Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991. Afmæli Soffía Lára Karlsdóttir SofSa Lára Karlsdóttir shiatsu- meöferöarfulltrúi, Smárgötu2, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Soffia Lára fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk verslunar- skólaprófi 1971, stundaði nám í frönsku í París 1973-74 og var síöan búsett í Frakklandi til 1976. Hún útskrifaðist úr Leiðsögumannaskól- anum vorið 1977 og var leiðsögu- maður hér á landi næstu tvö sumur en flutti þá aftur til Frakklands. Soffia Lára hefur lagt stund á heiidrænar aðferðir í fæðuvah (makróbíotik) í Frakklandi frá 1975. Hún stundaði nám í shiatsumeð- höndlun og austrænum heilbrigðis- fræðum við Kushi Institute 1 Lon- don og í nálastunguaðferð við The London School of Chinese Medicine, auk þess sem hún sótti sérstakt kennaranámskeið við Kushi Instit- ute í London 1986. Þá hefur hún lagt stund á indverska heimspeki (Adva- ita- og Adyatma jóga) undir hand- leiðslu viðurkennds meistara, Ar- naud Desjardins, frá 1984. Soffia Lára flutti aftur til íslands 1984. Hún hefur haldið matreiðslu- námskeið á vegum matstofunnar Á næstu grösum og haldið fyrirlestra um fæðuval og heimspeki Yin-Yan á vegum Fríklúbbsins. Þá rak hún um tíma verslun með heilsuvörur og rak veitingastað í Frakklandi sem sérhæfði sig í j urta- og náttúru- fæði. Fjölskylda Soffía Lára giftist 1974 Dominique Jaques Depenne en þau shtu sam- vistum 1980. Sonur þeirra er Tristan PéturDepenne,f. 19.12.1976. Sambýlismaður Soffíu Láru var Bemard Marmié en þau shtu sam- vistum. Dóttir þeirra er CamiUe Bemards Marmié, f. 5.3.1983. Bæði bömin em búsett hjá móður sinni hérálandi. Systir Soffíu Lára er Sigríður Helga Karlsdóttir, f. 14.10.1953, hús- móðir í Svíþjóð, gift Garðari JúUusi Hansen hljóðupptökumanni og eiga þau fjögur böm. Hálfsystir Soffiu Lám, sammæðra, er Steingerður Sigurjónsdóttir, húsmóðir á Spáni, gift Luis Gonzales Martinez og eiga þautværdætur. Foreldrar Soffiu Lám eru Karl Jóhann Guðmundsson, f. 28.8.1924, leikari í Reykjavík, og Guðrún Ámundadóttir, f. 17.9.1913, húsmóð- ir. Ætt Karl er sonur Guömundar, vél- smiðs og forstjóra Hampiðjunnar í Reykjavík, Guðmundssonar, skipa- smiðs og formanns í Þorlákshöfn, Guðmundssonar, formanns á Gamla-Hrauni, Þorkelssonar, for- manns í Mundakoti, Einarssonar, spítalahaldara í Kaldaðamesi, Hannessonar. Móðir Guðmundar, skipasmiðs í Þorlákshöfn, var Þóra Símonardóttir, smiðs og formanns á Gamla-Hrauni, Þorkelssonar, skipa- smiðs og hreppstjóra á Stóm- Háeyri, Jónssonar. Móðir Símonar var Valgerður Aradóttir, b. í Neista- koti, Jónssonar, b. á Grjótlæk, Bergssonar, hreppstjóra í Bratts- holti og ættföður Bergsættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Guðmundar í Hampiðjunni var Sigríður Einarsdóttir, b. á Mið- felli í Ytrihreppi, Magnússonar, b. á Miðfelh, Einarssonar, b. í Núpstúni, Magnússonar. Móðir Sigríðar var Margrét Magnúsdóttir, alþingis- manns í Syðra-Langholti, Andrés- sonar. Móðir Magnúsar var Margrét Ólafsdóttir, b. á Efra-Seli, Magnús- sonar og Malínar Guðmundsdóttur, ættfóður Kópsvatnsættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Margrétar var Katrín Eiríksdóttir, dbrm. og ættföður Reykjaættarinnar, Vigfús- sonar og konu hans, Ingunnar Ei- ríksdóttur, ættfóður Bolholtsættar- innar, Jónssonar. Móðir Karls leikara var Lára Jó- Soffía Lára Karlsdóttir. hannesdóttir, verkamanns í Stykk- ishólmi og innheimtumanns í Reykjavík, Bjarnasonar, b. á Svelgsá í Helgafellssveit, Jónssonar, hreppstjóra á Hrísum, Jónssonar, b. í Klettakoti á Skógarströnd, ívars- sonar. Móðir Láru var Katrín Ei- ríksdóttir, b. á Högnastöðum í Ytri- hreppi, bróður Margrétar á Miðfelli. Guðrún er dóttir Ámunda, b. á Sandlæk í Gnúpverjahreppi, Guð- mundssonar og Höllu Lovísu Lofts- dóttur, b. í Kollalæk, Loftssonar. Móðir Höllu Lovísu var Sigríður Bárðardóttir. Ásgeir Hjálmarsson Ásgeir Hjálmarsson, yerkstjóri hjá Búlandshreppi, Kambi 2, Djúpavogi, ersextugurídag. Starfsferill Ásgeir er fæddur á Berufirði og ólst upp í Fagrahvammi. Hann gekk í barnaskóla sem þá var en að Fagrahvammi dvaldi hann til tví- tugs við búskap og sjósókn. Ásgeir bjó í Höfnum á Reykjanesi og í Keflavík árin 1952-57. Á þessum stöðum fékkst hann við bifreiða- akstur og trésmíðar. Hann hefur verið búsettur á Djúpavogi frá 1958 og er nú verkstjóri hjá Búlands- hreppi. Ásgeir sá um áætlunarferðir á milli Hornaijarðar og Djúpavogs árin 1970-80. Ásgeir sat í hreppsnefnd Búlands- hrepps 1970-82. Hann er einn stofn- félaga í Lionsklúbbi Djúpavogs og er jafnframt núverandi formaður hans. Fjölskylda Kona Ásgeirs er Halldóra Kristín Jónsdóttir, f. 6.6.1941, húsmóðir og verkakona. Foreldrar hennar: Jón Sigurðsson, látinn, skrifstofumaður og ökukennari, og Jónína Jónsdótt- ir, húsmóðir og verkakona, þau bjuggu í Rjóðri á Djúpavogi og þar býr Jónína enn. Böm Ásgeirs og Halldóru Kristín- ar: Jónína Dagmar, f. 11.10.1958, húsmóðir, Jónína Dagmar er búsett í Garðabæ og á þrjú börn, Helgu, Guðjón og Ómar; Hjörtur, f. 25.2. 1960, bifreiðastjóri, maki Bríet Pét- ursdóttir verslunarmaður, þau em búsett á Dj úpavogi og eiga tvö böm, Ömu Rut og Hjálmar Vatnar; Harpa, f. 10.9.1963, húsmóðir og starfsmaður á dagheimili, maki Jónas Guðmundsson sölumaður, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvo syni, Daníel Pál og Ásgeir; Ás- geir Ævar, f. 2.6.1973, verkamaður, Ásgeir Ævar er búsettur í foreldra- húsum; Hallur Kristján, f, 23.12. 1979, Hallur Kristján er búsettur í foreldrahúsum. SystkiniÁsgeirs: Borghildur, bú- sett á Egilsstöðum; Snjófríður, látin, hún bjó á Djúpavogi; Hrefna, búsett Ásgeir Hjálmarsson. á Egilsstöðum; Guðmundur, látinn, hann bjó á Runná á Berufjarðar- strönd; Magnús, búsettur á Egils- stöðum; Rannveig, búsett í Hvera- gerði. Foreldrar Ásgeirs: Hjálmár Guð- mundsson, f. 14.6.1897, bóndi, og Jónína Þorbjörg Magnúsdóttir, f. 16.12.1898, húsmóðir, en þau em bæði látin, þau bjuggu í Fagra- hvammi. Ásgeir er staddur erlendis. Svanborg M. Sveinsdóttir Svanborg Magnea Sveinsdóttir. Svanborg Magnea Sveinsdóttir húsmóðir, Engimýri 3, Akureyri, varð áttatíu ára í gær. Fjölskylda Svanborg er fædd í Brekkukoti í Akrahreppi, Skagafirði, og ólst upp á þeim slóðum. Hún lauk gagn- fræðaprófi árið 1932. Svanborg hef- ur unniö við saumaskap á Akureyri. Maður Svanborgar er Jónas Dav- íðsson, f. 31.12.1911, iðnverkamað- ur. Foreldrar hans: Davíð Jónasson, bóndi í Eyjafirði, og Anna Þorláks- dóttir. Böm Svanborgar og Jónasar: Sveinn, f. 30.7.1948, húsasmiður, maki Guðný Anna Theódórsdóttir, þau eiga tvo syni, Svein Heiðar og Guðmund Frey; Anna, f. 10.2.1951, húsmóðir, maki Kristján Ámason, þau eiga tvo syni, Áma og Jónas. Systkini Svanborgar: Brynjólfur, f. 29.8.1898, d. 14.9.1982; BjörgUnn- ur, f. 24.12.1901, d. 12.11.1964; Ást- þrúður, f. 25.12.1904, d. 20.2.1978. Foreldrar Svanborgar vom Sveinn Benediktsson, f. 28.4.1860, d. 11.8.1937, bóndi í Brekkukoti, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 5.7.1875, d. 15.7.1964, húsmóðir. Halldórsstöðum, Eyjafjarðarsveit. Pétur Jónsson, Noröurbrún 1, Reykjavík. Einar B. Pálsson verkfræðingur (áafmæli29.2.), Reykjavík. Eiginkonahans er Kristín Páls- dóttir. Þautakaá mótigesturaá morgun(29.2.)í félagsheimili Tannlæknafélags íslands, Síðum- úla 35 í Reylqavík, kl. 16-18.30. MosabarðiS, Hafnarfirði. Eiginkonahans erGuðríður Karlsdóttir. Þaueruað heiman. 50 ára Kristín Brynjólfsdóttir, Syðri-Vík, Vopnafjarðarhreppi. Guðmundur Gunnlaugsson, Vikurlandi4, Djúpavogi. Kristján Ólafsson, Selbrekku 11, Kópavogi. Maria Helga Hjálmarsdóttir, Goðatúni 18, Garðabæ. Guðfinna Guðleífsdóttir, Heiðargerði 12, Reykjavík. Guðrun Tryggvadóttir, Svertingsstöðum I, Eyjafjarðar- sveit. 70 ára Sigurveig Konráðsdóttir, Vesturbergi 96, Reykjavík. Ingibjörg Þórhallsdóttir, Hvammstangabraut 16, Hvamms- tanga. 60 ára Guðrún Valgerður Haraldsdóttir, HátúnilO, Reykjavík. Hreinn Gunnarsson, Hrefna Ólafsdóttir, Grundarstíg2a, Reykjavík. Sigriður P. Pétursdóttir, Flókagötu 21, Reykjavík. Bjarni Jón Haildórsson, Mávahlíö 31, Reykjavík. Jóhannes Tómasson, Bræðraborgarstig26, Reykjavik. Rannveig Einarsdóttir, Melhagal2, Reykjavik. Guðný Jóhannesdóttir, Jörundarholti 26, AkranesL Hrefna Sigurðardóttir, Nestúni 17, Hellu. Hronn Árnadóttir, Aðalstræti 127, Patreksfirði. María Kjartansdóttir, Valsmýri4, Neskaupstað. Kári Jónsson HREINSIÐ UÓSKERIN REGLULEGA. DRÖGUM ÚR HRAÐA! i ||UMFERÐAR Kári Jónsson, loftskeytamaður hjá Radíóflugþjónustunni í Gufunesi, Logafold 135, Reykjavík, varð fer- tugurígær. Starfsferill Kári er fæddur í Reykjavík og ólst þarupp. Kári lauk loftskeytaprófi 1973 og stúdentsprófi frá kvöldskóla Fjöl- brautaskólans í Breiðholti 1987. Hann hefur stundað nám við Há- skóla íslands í mannfræði og þjóð- fræðifrál989. Kári hefur starfað á fjarskipta- stöðinni í Gufunesi frá 1973. Fjölskylda Kona Kára er Hermína G. Her- mannsdóttir, f. 10.6.1954, verslunar- maður. Foreldrar hennar: Hermann G. Jónsson, verslunarmaður frá Snæfellsnesi, og Kristín Benedikts- dóttir. Böm Kára og Hermínú: Bjarghild- ur Sólveig, f. 14.12.1971, bankamað- ur; JónTrausti, f. 4.4.1979; Stefán Öm, f. 29.8.1983. Systkini Kára: Stefán, f. 18.11.1942, d. 20.6.1943; Gylfi, f. 21.5.1944, skrif- stofustjóri, maki Þórunn Ásgeirs- dóttir, þau eiga fimm böm; Birgir, f. 28.5.1946, jarðfræðingur, maki Dagrún Þórðardóttir, þau eiga tvö böm. Foreldrar Kára eru Jón Trausti Kárason, f. 9.2.1920, fyrrverandi aöalbókari Pósts og síma, og Bjarg- hildur Stefánsdóttir, f. 28.5.1920, fyrrverandi blaðamaður á Tíman- um, en þau eru búsett í Reykjavík. Ætt Jón Trausti er sonur Kára Sig- urðssonar, Vestmannaeyjum, og konu hans, Þórunnar Pálsdóttur. Bjarghildur er dóttir Stefáns Jóns- sonar frá Snorrastöðum í Hnappa- Kári Jónsson. dalssýslu, skólastjóra í Stykkis- hólmi og síðar námsstjóra, og konu hans, Guðrúnar Þórðardóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.