur; Ólafur Björnsson, f. 28.2.1937, starfsmaður við skrifstofu Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, búsettur í Reykjavík, kvæntur Mjöll Þórðardóttur. Foreldrar Jóhanns voru Björn Kr. Guðmundsson, f. 20.3.1906, d. 2.9. 1983, verkstjóri og síðar skrifstofu- maður hjá Kaupfélagi Vestur- Húnvetninga, og Þorbjörg Ólafs- dóttir, f. 31.5.1901, d. 11.1.1981, hús- móðir. Ætt Hálfsystir Björns, samfeðra, var Ásta, móðir Sverris Ólafssonar myndlistarmanns. Björn var sonur Guðmundar, nuddlæknis á Eski- firði, Péturssonar landfógetaskrif- ara, Jónassonar. Móðir Bjöms var Sigríður Bjarnadóttir, b. á Óspaks- stöðum, Bjarnasonar, b. á Óspaks- stöðum, Bjarnasonar, b. í Hrafna- dal, Halldórssonar. Móðir Bjarna, fóður Sigríðar, var Kristín Þorkels- dóttir, b. i Geithóli, Þorkelssonar. Móðir Sigríðar var Helga Jónsdótt- ir. Þorbjörg var dóttir Ólafs, b. á Dúki í Sæmundarhlíð í Skagafirði, bróður Margrétar, langömmu Vig- dísar Grímsdóttur rithöfundar og Sighvats Björgvinssonar heilbrigð- isráöherra. Ólafur var sonur Sæ- mundar, b. í Víkurkoti, bróður Áma, frambýhngs á Sauðárkróki, langafa Friðriks, fóður Friðriks, for- stjóra og eiganda Pressunnar. Sæ- mundur var einnig bróðir Magnús- ar snikkara, afa Guðmundar Vignis gjaldheimtustjóra og langafa Ásdís- ar Kvaran lögfræðings. Sæmundur var sonur Áma, Ijósfóður í Stokk- hólma, Sigurðssonar og Margrétar, systur Pálma í Valadal, langafa Helga Hálfdánarsonar skálds, Pálma rektors, Péturs, fóður Hann- esar skálds, óg langafa Jóns á Hofi, föður Pálma í Hagkaupi. Margrét var dóttir Magnúsar, b. í Syðra- Vallholti, Péturssonar og Ingunnar Ólafsdóttur, systur Þuríðar, ömmu Benedikts Gröndal yngra. Móðir Ólafs í Dúki var Sigríður Jónsdóttir, b. í Miðdalsgröf, Jónssonar og Ólaf- ar Björnsdóttur, prests í Trölla- tungu og ættföður Tröllatunguætt- Jóhann S. Björnsson. arinnar, Hjálmarssonar. Móöir Þorbjargar voru Steinunn Steinsdóttir, hreppstjóra í Stóru- Gröf^ Vigfússonar, b. í Vík, Ólafs- sonar. Móðir Steins var Guðrún Jónsdóttir, hreppstjóra á Bessastöð- um, Oddssonar. Móðir Steinunnar var Helga Pétursdóttir, hagyrðings á Vatnsleysu, Bjarnasonar og Krist- ínar Jónsdóttur, b. á Sólheimum, bróður Jóns á Bessastöðum. Jón Guðjónsson Jón Guðjónsson rafvirkjameistari, Ofanleiti 7, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Jón er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann gekk í Austurbæjar- skólaxm og var einn vetrn- í Iðnskól- anum í Reykjavík. Hann dvaldi nokkra mánuði í Noregi 1939 og varð lærlingur hjá Jóhanni Rönning eftirdvölinaþar. Hjá Rönning var Jón m.a. sendur til starfa í síldarverksmiðjunum á Skagaströnd, Siglufirði, Raufarhöfn og Djúpuvík. Jón starfaði hjá Flug- félagi Islands 1946-49 við að breyta Catalinu flugbátum í farþegavélar. Hann kynnti sér nýjungar hjá Hird Brown í Bolton á Englandi 1951 en sama ár stofnaði hann eigið fyrir- tæki, Rafvélar hf., að Hverfisgötu 50 í Reykjavík, sem hann rak í 24 ár. Jón haföi umsvif á Keflavíkur- flugvelli fyrir Metcalf Hamilton Bridge Corporation & District Eng- ineers. Hann kenndi jafnframt í Iðn- skólanum í Reykjavík 1951-56. Jón hóf störf hjá Veðurstofu íslands 1975 og hefur starfað þar síðan. Starfs- svið hans er umsjón með húseign, lyftu og vararafstöð. Jón starfaði með Rafvirkjafélagi Reykjavíkur og Rafvirkjameistafé- lagi Reykjavíkur. Hann stofnaði Iðnsamtökin hf. ásamt niu öðmm iðnmeisturum við framkvæmdir og viðhald á Keflavíkurflugvelli. Jón hefur verið formaður þeirra sam- taka frá upphafi. Hann er einn stofnenda Lionsklúbbsins Njarðar. Jón starfaöi með Hestamannafélag- inu Fáki. Jón reisti sér hús fyrir heimili sitt og fyrirtæki í gamla miðbænum að Hverfisgötu 50 á lóð foreldra sinna. Hann byggði síðar í Starmýri 4 í Reykjavík en er nú búsettur í Ofan- leiti 7. Fjölskylda Jón kvæntist 5.8.1944 Jóhönnu Agnesi Pétursdóttur Honingsvog, f. 24.6.1923, d. 1984, frá Akureyri. For- eldrar hennar vom Pétur Honings- vog og María Þorvaldsdóttir. Sambýliskona Jóns frá 1975 er Anna Þóra Thoroddsen, f. 3.12.1930, starfsmaður Landakotspítala. For- eldrar hennar: Þorvaldur Thor- oddsen og Ingunn Thoroddsen, lát- in. Börn Jóns og Jóhönnu Agnesar: Þórhildur, f. 7.12.1944, skrifstofu- maður, maki Victor Jacobsen, bif- reiðarstjóri, þau eru búsett í Reykja- vik og eiga tvö böm, Aðalheiöi Jacobsen og Jón Kristján Jacobsen; Guðjón, f. 6.3.1947, rafvirki og kenn- ari, maki Þuríður Erlendsdóttir húsmóöir, þau eru búsett í Reykja- vík og eiga einn son, Guðjón Andra; Sigríður, f. 27.12.1955, bifreiöar- stjóri, maki Einar Sigurberg Sigur- jónsson bifreiðastjóri, þau em bú- sett í Reykjavík ogeiga tvo syni, Jón Guöjónsson Guttorm Inga og Jóhann Agnar; 'Anna María, f. 3.11.1959, afgreiðslu- kona, maki ísleifur Karlsson, bif- vélavirki og bílamálari, þau em búsett í Reykjavík og eiga tvö börn, KarlogAgnesi. Systkini Jóns: Friða, f. 29.5.1924, kennari, maki Stan Davids loft- skeytamaður, þau eru búsett í Li- verpool á Englandi og eiga tvær dætur, Sigríði Dallimor og Ingrid Burger; Pétur.f. 19.3.1926, d. 1983, framkvæmdastjóri, hans kona var Bára Sigurjónsdóttir verslunar- maður, þau eignuðust tvo syni, Sig- uijón og Guðjón Þór. Hálfsystir Jóns, sammæðra: Vigdís, látin, rönt- gentæknir, hún var búsett í Reykja- vík. Foreldrar Jóns voru Guðjón Jóns- son verslunareigandi og Sigríður Pétursdóttir húsmóðir. 90 ára 50ára BjömÞórðarson, Oddagötu 5, Akureyri. Þorbjörg Grímsdóttir, HÖrðalandi 22, Reykjavík. Sigríður Magnúsdóttir, 85 ára Fossheiði 16, Selfossi. Ragnheiður J ónsdóttir, Hólsvegi 10, Reykjavík. 40 ára 80 ára Guðiaug Konráðsdóttir, Öldutúni 18, Hafnarfirði. Sigurður Brynj ólfsson, Garöavegi 8, Keflavík. Ey vindur Magnús Jónasson, Kjóastöðum I, Biskupstungna- hreppi. 70 ára Eygió Gunnarsdóttir, Brekkugötu 13, Hafnarfirði. HiJdur Maria Hansdóttir, Aðalstræti 10, Akureyri. Magnús Óskarsson, Reynigrund 41, Akranesi. Guðmundur Theódórsson, Réttarholti 11, Selfossi. Hermann Haraidsson, Haildór Bjarnason, Heiöarbrún 29, Hveragerði. Béra Sigurjónsdóttir, Drápuhlíö36, Reykjavík. Sumarliði Lárusson, Túngötu 11, Sandgerði. Furulundi lle, Akureyri. 60 ára Bjamey Erlendsdóttir, Illugagötu21, Vestmannaeyjum. Hjörtur Pjetursson Hjörtur Pjetursson, löggiltur endur- skoðandi, Hvassaleiti 58, Reykjavík, verður sjötugur á morgun, föstu- daginn21.febrúar. Starfsferill Hjörtur er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp í miðbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í ReyKjavík 1941 og viðskipta- prófi frá Háskóla íslands íjórum árum síðar. Hann stundaði nám hjá Redovisningstekniska Byrán í Stokkhólmi í Svíþjóð 1945-46. Hjört- ur varð löggiltur endurskoðandi 1950 og lauk prófi í kerfis- og forrit- un bókhaldsvéla við Burroughs Col- lege í Detroit í Bandaríkjunum 1953. Hjörtur hefur rekið eigin endur- skoðarskrifstofu frá 1946. Hann var stundakennari við viðskiptadeild Háskóla íslands 1970-72, starfaði sem sérfræðingur í Seðlabanka ís- lands 1975-1990 og var m.a. í fram- kvæmdanefnd vegna gjaldmiðils- breytingar 1981. Hjörtur var formaður Félags við- skiptafræðinga 1948-50, er einn stofnenda Lionsklúbbsins Fjölnis (1955) og sat í fyrstu stjóm hans og varð síöar formaður, eða 1964-65. Hjörtur var í stjóm samtaka gegn astma og ofnæmi, formaður þeirra 1979-81 og hefur verið fulltrúi á sambandsþingum SÍBS frá 1980. Fjölskylda Hjörtur kvæntist 15.6.1945 Lauru Fr. Claessen, f. 24.1.1925, fulltrúa á Borgarspítalanum. Foreldrar henn- ar vom Eggert Claessen, hæstarétt- armálaflutningsmaður, og Soffia Jónsdóttir Claessen, húsfreyja og kennari, en þau bjuggu að Reynistað í Skildinganesi. Eggert Claessen var einn stofnenda Eimskipafélags ís- lands, framkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands um langt skeið og yfirmaður Oddfellowregl- unnarínokkurár. Börn Hjartar og Lauru: Soffía Kristín, f. 9.5.1946, starfsmaöur á endurskoðunarskrifstofu, maki Hörður Barðdal, starfsmaður á end- urskoðunarskrifstofu, þau em bú- sett í Reykjavík, Soffía Kristín á einn son, Þórð Vilberg Oddsson; Hjörtur Hannes Reynir, f. 14.3.1949, aðstoðardagskrárstjóri Bylgjunnar, maki Kara Margrét Svafarsdóttir flugfreyja, þau eru búsett í Reykja- vík og eiga tvær dætur, Höllu Sig- rúnu og Hildi Ömu; Halla, f. 24.7. 1955, starfsmaöur Flugleiða, maki Kristinn Valtýsson, framkvæmda- stjóri Bifreiða & landbúnaðarvéla, þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjár dætur, Eddu Hrönn, Evu Hmnd og Ellen Hörpu; Jean Eggert, f. 15.6.1961, rafvirki ogbmnavörö- ur, maki Gríma Huld Blængsdóttir læknir, þau em búsett í Reykjavík og eiga eina dóttur, Láru Ósk, Jean Eggert átti áður Arent Pjetur; Laura, f. 2.4.1963, húsmóðir, maki Walter Ragnar Kristjánsson flug- virki, þau em búsett í Þýskalandi og eiga tvo syni, Kristján Óla og KáraBjöm. Systkini Hjartar: Sigríður Guð- finna, f. 5.9.1915, husmóðir, hennar maður var Haraldur Blöndal, lát- inn, skrifstofumaður og verslunar- maður, þau eignuðust fimm börn, Sigríður Guðfinna er búsett í Reykjavík; Gunnar, f. 16.10.1919, látinn, verslunarmaður, Gunnar eignaðist tvö böm með Guðnýju Kristjánsdóttur og tvö böm með Þorbjörgu Guðnadóttur, Gunnar var búsettur Reykjavík; Hjördís, f. 16.10.1919, látin, húsmóðir, hennar maður var Bergur Sigurbjömsson viðskiptafræðingur, þau eignuðust fjögur böm, Hjördís var búsett í Reykjavík. Hjörtur Pjetursson. Foreldrar Hjartar vora Pjetur Þórhaili Júlíus Gunnarsson, f. 28.3. 1885, d. 1955, stórkaupmaður og end- urskoðandi, og Svanfríður Hjartar- dóttir, f. 5.12.1891, d. 1975, húsmóð- ir, en þau bjuggu í Reykjavík. Hjörtur tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í félagsmiðstöðinni Hvassaleiti 56-58 í Reykjavík kl. 17-19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.