Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 27
mi AAUítíð'iÆ&UfRfr?$í FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992. Skák Jón L. Árnason Á alþjóðamótinu í Bem í Sviss fyrir skemmstu kom þessi staða upp í skák Vlastimils Horts, sem hafði hvitt og átti leik, og Svisslendingsins Rabers: 25. e5! Rxe5 26. Rg5 Red7 27. Rh5! Svart- ur kemur nú engum vömum við. Eina leiðin til að framlengja lífdagana er 27. - DfB en eftir drottningakaup fellur á Í6 og hvítur verður manni yfir. Skákin tefldist hins vegar 27. - De3+ 28. Khl gxh5 29. Bxh7+ og svartur gaf. Bridge ísak Sigurðsson Þetta spil kom fyrir í barómeterkeppni Bridgefélags Reykvíkinga síðastliðinn miðvikudag. Keppni um efstu sætin er geysihörð. Bragi Hauksson og Sigtryggur Sigurðsson hafa forystuna en Magnús Ólafsson og Bjöm Eysteinsson fylgja þar fast á eftir. Alíflestir spiluðu fjórða spaða á hendur AV í þessu spili og sumir fengu þann samning doblaðan. Það er ómögu- legt að fá meira en 3 slagi í vöminni þótt punktamir skiptist jafnt á miUi AV og NS. Þeir fengu því toppinn sem fengu spilið doblað og þágu 590 fyrir. Alflestir fengu 10 slagi í 4 spöðum en vömin þarf að vera á varðbergi til þess að fá sína 3 slagi. Einn sagnhafi, Matthías Þorvalds- son, fékk út tígultíu og var fljótur að sjá út möguleikann á þeim ellefta. Norður gjafari og enginn á hættu: ♦ D8763 V 5 ♦ 8763 + D64 * 92 ¥ D83 ♦ DG5 + KG872 * ÁKG105 ? G972 * ÁK4 * 3 V ÁK1064 ♦ 1092 * Á1095 Matthías gaf suðri slaginn á tígultíuna! og lagði þar með fyrir hann gildm. Það er sannast sagna ekki auðvelt fyrir suður að sjá að nú liggur á að taka slagina á hjarta og lauf, enda hélt suður áfram með tígulsóknina. Það var allt sem Matthías þurfti. Harrn fékk slaginn, tók trompin og gat síðan hent einspili sínu í laufi í fjórða tígulinn. Þar með tryggði hann sér góða skor á spilið. ©1991 by Kir^ Featuiws Syrw>cate Inc Wodd rewirved 37 Ég gerði ráð fyrir að fá endurgreiðslu frá skattinum. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkviliö sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 28. febrúar til 5. mars, að báðum dögum meðtöldum, verður í Holtsapóteki. Auk þess verður varsla í Laugavegsapóteki kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefii- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Ápótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek er opiö mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opíð föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seitjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í því apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, Keflavik, simi 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartnrú Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl.. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 Og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aöra helgidaga kl. 15-16.30. Landspítalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl. 15.30- 17. Vísir fyrir 50 árum Föstudagur 28. febrúar 1942 Amerískur hermaður dæmdur fyrirtvíkvæni. 35 Spakmæli____________ Nú hefur tíminn numið staðar, sagði klukkan þegar hún var hætt að tifa. Jóhann Sigurjónsson. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júli og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs- ingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víös vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn Islands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar ú Laugarnesi er opið um helgar kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbráut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn fslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Leiðsögn á laugardögum kl. 14 Bilaiúr Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og , Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjöröur, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eflir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími ' 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekiö er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 29. febrúar Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Hlutimir ganga ekki eins og þú vildir helst nema að þú gefir þér nægan tíma og sjáir langt fram í tímann. Nýttu þér það sem verð- ur á vegi þínum. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Það er ekki víst að hlutimir gangi eins og þú vildir helst. Því skaltu einbeita þér að lausnum og þá sérstaklega að lausnum á fjármálunum. Hrúturinn (21. mars-19. april): Þú skalt forðast að taka meira að þér en þú kemst yfir, jafnvel þótt þú sért að gera einhverjum greiða. Persónutöfrar þínir geta töfrað hvem sem er ef þú bara beitir þeim. Nautið (20. apríl-20. maí); Leggðu áherslu á fiármál og viðskipti í dag. Vertu víösýnn og ræddu málin við fólk en farðu eftir eigin innsæi þegar á hólminn kemur. Tvíburarnir (21. maí-21. júní): Reyndu að vera eins málefnalegur í tali og þú getur, sérstaklega í samningum eða á fundum til að hugmyndir þínar nái fram að ganga. Forðastu deilur. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Reyndu að skapa þér rétta ímynd í dag. Einbeittu þér að því sem þú ert að gera til að ná sem bestum árangri. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Ákveðin persóna gæti reynt á þolrifin í þér. Þú hefur heppnina með þér í ákveðnum viðskiptum. Happatölur eru 2,15 og 34. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Notfærðu þér sambönd þín, sérstaklega ef þú lendir í sam- keppni. Gerðu ekki mikið úr hlutunum þótt þér gangi vel. Slak- aðu á í kvöld. Vogin (23. sept.-23. okt.): Haltu persónulegum málum fyrir sjálfan þig og reyndu að finna lausnir upp á eigin spýtur. Einhver af gagnstæðu kyni töfrar þig upp úr skónum. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Þú ættir að hafa hugfast að hika er sama og að tapa. Þú verður að vinna hratt og taka skjótar ákvarðanir til að ná árangir í dag. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Hugsaðu áður en þú framkvæmir, sérstaklega í máli sem þú átt erfitt með að einbeita þér við. Skrifaðu hjá þér það sem þú mátt alls ekki gleyma. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú ert í góðu jafnvægi og ættir að forðast að gera neitt sem rask- aði því. Haltu þínu striki en taktu enga áhættu sem stendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.