Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992.
LífsstQl
DV kannar verd í matvöruverslunum:
íslenskar gúrkur á markað
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð í eftirtöldum verslunum:
Bónusi í Kópavogi, Fjarðarkaupi í
Hafnarfirði, Hagkaupi við Laugaveg
og Miklagarði við Sund. Kjötstöðin í
Glæsibæ er hætt starfsemi og við
tekur verslun 10-11 á vegum Bónuss
og verður hún því ekki tekin með í
könnun DV.
Bónusbúðimar selja sitt grænmeti
í stykkjatali á meðan hinar saman-
burðarverslanirnar selja eftir vigt.
Til þess að fá samanburð þar á milli
er grænmeti í Bónusi vigtað og um-
reiknað eftir meðalþyngd yfir í kíló-
verð.
Að þessu sinni var kannað verð á
tómötum, gúrkum, bláum vínberj-
um, grænni papriku, rauðum eplum,
appelsínum, 2 kg af Pillsbury’s
hveiti, 1 kg af nautahakki, Þvol upp-
þvottalegi, 11 af Trópí appelsínusafa
og 907 g af Hunt’s tómatsósu.
Tómatar kosta 138 í Bónusi, þar
sem þeir vom ódýrastir, 219 í Mikla-
garði og Hagkaupi og 225 í Fjarðar-
kaupi. Munur á hæsta og lægsta
verði er 63 af hundraði. Gúrkur voru
einnig ódýrastar í Bónusi þar sem
kílóverðið var 186. Þær vom á 224 í
Hagkaupi, 225 í Fjarðarkaupi og 387
í Miklagarði en það var eini staður-
inn sem hafði íslenskar gúrkur til
sölu. Munur er eðlilega nokkuð mik-
ill, 108%, vegna þess að íslenska
framleiðslan er dýrari.
Blá vínber fengust að þessu sinni
ekki í Bónusi en voru á 260 í Fjarðar-
kaupi, 264 í Hagkaupi og 278 í Mikla-
garði. Þar munar aöeins 7 af hundr-
aði á hæsta og lægsta verði. Græn
paprika reyndist vera á lægsta verð-
íslenskar gúrkur eru nú að koma í verslanir en eina verslunin sem seldi þær að þessu sinni var Mikligarður.
inu í Miklagarði að þessu sinni, 239
krónur kílóið. Næst kom Fjarðar-
kaup með 249, Bónus 253 og Hagkaup
318 krónur. Munur á hæsta og lægsta
verði er 33 af hundraði.
Hvítt greip kostar 59 krónur kílóið
í Bónusi, 73 í Fjarðarkaupi, 79 í
Miklagarði og 89 í Hagkaupi. Munur
á hæsta og lægsta verði mæhst vera
51%. Rauð epli eru ódýrust í Bónusi
og Miklagarði þar sem kílóverðið var
99 krónur. Næst kom Fjarðarkaup
með 115 og Hagkaup með 145. Munur
á hæsta og lægsta verði er 46 af
hundraði.
Appelsínur eru á svipuðu kílóverði
í öhum verslunum að þessu sinni. í
Bónusi er veröið 63, í Miklagaröi 68,
í Fjarðarkaupi 69 og 79 í Hagkaupi.
Munur á hæsta og lægsta verði er
25 af hundraði. Pihsbury’s hveiti
fæst ekki í Bónusi en svo undarlega
vildi til að sama verð var á tveggja
kílóa pokanum í Fiarðarkaupi, Hag-
kaupi og Miklagaröi, 145 krónur.
Það munar heilum 38% á hæsta og
lægsta verði á nautahakki. Það var
á 537 krónur í Bónusi, 639 í Hag-
kaupi, 724 í Fiarðarkaupi og 739
krónur í Miklagarði. Uppþvottalög-
urinn Þvol fæst ekki í Bónusi en
kostar 95 í Hagkaupi, 99 í Fíarðar-
kaupi og 109 krónur í Miklagarði. Þar
mælist munur á hæsta og lægsta
verði vera 15 af hundraði.
Ávaxtasafinn Trópí kostar 127 í
Bónusir134 í Fiarðarkaupi, 137 í Hag-
kaupi og 175 í Miklagarði. Þar er
munur á hæsta og lægsta verði ansi
mikill eða 38%. Hunt’s tómatsósa er
á 117 krónur í Bónusi, 119 í Fjarðar-
kaupi og 129 í Hagkaupi en fæst ekki
í Miklagarði í þessari stærð. Munur
á hæsta og lægsta verði er 10%.
-ÍS
Hæsta og lægsta verð
Nautahakk
900
Verð á grænmeti og
ávöxtum á niðurleið
Hæst Lægst
Hveiti
170
Trópí
190
Hæst Lægst
Tómatsósa
Svo virðist sem verðlag á græn-
meti og ávöxtum sé almennt á niður-
leið ef hnuritin fyrir þessa könnun
eru tekin til viðmiðunar. Meðalverð
tómata var á hraöri niðurleið í byrj-
un þessa árs en hefur nú aðeins
hækkað aftur. Það stendur nú í 200
krónum. Meðalverð grænnar papr-
iku var á uppleið í lok síðasta árs en
er nú farið að skríða niður á við.
Meðalverð er nú 265 krónur.
Meðalverð á gúrkum er á hraðri
niðurleið en búast má við að það fari
upp á við þegar íslenskar gúrkur
koma á markaðinn. Þær hafa jafnan
verið dýrari en þær innfluttu, enda
kosta þær 387 krónur kílóið á eina
staðnum þar sem þær eru fáanlegar.
Meðalverð á hvítu greipi hefur
lækkað um hehar 35 krónur á tveim-
ur síðastliðnum mánuðum. Það var
110 krónur í byrjun janúar en er nú
75 krónur. Meðalverð á rauðum epl-
um sveiflast upp og niður. Það var
meira en 140 krónur í desember, fór
niöur í rúmar 120 í lok mánaðarins,
upp í tæpar 140 í febrúar og niður í
115 krónur nú. Blá vínber voru á
rúmlega 200 króna kílóverði í des-
ember og janúar, hækkaði um 100
krónur í febrúar en hefur nú tekið
stefnuna niður á við á ný og er nú
267 krónur. -ÍS
Appelsínur
Þvol
Hæst Lægst
Sértilboð og afsláttur:
Það kennir margra grasa í sértil-
boðum Bónuss. Meðal þeirra má
telja Guh-kaSI, 'A kg, sem selt er á
159 kr„ Maarud sticks, sem er nýtt
á markaðnum, en 150 gramma poki
kostar 141, Loreal Studio Line
hársprey, 2 brúsar saman, sem
kosta 349, og Alpia súkkulaöirúsín-
ur sera kosta 99 krónur 200 gramma
poki
í Fiarðarkaupi er hreinlætisvara
seld á 15% afsláttarveröi, kústar,
mottur, þveglar og fleiri tæki. Burt-
ons kex er á' sértilboði, fjórar
bragðtegundir; kókoshnetu-, súkk-
uiaði-, ávaxta- og hnetubragð, eru
á 89 krónur, 200 gramma pakki.
Einnig Jago kaffi, 'A kg, á 185 og
Green Giant aspas, 297 g, á 92 og
heill aspas, 425 g, á 223 krónur.
í Hagkaupi byrja í dag tilboð á
fjölmörgum vörum sera standa
munu fram í næstu viku. Þar ber
fyrst aö telja Humal fiskborgara, 4
í poka, á 125, Hunts niöursoðna
tómata í dós, 425 g, á 29 krónur,
Kogens bruður, 400 g, á 129 og 11
Sana appelsínudjús, sykurskertan,
sem seldur er á 139 krónur.
í Miklagarði við Sund eru Bambo
maxi bleyjur, 45 stk., á afsláttar-
verðinu 499 krónur pakkirn, Hy
Top maískorn, 482 gramma dós
kostar einungis 69 krónur, Nopa
þvottaefni, 75 dl, er á 189 og kókó-
mjólkin vinsæla er á tilboði, 18 x !4
1 á 689 krónur.
-IS