Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1992, Side 11
FIMMTUDAGUR 12. MARS 1992.
11
Utlönd
Skautadrottningin Katarina Witt hefur fengið morðhótanir og klámmyndir í pósti frá manni sem telur hana konuna
sína. Witt segist óttast um líf sitt vegna hótananna og að myndirnar hafi vakið hrylling í brjósti hennar.
Símamynd Reuter
Skautadrottningln Katarina Witt 1 lífshættu:
Fær klámmyndir
og morðhótanir
- hrellirinn dreginn fyrir dóm og vill aö Witt lýsi sendingunum
„Eg vil að Witt lesi upp bréfin og
lýsi því sem sést á myndunum. Álit
hennar er það eina sem skiptir máli
í augum guðs,“ segir Harry Veltman
landbúnaðarverkamaður, sem dreg-
inn hefur verið fyrir dóm vegna þess
að hann sendi þýsku skautadrottn-
ingunni Katarinu Witt klámmyndir
af sjálfum sér og lét morðhótanir
fylgja með.
Veltman ver sjálfan sig fyrir réttin-
um og er talið að hann fari flatt á
því. Witt hefur búið í Kaliforníu frá
því að hún gerðist atvinnumann-
eskja í skautadansi. Hún sagði fyrir
réttinum að hún óttaðist um líf sitt
og að myndirnar hefðu vakið með
henni hrylling.
Dómarinn í máhnu vísaði frá kröfu
Veltman um upplestur á bréfunum
og lýsingu á myndunum. Witt sagði
þó að í bréfunum kæmi fram að Velt-
man liti á hana sem konuna sína og
að morðhótanirnar stöfuðu af þvi að
hann óttaðist að hún væri sér ótrú.
Lögreglan í Santa Ana í Kaliforníu,
þar sem Witt og Veltman búa, segir
að hún hafi afhent 100 bréf og 10
klámmyndir af Veltman í nöktum í
rúminu. Witt var ólympíumeistari í
listhlaupi á skautum árin 1984 og
1988.
Reuter
liil»clihc/
SKEMMTILEG LEIKFÖNG
OG LEIKTÆKI
til sýnis í verslun okkar
í Kringlunni, 2. hæð,
dagana 5. - 14. mars
Komið og leyffið krökkunum að skoða
HAGKAUP
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum
þriðjudaginn 17. mars 1992 á neðangreindum tíma:
Búðavegur 6, Fáskrúðsfirði, þingl. eig. Reynir Jónsson, kl. 16.00. Uppboðs-
beiðandi er Grétar Haraldsson hrl.
Skál, ytri partur, Reyðarfirði, þingl. eig. Sigurður Guttormsson, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofnun ríkisins.
BÆJARFÓGETINN Á ESKIFIRÐI
SVSLUMAÐURINN í SUÐUR-MÚLASÝSLU
BORGARAFUNDUR U
BARNAVERNDARMÁ
SAMTÖKIN FJÖLSKYLDUVERND
efiia til almenns borgarafundar um bamavemdarmál í
Safnaðarheimili Langholtskirkju laugardaginn 14. mars
nk. kl. 14.
Allir sem áhuga hafa á velferð barna hjartanlega vel-
komnir.
Stjórnin
STJORNARKJÖR
Vörubílstjórafélagið Þróttur auglýsir hér með eftir
framboðslistum til kjörs stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs í félaginu.
Framboðslistar skulu berast á skrifstofu félagsins í
síðasta lagi kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 25. mars
1992 Kjörstjórn
SKOMARKAÐUR
í BREIDDINNI
Góðir skór
á góðu verði
ATH. NÝJAR SKÓSENDINGAR
Opið mánudaga - föstudaga kl. 12-18
Laugardaga kl. 10-14
Skemmuvegi 32-L, Kópavogi, sími 75777