Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992. 9 Utlönd Bresk stjómvöld þurfa leyfi frá framkvæmdastjóm Evrópu- bandalagsins til að taka kjam- orkuúrgangsstöðina í Dounreay á Skotlandi aftur í notkun. Framkvæmdastjórnin sagði í gær að bæta þyrfti eftirlit með kjamorkuúrgangi í stöðinni áður en slíkt leyfx yrði veitt. í desemb- er síðastliðnum kom í ljós að tölu- vert magn auðgaðs úrans var horfiö frá stöðinni. Ekki hefur fundist skýring á hvarfi úransins og ekki hefur heldur verið skýrt frá því hversu mikið magnið var. Heltlrtiarmenn í Alsirfordæma flokksbann Fiórir leiðtogar heittrúar- manna í Alsír fordæmdu í gær þá ákvörðun dómstóls í_ Algoirs- borg að leysa bæri upp íslömsku freisishreyfinguna, FIS, þar sem hún stefndi stöðugleika í landinu í hættu. Ákvörðun dómstólsins gengur í gildi eftir eina viku og verður hægt að áfrýja henni. Hún kemur hins vegar í veg fyrir það að heit- trúarmenn geti komiö á íslömsku stjórnarfari í Alsír eftir lagaleg- um leiðum. Hreyfingin sigraði i fyrri umferð kosninga í janúar og var spáð sígri í þeirri síðari, sem síðan var frestað. Innanríkisráðherra Alsírs fór fram á það í febrúar að FIS yrði leyst upp eða bönnuð vegna sí- endurtekinna lögbrota. Reuter Herf lugvél f lytur mjaldur í íshaf ið Breskir umhverfisvemdarsinnar hafa uppi áform um einstæðar björg- unaraðgerðir til að koma tömdum hvítum hval, sem nú syndir um í Svartahafinu, undan strönd Tyrk- lands, aftur á heimaslóðir sínar í ís- hafinu. Ætlunin er að nota Herkúles herflutningaflugvél með þar til gerð- um tanki innanborðs til verksins, að því er segir í frétt í breska blaðinu Sunday Times. Hvalurinn birtist í hafinu utan við tyrkneska þorpið Gerze fyrir þremur vikum, fiskimönnum þar til mikillar undrunar. Talið er að hann sé einn sex mjaldra sem rússneskt sædýra- safn losaöi sig við þegar það hafði ekki lengur efni á að fæða þá. Full- víst þykir að þrír hinna hvalanna hafi dáið en tveir eru horfnir. Sjómenn veittust í fyrstu að mjaldrinum en nú er svo komið að allt er gert til aö sem best fari um hann enda flykkjast feröamenn að úr öllum áttum til að skoða dýrið. Tyrknesk stjómvöld hafa meira að segja bannað fólki að sigla að hvaln- um af ótta við að álagið ríði honum að fullu. Þá hefur þorpsbúum í Gerze verið fyrirskipað að slökkva öU ljós á kvöldin til að raska ekki næturró Aydins, en svo hefur mjaldurinn ver- ið kaUaður. Nafnið þýðir „birta“ og er til komið vegna Utarins. Hið opin- bera sér Aydin einnig fyrir 80 kUóum af sUd á degi hverjum og étur hann úr lófa. BARENTSHAF 'í < pM* Murmansk ( sí. ■ - LX vv f m { rússlaIjd o Björgun mjaldursins TYRKLAND Hinn 1 tonns þungi mjaldur verður fluttur I gámi með Herkúles- flugvél =SH2f=! Sérfræðingar telja að flytja verði hvaUnn burt úr Svartahafinu á næstu tíu vikum, eða áður en sumar- hitarnir geri út af við hann. Kafarar munu koma honum fyrir á eins kon- ar börum úr segldúk sem verðasíðan hífðar um borð í bát. Þá verður hval- urinn, sem vegur um eitt tonn, settur í flutningabU sem fer með bann tíl nærliggjandi herflugvaUar. Þar verður honum komið fyrir í Herkú- les flugvéUnni. Ekki er enn ákveðið hvert farið verður með hvaUnn. Verið er að leita að lygnum vogi í Síberíu þar sem hann gæti dvaUð í tvo mánuði að minnsta kosti á meðan hann lærir að veiða fisk upp á eigin spýtur áður en hann slæst í hópinn með hvala- bræðrum sínum í íshafinu. Kjamorkumeng- unaðalefni ráðhevrafundar Kjamorkumengun í hafinu fyr- ir norðan Rússland verður aðal- viðfangsefni fundar norrænu umhverfisráðherranna í norska hluta Finnmerkur i september. Ove Rosing Olsen, sem fer með umhverfismál í grænlensku heimastjórninni, fór fram á það á síðasta fundi ráðherranna að Norðmenn veittu upplýsingar sem þeir hefðu um kjarnorkutil- raunir og greislavirkt úrfelli í hafinu norðan við Rússland svo aðönnur Norðurlönd gætu fylgst náið með. Búist er við að rúss- neski umhverfisráðherrann taki einnig þátt í fundinum, Grænlendingum finnst þeir vera berskialdaðir gagnvart menguninni þar sem hafstraum- ar norðan frá Rússlandi beri hana að austurströnd Græn- lands. Sjómenn óttast að lífríki sjávar stafi hætta af. Norðmemtmeð undirboð á laxi íSvfþjóð Sænskir fiskeldismenn halda því fram að norskir útflytjendur stundi ólöglegt undirboð á laxi á markaði 1 Svíþjóð. Þeir segja að Norðmenn lækki verðið um meira en helming.. Sem dæmi nefndu þeir lax sem var seldur í búö í Gautaborg á 35 sænskar krónur kíióið. Það sé minna en það kosti aö fraraleiða laxinn, Svíarnir hafa sett sig í samband við norsk yfirvöld vegna málsins. RitzauogTT •S*T»0*R*U»T»S*0»L»U*M»A»R*K»A*лU»R SKOVERKSMIDJUUTSAU■ HVERGIMEIRA URVAL! YFIR 600 TEGUNDIR AF SKOM. 10.000 POR A S Allar nýjustu tískuvörurnar sem voru í skóverslunum landsins fyrir jól, eru saman komnar ó einn stab að Faxafeni 10, Á HEILDSÖLUVERÐI! m StrikHr GÆRUFÓÐRAÐIR KULDASKÓR MACARshoes HÆLASKÓR MEO NÝJU KLÓSETTHÆLUNUM RAMI BACK TO ’60TH ÞAÐ GERIST EKKI ODYRARA, SPRENGITILBOÐ! I Á hverjum degi eru sett upp nokkur sprengitilboð sem vara í eina klukkustund i ® senn og er þó hægt að gera ótrúleg kaup. DÆMI: & ROMIKA STÆRSTI FRAMLEIÐANDINN f INNISKÓM (ZðO) ÞAÐ SEM UNGLINGARNIR SLÁST UM Götuskór nr. 36 til 41 Inniskór nr. 36 til 46 FULLTVERD: 5,490.- FULLT VERÐ: 2,360.- OKKARVERD: 2,990.- OKKAR VERÐ: 1,000.- SPRENGIVERÐ: 1,500.- SPRENGIVERÐ: 500.- ATHUGIÐ: ódýrara en i Kolaportinu! yfir 60 tegundir ó 900,- kr. og þar fyrir neðan, 0 P N U N A R T í M / ; MÁNUD.- FÖSTUD.: 12:00 TIL 21:00 LAUGARDAGA: 10:00 TIL 18:00 SUNNUDAGA: 12:00 TIL 1 8:00 —w © I @ I 0° MUSIK, m & MYHDIÍ hvað viljið þið hafa það meira Næsta Laugardag og Sunnudag verður sannkölluð sprengiveisla, þó verður boðið ! uppó eitthvað nýtt ó klukkutíma fresti. "HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ VINSÆL!" En nú slær hún öllu við, þetta er langstærsta skóútsala sem haldin hefur verið ó Islandi til þessa og úrvalið hefur aldrei verið meirc SiríKlir / / STORUTSOLUMARKAÐUR I FAXAFENI 10, HUSI FRAMTIÐAR S • T • O • R • U • •L»U*M*A*R»K*A»Ð»U*R*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.