Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1992, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 5. MARS 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
E vrópuþrýstingur
Norrænt samstarf með hefðbundnu sniði hefur geng-
ið sér til húðar. Við blasir norrænt samstarf innan Evr-
ópubandalagsins og sérstakt samstarf við löndin sunnan
og austan Eystrasalts, Þýzkaland, Pólland og baltnesku
ríkin, hvort tveggja án beinnar aðildar íslands.
Á þingi Norðurlandaráðs kom skýrt fram, að þeir,
sem eru á leið inn í Evrópubandalagið, telja, að verk-
efni muni flytjast frá Norðurlandaráði til bandalagsins.
Má ráðið þó ekki við mikilli fækkun raunverulegra
verkefna, því að mest stundar það atvinnubótavinnu.
Ár og dagur er síðan eitthvað kom af viti úr sam- '
starfi 23 norrænna embættismannanefnda, 74 norrænna
stofnana, 152 norrænna nefnda og úr 2000 norrænum
verkefnum. Það er því ekki mikið misst, þótt Norður-
landaráð og fylgifiskar þess fái hægt andlát.
Áhugi norrænna stjórnmálaforingja beinist hreint og
beint að Evrópubandalaginu og að nokkru leyti að
Eystrasaltsráðinu, sem hefur verið stofnað án beinnar
aðildar íslands. Við erum að eingangrast í tilgangslitlu
Norðurlandaráði ogfáliðuðum Fríverzlunarsamtökum.
Mjög er þrýst af norrænni hálfu á íslenzka stjórn-
málamenn að draga íslendinga inn í Evrópubandalagið.
Því er haldið fram, að norrænt samstarf muni rísa að
nýju á iðavöjlum bandalagsins, en að öðrum kosti blasi
við hnignun í einangrun utan fyrirheitna landsins.
Sterk bein þarf til að þola þennan þrýsting, jafnvel
þótt ekki séu ljósir hinir beinu viðskiptahagsmunir okk-
ar af aðildinni umfram það, sem fæst af þátttöku okkar
í Evrópska efnahagssvæðinu. Okkur hefur ekki tekizt
að koma upp iðnaði til að ráðast á Evrópumarkaðinn.
Enn eru í fullu gildi flestar efasemdir, sem áður hafa
verið notaðar gegn bandalagsaðild. Landbúnaðarstefna
bandalagsins er óhugnanlega dýr í rekstri og fjandsam-
leg neytendum. Hún mun á næstunni leiða til alvar-
legra viðskiptaátaka í vestrænu samstarfi.
Evrópubandalagið er alls ekki lýðræðisleg stofnun.
Þing þess er valdalítil og fremur ábyrgðarlítil ráðgjafar-
samkoma. Það fær btlu ráðið gegn ofurveldi stjórn-
lyndra embættismanna, sem eru í nánu samstarfi við
þrýstihópa stórfyrirtækja og samtaka stórfyrirtækja.
Embættismenn og þrýstihópar Evrópubandalagsins
eru að reisa tollvirki, sem stefnt er gegn Bandaríkjunum
og Japan ög mun leiða til vandræða í alþjóðaviðskiptum
á næstu árum. Bandalagið er árásargjarnt og þverlynt
í viðskiptum, svo sem við höfum fengið að reyna.
Efnislega á fiskveiðiríki á borð við ísland lítið erindi
í ólýðræðislegt og verndarsinnað tollvirki, sem starfar
eins og risavaxið landbúnaðarráðuneyti. En viðskipta-
hagsmunir kunna fyrr eða síðar að þvinga okkur til að
sækja um aðild, þótt það sé okkur þvert um geð.
Þegar íslenzkur landbúnaður uppgötvar, að Evrópu-
bandalagið er himnaríki fyrir úrelta atvinnuvegi, og
þegar íslendmgar uppgötva um leið, að þeir hafi ekki
lengur ráð á hefðbundnum landbúnaði, er hætt við, að
við finnum ómótstæðilega þörf á að ganga inn í virkið.
Þegar það hefur gerzt, mun koma í ljós, að embættis-
menn Evrópubandalagsins bta á íslenzka hagsmuni eins
og hverja aðra skiptimynt í víðara samhengi. Við mun-
um missa yfirráð yfir auðhndum okkar, fiski og orku,
ef við verðum ekki þeim mun betur á varðbergi.
Það verður upphafið að endalokunum, þegar við erum
orðnir feitir bandalagsþrælar. Affarasæba er, að ísland
sé sín eigin þungamiðja og miðpunktur heimsins.
Jónas Kristjánsson
Hvað verður um
barnadeild
Landakotsspítala?
AUir eru sammála um nauðsyn
þess að koma böndum um ríkisút-
gjöld en menn greinir mjög á um
hvar, hvernig og hversu ört skyn-
samlegt sé að ýta sparnaðaraðgerð-
um úr vör.
Mál Landakotsspítala er gott
dæmi um slíkan ágreining. Þessi
hth spítali var byggður af hugsjón.
Starfsemin tók á sig brag sem sam-
einaði mennsku hugsjónafólksins
og hið besta í nútíma læknisfræði.
Landakot stóð vel undir nafni og
afsannaði þau heilaköst nútímans
að stórar stofnanir séu ætíö bestar,
marksæknastar og hagkvæmastar.
Á undir högg að sækja
Ég mun hér gera bamadeild spít-
alans að sérstöku umræðuefni.
Bamadehd Landakots tók við
1500 bömum á síðasta ári og veitti
öðmm 3000 þjónustu á skyndivakt.
Dehdin er önnur tveggja barna-
dehda á höfuðborgarsvæðinu og
þjóna báðar öhu landinu þegar því
er að skipta.
Bamadehdin á nú undir högg að
sækja, því um leið og hróflað verð-
ur viö skipulagi Landakotsspítala
er hætta á að nauðsynlegt stoð-
kerfi deildarinnar hverfi.
Við sonur minn höfum undanfar-
in ehefu ár öðlast víðtæka reynslu
af barnadeUdum hér og erlendis í
þremur heimsálfum. Sonur minn
er fatlaður en fótlun hans getur
kahað á talsverða læknisþjónustu.
Við höfum viðast notiö velvhja
lækna og hjúkrunarfólks og á ég
líf drengsins þessum starfsstéttum
að þakka.
Hins vegar ber ekki að leyna því
að það er misauðvelt að vera for-
eldri bams á sjúkrahúsi og sjúkra-
hús nálgast veik böm á ólíka vegu.
Að öðrum sjúkrahúsum ólöstuðum
ber sú þjónusta sem við höfum
fengið á Landakoti af sambærilegri
þjónustu, hér og erlendis, eins og
guU af eiri.
Réttur allra þegna
Hér á landi hefur góð hehbrigðis-
þjónusta verið talin réttur aUra
þegna. Þetta er eitt af því sem ís-
lendingar hafa verið hvað stoltastir
af í skipan samfélagsins. Þessi rétt-
ur er ómetanlegur ef um sjúkt bam
er að ræða. Þá ríður á að þjónustan
berist fljótt og sé sniðin að aðstæð-
um bams og foreldra. Eftirfarandi
atriði í starfsemi bamadeUdar
Landakots stuðla að því að foreldr-
ar og veik böm fá aðstoð sem hæf-
KjáUariim
Dóra S. Bjarnason
dósent við
Kennaraháskóla íslands
ir hveijum og einum:
Aðeins einn læknir hefur umsjón
með veiku bami. SUkt tryggir ör-
yggi bams og foreldris, sparar tíma
og greiðir fyrir samskiptum hlut-
aðeigandi. Vissulega krefst slík
þjónusta mikUlar viðvem lækna en
skhar sér margfalt, ekki síst ef barn
er óttaslegið, fársjúkt, fatlaö eða
hvítvoðungur.
DeUdinni hefur haldist vel á
starfsUði. Böm og foreldrar, sem
koma oft á deUdina, hitta sömu
hjúkmnarfræðingana og sömu
gangastúlkumar hvað eftir annað.
Þetta tryggir samhengi þjónustu
og ómetanleg persónuleg tengsl.
StarfsfóUdð á bamadeUdinni er
samhæfður hópur sem vinnur af
kunnáttu, öryggi og oftast með bros
á vör.
Börn á sjúkrahúsi þurfa að geta
leikið sér. Starfsfólk bamadeUdar-
innar er sér vel meðvitað um þetta.
Á undanfomum áram hefur þama
oftast verið sérlega vel búið að
þörfum ungra sjúkUnga fyrir leik
og skapandi starf. Fóstrur, þroska-
þjálfar og kennarar hafa verið
þama meðal starfsfólks. Listþerap-
isti hefur starfað þama viö og við
undanfarin ár. Aðstaðan tekur mið
af bömum en ekki eingöngu sjúk-
dómum þeirra.
Aðbúnaður fyrir foreldra er til
fyrirmyndar. Fyrst þegar við
kynntumst Landakoti var aðbún-
aður UtUl fyrir foreldra, ekki síst
um nætur. Þetta hefur breyst. For-
eldraherbergi, dýnur, teppi og
kafflbolU eru tU reiðu ef foreldrar
óska. Þeir foreldrar, sem ekki geta
verið með börnum sínum, geta með
góðri samvisku skiUð þau eftir,
þótt næturvaktin sé stundum held-
ur fáUðuð.
Tryggiðöryggi
AUir sem hafa komið með börn
sín veik á sjúkrahús vita hversu
óttaslegnir og vanmáttugir foreldr-
ar geta verið við þær aðstæður.
Foreldrar fatlaöra bama vita einn-
ig að það heyrir til undantekninga
að þjónusta ætluð almenningi taki
við fótluðum bömum á sama hátt
og öðrum bömum. BarnadeUd
Landakots er ein örfárra stofnana
sem tekur fötluðu barni fyrst og
síðast sem barni og fotlun þess sem
sérkenni sem þarf aö taka tilUt til.
BarnadeUdin á Landakoti hefur á
að skipa einhverjum reyndustu
bamalæknum landsins. DeUdin
tryggir öryggi foreldra og barna og
rennir stoðum undir þá trú að við
lifum í siðuðu þjóðfélagi. Vafalaust
má hagræða en það er óskynsam-
legt að hrófla við undirstöðum
hennar.
Vonandi fer hér líkt og hjá góða
garðyrkjumanninum sem heggur
feyskin tré og reytir arfa en hlúir
að fógram og nytsömum gróðri.
Það tekur mörg ár, mikla þekkingu
og þrotlausa vinnu aö rækta svo
góða þjónustu, en hana má líka
uppræta nánast með einu penna-
striki. Verði sUkt slys má spyrja:
Geta aðrir spítalar og heUsugæslu-
stöðvar umsvifalaust tekið við á
fimmta þúsund veikum bömiun og
foreldrum þeirra auk þeirra sjúkl-
inga sem þar era fyrir?
Dóra S. Bjarnason
„Geta aðrir spítalar og heilsugæslu-
stöðvar umsvifalaust tekið við á
fimmta þúsund veikum börnum og for-
eldrum þeirra auk þeirra sjúklinga sem
þar eru fyrir?“