Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992. Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON ogHNGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Með hunda á hendinni Ríkisstjómin hefur þegar gengiö of langt til móts viö kröfur þrýstihópa vinnumarkaðarins og má ekki ganga lengra. Hún hefur í fáti boðið hefðbundinn félagsmála- pakka, sem nemur 600-800 milljónum króna í kostnaði og verður íjármagnaður með nýjum lánum í útlöndum. í stað þess að semja sín á milli hafa afætur afkomend- anna ginnt ríkisstjómina til að leggja byrðar af lífskjör- um þeirra á herðar komandi kynslóða, sem eiga að end- urgreiða lánin. Með orðunum afætur afkomendanna er hér átt við þrýstihópana beggja vegna borðsins. Þrýstihópar vinnumarkaðarins eru skipaðir þraut- reyndum pókerspilumm, sem hafa reynzt ofjarlar reynslulítilla ráðherra. Forsætisráðherra virðist trúa því, að upplausn blasi við, ef ríkið taki ekki svona mik- inn þátt í að koma á nýjum heildarsamningum um kjör. Aldrei hefur ríkisstjórn verið jafn grátt leikin af pók- erspilurum vinnumarkaðarins. Þeir neituðu að ræða sín í milli nema fyrst kæmi á borðið félagsmálapakki frá ríkisstjóminni. Venjulega hafa slíkir pakkar komið fram á lokastigi samninga til að leysa endahnútinn. Rökin fyrir afskiptum af kjarasamningum, sem felast í félagsmálapökkum ríkisstjóma, er, að þeir komi á vinnufriði með því að brúa lítið bil, sem eftir stendur að loknum árangursríkum samningaviðræðum, sem eru langleiðina en ekki alla leiðina komnir í höfn. Að þessu sinni er ekki verið að brúa neitt bil, því að ekki er einu sinni ennþá vitað, hvert bilið verður. Póker- spilarar þrýstihópanna hafa tekið félagsmálapakkanum eins og hverju öðm útspili. Þeir heimta miklu meira og em ekkert að flýta sér að gera pókerinn upp. Ríkisstjómin lét taka sig á taugum. Ekkert bendir til þess, að fólk vilji taka á sig herkostnað verkfalla til að koma kostnaði af lífskjörum sínum yfir á herðar afkom- endanna. Verkfallsógn út á léleg spil er ódýr blekking, sem ekki verður staðið við, þegar á reynir. Með taugaáfallinu er ríkisstjórnin að fóma árangri, sem hún hefur náð á ýmsum sviðum. Hún glatar tæki- færi til að draga úr hluta ríkisins í þjóðarbúinu, þrátt fyrir mikla fyrirhöfn, er einn ráðherrann lýsti svo, sem hann stæði blóðugur upp að öxlum í niðurskurði. Með taugaáfallinu er ríkisstjómin að fórna sigri sín- um á verðbólgunni. Með félagsmálapakkanum mun aukast þensla í þjóðfélaginu og kaup á innfluttum vör- um, svo og eftirpum lánsfiár og þar með vextir. Verð- bólgan mun aftur byrja að lyfta sér upp úr núllinu. Ahættuna tekur ríkisstjórnin af ótta við upplausn, sem engin hefði orðið, af því að fólk vill ekki fara í verk- fall. Taugaáfallið veldur því, að hún þorir ekki einu sinni að taka biðlaun af embættismönnum, sem halda áfram í starfi hjá einkavæddum ríkisfyrirtækjum. Ef ríkisstjómin hefði haldið sínu niðurskurðarstriki og sagt þvert nei, hefði það verið í samræmi við stefnu hennar. Margir heföu þá virt ríkisstjómina fyrir stefnu- festu, þótt aðrir hefðu heldur kosið félagsmádapakkana. Vinsældir nást ekki einungis með vinsældakapphlaupi. Taugaveiklun ríkisstjómarinnar lýsir sér í öðrum myndum. Til dæmis lét hún saltfiskeinokunina hræða sig til að stöðva leyfi til óháðra útflytjenda, með röngum upplýsingum um, að þeir væm að undirbjóða einokun- ina. Ríkisstjómin liggur flöt fyrir þrýstihópum. Vondur er félagsmálapakki ríkisstjómarinnar, en verra er, ef hún bætir við þann pakka til að þjónusta pókerspilara, sem hafa hunda eina á hendinni. Jónas Kristjánsson „Ólíklegt er að bændur innan EB-ríkjanna muni samþykkja að Finnar fái sérkjör í landbúnaðarmálum," seg ir Sigurrós m.a. í grein sinni. EFTA-ríkin haf a ekki enn gengið í EB Miðvikudaginn 18. mars sendu Finnar inn formlega aðildarum- sókn til Evrópubandalagsins. Finnar eru þriðja EFTA-ríkið sem sækir um aðild að EB en áður höfðu Austurríki (1989) og Svíar (1991) sótt um. Heyrst hefur að Norðmenn muni að öllum líkindum sækja um aðild næstkomandi haust og uppi eru raddir í Sviss um að rétt sé að huga að aðild. Ef svo fer að Norðmenn og Sviss- lendingar sæki um aðild eru ein- ungis tvö ríki í EFTA-samtökunum sem ekki hafa lýst áhuga sínum á að ganga í EB að svo stöddu en það er Island og Lichtenstein. Margir hafa velt því fyrir sér hvað verði um hinn fyrirhugaða samning EFTA-ríkjanna og EB um evrópska efnahagssvæðið ef og þegar fram- angreind ríki gerast aðilar að EB. Langur samningstími Þrátt fyrir að þijú af sjö EFTA- ríkjum hafi þegar sótt um aðild að EB og önnur tvö séu að hugleiða aðild taka þau fullan þátt í samn- ingnum um EES. Því þó þessi riki hafa sótt um aðild að EB eru þau ekki gengin inn í bandalagið. Nú þegar híða sex ríki eftir að aöildar- umsóknir þeirra verði teknar fyrir af yfirsfjóm Evrópubandalagsins. Þessi ríki eru Tyrkland, Malta, Kýpur, Austurríki, Svíþjóð og Finnar. Tyrkir sóttu um aðild að EB 1987 og bíða enn eftir að form- legar samningaviöræður rnn aðild- arumsókn þeirra hefjist. Óvíst er hvort eða hvenær þeir fá aðild því leiðtogar EB virðast hafa htinn áhuga á að fá þá inn í EB meðal annars vegna eftiahagsástandsins í Tyrklandi. Eftir að aðildammsókn nýrra ríkja hefur verið samþykkt af EB geta samningaviðræður tekið nokkur ár. Til að mynda tóku samningar milh Breta, Ira og Dana við EB fimm ár og átta ár við Spán og Portúgal. Nokkrir þjóðarleiðtog- ar aðildarríkja EB, eins og til að mynda Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hafa sagt að ef EFTA- ríkin sæki um aðild að EB þá muni samningaviðræður við þau ganga fljótt fyrir sig. Vissulega ættu samningaviðræð- umar, sem átt hafa sér stað milli EFTA-ríkjanna og EB, um EES að flýta fyrir samningaviðræðum um aðild þessara ríkja. Einnig er efna- hagsástand EFTA-ríkjanna mun betra en t.d. í Tyrklandi og reyndar margra annarra aðildarríkja EB svo þau mundu ekki verða neinn fiárhagslegur baggi á bandalaginu. Viðskipti milh EB og EFTA-ríkj- anna em einnig mjög mikil svo það er eftir nokkm að slægjast fyrir KjáUarinn Sigurrós Þorgrímsdóttir stjórnmálafræðingur EB að fá þessi ríki inn í bandalagið. Þó svo yfirlýsingaglaðir stjóm- málamenn hafi sagt að samningar við EFTA-ríkin muni ganga hratt fyrir sig, þá skal öllum vera það ljóst að þeir ráða ekki einir ferð- inni. Fyrst verður EB-ráðið að sam- þykkja samhljóða aðildarumsóknir og síðan þarf meirihluti Evrópu- þingsins að samþykkja umsóknina. Ef tekið er mið af því hvemig samningamir um EES hafa gengið fyrir sig undanfarin ár, þrátt fyrir góðan vilja leiðtoga EB, þá gætu samningar um aðildarumsóknir EFTA-ríkjanna einnig dregist á langinn. Fyrirvarar Finna Aðildarumsókn Finna fylgja ýmsir fyrirvarar um landbúnaðar- mál, byggðastefnu, sjálfstæði í vamarmálum og fleirl atriði. Þessi skilyrði munu án efa tefja og tor- velda samningaviðræður milh þeirra og EB og í raun er óvíst hvort samningsaðilar nái fram samningum sem báðir telja viðun- andi. Ólíklegt er að bændur innan EB-ríkjanna muni samþykkja að Finnar fái sérkjör í landbúnaðar- málum. Þeir munu aö öhum líkind- um þrýsta á ráðherra sína innan EB-ráðsins og þingmenn Evrópu- þingsins að hafa hagsmuni bænda- stéttarinnar í EB-ríkjunum að leið- arljósi í samningaviðræöunum áð- ur en þeir fara að hygla væntanleg- um aðildarríkjum. Það er þvi ekki fuUvíst að öU EFTA-ríkin nái samningum við EB þó svo þau hafi sótt um aðUd. Það er heldur ekki vist að þjóðirnar samþykki samningana þrátt fyrir að ríkisstjómir umsóknarríkjanna og forsvarsmenn EB séu ánægðir með niðurstöður samninganna. Norðmenn sóttu um og fengu tU dæmis aðUd að EB árið 1969 um leið og Bretar, Danir og írar en al- menningur í Noregi hafnaöi aðUd- inni í þjóðaratkvæðagréiðslu. Það má þvi tíl sanns vegar færa að það er annað að „máta og skoða flík- ina“ en að kaupa hana og ganga í henni. EES ennþá besti kosturinn Hinn fyrirhugaði EES-samningur er rammi utan um verslun og við- skipti milh aðUdarríkjanna þar sem sömu keppnissldlyrði og við- skiptareglur gilda. í raun getur ekkert komið í staðinn fyrir þenn- an samning þegar til skamms tíma er litið. Þó svo að framangreind EFTA-ríki gangi inn í Evrópu- bandalagið er næsta víst að samn- ingamir um aðUd munu taka nokk- ur ár. Því mun EES-samningurinn verðaóbreyttur næstu árin og ólík- legt er að hann muni tapa gUdi sínu þrátt fyrir að einhver ríki gangi úr EFTA inn í EB. í samningnum stendur að sér- hver samningsaðili geti sagt samn- ingnum upp með minnst tólf mán- aða fyrirvara og þá skulu hinir samningsaðUamir koma saman og meta þær breytingar sem nauðsyn- legt er að gera á samningnum. En í honum er ekki að finna nein ákvæði þess að ef einhver fjöldi ríkja gengur úr EFTA í EB verði samningurinn ógUdur. Þessi samningur er ekki aðeins okkur íslendingum mUdls virði heldur einnig öðrum EFTA-ríkjum sem munu standa utan EB. í raun verður ekki ljós fyrr en samninga- viðræður milh EB og þeirra EFTA- ríkja sem þegar hafa sótt um aðUd er lokið hve mörg EFTA ríki gerast aðUar að EB eða kjósa frekar að standa utan bandalagsins. Sigurrós Þorgrímsdóttir „í raun verður ekki ljóst fyrr en samn- ingaviðræður milli EB og þeirra EFTA-ríkja sem þegar hafa sótt um aðild er lokið hve mörg EFTA-ríki ger- ast aðilar að EB... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.