Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992. Fréttir Rikissaksóknari sendi skýrslu skiptastjóra um þrotabú Ólafs Laufdal til RLR: RLR kanni greiðslur hluta> f élaga til einkaf yrirtækis - færði á þriðja tug milljóna frá blutafélagi inn í rekstur einkafyrirtækis Rikissaksóknari hefur sent Rann- sóknarlögreglu ríkisins erindi sem barst frá skiptastjóra þrotabúa Ólafs Laufdal þar sem ljóst þykir aö hann hafi fært á þriðja tug milljóna króna, með uppreiknuðum vöxtum, frá fjöl- skylduhlutafélögi inn í rekstm- fyrr- um einkafyrirtækis síns, Aðalstöðv- arinnar, á árunum 1989 og 1991. Samkvæmt öruggum heimildum DV er hvorki grunur um bókhalds- brot né undanskot frá gjaldþrota- meðferð. Rúnar Mogensen skipta- stjóri vill að könnuð veröi meint brot á lögum um hlutafélög og hugsanlegt hegningarlagabrot. Hér er hins vegar ekki um að ræða fjárdrátt, að áhti skiptastjóra. Málið snýst í raun um að skipta- stjórinn telur að í kjölfar gjaldþrota- meðferðarinnar sé vert að skoða það atriði að Ólafur hafi fært fé út úr hlutafélaginu Álfabakka 8, sem Ólaf- ur átti meira en 99,9 prósent í, yfir í rekstur einkafyrirtækis síns, Aðal- stöðvarinnar. Álfabakki 8 hf. rak Hótel Island, Broadway og Sjallann. Skiptastjóri telur úttektirnar úr Álfabakka 8 yfir í rekstur Aðalstööv- arinnar stangast á við hegningarlög þar sem félagið hafi þá verið í tap- rekstri með neikvæða eiginfjárstöðu. Með öðrum orðum, að Ólafur hafi blandað saman rekstri hlutafélags- ins og rekstri einkafyrirtækisins, Aðalstöðvarinnar. Það er skoðun skiptastjóra að at- hugavert hafi verið að hlutafélagið hafi veitt fé úr rekstri sínum til að standa undir rekstri einkafyrirtækis- ins, Aðalstöðvarinnar. Hlutafé Álfa- bakka 8 hf. var 70 milljónir króna. Fjölskylda Ólafs, eiginkona og þrjú böm, áttu samtals 800 krónur, 200 krónur hvert, en 69.999.200 krónur átti Ólafur sjálfur. Hann átti nær 100 prósent. Fjögur hlutafélög Ólafs vom tekin til gjaldþrotaskipta: Veitingahúsið Álfabakki 8, sem rak Hótel ísland, Broadway og Sjallann, Veitingahúsið Ármúla 5 hf., sem rak Hollywood, Veitingahúsið Pósthússtræti 11, sem rak Hótel Borg, og Ólafur Laufdal hf. sem var heildverslun. Samkvæmt skýrslu skiptastjóra nema lýstar fjárhæðir í persónulegt þrotabú Ól- afs vegna samreksturs hlutafélag- anna og einkafyrirtækisins á þriðja tug milljóna króna með vöxtum. -ÓTT Fatnaði stolið: Tveir þjófnaðir frásömu íbúum áþremurdögum „Ég veit ekki hvort fólk er að þessu til þess að koma fótunum í verð. Eða er fólk svona illa statt að það vanti Föt utan á sig og geri út á ákveðin hverfi til að stela? Þetta virðist vera að færast mjög í vöxt. Það er aðallega hetri fatn- aður sem stoliö er. Nýlega voru teknar héðan þretinar gallabux- ur, þar af tvennar Levi’s buxur, tveir dömubolir af jogginggalla og joggingglansgalli," sagði Elín- borg Chris, íbúi í Blöndubakka 13 i Reykjavik, í samtali við DV. Mikið hefur borið á þjófnuðum úr þvottahúsum i neðra Breíð- holti að undanfómu. Að undanf- ömu hafa lögreglu borist tilkynn- ingar um slíka þjófnaðí í Blöndu- bakka, Dvergabakka og Jörfa- bakka. Frá Elínborgu var tvivegis stolið þvotti. „Bara í okkar gangi er írá ára- mótum búið að stela fötum frá ýmsum íbúum íyrir tæplega 80 þúsund krónur," sagði Elinborg. „í eitt skipti voru borin út hvorki meira né minna en ll baðhand- klæði sem ég átti. Þetta voru öll handklæðin mín. Snúran var full af þvotti og þetta var allt farið þegar ég kom aftur. í nótt var aftur stolið úr þvottahúsinu okk- ar. Það var farið inn um glugga héma niðri. Þvottagrind, sem er fyrir neðan hann, hefur verið brotin tvisvar," sagðí Elinborg. Eins og DV hefur greint frá var fótum einnig stolið nýlega úr sameiginlegu þvottahúsi í gömlu Hjónagöröunum við Suöurgötu. Á síðustu dögum var skóm stolið úr líkamsræktarstöð, kvenkápu var stolið úr forstofu og í skóla var úlpu með ávísanáhefti stolið. -ÓTT Ólafur Laufdal urn skýrslu skiptastjóra: Rugl að ég hafi dregið mérfé - þaö sýna bókfærðar launagreiðslur til Aðalstöðvar „Þegar Aðalstöðin varð til var ekki hægt að fá leyfi fyrir henni nema persónulega. Hún varð síðan kynn- I skýrslu skiptastjóra er fundið að því að Olafur Laufdal greiddi starfsfólki Aðalstöðvarinnar laun frá fjölskylduhlutafélagi hans sem rak og átti Hótel ísland. DV-mynd GVA ingarmiðill, til dæmis fyrir Hótel Is- land þó að greiðslur fyrir það heföu ekki farið á milli. Hótel ísland naut verulegs hagræðis af starfsemi Aðal- stöðvarinnar. Því var eðlilegt að hót- ehð greiddi hlutdeild í þeim kostn- aði. En að ég hefði fengið einhverja peninga þama persónulega eða dreg- ið mér fé er eins og hvert annað rugl og vitleysa," sagði Ólafur Laufdal veitingamaður við DV um fram- komnar athugasemdir skiptastjóra þrotabúa hans. „Frekar að ég hefði átti inni“ „Ég ráðstafaði á annað hundrað milljónum króna af persónulegum eignum mínum inn í hlutafélög þeirra veitingahúsa sem ég rak. Að auki hef ég gengið í persónulegar ábyrgðir upp á tugi milljóna fyrir fyrirtæki mín og þairnig ráöstafað því sem eftir var af eigum mínum og æra. Það var því frekar að ég hefði átt inni hjá þeim. Ég held að það sé útilokað í raun- inni að þarna sé einhver maðkur í mysunni. Enda era allir með á hreinu að ég er búinn að setja alla mína peninga inn í þennan rekstur. Það sem ég færði á milli Hótel ís- lands og Aðalstöðvarinnar og er allt bókfært vora aðallega launagreiðsl- ur. Þetta voru um 18 milljónir. Það getur svo verið að ef reiknaðir era vextir og dráttarvextir á þetta sé upphæðin hærri. Ég hef aldrei fengið eyri í minn vasa persónulega. Þarna var fjölskylduhlutafélagið aðeins að greiða starfsfólki Aðalstöðvarinnar laun sem allt var bókfært. Hér er um að ræða mismunandi túlkun á kostn- aðarskiptingu milli nátengdra fyrir- tækja og ósannað að mín túlkun sé ekki rétt. Ég átti hlutafélagið í rauiúnni sjálf- ur og enginn er að kæra mig fyrir að draga mér fé. Stjóm félagsins var mín fjölskylda. Ég tel að það sé verið að kÚna því á mig núna, af því að Aðalstöðin var persónulegur rekstur minn, að þá hefðu umræddir pening- ar farið í minn eigin vasa. Það er hins vegar öllum ljóst að bókfærður launakostnaður sýnir hið rétta.“ -ÓTT i ninn iip^síín MIKIL VERÐLÆKKUN GÓÐAR VÖRUR - GOTT VERÐ OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-12.30 SUÐURLANDSBRAUT 22, R. - SÍMI36011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.