Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Page 11
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992.
11
Utlönd
Sátu 17 ár í fangelsi fyrir morð sem þeir frömdu ekki:
Þið eruð frjálsir
Tveim mönnum, sem máttu dúsa í
meira en sautján ár í fangelsi fyrir
morð sem þeir frömdu ekki, var veitt
frelsi í gær af dómara í Los Angeles
sem bað þá innilega afsökunar.
Florence-Marie Cooper dómari
lauk dómsuppkvaðningu sinni með
þessum orðum: „Powell og Chance,
þið eruð nú frjálsir menn.“
Clarence Chance, 42 ára, og Benny
Powell, 44 ára, voru dæmdir fyrir
morðið á lögregluþjóninum David
Andrews í miklu glæpahverfi í Los
Angeles árið 1973. í úrskurði sínum
sagði Cooper dómari að lögreglan í
Los Angeles hefði vísvitandi leynt
sönnunargögnum í málinu þegar það
kom fyrir rétt árið 1975.
Cooper bætti því við að málinu
hefði verið vísað frá hefði kviðdóm-
urinn haft vitneskju um þau.
„Ég bið ykkur innilega fyrirgefn-
ingar,“ sagði Cooper við mennina tvo
sem báðir eru blökkumenn. Hún fyr-
irskipaði þegar lögreglurannsókn á
framferði lögregluþjónanna sem
voru viðriðnir málið á sínum tíma
en þeir eru aUir hvítir.
Lögfræðingur Chances sagði að
lögreglan hefði þvingað vitni tU að
bendla Chance og Powell við máhð.
Saksóknarinn Peter Bozanich, sem
rannsakaði málið í tvö ár í frítíma
sínum, sagði: „Við teljum að réttur-
inn verði að úrskurða að sakborning-
amir hafl verið í haldi að ósekju."
Reuter
‘: - ..*■ ■•
ÍS*;;'
Clarence Chance og móðir hans, Lullean McBride, fagna úrskurði dómara
í Los Angeles sem veitti Chance og öðrum manni frelsi eftir 17 ára fangels-
isvist fyrir morð sem þeir frömdu ekki. Símamynd Reuter
Lifnar yfir kosningabaráttunni 1 Bretlandi:
Deilt um heilbrigðiskerfið
Heldur er farið að hitna í kolunum
í kosningabaráttunni í Bretlandi
vegna deUna um heUbrigðiskerfið og
getu þess tU að veita öUum lands-
mönnum ókeypis þjónustu fljótt og
vel frá vöggu til grafar.
Stjómarflokkur íhaldsmanna hef-
ur sakað Verkmannaflokkinn um að
beita áróðursbrögðum í anda nasista
með sjónvarpsauglýsingu um skóla-
stúlku sem beið í ellefu mánuði eftir
eyrnaaðgerð á ríkissjúkrahúsi. Önn-
ur stúlka komst fljótt í aðgerð vegna
þess að foreldrar hennar borguðu
fyrir hana á einkasjúkrahúsi.
„SUkir menn era ekki hæfir tU að
stjórna. Slíkir menn mega aldrei
stjórna," sagði John Major, forsætis-
ráðherra Bretlands, og sakaði Verka-
mannaflokkinn um að sverta heU-
brigðiskerfl landsins.
WUUam Waldegrave heilbrigðis-
ráðherra sagði að aðferðir Verka-
mannaflokksins hefðu verið við hæfi
í Þýskalandi á áranum fyrir stríð.
Verkamannaflokkurinn hefur sak-
að íhaldsflokkinn um að hafa haldið
sjúkrahúsum í fjársvelti á þrettán
ára valdaferli sínum. Hann hefur
heitið því að auka fjárveitingar til
heUbrigðismála um eitt hundrað
mUljarða króna.
Reuter
Verslunin Byggir hf. auglýsir tilboðsverð út
marsmánuö á neóangr.:
Úrvals parketi, austurlenskum gólfteppum,
flaggstöngum, mexi-hleðslusteinum, fullþurrk-
uóum harðviði, bóni, skóáburði o.fl.
Byggir hf., Bíldshöfða 16, sími 677190
Lausar eru til umsóknar
eftirtaldar rannsóknastöður við
Raunvísindastofnun Háskólans
sem veittar eru til 1-3 ára
a) Ein staða sérfræðings við Eðlisfræðistofu.
b) Tvær stöður sérfræðinga við Efnafræðistofu.
Æskilegt er að annar sérfræðingurinn geti starfað
á sviði kjarnarófsgreininga (NMR) á efnum, en
hinn á sviði efnagreiningartækni.
c) Tvær stöður sérfræðinga við Jarðfræðistofu. Öðr-
um sérfræðingnum er ætlað að starfa á sviði
gjóskulagafræði. Hinum sérfræðingnum er ætlað
að vinna að jarðefnafræðilegum rannsóknum á
köldu vatni, bæði úrkomu, yfirborðsvatni og
grunnvatni. Rannsóknirnar skulu einkum beinast
að því að skýrgreina hvaða þættir ráða efnainni-
haldi kalds vatns og hvernig þeir hafa áhrif á
gæði þess. Fastráðning í þessa stöðu kemur til
greina.
Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. sept-
ember nk. Laun eru samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meist-
araprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað
minnst eitt ár við rannsóknir.
Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en
kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomu-
lagi milli deildarráðs raunvísindadeildar og stjórnar
Raunvísindastofnunar Háskólans, og skal þá m.a.
ákveðið hvort kennsla skuli teljast hluti af starfs-
skyldu viðkomandi starfsmanns.
Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkjum
um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegrar lýsing-
ar á fyrirhuguðum rannsóknum, skulu hafa borist
Raunvísindastofnun Háskólans, Dunhaga 3-107
Reykjavík, fyrir 1. maí 1992.
Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dóm-
bærum mönnum á vísindasviði umsækjanda um
menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar
skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Bílvals I bílar á betra verði
Mikið úr iral góðra jeppa og
Æ * II bíla á staðnum
Cherokee Laredo ’88, einn m/öllu,
gullfallegur bíll. V. 1.750.000 sfgr.
Dodge Aries stw. ’88. V. 610.000
stgr., rúmgóður fjölskyldubíll.
Toyota LandCruiser, stuttur/disil,
'86, ek. 160.000. V. 980.000 stgr.,
gott útlit.
Fiat Uno 60S ’87, ek. 79.000. V.
220.000 stgr., góður i bæjarsnatt.
Nissan Sunny SLX ’87. V. 350.000
stgr.
Dodge Aries LE ’88. V. 650.000
stgr., ek. aðeins 41.000, góður bill.
Isuzu Trooper stuttur '86. V. 790.000
stgr., góður bill.
Skoda Favorit 136 L ’90. V. 280.000
stgr., nýlegur bíll á hreint frábæru
verði.
Citroén BX 16 TRS ’87. V. 460.000
stgr., sjálfsk., vökvast., raf. í rúðum,
centrallæs.
0
JÖFUR HF
Opið 9-18 virka daga
10-14 laugardaga
Greiðslukjör við
allra hæfi, Visa rað-
greiðslur í 18 mán.
75% lánað í 24 mán.
Ath. fyrsta afborgun
í maí.
BIIM. HF
Skeljabrekku 4, 200 Kóp.
Sími 642610 og 42600