Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992. DV SÍMINN DV Memung B'ONUS BOR6ARI z 2 SMAAUGLYSINGASIMINN FYRIR LANDSBYGGÐINA: 9M272 HA-MBORGARAM Ifltgosi og franska^^j** 999s FISKBORGARI m/sósa,skenka,sveppir 350; IX” PIZZA 3 tog. 399; FISKMJR m/öilu 370’- GRILLSamlokur m/skenka,ostur og ananas 199^ FÝLSAm/öiiu 99; 121. PEPSI 75; Fritt KAFFI, láttu sjá Þig og spáðui Vegferðin langa ■-talandi daömi um þjónustu! allsber ADEINS CríUkfúhlingur nV' frönskum sósu gos og salat MÍNÚTUSTEIK Kryddsmjör, salat, 599i. 595r HAMBORGARI 199-- HVfrönskum og sósu 325t "Vosti, 345- m/bacon, 3751 2.faldur fyfrönskum og sósu 425- íslensk þýðing og aðlögun fyrir svið eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónsson með hiiðsjón af þýð- ingu Stefáns Bjarman. Ferðin til fýrirheitna landsins er oft vegferð án enda. Og jafnvel þó að einhveijir nái ferðalokum, mæt- ir þeim þar sú beiska staðreynd að draumarnir um betra líf voru tál- sýn ein. í stað mannsæmandi tilveru bíð- ur á leiðarenda sama ástandið og horfið var frá en þaðan af verra. Þetta máttu margir íslendingar Leiklist Auður Eydal reyna fyrr á árum þegar þeir flúðu örbirgð og illt árferði hér heima og létu ginnast af gylliboðum vestur- heimskra sendimanna sem lofuðu allsnægtum í góseniandi. Raun- veruleikinn varð oftast fjarri vænt- ingunum. I hinu mikla skáldverki Johns Steinbecks, Þrúgum reiðinnar, seg- ir frá örlagaríkum þrenginga- og krepputímum í bandarísku þjóðfé- lagi á fjórða áratug þessarar aldar. Fjölskyldur hrekjast frá býlum sínum, slyppar og snauðar, í kjölfar mikilia þurrka og margir binda vonir við betra líf í Kalifomíu, þar sem agentar lofa því dýrmætasta sem nokkur maður getur óskað sér á þessum tíma: Nægri vinnu. Þessa skáldsögu átti landinn gott með að skilja þegar hún kom út í íslenskri þýðingu árið 1943. Þá voru aðeins örfá ár síðan sú hin sama kreppa teygði anga sína hingað og olli byggðaröskun og „þjóðflutn- ingum“ á mölina, auk þess sem tími vesturfaranna var ekki svo ýkja langt að baki. í leikgerðinni, sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, er fylgst meþ þrengingum Joad fjöl- skyldunnar sem missir bújörð og allar aðrar eignir sínar. Því htla sem eftir er hleður hún upp á gaml- an bílskrjóð og leggur upp í mikla þrautaíor til fyrirheitna landsins. Leikgerðin, sem unnin er upp úr skáldsögunni, lýsir þessum ægi- legu aðstæðum og því hvernig hver einstakur fjölskyldumeðlimur bregst við hörmungum sem aldrei virðast ætla að taka enda. Og það er einmitt við svona að- stæður sem hetjur hversdagsins vinna sín afrek og ótrúleg seigla, kraftur og lífsvilji fleytir þessum hijáðu einstaklingum áfram. Leikgerðin og úrvinnsla Kjartans Ragnarssonar, leikstjóra og hans félaga í Borgarleikhúsinu, sýna væntumþykju og skilning á per- sónunum sem birtist í hlýjum og mannlegum undirtón en um leið kemur harka ytri aðstæðna greini- lega fram. Jafnvel sjálf náttúruöfl- in leggjast á sveif með vonsku mannanna svo að baráttan fyrir betra lífi virðist vonlaus. Tækni leikhússins er óspart beitt til þess að skapa sem raunsannasta mynd af kringumstæðum. Stund- um lá þó við að bruðlað væri með hana í óþarfa slaufur og á einum stað fannst mér beinlínis yfirkeyrt en það var í þrumuveðrinu sem Þrúgur reiðinnar gerist á kreppuárunum í Bandaríkjunum. DV-mynd BG geflð var til kynna með þvílíkum svaka hljómstyrk, að „det halve var nok“. Óskar Jónasson gerir annars feikna góða leikmynd þar sem gamlir bflskrjóðar og mótorhjól aka um sviðið, víðáttan er yfir- þyrmandi og hitasvækjan verður nærri því áþreifanleg. Miðja hringsviðsins er lögð plönkum og smádæld eða gryfja á einum staö gagnast á ýmsa vegu, meira að segja einu sinni sem sval- andi á, sem hægt er að baða sig í. Sviðslausnir voru margar snjall- ar og studdar markvissri ljósaheit- ingu. Lárus Björnsson sá um lýs- inguna og Stefanía Adolfsdóttir hannaði búningana og stóð mjög vel að því. Ferðalangamir klæðast lúnum og grómteknum hversdagsfótum, sem eru góð í sniði og stfl en það má setja spumingarmerki við það hvað allir em alltaf skítugir, jafn- vel rifnir. Þessar persónur eru ekki í strætinu, heldur er þetta fólk með baráttuvilja og sjálfsvirðingu og þrífur sig eins og aðstæður framast leyfa hverju sinni. Þröstur Leó Gunnarsson leikur burðarhlutverk, Tomma Joad, sem kemur heim, laus úr fangelsi, ein- mitt í þann mund sem fjölskylda hans er að leggja upp í hina löngu för. Persónan gengur alveg upp í túlkun Þrastar, Tommi er kannski svoMtið hrokkgengur, en það er af því að hann er eldhugi og við hann er bundin eina vonin um betri framtíð. Ég er ekki frá því að Þröstur mætti taka aðeins meira á, skerpa og dýpka drættina í annars blæ- brigðaríkri og sannfærandi per- sónulýsingu. Það var eins og herslumuninn vantaði. Valdemar Öm Flygenring var heill og sannur í hlutverki Jims Casy og mótaði persónuna skýrt. En eins og Þröstur var eins og hann héldi aftur af sér í hlutverkinu. Jim er fyrrverandi prestur, sem ekki fór alltaf eftir bókinni, en sá svo að sér og sneri sér frá prestskap, til þess að fara út á meðal fólksins. Hann slæst í för með fjölskyldunni og fordæmi hans hefur mikil áhrif á Tomma. Þau Pétur Einarsson og Hanna María Karlsdóttir leika pahba Joad og mömmu Joad. Túlkun þeirra beggja var hreint meistaraleg og þessar persónur hljóta að verða ógleymanlegar. Einmitt svona fannst manni að ætti að túlka þær. Pétur umbreytist á sviðinu í gamlan og þreyttan mann, hreyf- ingar, svipbrigði og fas allt lýsir vonleysi og dauðans þreytu. Hanna María er hin eilífa „Mutt- er Courage", á hennar herðum hvfla allar áhyggjur og hún verður að taka af skarið þegar á bjátar. Toppamir í leik hennar vom svo margir í sýningunni að varla hafö- ist undan að hugsa að betur yrði ekki gert. Ég held að margir hljóti að hafa verið djúpt snortnir, að minnsta kosti var ég það. Og þá var ekki minna um vert túlkun þeirra Sigríðar Hagalín, sem eins og fyrri daginn sannaði hér enn einu sinni hversu frábær leikkona hún er, og Steindórs Hjör- leifssonar í hlutverki ömmu og afa. Steindór var óskaplega prakk- aralegur og mikfll grallari, í eina „létta“ hlutverkinu í leiknum. Verst að afinn dó alltof snemma. Sigurður Karlsson vann mjög vel úr hlutverki bróðurins og haföi sterka návist á sviðinu, jafnvel þeg- ar hann sagði fátt og Stefán Jóns- son skflaði sínu hlutverki prýði- lega. Þórey Sigþórsdóttir lék mjög vel vandasamt hlutverk dótturinnar sem bókstaflega þroskast fyrir aug- um áhorfenda. Hún er í upphafi óraunsær stelpugopi en í rás verks- ins breytist hún í fullþroskaða og lífsreynda konu. Leikur hennar var í réttri tónhæð allan tímann og hið vandmeðfarna lokaatriði kom fallega út. Kristján Kristjánsson leggur til lög og stef, sungin og leikin á gítar, sem gefa sýningunni mikinn svip og leiða hana áfram. Mér fannst þó að það hefði mátt draga úr hljómstyrk í sumum lögunum. Það hefði aðeins aukið áhrifamátt þeirra. Þrúgur reiðinnar er metnaðar- fullt verkefni og í sýningu Borgar- leikhússins kemur fram bæði frumsköpun og vönduð úrvinnsla, sem þau eiga heiður af, Kjartan Ragnarsson og hans fólk. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Stóra sviði Borgarleikhússins: ÞRÚGUR REIÐINNAR eftir skáldsögu John Steinbeck i leik- gerð Frank Galati. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Leikmynd: Óskar Jónasson. Búningar: Stefania Adolfsdóttir. Tónlist: KK. Lýsing: Lárus Björnsson. Frábærir tölvuleikir í miklu úrvali - fást í tölvuverslunum um land allt PC - ATARI - AMIGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.