Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 8
8 Útlönd ~ Tónleikar bann- aðir yngri cni ttw* Táningum í Seoul í Suöur- Kóreu veröur ekki hleypt inn á tónleika bandarisku poppsöng- konunnar Paulu Abdul i næstu viku nema þeir séu í fylgd með fullorönum. Ástæðan er sú aö í síöustu viku lést ung stúlka og tugir slösuðust á tónleikum sveit- arinnar New Kids on the Block. Talsmaður hljómleikahaldar- anna sagði að þeir sem væru tutt- ugu ára og yngrl yrðu að vera í fylgd með fullorðnum sem tækju ábyrgð á hegðan þeirra. Upphaf- iega stóð tii að allir aldurshópar fengju aðgang. Imelda svermir fyriratkvæðum íslama Imelda Marcos, fyrrum einræð- isherrafrú á Filippseyjum, fékk blíðar móttökur þegar hún leitaði eftir stuðningi íslamstrúar- maima á suðureyjunum við bar- áttu sína fyrir kjöri i forsetaemb- ættið. íbúarnir kysstu hendur hennar og sungu fyrir hana uppá- haldsástarsöng hennar. Eiginmaöur Imeldu, Ferdinand heitinn, háöi á sínum tíma harö- vítugt stríð við íslamska aðskiln- aðarsinna á þessum sömu slóð- um. Meira en flmratíu þúsund manns létu lífið í þeim átökinn. Imelda er einn átta frambjóð- enda í forsetakosningunum sem veröa haldnar i maí. Corazon Aquino forseti gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Spænskiróperu- söngvarargrafa striðsöxina Spænsku stjömutenórarnir José Carreras og Alfredo Kraus hafa nú náð sáttum í deilu sinni um boö aö syngja við setningu ölympíuleikanna í Barcelona. Carreras sem er tónlistarstjóri leikanna hvarf á miðvikudag frá fyrri ákvörðun sinni um að bjóða Kraus ekki að syngja við setning- una með sér, Placido Domingo og sópransöngkonunni Montserrat Caballé. Kraus þáði boöið með þökkum, eför nokkra umhugsun samt, þótt það sé á allra vitorði að hon- um finnist svona uppákomur ekki vera óperulistinni til fram- dráttar. Deila söngvaranna vakti mikla athygli á Spáni. Kraus sagði aö sér hefði ekki verið boðið vegna neikvæðra ummæla um tónleika Carreras, Pavarottis og Doming- os á heimsmeistaramótinu í knattspymu í Róm 1990. Ekkiaflausnfyr- irsamverka- menn nasista Eistnesk stjómvöld svömðu gagnrýni Rússa í gær og sögöu að ný lög í landinu veittu sam- verkamönnum nasista ekki upp- reisn æra. Vítalfj Tsjúrkín, talsmaður rússneska utanríkisráöuneytis- ins, veittist á mánudag að því sem hann kallaði ákvörðun eistneska þingsins að veita þeim borguram uppreisn æra sera sovéskir dóm- stólar hefðu fundið seka um sam- starf við nasista. Eistneska þingið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði aö lögin næðu ekki til stríðsglæpamanna nasista. Þau næðu aöeins til þeirra sem hefðu verið ofsóttir á ólöglegan hátt. Þeir sem hefðu gerst sekir um þjóðarmorð fengju ekki uppreisn æru. Keuter FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992. ' ■ i : ; i ( :t r Miklar skemmdir í Færeyjum í einu versta fárviðri sem þar hefur komið: Þökin tættust af og bflar f uku um götur - 1 Þórshöfn mældust 14 vindstig en 17 stig í Moldö þar sem veðrið varð verst NORÐl Miklar skemmdir urðu á húsum í þorpinu og um tíma var óttast að manntjón hefði orðið. Þak fauk af nýlegu íþróttahúsi. FÆREYJAR 20 km 7° fr. v. Gr. Suðureyjarfjörður vöroyri Suðurey Munkurinn S Q Jens Dalsgaard, DV, Færeyjar: Miklar skemmdir urðu á húsum og bílum í Færeyjum í gær þegar þar gekk yfir eitt versta óveður sem sög- ur fara af. Veðrið varð víöa mun verra en í hamförunum fyrr í vetur. Tjón er þó talið minna enda fauk áður þaö helsta sem fokið gat. Einna mest gekk á á Austurey og Norðureyjunum þar sem mörg hús skemmdust illa; Tahð er að sjávar- þorpið Hvannasund hafi orðið einna verst úti en þar búa um fjögur hundr- uö manns. í Hvannasundi, sem er á Viðey í Norðureyjakalsanum, skemmdust flest hús eitthvað og þar var um tíma óttast að manntjón hefði orðið. Við eftirgrennslan fannst þó maðurinn sem var saknað en hús hans haföi skemmst töluvert og voru rúður þar brotnar þegar björgunarsveitir komu aö því mannlausu. Þak fauk af prentsmiðju í Syðri-Götu fauk þak af prent- smiðju og skemmdust hús í byggð- inni þegar brakið fór í gegnum hana. Þarna var töluvert tjón. I Klakksvik þar skammt frá uröu einnig skemmdi, einkum á elliheimilinu og skólanum. Sömuleiðis skemmdist elhheimilið í Vogum á Vogey. í Leirvík á Austurey flettist malbik af götum en ekki varð umtalsvert tjón á húsum. Bílar urðu illa úti víð- ast hvað um eyjamar en ekki er búið að telja saman hve mikið tjón hefur orðið á þeim. Þá fuku hjólhýsi þar sem þeim hafði ekki verið komið í öruggt skjól. I Þórshöfn á Staumey mældist vindhraðinn 45 metrar á sekúndu þegar mest gekk á en það svarar til um 14 vindstiga. Þar fuku þakplötur af húsum og nokkar skemmdir urðu, einkum á verslunarhúsnæði í Skeif- unni. Mestur vindhraði mældist hins vegar í Moldö sem er norðan Þórs- hafnar. Þar náði vindurinn 58 metra hraða á sekúndu en það eru 17 vin- stig. Veginum norður Straumey var lokað enda með öllu ófær þegar mest gekk á. Á Suðurey varð veðrið einnig slæmt og þar urðu skemmdir á hús- um í Vági og Trongisvági og jafnvel víðar en nákvæmar fréttir hafa ekki borist af því. í Suðurey var töluvert tjón í fyrra óveðrinu í vetur. Veðrið skaii á af fullum þunga upp úr tíu um morguninn og tók ekki að slota fyrr en undir kvöld. Áttin var lengst af á sunnan en snerist til suð- vesturs þegar leið á daginn. Með rok- inu fylgdu þrumur og eldingar. Þetta varð til þess að rafmagnslaust varð og símakerfið fór úr lagi. Þúsund hjálparbeiðnir bárust Það er mál manna að þetta sé með allra verstu verðum sem gengið hafa yfir eyjarnar og síst skárra en ill- viðri sem gengu yfir 1988 og 1989. Hér hafa menn á orði að erfitt sé að finna Færeyjar svo smáar sem þær eru í Atlantshafinu en lægðunum virðist takast það. Þegar síðast fréttist höföu um þús- und manns leitað aðstoðcir hjá hjálp- arsveitum og búið var að tilkynna um tjón á mörg hundruö húsum til tryggingarfélaga. Þó eru ekki öll kurl komin til grafar enn því í dag verður kannað nánar hve miklar skemmdir hafa orðið. Fólk tók hamförunum með æðru- leysi en vant aö ýmislegt gangi á. Þá fengu menn tíma til að bjarga öllu lauslegu áður en lætin byijuðu og koma þannig í veg fyrir enn meira tjón. Síminn brást og margir sátu i raf magnsleysi Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum: Fljótlega eftir að veörið skall á fór síminn af um allar eyjamar og lengi dags var miklum erfiðleikum bundið að ná til útlanda. Bilunin á símakerf- inu olli lögreglu og hjálparsveitum miklum vandræðum því fólk átti í Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum: Feijan frá Suðurey til Þórshafnar lagði af stað í gærmorgun eins og venjulega og átti að vera komin í höfn tveimur tímum síðar eins og Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum: Þakið fauk af nýlegu iþróttahúsi skammt norðan Fuglafjaröar á Austurey. Húsið er sameign þriggja erfiðleikum meö að kalla á hjálp þeg- ar þess gerðist þörf. Útvarpið gat þó haldið uppi útsend- ingum og hjálpaði þaö mikið og um það var hægt að koma tilkynningum til fólks. Útvarpað var allan daginn sem þó er ekki venjulegt. Rafmagnið fór einnig af víðast venjulega. Ferðin tók hins vegar átta tíma í óveðrinu og var fólk orðið langþreytt á biðinni þegar loks var lagst að í Þórshöfn. Lengst af beið feijan fyrir utan höfnina i Þórshöfn og treysti skip- bæja og stendur utan aðalbyggðar- innar í Fuglafirði. Miklar skemmdir urðu á húsinu og tókst ekki að forða fokinu þrátt fyrir að björgunarmenn kæmu á hvar. Þó var straumur á í Þórshöfn í allan gærdag. Viöa úti um eyjamar sat fólk hins vegar í rafmagnsleysi og einnig kulda þvi nýtísku oliu- kyndingar ganga flestar fyrir raf- magni. Því kólnaöi víða í húsum þeg- ar leið á daginn. stjórinn sér ekki til að sigla inn fyrr en veðrinu tók að slota þegar leið á daginn. Sjaldgæft er að skip komist ekki inn tíl Þórshafnar og ekki nema í verstu aftökum. staðinn og reyndu allt sem þeir gátu. í kvöldfréttum færeyska sjónvarps- ins mátti í gærkveldi sjá hvar menn voru að berjast við þakið en urðu að játa sig sigraöa. sækjaum EB-aðild Finnska ríkisstjórnin ákvaö í gærkvöldi að sækja um aðild að Evrópubandalaginu, aö því tíl- skildu að samþykki þingsins ná- ist. Tveir ráðherrar, dómsmála; ráðherrann og féiagsmálaráð- herrann, lögðust þó gegn aðildar- umsókn. Skýrsia stjómarinnar um að- ildarumsóknina verður lögð fyrir þingið í næsta mánuði og kemur hún til atkvæðagreiðslu þann 18. mars. Finnar leggja fram nokkur skil- yrði við umsókn sinni, svo sem um landbúnaðarmál, byggðamál og öryggis- og vamarmál. Ríkisstjómin sagöi að kjarninn í utanríkisstefriu landsins væri að standa utan hemaðarbanda- laga og sjá um eigin landvarnir. Meginmarkmiöið væri aö við- halda stöðugieika og öryggi í Norður-Evrópu. Ráðherranefhd EB verður til- kynnt um ákvörðunina í næstu viku. Utanríkisráöherrar banda- lagsins haida fund á mánudag og þriöjudag og hefur Uffe Elle- mann-Jensen, utanríkisráöherra Danmerkur, lofað aö taka aðild- arumsóknina upp á þeim fundi. ■ 'C'kth ; Ferjan beið í sex tíma fyrir utan Þórshöf n Þakið ffauk af íþróttahúsi Fuglafjarðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.