Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR-28. FEBRÚAR -1992,- 27 Kristinn G. Harðarson er staddur í Bandaríkjunum svo systir hans, Ragn- hildur, tók við myndlistarverölaununum úr hendi Aðalsteins Ingólfssonar. Kristmn G. Harðarson - myndlist: Þvert á stefnur og stílbrigði „Það fór ekki á milli mála hvaða myndlistarviðburðir voru fyrirferð- armestir eða fengu mesta athygli á árinu 1991, nefnilega „Hafnarfjarðar- undrin“, starfræksla listamiðstöðva og alþjóðlegrar vinnustofu mynd- höggvara hér í næsta nágrenni og hins vegar miklar sýningar á verk- um Sigurðar Guðmundssonar í Reykjavík. í flestum tilfellum var þó fremur um að ræða yfirlit á erlendri og innlendri list en nýsköpun á árinu 1991. Við vorum á höttunum á eftir Sigurðum Guðmundssonum fram- tíðar, íslenskum listamanni sem færi ótroðnar slóðir í nútíð. Varð nefndin því sammáia um að viðurkenning DV skyldi falla í skaut Kristni G. Harðarsyni, 37 ára gömium mynd- listarmanni, sem hélt eftirminnilega sýningu í Nýlistasafninu fyrir tæpu ári,“ sagði Aðalsteinn Ingólfsson er hann afhenti Menningarverðlaun DV fyrir myndlist. „Meðal listamanna af eigin kynslóð hefur Kristinn lengi gegnt lykilhlut- verki sem fijór listmálari, þrívíddar- listamaður, grafíker, textahöfundur og gemingasmiður. Ekkert efni er of lítilmótlegt eða „ólistrænt" fyrir listamanninn. Hann gerir verk úr steinsteypu, gleri og sandi, en einnig úr límbandi, ló og blómafræjum, tefl- ir þessum samsetningum síðan gegn rituðum texta. í verkum sínum geng- ur Kristinn þvert á allar stefnur og stílbrigði. Hann leggur rækt við til- finningar og hughrif, fylgir þeim eft- ir allt að endimörkum sköpunarinn- ar og stundum út fyrir mörkin. í heildina má segja að í myndlist sinni sameini Kristinn G. Harðarson markverðustu viðhorf alþjóðlegrar framúrstefnu og sérkenni íslenskrar alþýðu- og frásagnarlistar." Með Aðalsteini í dómnefnd um myndlist voni Elísabet Gunnarsdótt- irogAuðurÓlafsdóttir. -hlh Hafsteinn Guðmundsson fagottleikari var fulltrúi Blásarakvintetts Reykjavík- ur við verðlaunaafhendinguna. Hér tekur hann við Menningarverðlaunum DV úr hendi Finns Torfa Stefánssonar. Blásarakvintett Reykjavíkur - tónlist: í fremstu röð „Blásarakvintettinn er skipaður einstaklingum sem náð hafa frábær- um árangri á hljóðfæri sín. Og það sem meira er um vert: þeir hafa þró- að með sér samleik sem skipar þeim í fremstu röð hópa sem fást við kam- mertónlist, hvort sem er á íslenskan eða erlendan mælikvarða,“ sagði Finnur Torfi Stefánsson meðal ann- ars þegar hann afhenti Menningar- verðlaun DV fyrir tónlist. Blásarakvintett Reykjavíkur, sem fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir, skipa Einar Jóhannesson, klarínett, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, Jóseph Ognibene, horn, Daði Kolbeinsson, óbó, og Bemharður Wilkinsson, flauta. Meðlimir kvint- ettsins leika jafnframt allir með Sin- fóníuhljómsveit íslands. Finnur Torfi sagði listræna alúð og nákvæmni einkenna Blásarak- vintettinn. Kæmu þeir eiginleikar vel fram í fleygri sögu um viðureign hans við hið fræga verk Danans Carls Nielsens fyrir blásarakvintett. „Verk þetta hafði verið flutt við miklar vinsældir og aðdáun um nokkurra áratuga skeið. Þrátt fyrir fegurð verksins töldu margir sig skynja þar galla, eins og truflun eða annað sem enginn gat þó fest hendur á fyrr en Blásarakvintett Reykjavík- ur kom til sögunnar. Kvintettinn fann við sína nákvæmu yfirferð aö höfundur hafði á einum stað ritað vitlausa nótu og dró nú hina réttu fram í dagsljósið og setti á sinn stað. Hefur enginn fundið neitt annað en yndi og fegurð í verkinu síðan,“ sagði Finnur Torfi. Auk Finns Torfa voru þeir Baldur Símonarson og Sigurður Ingvi Snorrason í úthlutunarnefnd um tónlist. -hlh Mermirig Ingimundur Sveinsson - byggingarlist: Opnun Periunnar bar hæst „Það var samdóma álit nefndar- manna að opnun útsýnishússins á Öksjuhlíð bæri hæst af viðburðum liðins árs á sviði íslenskrar bygging- arlistar. í faglegu tilliti voru þaö einkum tvö atriði sem vógu þungt í niðurstöðu dómnefndar: sérstaöa mannvirkisins og sá metnaður sem lagður var í hönnun þess,“ sagði Pét- ur H. Ármannsson meðal annars en hann hafði orð fyrir dómnefnd um byggingarlist. „Sú hugmynd að tengja útsýnisstað bæjarins mannvirkjum Hitaveitunn- ar á Öksjuhlíð bauð upp á heillandi möguleika sem arkitektinn hefur nýtt sér í útfærslu sinni. Byggingin er í raun yfirbyggður almennings- garður, táknrænn minnisvarði um heita vatnið og beislun þess. Jafn- framt er Perlan áberandi kennileiti í borginni, tilkomumikil að sjá að nóttu sem degi. Ef nefna á eitt atriði öðru fremur sem einkennandi er fyrir hús- ið, þá er það áhrif ljóss á ásýnd þess og upplifun. Efnisnotkunin gerir það að verkum að byggingin er stöðugt að taka á sig nýja mynd í takt við margbreytileik íslenskrar birtu. Pétur H. Armannsson afhendir Ingimundi Sveinssyni Menningarverðlaun DV fyrir byggingarlist. Með Pétri í dómnefndinni voru Pétrún Pétursdóttir og Guðfinna Thordarson. Perlan mun í framtíðinni vera til marks um þær framfarir sem orðið hafa í verkkunnáttu, hönnun og tækni á þessari öld. Það ber að þakka það tækifæri sem hér gefst til aö rétta nokkuð hlut Perlunnar og beina sjónum aö ágæti hennar frá sjónar- hóli byggingarlistar. Það er ekki hvað síst að þakka góðri hönnun að svo vel hefur tekist til með þetta mikilvæga mannvirki," sagði Pétur. -hlh Guðmundur Andri Thorsson - bókmenntir: „Eins og títt er um góð skáldverk eru ekki allir á eitt sáttir um verð- leika íslenska draumsins en ég segi fyrir mína paría að sagan snart mig einkennilega sterkt, bæði fyrir myndina sem hún dregur upp af ungu fólki milli vita og ekki síður fyrir þá snjöllu úttekt á íslensku : „þjóðareðli" og lífsháttum sem; leiddir hafa verið til öndvegis hér- lendis eftir seinni heimsstyrjöld. Sagan er tímabær og á brýnt erindi við íslenska lesendur. Það tel ég vera höfuökost á hverju ritverki,“ sagöi Sigurður A. Magnússon með- al annars þegar hann gerðí grein fyrir Menningarverölaunum DV i bókmenntum. „íslenski draumurinn er skáld- verk samið af ísmeygilegri íþrótt og umtalsverðum galdri. Það lætur kannski ekki mikið yfir sér við íyrstu kynni en vinnur á og þolir vel að vera lesið í annað og þriðja sinn. Skáldsaga Guðmundar Andra líður fram með miklum hraða og kemur víða við, en fléttast þó sam- an í einkennilega þéttan vefitað og dregur upp bæði eftirminnilega og nærgöngula mynd af nýliðnum Guðmundur Andri Thorsson tekur við Menningarverðiaunum DV úr hendi Sigurðar A. Magnússonar. áraíugum, hugblænum sem ein- kenndi þessi ár, pólitiska glundroð anum og hentistefnunni, leit sumra ungra manna að traustum lífsgild- um og hugsjónura til að lifa fyrir, leit annarra á vit auðveldra lausna og siðblindrar hentisemi. Á sinn kankvísa og einatt hnyttilega hátt dregur höfundur upp ákaflega fjöl- breytilega mynd af óreiöunni sem einatt er því samfara að reyna að ná áttum í tilverutuú og fóta sig á lííshrautinni." Með Ságurði í bókmenntanefnd- inni voru Gísli Sigurðsson og Frið- rik Rafnsson. -hlh Guöjón Petersen, Hafliöi Amgrímsson og Grétar Reynisson - leiklist: Trúnaður við kjarna verksins Auður Eydal afhendir Hafliða Arngrímssyni Menningarverðlaun DV fyrir „Við uppsetningu og leiksljóm á leikriti Þjóðleikhússins, Rómeó og Júlíu, unnu þeir Guðjón Petersen leikstjóri og Hafliði Amgrímsson leiklistarráðunautur eftir ákveðinni grunnhugmynd sem fylgt er eftir allt til enda. Yfirbragð sýningarinnar er stílhreint og sérstaklega ber að róma leikstjómina, sem er styrk og vönd- uð, og raunar algjör forsenda þess hversu vel tekst til,“ sagði Auður Eydal meðal annars er hún afhenti Menningarverðlaun DV fyrir leiklist. Þriðji aðilinn í þessum hópi er Grétar Reynisson leikmyndahöfund- ur en hann hefur unnið náið með Guðjóni og Hafliða að mörgum helstu verkefnum frá upphafi. „Samstarf þeirra Guðjóns og Hafl- iða hefur veriö einstaldega heilla- dijúgt fyrir íslenskt leikhús. Það sem einkum vakti athygli í sýningunni á Rómeó og Júlíu var trúnaður við kjama verksins, sem ekki var kæfð- ur pijáli eða ytri umbúnaði, heldur fékk að blómstra í sýningu s.em var ung og frísk. Þaö em alltaf skiptar skoðanir á því, hvemig „á að setja upp“, klass- ísk verk, sem hafa unnið sér ákveðna hefð, hvað varðar leikmynd, búninga leiklist. og jafnvel útfærslu einstakra atriða. Margir leikhúsmenn víðs vegar um heiminn hafa fengið köllun til að bijóta upp slíka hefð en þar veldur hver á heldur og margar slíkar atlög- ur hafa misheppnast herfilega. Gmndvallaratriði hlýtur alltaf að vera trúnaður við grunnhugsun og texta verksins, innsæi til að höndla kjamann og listrænn metnaður til að sigra hveija þraut og fylgja þess- um markmiðum út í hörgul af full- komnum trúnaði við verkefnið. Þetta voru einmitt þau atriði sem bám sýninguna á Rómeó og Júlíu fram til sigurs,“ sagði Auður. Með Auði í dómnefnd um leiklist voru Steinunn Jóhannesdóttir og Þorgeir Ólafsson. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.