Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1992, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 27. MARS 1992. Viðskipti ÍSNÓ berst um á hæl og hnakka fyrir líf i sínu - fyrirtækið reynir að koma skuldum niður með nauðasamningum Fiskeldisfyrirtækiö ÍSNÓ berst um á hæl og hnakka fyrir lífi sínu. Fyrir- tækið skuldar á milli 600 og 700 millj- ónir króna og eru skuldir um 300 milljónum króna meiri en eignir. Fyrirtækið hefur ekki greitt fáum starfsmönnum sínum laun frá því í byrjun febrúar. Harður lífróður ÍSNÓ byggist á að lánardrottnar feUi niður um 400 tU 450 mUljónir króna og að öðrum skuldum verði breytt í langtímalán. Eyjólfur Konráð er þrátt fyrir allt bjartsýnn Stjómarformaður ÍSNÓ, eldhug- inn og alþingismaðurinn Eyjólfur Konráð Jónsson, sagði við DV í gær að vissulega væri greiðslustaða ÍSNÓ erfið en hann sagði að fyrirtækið ætti framtíð fyrir sér og sagði að eignir væru vanmetnar. - Erfyrirtækiðaðverðagjaldþrota? „Nei.“ - Hvernig getur þú sagt það miðað við skuldastöðuna? „Það á meiri eignir ef rétt er metið. Það hefur góða aðstöðu, sterka laxa- stofna og eignir sem búið er að af- skrifa. Miðað við okkar útreikninga er ÍSNÓ ekki gjaldþrota en það á í greiðsluerfiðleikum. Þetta ár verður erfitt fyrir ÍSNÓ en á næsta ári verð- ur það farið að græða.“ Skuldar Landsbankanum um 300 milljónir króna Skuldir ÍSNÓ eru mestar við Landsbanka íslands, eða um 300 milljónir, samkvæmt heimildum DV. Skuldirnar við Framkvæmdasjóð ís- lands eru um 100 milljónir. Aðrar skuldir em við ýmsa viðskiptamenn og erlendra lánardrottna. Skuldin við Landsbankann er tryggð af hálfu bankans með veði í fiskinum sjálfum sem er aðaleign ÍSNÓ. Bankinn hefur veitt fyrirtæk- inu afurðalán. Heimildir DV segja að bankinn hafi sýnt fyrirtækinu mikið langlundargeð. Hins vegar segist Eyjólfur Konráð vera þess fullviss að bankinn tapi ekki krónu á lánun- um vegna veðs hans í fiskinum. Ábyrgðardeild fiskeldis, sem er ríkisábyrgðarsjóður í fiskeldi og veit- ir ábyrgðir vegna afurðalána fisk- eldisfyrirtækja í bönkum, fékk fyrr á þessu ári beiðni frá ÍSNÓ um ábyrgð vegna afurðalána. Ábyrgðardeildin sagði nei, nema... Ábyrgðardeildin fór yfir fjárhags- stöðu fyrirtækisins og komst að þeirri niðurstöðu að skuldir þess væra langt yfir því sem Ábyrgðar- deildin gæti sætt sig við. Engu að síður var samþykkt að veita ríkis- ábyrgð ef ÍSNÓ gæti lækkað skuldir sínar um hundrað milljóna. Heimild- ir DV segja að Ábyrgðardeildin gæti sætt sig við að skuldimar verði í kringum 200 milljónir. En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Ef þessar 200 milljónir verða lausaskuldir breytist greiðslu- staða ÍSNÓ lítið. Þess vegna þurfa þessar 200 milljónir aö vera í formi langtímaskulda sem ekki þarf að greiða af á meðan fyrirtækið er að komast út úr baslinu. Heimildir DV segja að Landsbank- inn sé tilbúinn til frekari viðskipta við ÍSNÓ ef öll afurðalán úr þessu séu baktryggð hjá ríkinu, Ábyrgðar- deild fiskeldis. Ánnars ekki. Sverrir vill fiskeldið út úr Landsbankanum Þegar Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, kom til Lífróður ISNÓ 650 milljónir Markmið 200 milljónir Núverandi skuldir Eftir nauðasamninga r Skuldir felldar niður um 450 milljónir Lífróður ÍSNÓ gengur út á að lánardrottnar felli niður lán. Það verður erf- ið sigling. starfa hjá bankanum fyrir nær þremur árúm geröi hann strax at- hugasemd við það hvað bankinn væri með hátt hlutfall afurðalána til fiskeídis, greinar sem ætti sér ekki framtíð hér á landi. Sverrir hefur verið mjög harður og afstaða hans ekki farið fram hjá neinum. Markmið hans er eitt: að bankinn fari út úr fiskeldinu eins og Fréttaljós Jón G. Hauksson hann frekast getur. Fiskeldismenn hafa á undanfómum árum gagnrýnt Sverri og bankann fyrir þessa af- stöðu. Mikil afskrift bankans Landsbankinn hefur á undanfórn- um árum afskrifað um 1,1 milljarð króna vegna tapaðra útlána. Lang- stærstur hluti þessarar afskriftar er vegna fiskeldislána. Svo er komiö að bankinn telur sig vera búinn að af- skrifa þann skell sem hann hugsan- lega verður fyrir vegna fiskeldis. Þetta er í raun mikil afskrift þegar tekið er tillit til þess að Landsbank- inn veitir afurðalán gegn veði í fisk- inum og fær endurgreitt um leið og fiskurinn selst. Rýrnun í kvíum og kerum fiskeldisfyrirtækja skiptir bankann þvi ákaflega miklu máli. Sé rýmunin að einhveiju ráði hefur bankinn lánað of mikið og tapar því komi til gjaldþrots. Vandinn vegna ÍSNÓ snertir Landsbankann og aðra lánardrottna fyrirtækisins einnig með öðram hætti. Er hægt að slá af skuldum fyr- irtækisins án þess að veita fordæmi vegna annarra fyrirtækja? Það getur orðið erfitt að leysa það mál. Óformlegir nauðasamningar Staðan núna í málinu er að ISNÓ, með Eyjólf Konráð Jónsson í farar- broddi, er að reyna óformlega nauða- samninga og biðja lánardrottna um að slá af skuldum í von um að þeir fái þá að minnsta kosti eitthvað til baka. Reyni fyrirtæki formlega nauða- samninga er venjan sú að beðið er um greiðslustöðvun og málið leyst á þeim tíma sem er hámark fimm mán- uðir. ÍSNÓ hefur farið óformlegu leiðina. Landsbankinn og aðrir lánar- drottnar verða að meta hvort hag þeirra sé betur borgið með gjaldþroti ISNÓ eða nauðasamningum. Innan fiskeldisins hafa margir gagnrýnt Landsbankann undanfarið eitt og hálft ár fyrir að fara gjaldþrotaleið- ina í staðinn fyrir nauðasamninga- leiðina. Telja þeir að í mörgum tilvik- um væri hag bankans betur borgiö með nauðasamningum. í nauðasamningum þurfa fyrirtæki oftast að greiða minni háttar lánar- drottnum peninga út í hönd í stað þess að falla frá afganginum af kröf- unum. í tilviki ÍSNÓ þarf fyrirtækið öragglega að greiða út til þónokk- urra minni háttar lánardrottna gegn því að þeir felli niður lán. Hvar á ISNÓ hins vegar að fá peninga til þess ef það getur ekki greitt laun og hefur átt í basli með að ná í fé til að kaupa fóður handa fiskinum? Framkvæmdasjóður lánaði hluthöfunum lika ÍSNÓ er eitt elsta og þekktasta fisk- eldisfyrirtæki landsins. Það heitir ÍSNÓ vegna þess að lengi vel var það í eigu Islendinga og Norðmanna. Fyrirtækið Fiskirækt hf., fyrirtæki Eyjólfs Konráðs, Kristins Guð- brandssonar í Björgun og fleiri, átti 45 prósent en Norðmenn 55 prósent. Þess má geta að Framkvæmdasjóður hefur lánað Fiskirækt fé til að auka hlutafé í ÍSNÓ. Sjóðurinn hefur því bæði lánað fyrirtækinu sjálfu beint og hluthöfum til að leggja í fyrirtæk- ið. Norðmenn gáfust upp á ÍSNÓ fyrir nokkrum áram. Viðskilnaður þeirra varð umtalaður. Þeir seldu hlut sinn á 1 norska krónu. ÍSNÓ er með feikilega góða og full- koma fiskeldisstöð í Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu. Það hefur einnig ver- ið með umsvif á Öxnalæk í Ölfusi og við Vestmannaeyjar. Það var einmitt við Vestmannaeyj- ar sem fyrirtækið missti lax út úr sjókvíum í fárviðri sem gekk yfir landið fyrir rúmu ári. Skaðinn upp- götvaðist ekki fyrr en nokkru seinna. Þetta olli fyrirtækinu miklu íjár- hagslegu tjóni. ÍSNO er með þrjá sterka laxa- stofna. Þar er fyrst til að nefna norska stofninn Mowi. Einnig rækt- ar fyrirtækið upp fisk úr Laxá í Að- aldal. ISNÓ stefnir á þúsund tonna stofn á næsta ári Það að rækta stóran 30 til 40 punda lax hjá fiskeldisstöð tekur um þrjú ár. Eftir því sem laxinn er stærri er hann augljóslega verðmeiri. Eftir skaðann í Vestmannaeyjum hefur fyrirtækið orðið að byrja frá grunni Við að stækka stofninn. Ætlunin er að hann verði þúsund tonn eftir tvö ár. ÍSNÓ var raunar langt komið með þá stofnstærð þegar áfallið við Vest- mannaeyjar reið yfir fyrirtækið. Þrátt fyrir greinilega mjög erfiða stöðu ÍSNÓ er eldhuginn Eyjólfur Konráð Jónsson bjartsýnn á framtíð þess. - Þannig að fyrirtækið er ekki að deyja: „Nei, alls ekki. En það á í greiðslu- erfiðleikum." -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN överðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 1 1,25 Landsb., Sparisj. Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 1,25-3 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 2,25—4 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 0,5 Allir Sértékkareikningar 1-2 Landsbanki VISITÖLUBUNDNIR REIKNINGAR 6 máríaða uppsögn 2,75-3 Landsbanki 1 5-24 mánaða 6,75-7,25 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema Islb. Gengisbundnir reikningar í SDR 6-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsb.Jslb. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3-3,25 Landsb., Búnb. Överðtryggð kjör, hreyfðir 4,5-4,75 Landsb.,Búnb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (mnantfroabíls) Vísitölubundnir reikningar 1,75-3 Landsb. Gengisbundir reikningar 1,75-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6-6,5 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör 6-6,5 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,0 Allir nema Búnb. Sterlingspund 8,25-8,7 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8,2 Sparisjóðirnir Danskar krónur 8,0-8,4 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%> lægst ÚTLAN ÖVERÐTRYGGÐ Almennir víxlar (forvextir) 12,25 13,75 Búnaðarbanki Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf B-flokkur 13-14,25 Búnaðarbanki Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 1 5-1 5,75 Islb. útlAn VERÐTRYGGÐ Almenn skuldabréf B-flokkur 9,75-9,9 Búnb.Sparisj. afurðalAn Islenskar krónur 12,5-14,25 Islb. SDR 8,25-8,75 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Sparisjóðir Sterlingspund 11,9-12,75 Sparisjóðir Þýsk mörk 11,25-11,5 Búnðarbanki Húsnæðislán 4.9 Lifeyrissjóðslán 5 9 Dráttarvextir 21,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf apríl 13,8 Verðtryggð lán mars 9,8 VÍSITÖLUR LánSkjaravísitala apríl 3200 stig Lánskjaravísitala mars 31 98 stig Byggingavísitala mars 598 stig Byggingavísitala mars 187,1 stig Framfærsluvísitala mars 160,6 stig Húsaleiguvísitala apríl = janúar VERÐBRÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF Sölugengi bréfa veröbréfasjóóa Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,157 Sjóvá-Almennar hf. 5,05 5,65 Einingabréf 2 3,273 Ármannsfell hf. 1,90 2,15 Einingabréf 3 4,044 Eimskip 4,77 5,14 Skammtímabréf 2,048 Flugleiöir 1,90 2,10 Kjarabréf 5,789 Hampiðjan 1,30 1,63 Markbréf 3,114 Haraldur Böðvarsson 2,85 3,10 Tekjubréf 2,148 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1,10 Skyndibréf 1,788 Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68 Sjóðsbréf 1 2,947 Islandsbanki hf. 1,61 1,74 Sjóösbréf 2 1,931 Eignfél. Alþýðub. 1,58 1,71 Sjóðsbréf 3 2,036 Eignfél. Iðnaðarb. 2,12 2,29 Sjóðsbréf 4 1,738 Eignfél. Verslb. 1,41 1,53 Sjóðsbréf 5 1,226 Grandi hf. 2,60 2,80 Vaxtarbréf 2,0763 Olíufélagið hf. 4,40 4,90 Valbréf 1,9460 Olís 1,78 2,00 Islandsbréf 1,295 Skeljungur hf. 4,80 5,45 Fjóröungsbréf 1,155 Skagstrendingur hf. 4,65 5,05 Þingbréf 1,291 Sæplast 3,24 3,44 Öndvegisbréf 1,271 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,316 Útgerðarfélag Ak. 4,25 4,60 Reiöubréf 1,249 Fjárfestingarfélagið 1,18 1,35 Launabréf 1,029 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15 Heimsbréf 1,140 Auðlindarbréf 1,04 1,09 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 3,50 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsþréf, F= Fjárfestingarfélagið, S = Verðþréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.