Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 2
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992. Fréttir i>v Hægt að fá sundurliðun símtala frá og með 1. mars: Aðeins fyrir notendur stafræna símkerf isins - fyrstu yflrlitin berast tjl notenda með símreikningum í lok apríl „Ollum þeim sem tengdir eru viö stafræna símkerfið býöst, frá 1. mars, að fá senda sundurliöun sím- tala. Þaö eru um 42% notenda. Þetta er ekki sundurliðaður símareikning- ur en sundurliðunin kemur samt á þriggja mánaða fresti um leiö og símareikningurinn," sagði Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafuiltrúi Pósts og síma, í samtali við DV. „Það verða skráð öll símtöl sem seld eru á dýrari taxta en venjuleg innanbæjarsímtöl. Til þeirra teljast öll símtöl á milli landshluta, símtöl í 03 eða 08, Lukkulínuna, Veðurstof- una og fleiri línur sem taka hærri gjöld en innanbæjarsímtöl. Hring- ingamar í „græn símanúmer" eru ekki skráðar þar sem þær eru ekki dýrari en venjuleg símtöl. Auk þess eru skráð öll samtöl til útlanda. Á yfirhtinu kemur fram hve lengi símtalið stóð, hversu mörg skref það var og símanúmerið sem hringt var í, að frátöldum tveimur síðustu tölunum í númerinu. Þeim verður sleppt að kröfu tölwmefndar og er það gert til þess að vemda einkalíf þess sem hringt er í. Til þess að fá send þessi sundurlið- uðu yfirlit verður rétthafi símans að óska skriflega eftir því. Hann verður jafnframt aö lýsa því yfir, um leið og hann skrifar undir umsóknina, að hann hafi tilkynnt maka eða sam- býlismanni sínum að hann hafi ósk- að eftir þessari þjónustu. Þarna er verið að veita þeim sem borgar upp- lýsingar um þau símtöl sem hann hringir en við erum ekki að gefa fólki einhver vopn í hendur til þess að njósna um aðra í fjölskyldunni“. - Er þeim sem óskar eftir sundur- liðun símtala ekki skylt að láta aðra heimilismenn en maka eða sambýlis- mann vita? „Nei, samkvæmt kröfu tölvunefnd- ar þarf að tilkynna maka og sambýl- ismanni. Ekki öðrum og skiptir engu máh á hvaða aldri þeir eru. Þó skal geta þess að skylt er að tilkynna öll- um þeim sem hafa aukanöfn í síma- Svona litur reikningur út fyrir sundurliðun símtala. Á honum kemur fram dagsetning, tímasetning símtals, lengd þess, skrefafjöldi og númerið sem hringt er í, að slepptum tveimur síðustu tölustöfunum. DV-mynd BG skránni, öðrum skráðum notendum símans, um það. Rétthafi atvinnu- síma þarf hins vegar að tilkynna það öllum notendum sínum ef hann hyggst fá sundurliðun símreiknings á sínum vinnustað. Hver sem er getur hringt í Póst og síma og fengið upplýsingar um hvort eitthvert símanúmer úti í bæ sé með skráningu á símtölum. Það gildir um hvaða símanúmer sem er. Fyrstu yfirlitin berast til notenda með sím- reikningum í lok apríl. Fyrirvarinn þárf ekki að vera lang- ur. Ef beðið er um sundurliðun ætti að vera hægt að setja skráningu af stað 1-2 dögum síöar. Hins vegar er aldrei hægt að biðja um skráningu aftur í tímann. Gjaldið fyrir þessa þjónustu er þannig að fyrst er greitt stofngjald, 778 krónur en síðan árs- fjórðungslega 280,10 krónur. Því til viðbótar eru rukkaðar 1,62 krónur fyrir hvert skráð símtal sem skráð er,“ sagði Hrefna. -ÍS Alþingiígær: Matthías Bjarnason greiddi atkvæði fyrirÁrna Johnsen Upp komst á Alþingi í gær að Matt- hías Bjamason greiddi atkvæði á nýja tölvukerfinu fyrir Áma Jo- hnsen sem var þá stimdina í bíl sín- um úti í bæ. Þegar þetta gerðist voru svo fáir þingmenn mættir að það vantaði eitt atkvæði til þess að at- kvæðagreiðsla væri lögleg við að af- greiða þingmál til nefndar. Matthías Bjarnason sagði í samtali við DV aö hann teldi þetta ekki vera neitt mál. Hann sagðist hafa greitt atkvæði fyrir sessunaut sinn, Árna Johnsen, áður ef Ámi hefði verið í hliðarsölum. Matthías sagðist hafa haldið að svo hefði verið að þessu sinni. Ámi Johnsen segir það alrangt að hann hafi beðið Matthías að greiða fyrir sig atkvæði. „Ég hef aldrei gert það, hvorki að þessu sinni né áður. Ég kom alveg af fjöllum þegar ég heyrði þetta í rnorgun." Þingmenn fullyrtu viö DV í gær að atburður sem þessi hefði oft áður átt sér stað við afgreiðslu mála til nefnda. Það var Ólafur Þ. Þórðarson sem upþgötvaði þetta í gær þegar hann sá útskrift atkvæðagreiöslunnar. Hann hringdi þá í Árna til að vera viss. Ámi svaraði í bílasíma sinn úti í bæ. Ólafur Þ. telur að þetta geti orðið til þess að allar atkvæðagreiðslur á tölvukerfinu í vetur séu ólöglegar. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Al- þingis, telur það hæpið. Sömuleiðis Salome Þorkelsdóttir, forseti þings- ins. Hún sagðist mundu ræða máliö við formenn þingflokkanna í dag. -S.dór Utandagskrárumræða á Alþingi: Sitthvað gjaldþrot og greiðsluerf iðleikar „Við verðum að skoða fullyrðingar um flöldagjaldþrot í sjávarútvegi vandlega. Eins og nú stendur á er allra mikilvægast að atvinna fólks sé tryggð. Til þess duga engar skyndiráðstafanir, aðeins yfirvegun og þrautsegja. Það er sitthvað gjald- þrot eða greiðsluerfiðleikar en hug- um fyrst að afkomunni í sjávarút- vegi.“ Þannig hóf Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra ræðu sína á Al- þingi í gær þegar fram fór utandag- skrárumræða að ósk Framsóknar- flokksins um atvinnumálin og stöðu sjávarútvegsfyrirtækja. Jón sagði sjávarútvegsfyrirtækin hafa búið við bærilega afkomu síð- ustu 2 árin. Hagnaður af bolfiskveið- um var 2,5 prósent af tekjum árið 1990 og um 1 prósent á síðasta ári. Það hafi því ekki verið fyrr en á þessu ári sem menn sáu að töluvert tap kynni að verða í greininni. Og vissu- lega biði vandasamt verkefni við að finna lausn á því á næstu misserum. Hann sagði að botnfiskveiðiflotinn væri nú rekinn með 2 prósent hagn- aöi af tekjum en fiskvinnslan með um 8 prósent tapi. í heild væru því veiðar og vinnsla rekin með 4 pró- sent tapi. Hann sagði svona meðal- talsútreikninga dylja mjög misjafna afkomu fyrirtækja í greininni. í því sambandi sagði hann frystitogara rekna með 11 prósent hagnaði en saltfiskvinnslu meö 8 prósent tapi. „Sú mynd að við stöndum á barmi hengiflugs og séum að missa jafn- vægið er alröng,“ sagði Jón. Rætur þessa vanda í sjávarútvegi sagði hann vera aflasamdrátt til að varðveita fiskistofnana. Halldór Ásgrímsson hóf umræð- una og ræddi um þá svörtu skýrslu sem birt hefur veriö um afkomuna í sjávarútvegi og spurði ýmissa spurn- inga sem takmörkuö svör fengust við. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin væri að plægja akurinn sem síðan yrði sáð í og þá mætti búast við góðri uppskeru. Þor- steinn Pálsson sagði menn ekki mega gera lítið úr vandanum. Hann sagði alla stjórnmálaflokka bera ábyrgð á ástandinu. Hætta yrði að leysa vand- ann með því að gefa deyfilyf og treysta á happdrættisvinninga. Leysa yrði vanda sjávarútvegsins til frambúðar. -S.dór Eins flestum er kunnugt er Börn „Listamenn 'og dómendur við út- náttúrunnar tilnefnd til óskars- hlutun Menníngarverðlauna DV verölaun í ár sem besta erlenda skora á ríkisstjóm íslands að hlut- kvikmyndin. í gær, eftirað Böm ast til um að kvikmynd Friöriks náttúrunnarhafðifengiðMenning- Þórs Friðrikssonar, Börn náttúr- an-erölaun DV, urðu uraræöur um unnar, verði kynnt með viðunn- mögiúeika myndarinnar til verð- andi hætö meðal dómnefndar- launanna og þann tilkostnaö sem manna óskai-sverölaunanna aust- fylgir að koma myndinni á fram- an hafs og vestan og til þess varið færi. Var samþykkt eftirfarandi því ijármagni sem nauðsynlegt áskorun til Olafs Einarssonar telst til aö standa straum af kostn- menntamálaráðherra: aðiviðkynninguna.“ -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.