Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 26. MARS 1992. 15 Þjófstartað í EB-umræðunni Þórarinn V. Þórarinsson, (ramkvæmdastj. VSÍ. - Fyrsti áhrifamaðurinn hérlendis til að hvetja til EB-umsóknar? - „ ... jákvæð viðbrögð frá ein- um alþingismanni... “ - Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Öðru hvoru geysist hér fram á völlinn fólk sem lýsir áhuga á inn- göngu íslands í Evrópubandalagið, eða a.m.k. að það mál verði tekið á dagskrá. Hugmyndir þessar hafa enn ekki hlotið byr í forystu stjóm- málaflokka þótt Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi hvað eftir annað gælt við þær allar götur frá því um 1960. Forystumenn þessara flokka hafa hins vegar ekki fundið hljómgmnn með þjóðinni og áhrifamenn í samtökum sjávarút- vegsins hafa eindregið lagst gegn slíkum áformum. Síðustu tilburðir til að koma mál- inu á dagskrá birtust okkur fostu- daginn 13. mars sl., þegar fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, Þórarinn Þórarins- son, reyndi að vekja okkur til vit- undar um þau tækifæri sem að hans mati bíði við bæjardymar. Fjölmiðlar hentu boðskap Þórarins á lofti og taldi Stöð 2 að hann væri „fyrsti áhrifamaðurinn hérlendis til að hvetja til EB-umsóknar.“ - Það er að vísu hæpin sagnfræði. Lítt sannfærandi rökstuðningur Ein helsta skýring Þórarins á því að hann leggur nú til að íslending- ar sæki um aðild er sú að íslending- ar geti trauðla staðið einir undir EES eftir að önnur EFTA-ríki hafl hlaupist undan því merki og því beri okkur að stilla okkur með þeim upp í biðröðina um EB-aðild. Þórarinn segist ekki með tillögu sinni vera að segja „hér og nú að við eigum a$ ganga í Evrópubanda- lagið. En ég.fullyrði hins vegar að á þessu ári gefst okkur besta tæki- færi sem líklegt er að við fáum KjáUarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður nokkru sinni til þess að kanna í alvöra hvaða skilmálar okkur myndu standa til boða við inn- göngu í Evrópubandalagið. Þaö er ekki sama að máta flíkina og kaupa hana.“ Þessi rökstuðningur er ekki sannfærandi. Þannig reynir Þórar- inn ekki að skýra það hvaða sér- stöku kostir fylgi því að leggja inn umsókn samhhða hinum Norður- landaþjóðunum og hvaða áhætta sé tekin með því að bíða og sjá til hvernig þeim reiðir af. Vangaveltur hans um fullveldi og sjálfstæði era líka þokukenndar og langt frá því að vera eins frumlegar og „þjóð- minjasafnsræða" Gylfa Gíslasonar um sama efni fyrir nær 30 árum. Fleiri vilja máta flíkina Undirtektir við hugmyndir Þór- arins hafa verið heldur dræmar enda vilja forystumenn ríkisstjóm- arflokkanna doka við og freista þess að fá samþykktan samninginn um evrópskt efnahagssvæði áður en lengra er haldið. Þó fékk hann skjót og jákvæð viðbrögð frá einum alþingismanni, Ingibjörgu Gísla- dóttur, fulltrúa Kvennahstans í ut- anríkismálanefnd. Ingibjörg hefur í vetur þrásinnis komið þeirri skoð- un sinni á framfæri, m.a. í umræð- um á Alþingi, að aðhd að Evrópu- bandalaginu sé aö hennar dómi skárri kostur fyrir ísland en EES- samningur. Afstöðu sína nú skýrði Ingibjörg m.a. með þessum orðum í viðtali við Ríkisútvarpið 13. mars sl.: „Ég held að við gætum^mjög auöveld- lega staðið í þeim .jporum a3 viö ættum ekki annarra kosta völ en að sækja um aðhd og þess vegna vh ég fá þessa umræðu upp núna. Ég tel það mjög mikilvægt þannig að það liggi alveg ljóst fyrir og fólk taki afstöðu th þessara mála með opin augu.“ Ekki er að undra að það þyki fréttnæmt þegar þingmaður úr röð- um Kvennalistans lýsir afstöðu sinni th aðhdar íslands að Evrópu- bandalaginu með þessum hætti og er þess sérstaklega hvetjandi að umræða um aðild sé tekin á dag- skrá. Fram undir þetta hafa tals- menn Kvennahstans kynnt þá af- stöðu samtaka sinna að aðild að Evrópubandalaginu eigi að þeirra mati ekki að koma th greina. Það ber vissulega að harma ef önnur viðhorf í þessu afdrifaríka máh sækja á þar sem annars staðar. Margir hafa áður þjófstartað ' Þeir eru hins vegar orðnir all- margir sem hafa þjófstartað í EB- umræðunni á undan þeim Þórami og Ingibjörgu. Á seinni árum hefur áhugi á aðild helst gert vart við sig í röðum iðnrekenda. Fyrrverandi formaður Félags íslenskra iðnrek- enda, Víglundur Þorsteinsson, hvatti t.d. til að leitað yrði aðhdar þegar árið 1987. Fyrstur alþingismanna th að hvetja opinberlega th aðhdar að EB var Karl Guðnason, þingmaður Reyknesinga, í umræðu um utan- ríkismál 30. mars 1990. Fleiri al- þingismenn lýstu haustið 1990 svip- uðum áhuga, þau Ragnhildur Helgadóttir og Hreggviður Jóns- son, sem bæði hafa nú horfið af þingi. Haustið 1990 taldi Þorsteinn Páls- son, þáverandi formaður Sjálfstæð- isflokksins, „að óhjákvæmilegt sé að setja á dagskrá íslenskrar þjóð- málaumræðu hvort við eigum að sækja um aðild aö Evrópubanda- laginu.“ (Morgunblaðið, 6. október 1990). Ekki má heldur gleyma Alda- mótanefnd Sjálfstæðisflokksins undir forystu Davíðs Oddssonar, sem sagði í nefndaráhti til lands- fundar flokksins í október 1989: „Hugsanlega verður þó skynsam- legast að óska beinlínis eftir við- ræðum um inngöngu íslands í Evr- ópubandalagið, þótt menn séu um leið reiðubúnir að láta inngönguna ráðast af því, hvort þau skhyrði, sem henni kunna að fylgja, þyki aðgengheg eða ekki.“ Það eru því augljóslega margir „áhrifamenn", sem á undan Þór- arni litu EB-flíkina hýru auga. Sem betur fer höfum við enn ekki geng- ið svo langt að fara að máta hana. Við skulum vona að við það sitji meðan land byggist. Hjörleifur Guttormsson „Það eru því augljóslega margir „áhrifamenn“ sem á undan Þórarni litu EB-flíkina hýru auga. Sem betur fer höfum við enn ekki gengið svo langt að fara að máta hana.“ EB og íslenskur sjáv- arútvegur ....enn opinber stefna EB að krefjast fiskveiðiheimilda fyrir friverslun í samningum við aðrar þjóðir," segir m.a. í greininni. í síðustu viku má segja að um- ræðan um stöðu íslands í Evrópu hafi farið í nokkuð nýjan farveg þegar Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, lýsti þeirri skoðun sinni að ísland ætti að sækja um aðhd að EB strax á þessu ári með hinum Norðurlöndunum th þess að komast að raun um hvaða kostum við myndum mæta við aðhdarumsókn. Þótt Þórarinn hafi þarna einimgis lýst persónu- legri skoðun sinni má ætla að þessi skoðun njóti einhvers fylgis innan raöa atvinnurekenda. Er málið á dagskrá? Miðstjóm ASI lýsti einróma þeirri skoðun sinni fyrir teimur árum að hún teldi aðild íslands að EB alls ekki vera á dagskrá. Ég tel fuhvíst aö ekki sé að vænta neinnar áherslubreytingar úr þeirri átt á næstunni hvað þessa spumingu varðar. Það er ennþá ljóst að mörg veigamikh atriði hljóta að standa í vegi fyrir því að Islendingar geti orðið aðhar að EB. Þar er einn meginþátturinn fiskveiðistefna EB og mismunandi staða sjávarútvegs hér og í EB. Fiskveiðistefna EB Þótt margir telji sig sjá vísbend- ingar um annað þá er það enn opin- ber stefna EB að krefjast fiskveiði- heimhda fyrir fríverslun í samning- um við aðrar'þjóðir. Væntanlega myndi okkur ekki standa annað th boða en að verða aðilar að sameigin- Kjallariim. Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ legri fiskveiðistefnu EB ef við gengj- um í bandalagið. Vissulega er fisk- veiðistefna EB í endurskoðun en þaö er ekkert sem segir okkur að mikhla breytinga sé að vænta á henni. Mikhvægar fiskveiðiþjóðir innan EB, Spánn og Portúgal, voru ekki aðhar að EB þegar núverandi stefiia var ákveðin. Óhklegt er að þau áhrif sem þessi ríki myndu hafa á nýja fiskveiði- stefnu yrðu íslendingum hagstæð. Það er ekki líklegt að horfið verði frá því að veiðar verði sameiginleg- ar og undir sameiginlegri stjórn inn að 12 mílna lögsögu. Ætla má að Spánverjar og Portúgahr muni knýja á um að möguleikar th fisk- veiða innan lögsögu annarra EB- ríkja verði auknir. Náist ekki samkomulag um nýja fiskveiðistefnu mun núverandi stefna ghda fram yfir næstu alda- mót. Það hggur í augum uppi að íslendingár gætu aldrei gengið inn 1 shka samvinnu. Viss rök hníga þannig að því að bíða með aðhdar- umsókn, ef áhugi væri á slíku, uns búið væri að útfæra nýja fiskveiði- stefnu innan EB. Ef við sæktum um aðild nú værum við í aðhdar- samningum á sama tíma og fisk- veiðistefnan ýrði ákveðin og hefð- um hth áhrif þar á. Ríkisstyrktur sjávar- útvegur EB Önnur meginrök sem hníga gegn því að við getum gengið í EB er sú staða sem fiskveiðar og fiskvinnsla hefur innan bandalagsins. Þar hafa þessar greinar sömu stöðu og land- búnaður og eru meira og minna ríkisstyrktar. Innan greinarinnar tiðkast þannig ekki þeir fijálsu við- skiptahættir sem íslenskur sjávar- útvegur býr við. Eins og er býr ís- lenskur sjávarútvegur við mjög ójöfn samkeppnisskhyrði gagnvart bæði norskum sjávarútvegi og sjávarútvegi innan EB. Fyrir u.þ.b. þremur árum var ákveðið að koma á fríverslun með fisk innan EFTA, sem m.a. felur í sér að afnema skal ríkisstyrki th greinarinnar. Ekkert bendir til þess að Norð- menn hafi dregið úr ríkisstyrkjum að neinu leyti. Vandséð er hvaöa skhyrði myndu bíða íslensks sjáv- arútvegs innan EB miðað við nú- verandi styrki sem greinin býr við innan EB. Þar er um úthjaragrein aö ræða sem nýtur alls kyns styrkja m.a. í því augnamiði að við- halda byggð og atvinnu á jaðar- svæðum. Einbeitum okkur að EES Auðvitað kemur að því að við verðum að ákveða hvort við vhjum vera utan EB eða innan. Ég tel hins vegar of snemmt að svara þeirri spumingu. Það verður að ræöa máhð fyrst til hlítar hér á landi. Við höfum nýlokið samningi um Evrópska efnahagssvæðið og það er langt frá því að vera eining um þann samning hér á landi. Ég tel að það sé nauðsynlegt að afgreiða það mál áður en farið verður að ræða mögulega aðhd að EB. Ég er á þeirri skoðun að EES- samningurinn sé mjög ákjósanleg lausn fyrir íslendinga. Honum fylgja mikhr kostir sem aðahega felast í betri markaðsaðhd fyrir sjávarafurðir okkar. EES-samn- ingnum fylgja einnig hættur sem við þurfum að einbeita okkur að að gera sem minnstar. Th þess þarf fyrst og fremst innlenda lagasetn- ingu ásamt öflugri kynningu og umræðu um máhð. Fyrst eftir að búið er að ná víötæku samkomu- lagi um Evrópska efnahagssvæðið tel ég tímabært að fara að huga að því hvort aðhd að EB er vænlegur kostur fyrir okkur. Ari Skúlason „Náist ekki samkomulag um nýja fisk- veiðistefnu mun núverandi stefna gilda fram yfir næstu aldamót.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.