Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1992, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1992. Menning Myndgáta Góðir tónleikar Kammersveit Reykjavíkur hélt tónleika á Kjarvals- stöðum í gærkvöldi og flutti tónlist eftir Bohuslav Martinu, Pál P. Pálsson og Luciano Berio. Meðal tón- hstarmanna, sem skipuðu Kammersveitina að þessu sinni, voru meðlimir Reykjavíkurkvartettsins og Blás- arakvintetts Reykjavíkur. Rannveig Bragadóttir messósópran söng einsöng en Páll P. Pálsson og Bern- harður Wilkinsson stjórnuðu. Tónleikamir hófust á verki Martinu, Nonett fyrir blásarakvintett, fiðlu, víólu, sehó ogkontrabassa. Þetta verk er í nýklassískum anda. Gætir þar áhrifa frá þjóð- lögum og Igor Stravinsky. Minnti margt mjög á verk hans, Sögu dátans. Útkoman er áheyrilegt og aðgengi- legt verk. „Morgen", fyrir messósópran, flautu, óbó, klarínett, píanó og strengjakvartett, eftir Pál P. Páls- son, býr yfir töluverðum tilþrifum. Ljóðiö er eftir John Henry Mackay en í tónhstinni er notast við andstæður af ýmsu tagi og skapa þær dramatíska spennu sem virtist ná vel til áheyrenda. Á síðari hluta tónleikanna voru flutt tvö verk eftir ítalska tónskáldið Luciano Berio. Ópus number Zoo, við texta Rhoda Levine, fyrir hlásarakvintett, og Folk songs fyrir messósópran, flautu, klarínett, slagverk, hörpu, víólu og selló. Lögin hér eru úr ýmsum áttum og sum samin af Berio sjálfum. Berio er löngu heims- þekktur orðinn fyrir tónlist sína sem einkennist affjöl- breytni og auðugu hugmyndaflugi. Þessi tvö verk eru Tónlist Finnur Torfi Stefánsson engin undantekning að þessu leyti og ískraði í hú- momum við annað hvert skref. Þá em hljóðfærin notuð á sérlega líflegan og htríkan hátt sem er annað einkenni Berios. Þessi verk voru öh flutt mjög vel og greinilega vel vandað til ahra hluta. Má sérstaklega minnast á góða frammistöðu Rannveigar Bragadóttur en aörir tónhst- armenn stóðu sig einnig með prýði. Andlát Bjarni Gestsson, Hjarðarholti, Kjós, er látinn. Jarðsett verður frá Reyni- vahakirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 14. Kristín Guðnadóttir, Fumgerði 1, Reykjavík, lést í Landspítalanum 27. febrúar. Gerður Magnúsdóttir kennari, Bú- staðavegi 67, er látin. Eiríkur Jónsson bifreiðastjóri, Mávahhð 10, lést í Borgarspítalanum þann 14. febrúar sl. Jarðarforin hefur farið fram í kyrrþey. Jarðarfarir Eggert Halldórsson, Sundstræti 26, ísafirði, verður jarðsunginn frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 29. febrúar kl. 14. Pálmi Pálsson bóndi, Hjálmsstöðum, verður jarðsunginn frá Skálholts- kirkju laugardaginn 29. febrúar kl. 13.30. Fariö verður frá BSÍ kl. 11.30 með viðkomu í Ámesti, Selfossi. Jarðsett verður á Laugarvatni. Fundur Gigtarfélag Islands Fræðslufundur Gigtarfélags íslands og Öryrkjabandalagsins um gigtarsjúk- dóma verður haldinn á Hótel Selfossi laugardaginn 29. febrúar kl. 10.30. Tólf frummælendur. Veitingar á staðnum. Allir velkomnir. Hið íslenska náttúrufræðifélag Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 29. febrúar nk. í stofu 101 í Odda, hugvis- indahúsi Háskólans, og hefst hann kl. 14. Fræðslunefnd ólympíu- nefndar íslands Fræðsluráð (IOA) Alþjóðaólympíunefnd- arinnar (IOC) efnir tU 23. fræðslustefnu í aðsetri sínu í Ólympíu 17. júni til 2. júlí á komandi sumri. Hverri ólympíunefnd aðildarþjóða IOC er boðið að senda fjóra þátttakendur á aldrinum 20-35 ára. Þeir skulu vera virkir íþróttamenn. Ólymp- iska samhjálpin ætlar að greiða 50% flugfargjalda auk gistingar- og fræði- kostnaðar einnar konu og eins karls. Aðrir greiða ferða- og gistikostnað að fullu. A fræðslustefnunni verða tekin fyrir 2 aðalviðfangsefni: Á fræðslustefn- unni verða tekin fyrir tvö aðalviðfangs- Hanna hætt í barnavernd Vegna skrifa í Sandkomi í gær, fimmtudag, skal þaö tekið fram að Hanna Johannessen lét af störfum í bamavemdamefnd Reykjavíkur snemma á síðasta ári þegar Harald- ur, sonur hennar, Johannessen var skipaöur formaður Barnavemdar- ráðs íslands af Svavari Gestssyni, þáverandi menntamálaráðherra. DV biðst afsökunar á vihandi ummælum um þau og harmar að rangt var farið með. Ennfremur hefur þeim leiðrétt- ingum verið komið á framfæri við hlaðið að Bamavemdarráð íslands er skipað af menntamálaráðherra hveiju sinni en ekki kosið eins og látið var hggja að í Sandkomi. efni: 2. „Olympism" alþjóðlegt hugtak, sem felur í sér allt sem snertir ólympíu- leika og það starfskerfi sem ber þá uppi og annast að þeir séu framkvæmdir. 2. Viöskipta- og sölumennska tengd íþrótt- um og umsvifum ólympíuleika. Til þess að geta notið fyrirlestra og tekið þátt í umræðum verða umsækjendur að skilja og tala ensku eða frönsku þvi að allt fer fram á þessum málum. Samtímis þýðing- ar eru fluttar í hlustunarkerfi. Þeir sem hafa hug á að verða aðnjótandi þessa boðs IOA, skulu senda beiðni þar til Fræðsluráðs ólympíunefndar Islands fyrir 15. mars nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir íþróttaiðkunum, störfúm að íþróttamálum, kunnáttu í ensku eða frönsku, aldri og heimilisfangi. TiIkyTiriingar Húnvetningafélagið Félagsvist á laugardag kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Spilað verður og dansað í kvöld, fóstu- dagskvöldið 28. febrúar, að Auðbrekku 25 kl. 20.30. Húsið er öllum opið. Breiðfirðingafélagið Góugleði verður laugardaginn 29. febrú- ar í Breiðfirðingabúð og hefst kl. 22. Kripaljóga á íslandi Félagið Heimsljós, kripaljóga á íslandi, flytur í nýtt húsnæði að Skeifúnni 19, annarri hæð, þann 2. mars nk. Starfsem- in verður í tengslum við likamsræktar- stöðina World Class. Heimsljós stendur fyrir jógatímum, svo og ýmiss konar námskeiöum. Næsta byrjunamámskeið í jóga hefst um miðjan mars. Upplýsingar gefnar í World Class og í síma 679081. Sunnudaginn 8. mars verður opið hús frá kl. 14-16 þar sem starfsemi félagsins verður kynnt. Þeim sem hafa áhuga á að kynnast kripalj óga er einnig boðið endur- gjaldslaust í jógatíma 9.-14. mars. Félag eldri borgara Göngu-Hrólfar fara frá Risinu kl. 10 á laugardagsmorgun. Aðalfundur Félags eldri borgara i Reykjavík er 1. mars kl. 13.30 á Hótel Sögu. Sýning í Mokkakaffi Á fóstudaginn 28. febrúar opnar mynd- listarmaðurinn Bjarni Sigurbjömsson sýningu á kolateikningum í Mokkakaffi viö Skólavörðustíg. Sýningin stendur yfir í fjórar vikur og em öll verkin til sölu. Laugardagsganga Hana nú er á morgun. Lagt af stað frá Fannborg 4 kl. 10. Nú göngum við á hlaupársdaginn og fyllum lungun af súrefni og njótum útsýnis og skemmtilegs félagsskapar. Setjum vekjarklukkuna og gáum sjálf til veðurs. Nýlagað molakaffi. Vélskóli Islands Árlegur kynningar- og nemendamóts- dagur skólans, Skrúfudagurinn, verður haldinn hátíölegur laugardaginn 29. fe- brúar kl. 13-16.30 í Sjómannaskólanum við Háteigsveg. Kvenfélagið Keðjan verð- ur með kaffiveitingar í matsal Sjómanna- skólans frá kl. 14. Flómarkaður Félags einstæðra foreldra í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laugardainn 29. febrúar. Úrval af fatnaði og ýmsu dóti á aldamótaverði. Opið kl. 14-17. (Leið 5 gengur að húsinu). Flæmar. EVÞoR—A— Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. Lausn gátu nr. 266: Kirkjuár Finnsk bókakynning í Norræna húsinu Laugardaginn 29. febrúar kl. 16 talar Timo Karlsson sendikennari um bækur gefnar út í Finnlandi 1991. Gestur á kynn- ingunni er finnski rithöfundurinn Ánna- Leena Harkönen og ætlar hún að segja frá ritstörfúm sínum og lesa upp. Sveitasinfónía Föstudaginn 28. febrúar kl. 21 frumsýnir Ungmennafélag Reykdæla leikritið Sveitasinfóníu, eftir Ragnar Amalds í Logalandi í Reykholtsdal. Leikstjóri er Guðjón Ingi Sigurðsson. Miðapantanir era í síma 93-51135. Fyrirlestur um heil- brigðisþjónustu Vilhjálmur Ámason, dósent í heimspeki, heldur fyrirlestur um heilbrigðisþjón- ustu á vegum Rannsóknarstofunnar í sið- fræði laugardaginn 29. febrúar og nefnist hann „Hvað er heilbrigðisþjónusta?" Fyrirlesturinn verður haldinn í Lög- bergi, stofú 101, og hefst kl. 14.30. Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sími680680 •50% afsláttur á síðustu sýningar, gild- ir aðeins á Ljón í Síð- buxum og Ruglið! LJÓN í SÍÐBUXUM eftir Bjöm Th. Bjömsson Aukasýningar: Miðvikud. 4. mars. Laugard. 7. mars. RUGLIÐ Johann Nestroy Aukasýnlng: íkvöld. Allra siðasta sýnlng. Á STÓRA SVIÐI: ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Lelkgerð: FRANK GALATI íslensk þýðlng og aðlögun fyrlr svið eftlr Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson með hliðsjón af þýðingu Stefáns Bjarman. Tónllst: K.K. Lelkmynd: Óskar Jónasson. Búnlngar: Stefania Adolfsdóttir. Lýslng: Lárus BJörnsson. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Lelkarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Pétur Eln- arsson, Slgriður Hagalin, Steindór Hjörlelfsson, Sigurður Karlsson, Þðrey Slgþórsdóttlr, Magnús Jóns- son, Stefán Jónsson, Ólafur Guð- mundsson, Elín Jóna Þorsteinsdótt- Ir, Elís Pétursson, Valdlmar öm Flygenring, Kristján Kristjánsson, Theodór Júliusson, Jón Hjartarson, Jón Júliusson, Karl Guðmundsson, Jakob Þór Einarsson, Ari Matthias- son, Valgerður Dan, Ragnheiður Tryggvadóttlr, Soffía Jakobsdóttir, Bára Lyngdal Magnúsdóttlr, Þorleif- ur Guðjónsson, Orri Ágústsson o.fl. 2. sýnlng laugard. 29. febr. Grá kortgllda. UppselL 3. sýning sunnud. 1. mars. Rauð kort gllda. Uppselt. 4. sýning fimmtud. 5. mars. Blá kortgilda. Uppselt. 5. sýning föstud. 6. mars. Gul kortgllda. Uppselt. 6. sýning sunnud. 8. mars. Græn kortgllda. Fáeln sæti laus. 7. sýning fimmtud. 12. mars. Hvitkort gilda. 8. sýning laugard. 14. mars. Brúnkortgilda. Kaþarsis - Leiksmiðjan sýnir á litla sviði: HEDDU GABLER eftir Henrik Ibsen. Föstud. 28. febr. Uppselt. Miðvikud. 4. mars. Uppselt. Laugard. 7. mars. Miðvlkud. 11.mars. Gamanleikhúsið sýnir á litla sviði söngleikinn: GRÆNJAXLAR Höfundur: Pétur Gunnarsson. Tónlist: Spilverk þjóðanna. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðar- son. Frumsýning laugard. 29. febr. Uppselt. 2. sýning þriðjud. 3. mars. Fáein sæti laus. 3. sýning föstud. 6. mars. 4. sýning sunnud. 8. mars. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðaverð kr. 800. Miöasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í sima alla virka daga frá kl. 10-12. Sími 680680. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhús. IIHI ÍSLENSKA ÓPERAN lllll__________iiiii eftir Giuseppe Verdi 5. sýning laugardaginn 29. febrúar kl. 20.00. 6. sýnlng laugardaglnn 7. mars. ATH: ÖRFÁAR SÝNINGAR EFTIRI! Ósóttar pantanir eru seidar tveimur dögum fyrir sýningardag. Miðasalan er nú opin frá kl. 15.00-19.00 daglega og til kl. 20.00 á sýningardögum. Sími 11475. Greiðslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.