Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGOR 28. 'FEfiRÚAR 1992: Menning____________________________________________________________________________pv Menningarverðlaun DV afhent í 14. slnn: Þetta er hátíð til heiðurs listunum í landinu Menningarverðlaun DV voru af- hent í 14. sinn í boði sem verðlauna- höfum og dómnefndarmönnum var haldið í veitingasalnum Þingholti á Hótel Holti í gærdag. Menningar- verðlaun DV hafa skipað sér fastan sess í menningarlífi landsins og eru langlifustu menningarverðlaun í sögu lýðveldisins. Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur bauð gesti vel- komna. „Við erum fyrst og fremst að halda ofurhtla hátíð til heiðurs Ustunum í landinu og nokkrum ágætum fuhtrú- um hennar, alveg án skilyrða og skuldbindinga. Stóridómur er hátíð- in ekki fremur en gagnrýni blaðsins. Ef menn vilja mega þeir Uta á þessa árlegu uppákomu sem nokkurs kon- ar viðauka við aðra menningarum- íjöUun DV og kannski einnig sem yfirbót fyrir gloppumar í þessari umíjöllun. AUtént er mjög ærlega til þessara verðlauna stofnað og ég vona að þiggjendur og aðrir taki þeim í sama anda,“ sagði Aðalsteinn. Hann sagði einnig að samkomur þessar væru æviniega góðra vina fundir en sjaldan eins og nú. Lista- menn voru mættir til að taka við verðlaununum í annað og þriðja sinn og listamannafjölskylda var aö taka við sínum þriðju verðlaunum. Thor VUhjálmsson hefur fengið verðlaun- in tvisvar og sonur hans, Guðmund- ur Andri, fékk þau í gær. Verðlaunagripinn, Tilbrigði við stef, hannaði Þorbergur HaUdórsson. Frá hádegisverðinum á Hótel Holti i gær þar sem Menningarverðlaun DV voru afhent í 14. sinn. Um 40 manns gæddu sér á listilega framreiddum og Ijúffengum sjávarréttum: verðlaunahafar, dómnefndarmenn og fulltrúar DV. DV-myndir GVA Ljúffengt sjávarfang Sem fyrr fetuðu kokkar Holtsins ótroðnar slóðir við matseldina. Eftir matinn skýrði Jónas Kristjánsson ritstjóri gestum frá því sem þeir höfðu gætt sér á. í forrétt voru hrá ígulkerahrogn. Þau voru borin fram í ígulkerum með kampavínsvinaig- rettesósu, sölum og grænu salati. Þá var borinn á borð búri með engifer- sósu og rauðlauk og gulllax með rós- marínsósu. Fyrir matinn höfðu gest- ir gætt sér á Tio Pepe sérríi og berg- vatni en með matnum dreyptu menn á Gewurztraminer frá 1990 og berg- vatn. Máltíðinni lauk að venju með kaffi, konfekti og Noval púrtvíni frá 1986. Finnur Torfi Stefánsson dásamaði matseldina í ræðu sinni, sagði að kokkamir fremdu hina einu sönnu list „sem við öU erum jú á höttunum eftir.“ Styðjum Friðrik Þór Þráinn Bertelsson kvaddi sér hljóös og gerði tilnefningu á kvik- myndinni Böm náttúrunnar til ósk- arsverðlauna sérstaklega að um- ræðuefni. „Þegar ítalska myndin Paradísar- bíóið var tilnefnd á sínum tíma brást ítalska ríkisstjómin skjótt við og var tilbúin með fjárútlát. Við sitjum hér í sakleysi okkar en þetta er harður heimur þarna vestra þar sem borga þarf fyrir aUa hluti og „agítera" af krafti. Ríkisstjóm íslands ætti að taka sig saman og hjálpa Friðriki Þór til að fá óskarinn. Þessi tilnefning býður upp á óheyrða möguleika fyrir íslenska kvikmyndaUst, íslenska list yfirleitt og landkynningu," sagði Þráinn. Thor Vilhjálmsson er fastur gestur á þessum uppákomum. Sem fyrr lét hann nokkur orð falla. „Ég veit ekki til að niðurstaða dóm- nefndanna hafi orðið nema til góðs. Ég hef fengið að vera hér og mér hefur aUtaf fundist takast afskaplega vel til. Ég lýsi virðingu minni fyrir þeirri hugsun að Ustin sé verðlauna verð. Hér fer fram visst ræktunar- starf." -hlh Baldur Hjaltason afhendir Friðriki Þór Friðrikssyni Menningarverðlaun DV fyrir mynd hans Böm náttúrunnar. Friðrik Þór Friðriksson - kvikmyndir: Hugljúft og heillandi verk „Þótt aðeins tvær íslenskar kvik- myndir í fullri lengd hafi verið frum- sýndar á síðastliðnu ári var þó margt að gerast á kvikmyndasviðinu. En þegar upp var staðið var dómnefndin sammála um að veita myndinni Böm náttúrunnar menningarverðlaun DV fyrir kvikmyndir 1991. Myndin höfðar á einhvern seiðmagnaðan hátt til fólks hérlendis sem erlend- is,“ sagði Baldur Hjaltason þegar hann afhenti Friðriki Þór Friðriks- syni Menningarverðlaun DV fyrir kvikmyndir. Baldur sagði það einstakt afrek að myndin skyldi vera í hópi þeirra fimm kvikmynda sem tilnefndar hafa verið til óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin. „Friðriki Þór Friðrikssyni leik- stjóra og öðmm aðstandendum myndarinnar hefur tekist að laða fram það besta í þeim einstakhngum sem tóku þátt í gerð myndarinnar. HUmar Öm HUmarsson fékk evr- ópsku kvikmyndaverðlaunin, Felix- inn, fyrir tónUst sína í myndinni. Auk þess hafa aðaUeikaramir, þau Sigríður HagaUn og GísU Halldórs- son, verið tilnefnd og fengið verðlaun fyrir frábæran leik sinn í myndinni. Böm náttúrunnar er verðugur full- trúi okkar íslendinga erlendis og hefur sýnt og sannað að þegar okkur tekst vel upp stöndum við jafnfætis öðram þjóðum í kvikmyndagerð. Böm náttúrunnar er afar hugljúft og heUlandi verk,“ sagði Baldur. Með Baldri í dómnefnd um kvik- myndir vora Þráinn Bertelsson og Hilmar Karlsson. -hlh Þröstur Magnússon - listhönnun: Listrænn metnaður við hönnun frímerkja „Þröstur Magnússon var einn þeirra fyrstu sem lauk undirbún- ingsnámi við auglýsingadeild við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hann hafði einnig lokiö framhalds- námi við Konstindustriskolan í Gautaborg. Verkefnin urðu margvís- leg, myndskreytingar, bókagerð og hönnun myntar. En stærsta framlag Þrastar er á sviði frímerkj ahönnun- ar. Um 170 frímerki, teiknuð af Þresti, hafa verið gefin út af Pósti og síma. Nú að loknum ólympíuleikum mætti nefha þetta Evrópumet," sagði Torfi Magnússon er hann kynnti nið- urstöður dómnefndar um Usthönn- un. „Frímerki Þrastar hafa einkennst af fagmannlegum vinnubrögðum, listrænni vitund um aðalatriði og aukaatriði og góðu handverki. Þótt íslendingar hafa fengið orð fyrir að vera pennalatir menn og svara seint bréfum þá hafa erlendir menn glaðst yfir íslenskum himnasendingum 1 formi frímerkja. Oft hafa borist á þessum merkjum íslenskt landslag eða myndir af fuglum landsins sem hreyft hafa við ferðamönnum og vak- ið með þeim þrá eftir að kynnast landinu. Þannig hefur frímerkið stuðlað að landkynningu beint eða óbeint og orðið að minnsta „auglýs- ingapsjaldi" ferðaþjónustunnar. Viö höfum átt því láni að fagna að fá velmenntaða hönnuði pins og Þröst Magnússon til þess að gera þessi „spjöld" eins vel úr garði og kostur er á,“ sagði Torfi. Með Torfa í úthlutunamefnd um hsthönnun vora Þórdís Zoéga og BjamiDaníelsson. -hlh Þröstur Magnússon tekur við verðlaununum fyrir listhönnun úr hendi Torfa Jónssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.