Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift. ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Menningarverðlaun DV íslensk menning stendur ágætlega föstum fótum í samfélaginu. Þaö má í rauninni merkilegt teljast, vegna þess að umhverfið sem við lifum og hrærumst í er sí- fellt flandsamlegra menningu og menningarlífi. Verald- argæðin snúast um hagvöxt, neyslu, þægindi og mötun. Við erum mötuð af sjónvarpi, mötuð á upplýsingum, mötuð með yfirborðskenndri og einfaldri mynd af mál- efnum og atburðum. Tíminn leyfir ekki hugsun, lífs- gæðakapphlaupið leyfir ekki lestur, allt miðast við að flýta sér til vinnu, flýta sér til að efnast, flýta sér áfram í lífinu. Síbyljan glymur í eyrunum daginn út og inn og fréttir og frásagnir þurfa að skrifast í skeytastíl til að fólk hafi tíma til að lesa þær. Það er í þessu andrúmslofti og í þessu kapphlaupi sem unga fólkið í landinu er alið upp. Það er við aðstæður sem þessar sem sígild list og æðri menning verður að keppa um athygli. Viðfangsefni listanna kreQast tíma, aga og einbeitingar. Menningin verður auðvitað ekki skilgreind með þvi einu að flokka klassísk verkefni annars vegar og dægurverkin hins vegar. Menning þjóð- ar getur í sjálfu sér verið fólgin í öðru en leikhúsi eða hsthönnun. ÖU sköpun og tjáning er menning. Fisk- vinnsla og fótbolti er að því leyti þjóðmenning út af fyr- ir sig, svo að dæmi séu tekin. En menning í hefðbundnum skilningi þess orðs, klassískar bókmenntir, tónlist, leikhst og myndlist eru áfram undirstöður þess menningarlífs sem hver þjóð vih rækta með sér og áfram má nefna byggingarlistina, kvikmyndirnar og hsthönnun sem greinar af sama meiði. Auðvitað eiga þessar hstgreinar sumar hverjar undir högg að sækja og búa við misjafnt gengi en það er ánægjuleg staðreynd að menningarlíf á íslandi stend- ur í miklu blóma og hefur fyllilega haldið sínu 1 því fj andmenningarlegu umhverfi sem nútímasamfélag sækir í. Stöðugt kemur fram í sviðsljósið ungt fólk og skapandi og vinnur ný afrek á menningarsviðinu. DV hefur viljað leggja sitt af mörkum á þágu menn- ingarinnar og hefur allt frá stofnun staðið fyrir vegleg- um verðlaunum til þeirra einstakhnga og hópa sem fram úr hafa skarað á hveiju ári í sínum hstgreinum. Menn- ingarverðlaun DV voru afhent í gær og tókst vel að venju. Hér er ekki um það að ræða að velja einhverja sigurvegara eða útnefna þá bestu, heldur er verið að veita viðurkenningar fyrir verk og menningarframlög sem að áliti dómnefnda hafa vakið athygh og aðdáun. Þetta er framlag blaðsins til hstamanna og verka þeirra í víðtækum skilningi; viðurkenning th allra þeirra sem hafa metnað og vilja til að leggja menningunni lið. Einn þeirra sem fékk menningarverðlaun DV er Frið- rik Þór Friðriksson fyrir kvikmynd sína Böm náttúr- unnar. Friðrik er gott dæmi um mann sem hefur geng- ið menningunni á hönd og neitar að fara troðnar slóð- ir. Hann hefur haft vindinn í fangið og verið hst sinni trúr þrátt fyrir nær óyfirstíganlega erfiðleika og frum- stæð skilyrði. Nú hefur kvikmynd hans verið tilnefnd til óskarsverðlauna og varla er unnt að hugsa sér betra dæmi um það hvemig htih neisti getur orðið að stóru báh. í þessu ævintýri Friðriks sést í hnotskum hvernig íslensk menning getur fætt af sér menningarafrek sem vekja heimsathygh. Mynd Friðriks er sprottin úr þeim jarðvegi sem bæði er vannærður og vanmetinn. Það em fæstir spámenn í sínu föðurlandi. EUert B. Schram ..þessu vilja menn trúa. - um kvikmyndina JFK. Kennedy er algoður, þeir sem guoirnir elska deyja ungir," segir Gunnar m.a. Oskarsverðlaun og óskhyggja Þegar miklir og snöggir atburöir verða er mörgum mönnum oft ómögulegt aö hugsa sér að á þeim geti verið einföld skýring, að baki hlýtur að liggja ógurlegt samsæri. Samsæriskenningar eru athvarf þeirra sem neita að sætta sig við orðinn hlut. Nú er enn eina ferðina búið að „sanna“ samsæri um morð- ið á John F. Kennedy. í kvikmyndinni JFK er sú gamla lumma borin fram einu sinni enn með miklum leikrænum og jafnvel listrænum tilburðum að samsæri valdamikilla aðila í Bandaríkjun- um hafi verið vandlega undirbúið í Dallas 22. nóvember 1963. Sam- særiskenningamar eiga þeim mun auðveldara uppdráttar þessa dag- ana að þeim fækkar stöðugt sem glöggt muna þessa atburði og allan eftirleikinn. Heil kynslóð man ekkert eftir Kennedy og henni má segja nokk- um veginn hvað sem er. Fólk sem ekki var komið til vits og ára árið 1963 man ekkert eftir Jim Garrison og óþreytandi streði hans við að koma sjálfum sér á framfæri viö ijölmiðla með hvers kyns persónu- legri auglýsingastarfsemi. Kvik- myndin JFK er enda byggð á bók hans, og það eitt ætti aö gera kvik- myndina marklausa fyrir þá sem muna Jim Garrison eins og hann var í raun og vem, ekki eins og Kevin Costner. Samsæriskenningar Þessi samsæriskenning í kvik- myndinni er engan veginn ný. Allt frá upphafi hafa sumir neitaö aö trúa því að jafn ómerkileg persóna og Lee Harvey Oswald skuli hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að myrða jafn merkilega persónu og John F. Kennedy og með því binda enda á allar þær vonir og vænting- ar sem við hann voru bundnar. Allt það sem á eftir fór, einkum Víetnamstríðið, var rakið til morðsins á Kennedy. Menn sögðu að ,bara ef Kennedy hefði lifað hefðu Bandaríkin aldrei lent í þess- um ógöngum. Nú er tími endur- skoðunar á sögunni og jarðvegur- inn er frjósamur, Bandaríkjamenn nýbúnir að reka af sér slyðruoröið með því að sigra óvin viö Persa- flóa, reyndar þótt sá óvinur hafi kosiö að veita enga mótspymu. Strax í kjölfar morðsins á Kennedy komu fram ótal efasemd- ir, flestallar byggðar á þeirri leiðu staðreynd að réttarkrufningin á líki hans var afleitlega gerð og hef- ur alla tíð gefið tilefni til ótal útúr- snúninga. Talað er um fleiri skot, skot framan frá en ekki aðeins að aftan og því staðfastlega haldið fram að Oswald hafi annaöhvort hvergi nærri komið eða þá að fleiri hafi verið með í árásinni. Eða þá Kjállarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður að Oswald, sá kolruglaði persónu- leiki, hafi verið verkfæri miklu skuggalegri afla. Það sem hangir á spýtunni er hvorki meira né minna en það, að sögn leikstjórans, með eftir á séðri visku Jims Garrison, að sjálfur Pentagon hafi með aöstoð CIA og Herberts Hoover hjá FBI látið myrða Kennedy til að tryggja að hann hætti ekki við frekari upp- byggingu bandaríska herhðsins í Víetnam. Það er sem sagt sú sögufolsun, sem margir vilja trúa, að Kennedy hafi verið í þann veginn aö hætta við stríðið í Víetnam, með því að myrða hann hafi þessi skuggaöfl tryggt að stríðinu yrði haldið áfram með fúslegri þátttöku Lyndons B. Johnson sem sjálfur fékk forseta- embættiö að launum. Sögufalsanir Allt er þetta yfirgengilega fárán- legt fyrir þann sem þekkir bæði sögu þessara ára og aðdraganda Víetnamstríðsins. En þetta gengur í sveitavarginn, þessu vilja menn trúa. Kennedy er algóður, þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Víet- nam var martröð Bandaríkjanna, sú martröö hlýtur aö vera ein- hveijum öðrum að kenna en þessu helga goði sem er dýrkað enn í dag. í upphafi eftirmálans við morðið kom Víetnamstríðið hvergi við sögu enda var það tæplega á þeim tíma kömið verulega inn á vitund- arsvið bandarísku þjóðarinnar. Það var á svipuðu plani þá og íhlut- unin í E1 Salvador varð síðar. Þaö var ekki fyrr en 1964 sem Bandarík- in drógust af alvöru inn í stríðið og það náði ekki hámarki í óvin- sældum meðal almennings fyrr en 1969. Allt fram að þeim tíma var mikill meirihluti bandarísku þjóöarinnar fylgjandi stríðinu og það var ekki fyrr en eftir að bandaríski herinn fór þaðan 1973 sem meirihlutinn snerist gegn því. Stríöið stóð til 1975 þegar endanlegur ósigur blasti við. Þessir atburðir eru meira og minna færðir til í kvikmyndinni, sú staðreynd að það var JFK sjálfur sem stýrði Bandaríkjunum inn í það forað sem Víetnam reyndist vera og það strax á árinu 1961 er hvergi nefnd. Þegar hann var myrtur voru um yfir 40 þúsund bandarískir her- menn í Víetnam. Það er engin ástæða til að ætla annað í ljósi þeirra tíma og þess tíðaranda sem þá ríkti en Kennedy hefði farið eins að gagnvart Norður-Víetnam og Johnson gerði síðar. Óskhyggja Kvikmyndin öll er tilraun til að endurskrifa söguna og kenna illum hemaöar- og njósnaöflum um ófar- irnar í Víetnam sem byggðust á pólitískum ákvörðunum í sam- ræmi við grundvallarstefnu Bandaríkjanna á þeim tíma um baráttu gegn kommúnisma hvar sem var í heiminum. Víetnamstríðið leit út í augum Kennedys og fleiri á þeim tíma sem tilraun Kínveija til að ná undir sig allri Asíu. Það var dómínókenning- in svokallaöa, ef Víetnam yrði kommúnistum að bráð, féllu öll hin ríkin, frá Thailandi til Filippseyja og Indónesíu. - En þessi mál eru of flókin fyrir ' óbreytta kvik- myndaáhorfendur. I staðinn er það hetjan Jim Garri- son sem berst vonlausri baráttu gegn voldugustu öflum ríkisins og hefur rétt fyrir sér áratugum síðar, eins og vera ber í reyfara. JFK fær sjálfsagt óskarsverðlaun. Þau verð- laun veröa fyrir óskhyggju og sögu- fölsun, en reyndar að vísu fyrir talsvert sannfærandi skemmtana- gildi. Gunnar Eyþórsson „í kvikmyndinni JFK er sú gamla lumma borin fram einu sinni enn með miklum leikrænum og jafnvel listræn- um tilburðum að samsæri valdamikilla aðila í Bandaríkjunum hafi verið vand- lega undirbúið..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.