Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992. 5 dv Fréttir Tveirenní gæslu vegna innbrota Tveir menn sítja enn í gæslu- varðhaldi vegna innbrota sem þeir eru grunaðir um aö hafa framið í hðfuðborginni að und- anfórnu. Þriðji aðilinn hefur þeg- ar verið látinn laus og fór hann í vímuefnameðferð. Mennimir eru grunaðir um aðild að innbrotum í fjölda fyrir- tækja i Iðnaðarmannaltúsinu við Hallveigarstíg. Þeir eru auk þess taidir hafa brotist inn í Bergiðj- una og haft á brott með sér pen- ingaskáp, auk þess sem þeir eru grunaðir um fleiri innbrot. Gert er ráð fyrir að mennirnir losni út á morgun. Annar þeirra sem enn situr inni mun strax fara í afþlánun vegna eins árs fangels- isdóms sem hann á eftir að taka útvegnaýmissaafbrota. -ÓTT Músíktilraunir: hljómsveitir í kvöld hefjast Músíktilraunir Tónabæjar og rásar 2 í Tónabæ. Þetta er í 10. skipti sem þær eru haldnar og að þessu sinni taka 24 hljómsveitir þátt. Fyrstu átta hljómsveitirnar koma fram í kvöld, næstu átta þann 2. apríl og síðustu átta þann 9. apríl. Tvær til þrjár hljómsveit- ir komast áfram í hvert sinn og keppa síðan til úrshta að kvöldi 10. apríl. Sú hljómsveit sem end- anlega vinnur fær í verðlaun 30 tíma í Stúdíó Sýrlandi. Flestar þessara hljómsveita leika svokallað dauöarokk enslík tónhst á miklu fylgi að fagna á meöal bílskúrshljómsveita um þessar mundir. Gestahljómsveit kvöldsins er hljómsveitin Ham en næstu tvö undanúrslitakvöld leika Sálin hans Jóns mins og Todmobile fyrir gesti. Dagskráin byrjar klukkan átta öll kvöldin. Að- gangseyrir er 400 krónur og er öllum heimill aðgangur. dómarar Forseti Islands hefur skipað þijá héraðsdómara í samræmi við ný lög um aðskilnað umboðs- valds og dómsvalds í héraðí frá og með 1. júli 1992. Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari á Vestpörðum með aðsetur á ísaflrði, Ólafur Ólafs- son var skipaður héraðsdómari við héraðsdóm Norðurlands eystra raeð aðsetur á Akureyri og Ólafur Börkur Þorvaldsson var skipaður héraðsdómari við héraðsdóm Austurlands meö aö- setur á Egilsstöðum. Þremenn- ingarnir gegna ahir nú þegar hér- aðsdómarastöríum við framan- greindembætti. -ÓTT Leiðrétting: Fæst hnífatil- felli i fyrra í frétt DV í gær, þar sem rætt var við Ómar Smára Ármanns- son, forvarnarfulltrúa lögregl- ■ unnar í Reykjavík, kom fram mishermi sem stafaði af mis- skilningi. Sagt var að á síðustu þremur árum hefði hnifum verið beitt í 5-12 skipti í höfuðborginni á hverju ári - flest hefðu tilfellin orðið á árinu 1991, eða 12. Hiö rétta er að tilfellín voru fæst í fyrra, eða 5, en flest árlð 1989 en þá voru þau 12. Þannig heföi nei- kvtfiðri þróun verið snúið við eins og fréttin reyndar fjaílaði um. Beðist er velviröingar á þessu mishermi. N0TAÐIR BÍLAR - BÍLAÞING - N0TAÐIR BÍLAR - BÍLAÞING - N0TAÐIR BÍLAR N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BILAR - BILAÞING - N0TAÐIR BlLAR VIÐ BJOÐUM TRAUST OG ORUGG VIÐSKIPTI GREIÐSLUSKILMÁLAR AÐ ÓSKUM KAUPENDA HEKLUHUSINU LAUGAVEGI 174 SÍMAR 695660 OG 695500 MMC LANCER GLX 1500 - árg. 1989, sjálfskiptur, 4 dyra, bleikur, ekinn 60 þ.km., verð.kr. 650.000. stgr. T0Y0TA G0R0LLA T0URING 1600 4x4 - árg. 1990, 5 gíra,5 dyra, rauður, ekinn 33 þ.km., verð kr. 950.000.stgr. MMC PAJER0 langur 2600 bensín - árg.1984,beinsk. 5 dyra, grábrúnn, ekinn 127 þ.km., verð kr. 700.000.stgr. VW TRANSP0RTER 8 manna díesel - árgerð 1988, 4 gíra 4 dyra, hvítur, ekinn 80 þ.km., verð kr. 700.000. stgr. MNFMN N0TAÐIR BÍLAR Á RAUNHÆFU MARKAÐSVERÐI VW G0LF MEMPHIS 1600 - árg. 1989, 5 dyra, stein- grár, ekinn 22 þ.km., verð kr. 650.000 stgr. V0LV0 740 GL 2300 - árg. 1987, sjálfskiptur, 4 dyra, blásans., ekinn 95 þ.km., verð kr. 850.000 stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.