Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 6
6
MSf M i! rin
FOSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992.
ViðsLdpti
Horfin ættarveldi í viðskiptum
1. Silli og Valdi
2. Edinborg
3. Kveldúlfur
4. Marteinn Einarsson
5. Lárus Blöndal
6. Völundur
7. Kidda-búðil-
8. Halli Þórarins
9. Geysir
10. Steindór
11. L. H. Muller
12. Ragnar Bl./Gunnar Hall.
13. Haraldur Árnason
14. Egill Vilhjálmsson
15. Sveinn Egilsson
16. Snæbjörn Jónsson
17. Lárus Lúðvíksson
18. Alliance
19. Tryggvi Ófeigsson
20. J. Þorl. og Norðmann
21. Helgi Magnússon
22. Sveinn Björnsson
23. Gunnar Ásgeirsson
24. Herbertsprent
25. Verðandi
Horfin ættarveldi i viðskiptum.
Ættarveldi horf in
úr viðskiptum
Frétt DV í fyrradag um að ný fjöl-
skylda hafi yfirtekið eitt þekktasta
fyrirtæki í Reykjavík, J. Þorláksson
& Norðmann, hefur vakið upp minn-
ingar um fræg ættarveldi í viðskipt-
um í Reykjavík sem horfin eru af
sjónarsviðinu.
Önnur og þriðja kynslóð
Til eru kenningar um að önnur og
þriöja kynslóðin í hverri ætt glati
fyrirtækjum sem fyrsta kynslóðin,
fnimherjamir, gerði að risum.
Ástæðumar em oftast taldar tvær.
Sú fyrri að önnur og þriðja kynslóðin
hafi verið ahn upp í dekri og ekki
haft þrek til að valda starfinu í hin-
um harða og síbreytilega heimi við-
skiptanna. f
Önnur skýringin er að við fráfall
frumherjans dreifast eignarhlutar oft
til margra bama og við slíka dreifingu
náist ekki upp nægileg samstaða um
framhald rekstrarins. Jafnframt að
of margir afkomendur séu á fóðrum
hjá fyrirtækinu, aö það þurfi að sjá
fýrir of mörgum afkomendum.
Silli og Valdi
Einhver frægasta verslunarkeðja í
Reykjavík á fyrri ámm vom mat-
vörubúðir þeirra Silla og Valda, Sig-
urhða Kristinssonar og Valdimars
Þórðarsonar. Enginn trúði öðra en
að þær stæðust tímans tönn.
Edinborg var vefnaðar- og leik-
fangaverslun sem stundaði líka út-
gerð. Hún var stofnuð af Ásgeiri Sig-
urðssyni. Hann átti mikil viðskipti
við Skota og þess vegna hét fyrirtæk-
ið Edinborg. Ásgeir var breskur aðal-
konsúh hér á landi. Edinborg endaði
sinn feril á að byggja húsið Domus
við Laugaveginn.
Kveldúlfur var stofnaður árið 1912
af Thor Jensen. Kveldúlfur var risi
í útvegi og fiskverkun.
Marteinn Einarsson og co. var
þekkt verslun við Laugaveginn. Höf-
uðstöðvar Alþýðubankans voru þar
á árum áður en nú er íslandsbanki
þar th húsa. Verslun Marteins var
þekkt fyrir vefnaðarvörur.
Lárus Lúðvíksson
Láras G. Lúðvíksson var stærsta
skóverslun landsins um árabh og var
til húsa í Bankastrætinu þar sem ís-
landsbanki er núna. Þetta þótti geysi-
lega fin búð. Margir dást enn að af-
greiðslumanninum hjá Lárasi, hon-
um Ingólfi ísólfssyni, bróður Páls
ísólfssonar.
Fyrirtækið Völundur við Skúla-
götu var risi í timbursölu á íslandi
sem stofnað var af mörgum trésmið-
um en komst síðar í eigu Sveins M.
Jónssonar. Fyrirtækið var selt
haustið 1987 en þá vora synir Sveins
þar við völd.
Kidda-búðir vora í mörg ár þekktar
í Reykjavík. Þetta vora litlar mat-
vörabúðir. Hugtakið kaupmaðurinn
á hominu fær vart betri merkingu
en með þessum búðum. Verslanir
Halla Þórarins voru einnig gífurlega
þekktar matvöruverslanir í Reykja-
vík.
Verslunin Geysir var stofnuð af
mörgum aðilum. Þekktasti Geysis-
maðurinn í gegnum tíðina hefur ver-
ið Kristinn Markússon. Geysir er að
hverfa af sjónarsviðinu á horni Aðal-
strætis og Vesturgötu þessa dagana.
Þar verður í framtíðinni miðstöð
upplýsinga fyrir ferðamenn.
Steindór
Bifreiðastöð Steindórs var mikiö
veldi í samgöngum Reykjavíkur,
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
stofnuð af Steindóri Einarssyni.
Hann var bæði með sérleyfisbíla og
leigubíla.
L. H. Muher var kunnasta íþrótta-
verslun í Reykjavík á árum áður.
Kannski ekki mikið veldi í viðskipt-
um en engu að síður svo þekkt versl-
un að hún flýtur hér með. Muher var
þekktur skíðamaður og byggði skíða-
skálann í Hveradölum.
Fataverslun Ragnars Blöndals við
Austurstræti var afar þekkt verslun.
Margir hafa hins vegar kennt þessa
verslun við einn forvígismann henn-
ar, Gunnar Hah.
Haraldur Árnason
Haraldur Árnason var mögnuð
fataverslun á homi Austurstrætis og
Lækjargötu. Verslunin þótti selja
sérlega fín fot og var leiðandi í fata-
sölu.
Bílaveldin Egill Vilhjálmsson, við
Rauðarárstíg, og Sveinn Eghsson, við
Hlemm, vora afar sterk á sínum
tíma. Þau höfðu umboð fyrir banda-
ríska bha, eins og Ford og fleiri.
Bókabúð Snæbjamar var fyrst í
Austurstræti en færðist síðan yfir í
Hafnarstrætið. Hún var þekktasta
bókaverslun landsins um árabh.
Bókabúð Lárasar Blöndal við
Skólavörðustíg var mjög kunn bóka-
verslun á áram áður. Hún er enn við
lýði, þótt smá sé, en í eigu annarrar
fjölskyldu.
Alliance
Útgerðarfyrirtækið Ahiance var
eitt hið allra stærsta á landinu. Það
var með aðalstöðvar við Tryggva-
götu. Annað stórfynrtæki í útgerð
var útgerð Tryggva Ófeigssonar. Þaö
var í mörg ár með skrifstofur í Aðal-
stræti, í sama húsi og Herrahúsið var
til margra ára.
Helgi Magnússon
Verslun Helga Magnússonar var
stórfyrirtæki í Hafnarstræti. Hún
seldi byggingarvörur en sjálfur var
Helgi pípulagningameistari. Þess má
geta að sonur hans, Magnús, stofnaði
málningarverksmiðjuna Hörpu en
hún lifir góöu lífi í dag ásamt því að
gefa lífinu ht.
Herberts-prentsmiðja var í Banka-
stræti og önnur helsta prentsmiðja
landsins upp úr aldamótum ásamt
prentsmiðju ísafoldar.
Verðandi var einhver stærsta og
þekktasta veiðarfæraverslun lands-
ins um árabh. Verðandi var í Hafnar-
stræti.
Loks ber að geta tveggja fyrirtækja
í bharekstri sem vora mjög voldug
um tíma. Það var fyrirtæki Sveins
Bjömssonar, sem var með Saab-
umboðið, og fyrirtæki Gunnars Ás-
geirssonar, sem var með Volvo. Hið
síðamefnda er enn við Suðurlands-
braut. Það er í eigu annarra aðha og
selur nú aðahega hljómflutnings-
tæki. -JGH
Silli og Valdi i Aöalstræti, nú Fógetinn.
Edinborg í Hafnarstræti. Risi sem enginn trúði aö liði undir lok. ^
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
INNLÁIM OVERÐTRYGQÐ
Sparisjóösbækur óbundnar Sparireikningar 1,25-2 Landsbanki
3ja mánaða uppsögn 1,25-4 Sparisjóðirnir
6 mánaða uppsögn 2,25-5 Sparisjóðirnir
Tékkareikningar, almennir 1 Landsbanki
Sértékkareikningar 1,25-2 Landsbanki
VfSITÖLOBUIMDNIR REIKNINGAR
6 mánaða uppsögn 2,75-3 Allir nema Landsb.
1 5-24 mánaða 6,75-7,75 Sparisjóðirnir
Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema Islb.
Gengisbundnir reikningar í SDR Gengisbundnir reikriifhgar í ECU 6.25-8 Landsbanki
9 Allir
ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb.
óverðtryggð kjör, hreyfðir 5,0-6,0 Landsbanki
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR
Vísitölubundnir reikningar 1,75-3 Landsb., Islb.
Gengisbundir reikningar 1,75-3 Landsb., Islb.
B U N DNIR S KIPTIK J AR AR EIKNING AR
Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki
óverðtryggö kjör 7,25-9 Búnaðarbanki
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandarikjadalir 2,75-3,0 Islandsbanki
Sterlingspund 8,25-9,0 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 7,5-8,1 Sparisjóðirnir
Danskar krónur 8,0-8,5 Sparisjóðirnir
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
ÚTLAN ÓVERÐTRYGGÐ
Almennir víxlar (forvextir) Viðskiptavíxlar (forvextir)1 Almenn skuldabréf B-flokkur Viðskiptaskuldabréf1 Hlaupareikningar(yfirdráttur) 12,5-14,75 kaupgengi 13,25-1 5,25 kaupgengi 15-17 Búnaðarbanki Allir nema Landsb Allir Islb.
UtlAn VERÐTRYGGÐ
Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki
AFURÐALÁN
Islenskar krónur 12,5-1 3.0 Islb.
SDR 8,25-8,75 Landsbanki
Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Landsbanki
Sterlingspund 11,7-12,75 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 11,3-11,5 Sparisjóðirnir
Hústiœðlslén 4,9
Lifeyrissjóöslán 6 9
Dráttarvextir 21,0
MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf mars Verðtryggð lán mars 14,3 10,0
VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala febrúar Lánskjaravísitala mars Byggingavísitala mars Byggingavísitala mars Framfærsluvísitala janúar H úsaleigu vísitala 31 98 stig 3198 stig 598 stig 187.1 stig 160.2 stig 1,1% lækkun 1. janúar
VERÐBRÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF
Sölugengi bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 6,123 HÆST LÆGST
Einingabréf 2 3,254 Sjóvá-Almennar hf. - 5,65 L
Einingabréf 3 4,022 Ármannsfell hf. . 2,40 V
Skammtímabréf 2,038 Eimskip &,05 K 5,80 V,S
Kjarabréf 5,754 Flugleiðir 1,85 K 2,05 K
Markbréf 3,092 Hampiðjan 1,50 K 1,84 K,S
Tekjubréf 2,137 Haraldur Böðvarsson 2,00 K 3,10 K
Skyndibréf 1,783 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V
Sjóðsbréf 1 2,938 Hlutabréfasjóðurinn - 1,73 V
Sjóðsbréf 2 1,956 Islandsbanki hf. - 1,73 F
Sjóðsbréf 3 2,028 Eignfél. Albýðub. 1,25 K 1,70 K
Sjóðsbréf 4 1,733 Eignfél. Iðnaðarb. 1,85 K 2,22 K
Sjóðsbréf 5 1,220 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K
Vaxtarbréf 2,0700 Grandi hf. 2,10 K 2.70 S
Valbréf 1.9403 Oiíufélagið hf. 4,50 K 5,00 V
islandsbréf 1,287 OIÍ6 2,10 L 2,18 F
Fjórðungsbréf 1,149 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K
Þingbréf 1,283 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90
Öndvegisbréf 1,262 Sæplast 6,80 K 7,20 K
Sýslubréf 1,308 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L
Reiöubréf 1,240 Otgerðarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L
Launabréf 1,021 Fjárfestingarfélagið 1,18 F 1,35 F
Heimsbréf 1,165 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F1.15 F.S
Auölindarbréf 1,04 K 1,09 K,S
islenski hlutabréfasj. 1.15 L 1,20 L
Slldarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L
1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila,
er miðað við sérstakt kaupgengi.
K = Kaupþing, V = Vl B, L = Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam-
vinnubanka
Nánari upplýsingar um peningamarkaöinn birtast i DV á fimmtudögum.