Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Page 3
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992. 3 PV______________________________________Fréttir Dómur Hæstaréttar í máli bíleigenda sem fólsuðu tjónstilkynningar: Hnekkti héraðsdómi - dæmdi sakbominga 1 skilorðsbundið fangelsi fyrir flársvik Hæstiréttur hefur dæmt tvo unga menn til 3ja mánaða skilorsðbund- innar fangelsisrefsingar hvorn fyrir tryggingasvik. Ungu mennirnir urðu uppvísir að því að fylla út rangar tjónstilkynningar vegna bíla þeirra og alhent þær tryggingafélögum sín- um til að fá bætur fyrir þá. Annar mannanna var dæmdur til að greiða Tryggingamiðstöðinni 364 þúsund krónur í skaðabætur. í október sýkn- aði Sakadómur Reykjavíkur piltana af fjársvikum en Ríkissaksóknari áfrýjaði þá til Hæstaréttar. Mennirnir, sem eru um tvítugt, voru á bílum sínum við kvartmílu- brautina við Hafnarfjörð að kvöldi 14. janúar 1991. Þeir sögðu báðir við dómsyflrheyrslur að tjónið hefði orð- ið þegar annar ökumaðurinn náði ekki aö stöðva bíl sinn í hálku. Bíll- inn heföi því runnið á hinn. Þriðji maðurinn var á vettvangi um kvöldið. í lögregluyflrheyrslu lýsti hann 4 ákeyrslum á annan bílinn - árekstrarnir hefðu því verið sviðsett- ir. Vitnið sagðist sjálft hafa ekið öðr- um bílnum tvisvar á hinn á 40-50 km hraða. Hann sagði eigendur bílanna báða hafa leikið sama leikinn eftir - í annað skiptið á svipuðum hraða en í hitt skiptið „var bensínið í botni". 3 dögum fyrir atvikið keypti mað- urinn, sem átti ákeyrslubíhnn, ka- skótryggingu og greiddi með inn- stæðulausum tékka. Eftir atburðinn skiluðu báðir eigendur bílanna tjóns- tilkynningum inn til tryggingafélaga sinna, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-Almennra. í tilkynningunum var sagt að tjónið hefði orðið á mót- um Réttarholtsvegar og Sogavegar. Tryggingamiðstöðin greiddi síðan út 415 þúsund krónur til þess sem átti bílinn sem ekið var á en Sjóvá- Almennar greiddu ekki hinum eig- andanum, handhafa kaskótrygging- arinnar, bætur. Eftir lögreglurann- sókn voru eigendur beggja bílanna ákærðir en vitnið ekki. Sakadómur sýknaði tvíinenning- ana m.a. á þeim forsendum að ósann- að hefði verið aö keyrt hr cöi verið á aðra bifreiðina margsinnis og að vafa bæri að skýra sökunautum í hag. Hæstiréttur taldi hins vegar upp- lýst að mennirnir hefðu skemmt bíla sína viljandi. Dómurinn taldi fram- burð mannanna um aðeins eina ákeyrslu vera tilbúning með hliðsjón af ljósmyndum og framburði mats- manna. Auk þess var við sakfellingu tekiö mið af reikuium framburði annars sakborningsins og því að hann hefði keypti kaskótryggingu þremur dögum fyrir ákeyrsluna. Báðir mennimir voru dæmdir fyrir tryggingasvik en handhafi kaskó- tryggingarinnar var eins og í saka- dómi auk þess dæmdur fyrir tékka- lagabrot með því að hafa greitt ið- gjaldið með innstæðulausri ávísun. Dóminn kváðu upp hæstaréttardóm- ararnir Hjörtur Torfason og Garöar Gíslason og Auður Þorbergsdóttir borgardómari. -ÓTT Raynor bílskúrshurðir FRABÆRT VERÐ AMERÍSKAR HÁGÆÐA STÁLHURÐIR, FALLEG ÁFERÐ, EINANGRAÐAR, 5 CM ÞYKKAR. BÍLSKÚRSOPNARAR. VERKVER Skúlagötu 62a S. 621244/fax 629560 Opió 16.00-18.00 HÉR ERU ÞÆR ALLAR MEÐ TÖLU Tilviljun ræður öllu um hvaða tölur koma upp í lottóútdrætti hverju sinni. Fólk hefur misjafna trú á einstökum tölum og eru margvíslegar aðferðir notaðar við val talna. Það er gaman að skoða hve oft hver lottótala hefur komið upp og hver veit nema einhver talnaspekingurinn geti fundið hinar einu sönnu lukkutölur. Vertu með - draumurinn gæti orðið að veruleika! □ LOTTÓTÖLUR □ BÓNUSTALA UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.